Leita í fréttum mbl.is

Lítil sem engin umfjöllun um fjárlagafrumvarpið

Það er lýsandi fyrir ástand mála í efnahagsmálum hvað það fer fram lítil umræða um fjárlagafrumvarpið sem er fjárhagsrammi ríkisins á næsta ári. Flestir gera sér ljóst að áætlunin er í algjöru uppnámi og skiptir engu máli ef menn ná ekki að leysa bráðavandann sem efnahagslíf þjóðarinnar er í.

Ef maður miðar snörp viðbrögð Samfylkingarinnar við að bjarga ísbirni úti á Skaga og síðan sofandahátt á umliðnum mánuðum gagnvart þeim þrengingum og þeirri kreppu sem blasir við hlýtur maður að spyrja sig um jarðtengingu ráðherranna. Hvers vegna má ekki skoða það að ná í 70-80 milljarða í hafið? Það hefur ekki fengið neina skoðun, heldur er haldið áfram að brjóta mannréttindi á sjómönnum sem reyna að renna færi fyrir þorsk. Það er greinilegt að Samfylkingunni er meira umhugað um að koma í veg fyrir veiðar á ísbjörnum og þorski en huga að efnahag þjóðarinnar.


mbl.is Engin hætta á olíukreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samfylkingin hefur engan áhuga á sjávarútvegsmálum. Hún er búin að gefast upp á þeim.

Helgi (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 13:27

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég veit eiginlega ekki á hverju hún hefur áhuga nema þá taka lán og setu í öryggisráðinu og jú að því ógleymdu að Össur hefur misst áhuga sinn á fiskum og fengið gríðarlegan áhuga á Miðausturlöndum.

Sigurjón Þórðarson, 3.10.2008 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband