Leita í fréttum mbl.is

Semja þarf við Rússa um fleira

Það er beggja hagur, Rússa og Íslendinga, að ná frekari samvinnu. Rússland er stærsta ríki jarðar og er ríkt af náttúruauðlindum, en Rússar eru helmingi færri en Bandaríkjamenn.

Rússland var um áratugaskeið þjakað af kommúnisma og síðar upplausn og óstjórn. Nú eru breyttir tímar þó að ýmsir setji spurningamerki við stjórnarhætti valdhafa, en líta verður til þess að lýðræðishefð í víðfeðmasta ríki heims er ekki löng.

Tækifæri þjóðanna til að eiga ábatasöm viðskipti og samvinnu eru víða, s.s. við kaup á björgunarþyrlum, lýðheilsu, olíuleit, nýtingu jarðhita, iðnaðar og matvæla.

Mikilvægast af öllu er þó að sendinefnd Íslands hafi upp á fiskifræðingnum Dimitri Klochkov hjá VNIRO en hann hefur beitt nýjum aðferðum við mat á stærð þorskstofnsins í Barentshafinu og gæti hann mögulega leitt reiknisfiskifræðinga Hafró út úr því öngstræti sem þeir eru komnir í.    


mbl.is Hvað vilja Rússar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rússland er enn þjakað af ofstjórn og skorti á því, að lýðræðislegar meginreglur séu í heiðri hafðar. Á annað hundrað gagnrýnna blaðamanna þar í landi hafa týnt lífinu í morðárásum á síðustu árum. Moskvustjórnin hefur beitt hervaldi ótæpilega gegn nágrannaríkjum, síðast með innrás í Georgíu fyrir tveimur mánuðum. Meðan svo er ástatt, er ótímabært að vera með svona hugleiðingar, Sigurjón, – þetta er ekki óskaríkið til að eiga að bandalagsríki. – Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 10.10.2008 kl. 12:22

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jón Valur, það ætti þó að vera í góðu að fá Dimitri til landsins.

Sigurjón Þórðarson, 10.10.2008 kl. 12:35

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gaman af JVJ.. það var semsagt óskaríkið USA sem kom og hjálpaði okkur ?  Það var kannski óskaríkið USA sem þreif eftir sig skítinn á miðnesheiði eftir að þeir fóru héðan ?  

Ég mundi frekar treysta rússum en þessum aulum vestan hafs.  

Óskar Þorkelsson, 10.10.2008 kl. 18:12

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Rússarnir eru klókir og jafnframt moldríkir - öfugt við algjörlega gjaldþrota ríkissjóði og seðlabanka vesturlanda. Seðlabanki Rússlands er með 556 milljarða dollara gull- og gjaldeyrisforða og þar að auki 175 milljarða dollara "stöðugleikasjóð". Þeir munu brátt kaupa efnahagsleg basket keis á borð við Ungverjaland, Búlgaríu, Rúmeníu og Eystrasaltslöndin svo nokkur séu nefnd. Ísland er hið fyrsta í röð margra ríkisgjaldþrota og Rússarnir eru bara á undan kúrfunni.

Baldur Fjölnisson, 10.10.2008 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband