Leita í fréttum mbl.is

Grétar Mar næsti þingflokksformaður Frjálslynda flokksins

Það líður mörgum í Frjálslynda flokknum sem mér að finnast miður að horfa upp á deilur í flokknum og jafnvel blanda inn í deilurnar hlutum og fólki sem koma málinu ekkert við. Í kvöld var stungið að mér þeirri hugmynd að fulltrúi hinna vinnandi stétta á Alþingi, Grétar Mar Jónsson, yrði gerður að næsta þingflokksformanni til að skera á þann hnút sem hefur myndast. Á meðan gefst ötulum þingmanni Reykvíkinga, Jóni Magnússyni, kostur á að efla starf flokksins, og dugnaðarforkurinn og baráttumaðurinn Kristinnn H. Gunnarsson gæti beitt sér gegn óréttlátu kvótakerfi sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur komu á í sjávarútvegi og leikið hefur vestfirskar byggðir grátt.

Ef mál skipast með þessum hætti getur Guðjón Arnar verið sáttur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er fróðlegt Sigurjón að fylgjast með innanflokksátökum í Frjálslyndaflokknum.

Ekki virðist hann fýsilegur kostur til valda ef núverandi stjórnarsamstarf springur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.9.2008 kl. 22:29

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Hvernig væri bara að gera hinn ágæta krata Grétar Mar að formanni í þessum örflokk?

Hallur Magnússon, 18.9.2008 kl. 22:56

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hallur það er góð von til þess að Framsóknarflokkurinn verði minni en sá Frjálslyndi í næstu kosningum ef að formaðurinn nær að stilla saman strengi.

Sigurjón Þórðarson, 18.9.2008 kl. 23:02

4 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég tel að Kristinn H.Gunarsson verði áfram þingflokksformaður.Ég held að þið eigið að skoða vel hver óeiningunni veldur.Meðan eitraða peðið er enn á borðinu verður enginn friður.Ég eftirlæt ykkur að finna  hann,slóðin er auðfundin.

Látið Guðjón í friði.Hann kom flokknum á blað og verður að stýra honum í höfn.Sigurjón þinn tími kemur,þú hefur alla burði til að verða góður foringi.

Kristján Pétursson, 18.9.2008 kl. 23:15

5 identicon

Ég hef ekki vit á þessu frekar en annarri pólitík en ég sé þetta í eftirfarandi ljósi:

Nr. 1) Þingflokkur frjálslyndra kýs sér formann.  Aðrir hafa ekki til þess umboð.  Vilji þingflokkurinn kjósa sér nýjan formann, þá gerir hann það.  Vilji hann það ekki, þá gerir hann það ekki.    Svo einfalt er það.

Nr. 2) Hluti af Frjálslynda flokknum (og þá aðallega þeir sem almenningur hafnaði í síðustu kosningum) leggur Kristinn H. Gunnarsson (sem nota bene fékk umboð frá kjósendum) í einelti.  Ástæðan er sú að Kristinn hefur tjáð óbeit sína á kynþáttahyggjuáróðri hinna umboðslausu flokksbræðra sinna.  Hans eina sök sem semsagt að vera trúr mannréttindaákvæðum stjórnarskrár, löggjöf Íslands og alþjóðlegum samningum um afnám alls kynþáttamisréttis.  Afstaða Kristins er honum sjálfum til sóma.

nr. 3)  Formaður Frjálslynda flokksins er í erfiðri stöðu.  Í allra fyrsta lagi er hann góðmenni sem tæki seint undir kynþáttahyggju "hinna umboðslausu".  Hann vill hins vegar bera klæði á vopnin til að tryggja að hann klofni ekki því að það þýðir að það sem hann stendur fyrir í raun, þurrkast út úr íslenskri stjórnmálaflóru.

nr. 4)  Það er öllum orðið ljóst, og Guðjóni Arnari líka, að kynþáttahyggjuarmur "hinna umboðslausu" hefur sett af stað þá atburðarás sem hönnuð er til að ryðja Guðjóni úr vegi sem forystumanni flokksins.  Þannig mun "Ónýtt af" hið sáluga ýta frjálslyndum úr þeirra eigin stjórnmálaflokki líkt og gauksungi gerir í hreiðri annarra fugla.  Eftir sendur stjórnmálaflokkur sem ber nafn frjálslyndra en hefur stefnu íhaldssamra kynþáttahyggjumanna sem trúa á einangrun og yfirburði hins hvíta kynstofns.  

Hinn hlutlausi áhorfandi (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 23:37

6 identicon

Kristin H. Gunnarsson þingflokksformaður FF er einni vænlegi kosturinn sem ég sé í þessari stöðu eins og hún birtist manni í dag sem ætti að taka við formennskunni á næsta landsfundi Frjálslynda flokksins ef þessi flokkur á að eiga möguleika á að vera stjórntækur.

Guðjón hefur ekki en komið því í höfn að búa til lagafrumvarp sem sýnir það á svart og hvítu að hann og þingflokkurinn hans sé á móti kvótakerfinu því miður. Hann er búinn að vera þingmaður þessa flokks síðan hann var stofnaður 1999. Hans tími er búinn það sína verkin hans gegn kvótakerfinu á alþingi. Ég tel málefnið hafa verið notað til að koma sér vel fyrir enda málefnið gott til þess að tryggja 3-4 þingmenn og málið dautt.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 23:50

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er nokkuð fróðleg lesning hlutlausa áhorfandans en hann virðist taka undir með að rétt sé að hinn umboðsmikli hvíti Grétar Mar verði gerður að þingflokksformanni Frjálslynda flokksins.

Grétar Mar er félagasmálatröll, vinsæll útvarpsmaður og aflaskipsstjóri.

Sigurjón Þórðarson, 19.9.2008 kl. 00:07

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Sigurjón kæri vin!

Svar þitt við athugasemd minni dregur enn og aftur fram það sem mér líkar svo vel við þig!

Óraunhæfur, heiðarlegur draumóramaður!

Ekki hætta í pólitík!

Menn eins og þú eru nauðsynlegur drifkraftur í pólitík!

Það er nefnilega aldreið að vita...

Hallur Magnússon, 19.9.2008 kl. 00:26

9 identicon

Hallur, ef Grétar Mar er orðinn þeirrar sömu gerðar  Jón Magnússon og Magnús þór og margir aðrir í FF að ala á útlendingaandúð og fordómum  þá er hann eins og þeir alger andstæða þess sem kratar standa fyrir og þess sem janfaðarstefnan gegnur útá. - Hann er því alls enginn krati heldur andstæða þess.

Gunnar (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 02:02

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Verður Ff einhverntíma stjórntækur?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.9.2008 kl. 13:27

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Bara þeim til skilnings sem trúa því að Kristinn H. sé burðarstoðin í lífi Frjálslynda flokksins á Alþingi.

Í Alþingiskosningum 2003 hlaut F. listinn í N.V. kjördæmi 2666 atkv. Alþm. Guðjón Arnar 1. sæti. Sigurjón Þórðarson 2. sæti.

Í Alþingiskosningunum 2007 hlaut F. listinn 2432 atkv. Alþingismenn Guðjón Arnar 1. sæti. Kristinn H. 2. sæti. Þarna töpuðust 234 atkv. Mér varð það á í dag að birta aðrar tölur á tveim bloggsíðum og það þarf ég að leiðrétta. En þessi 234 atkvæði sem listinn tapaði við stuðning Kristins H. er ég ófáanlegur til að trúa að hafi haldið lífinu í flokknum eins og ég hef séð haldið fram. 

Árni Gunnarsson, 19.9.2008 kl. 20:51

12 identicon

Ekki veit ég hvernig þú náðir, Sigurjón minn kær, að lesa það út úr orðum mínum að ég styddi Grétar Mar sem þingflokksformann FF.  Sjálfsagt er Grétar Mar ágætlega að því embætti kominn eins og allir þeir FF-menn sem náðu kjöri á Alþingi.  En það er hvorki mitt né þitt, minn kæri Sigurjón, að velja þingflokksformann.  Við eigum það sameiginlegt, minni kæri Sigurjón, að þjóðin hefur ekki valið okkur til setu á Alþingi fyrir FF og því er þetta ekki okkar.  Auðvitað getum við farið hamförum á bloggsíðum okkar, í miðstjórnum og hjámiðstjórnum allskonar þjóðfélagshópa og haft allskonar skoðanir á þessu.  En það er allt önnur Ella og þjónar engum tilgangi.

Ég minnist þess þegar Framsóknarmenn í Reykjavíkurborg fóru að berjast innbyrðis og leysa persónulega óvild sína á síðum fjölmiðla og með flokkadráttum innanflokks.  Afleiðingin af því varð sú að Framsókn þurrkaðist út í borginni og hangir nú rétt á horriminni í nokkra mánuði til að búa Sjálfstæðisflokknum skjóla í meirihluta.  Ég óttast að þessi tilraun ykkar til að styðja valdarán Jóns Magnússonar muni ganga af FF dauðum og eftir sitji Jón sem formaður yfir ónýtum og fylgislausum stjórnmálaflokki sem  hefur þá ekki annan kost en að reyna, líkt og (ó)nýtt afl, að sameinast öðrum smáflokki og reyna síðan að svindla sig inn í forystu hans.  Þannig virðist þessi hópur vinna, leggst á litla stjórnmálaflokka og blóðmjólkar hann og skilur eftir örendan.

En auðvitað kemur mér þetta ekki við.  Ég hlýt þó að vara þá við þessu sem vilja að þessi stjórnmálaflokkur sé áfram til.  Ég tel hann nauðsynlegan vegna mannréttindabaráttunnar varðandi fiskveiðikerfið en ég tel hann hættulegan vegna mannréttindafyrirlitningarinnar og rasismans sem einkennir þann lítilmennahóp sem þú hefur ákveðið að leggjast á árar með.

Ég taldi eitt sinn að þú hlytir að verða framtíðarforingi FF en ég vona, allrar þjóðarinnar vegna, að svo verði ekki - úr því að þú hefur látið blekkjast af fáfræði þessara kynþáttahyggjumanna sem hafa læðst inn í FF.

Jón Magnússon sagðist hafa verið í FF þegar Kristinn H. gekk í flokkinn og því ætti Kristinn að sveigja skoðanir sínar í átt til skoðana Jóns.  Ekki  veit ég hvernig lögfræðingurinn fær það út.  Hefði Jón þá ekki átt að taka undir allar skoðanir Sverris Hermannssonar og Margrétar Sverrisdóttur sem stofnuðu FF í stað þess að ryðjast inn í flokkinn og byrja strax að grafa undan Margréti.  

Gangi ykkur vel að murka lífið úr því sem eftir er af hræi stjórnmálaflokksins ykkar.  Ég vona að þið hættið svo afskiptum af stjórnmálum að því loknu því að enginn stjórnmálaflokkur á svo illt skilið að fá þá óheillasendingu sem þeir eru a.m.k. Jón og "hann þarna hvað hann nú heitir rasistadindillinn á Skaganum" og þeir sem hafa ákveðið að fylla þeirra lítilfjörlega hóp.

Hinn hlutlausi áhorfandi (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 22:51

13 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hlutlausi áhorfandi, mér finnst því miður að skrif þín litist miklu frekar af heift og persónulegri andúð þín garð einstakra manna en umhyggju fyrir málstað Frjálslynda flokksins.

Sigurjón Þórðarson, 20.9.2008 kl. 09:53

14 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Eðlilegt er að Guðjón Arnar og Kristinn H. stingi upp á Grétari Mar margreyndum útgerðarmanni og skipstjóra til tuga ára sem þingflokksformanni.Hann hlýtur að geta stjórnað þrem mönnum eins og tugum þegar hann var atvinnurekandi og skipstjóri.Ekki er annað vitað en Jón Magnússon og þau sem viljavaldreifingu milli landshluta myndu sætta sig við það.Hver er skýringin á að Guðjón og Kristinn vilja ekki Grétar sem þingflokksformann.Hún er augljós, þeir vilja að flokkurinn sé með lögheimili á Bolungarvík og Ísafirði.Svo mætti skoða hvort þessir menn vinni í raun gegn kvótakerfinu sem þeir segjast berjast gegn.Þegar skoðuð eru verk þessara manna áratugi aftur í tímann þá blasir það við öllum nama blindum manni að þeir hafa aldrei gert það.Og gera það heldur ekki í dag.Hvorugur þeirra leggur til í dag að kvótakerfið verði lagt af.Þeir boða td.báðir kvóta í þorski.Svo mætti fólk líka skoða hvort Sigurjón Þórðarson eigi ekki eitthvað af þeim atkvæðum sem sagt er að Kristinn hafi fengið, þar sem hann var vinnsæll þingmaður kjördæmisins og enginn ófriður var um hann áður en Kristinn kom til sögunnar

Sigurgeir Jónsson, 20.9.2008 kl. 10:50

15 identicon

Ég er hlutlaus í stjórnmálum, þykir vænt um alla stjórnmálaflokka, en fyrirlíti rasisma hvernig sem hann er dulbúinn.  Ég tel það skyldu sérhvers siðaðs manns að taka einarða, sterka og staðfasta afstöðu gegn rasisma í hvaða formi sem hann er.  Þess vegna tek ég djúpt í árinni varðandi rastistadindla, hvar sem þeir búa.

Hinn hlutlausi áhorfandi (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 12:09

16 identicon

Hinn Hlutlausi Áhorfandi = Reebook returns?

Áhugamannafélagið (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 18:35

17 identicon

Ég veit ekki hvor hugmyndin er vitlausari, þú sem formaður eða Grétar Mar þingflokksformaður ? . Verður Grétar ekki fyrst að læra að skrifa greinarnar sínar sjálfur eða ættlastu til þess að gmaría sjái um formennskuna fyrir hann.

Annars væri það svo sem flott og myndi örugglega flýta fyrir endalokunum. 

Þið eigið líka frábærann bandamann Ólaf F. varstu ekki annars búinn að leggja til að hann yrði formaður ????? 

Sk. (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 11:33

18 identicon

Hvers eigum við að gjalda.

Við sem höfum vaðið eld og brennistein fyrir þeim málefnum sem Frjálslyndi flokkurinn stendur fyrir, stöndum agndofa yfir þeirri umræðu sem okkur kemur fyrir sjónir sem valdabarátta og ekki til annars fallin en að rífa niður það sem Frjálslyndi flokkurinn hefur staðið fyrir í Íslenskri pólitík, bendum við þar á óbein áhrif flokksins.

Við teljum að tími formannsins sé engan vegin liðinn enda nýtur hann virðingar langt út fyrir raðir frjálslyndra.  Við í Grindavík stöndum sem einn maður að baki okkar formanni og skorum á þá sem eru í valdabaráttu að slíðra sverðin og setja hag flokksins ofar eigin framagirni.

fyri hönd Grindvíkinga Ólafur og Róbert

Ólafur og Róbert (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 10:39

19 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég sé Ólafur og Róbert, það má lesa það á milli línanna að ykkur sé umhugað um að Grétar Mar verði næsti formaður þingflokksins og að formaður flokksins Guðjón Arnar muni styðja hann enda muni það verða góð leið til sátta.

Sigurjón Þórðarson, 24.9.2008 kl. 12:40

20 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er rétt Ace Magnús Þór er mjög góður.

Sigurjón Þórðarson, 24.9.2008 kl. 20:11

21 identicon

Gera Grétar Mar að þingflokksformanni er ekki allt í læ...... ha,ha,ha

Gummi (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband