Leita í fréttum mbl.is

Er Ómar Ragnarsson líka genginn í Samfylkinguna?

Ef marka má kosningu í ráð og nefndir á vegum borgarinnar er greinilegt að varaformaður Íslandshreyfingarinnar situr í borgarráði fyrir atbeina Samfylkingarinnar en að vísu á kostnað atkvæða sem greidd voru Frjálslynda flokknum. Það er vægast sagt furðuleg staða að einn stærsti stjórnmálaflokkur landsins skuli þurfa að leita á náðir þess allra minnsta til að geta skipað í nefndir á vegum borgarinnar. Ég á bágt með að trúa því að Íslandshreyfingin sé nú þegar orðin eitt af aðildarfélögum Samfylkingarinnar með Ómar í broddi fylkingar, sérstaklega í ljósi þess að Samfylkingin stefnir að því að byggja tvö álver á næstu árum.


mbl.is Lyklaskipti í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eru þetta ekki skýr skilaboð Samfylkingarinnar til kjörinna fulltrúa eða varmanna annarra framboða um að þeim verði umbunað ríkulega ef þeir fást til að svíkja kjósendur sína?

Sigurður Þórðarson, 21.8.2008 kl. 22:42

2 identicon

Ætlar Margrét Sverris að láta Samfylkinguna borga herkosnaðinn fyrir sig þegar kemur að næstu kosningum?

Krissi (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 22:53

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Allt er hey í harðindum

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 21.8.2008 kl. 23:05

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Samfylkingunni er slétt sama hvort menn eru hægri eða vinstri en hún virðist alltaf geyma nokkra silfurpeninga til að hygla þeim sem eru nógu siðlausir til að svíkja kjósendur sína.

Sigurður Þórðarson, 22.8.2008 kl. 00:13

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kjarnmæltur Sigurður!

Jón Valur Jensson, 22.8.2008 kl. 02:04

6 identicon

Íslandhreyfingin fékk 5953 atkvæði við síðustu Alþingiskosningar eða 3.30 %

Ef atkvæðavægi væri jafnt og ekki 5 % þröskuldur væri Íslandshreyfingin með 2 alþingismenn á Alþing á kostnað Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Greindir stjórnmálamenn eru því linir og blíðir við fólk úr Íslandshreyfingunni og leiða það til áhrifa.

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 19:23

7 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég er nú mest hissa á því að þeir sem buðu sig fram fyrir Samfylkinguna skuli láta þetta yfir sig ganga. Eru þetta tómir geldingar eða hvað?

Víðir Benediktsson, 22.8.2008 kl. 21:33

8 Smámynd: Halla Rut

Nákvæmlega það sem ég hugsaði; Víðir.

Halla Rut , 23.8.2008 kl. 19:36

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Lagaprófessor segir mér að lagalega séð eigi Íslandshreyfingin sem flokkur ekki aðild að borgarstjórn vegna þess að hún var ekki til þegar kosið var og átti ekki aðild að F-listanum. Prófessorinn sagði að ef laganemi myndi spyrja sig að þessu myndi hann ráðleggja honum að bera spurninguna upp í guðfræðideild.

Þegar Tjarnarkvartettinn var myndaður gekk ég því ekki í Samfylkinguna.

Ég gekk hvorki í Sjálfstæðisflokkinn né í Samfylkinguna þegar Ólafur F. tók upp samstarf við Sjálfstæðisflokkinn en Margrét hélt áfram samstarfi við Samfylkinguna.

Ég hef því ekki frekar gengið í Samfylkinguna en að Geir Haarde hafi gengið í VG vegna samvinnu Sjálfstæðisflokksins við VG í Mosfellsbæ, - eða að Steingrímur J. Sigfússon hafi gengið í Sjálfstæðisflokkinn vegna sömu samvinnu.

Ég minni að lokum á að Íslandshreyfingin er fyrsti og eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem hefur umhverfismál sem megingrundvöll stefnu sinnar og kennir sig hvorki við hægri né vinstri heldur sækir það besta í stefnuskrá sína í hinum mismunandi málaflokkum úr báðum áttum.

Ómar Ragnarsson, 24.8.2008 kl. 17:14

10 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Voðalegt þvaður er þetta Ómar, Það sér það hver maður að þarna er um eitthvað annað að ræða en samstarf þar sem varaformaður Íslandshreyfingarinnar er algerlega upp á Samfylkinguna komna með skipunina og leggur ekki neitt með sér.

Sigurjón Þórðarson, 24.8.2008 kl. 20:39

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nú verð ég að leiðrétta þig bróðir. Þú segir að Margrét leggi ekkert með sér. Hún er til taks.   Eins og fram kom í viðtali við Óskar Bergsson í Mbl voru vonir bundnar við Margrét inn. Með öðrum orðum binda þau vonir við að Ólafur veikist.

Sigurður Þórðarson, 24.8.2008 kl. 22:07

12 identicon

Kæri Sigurjón!

Ávallt samfagna ég því þegar þú birtist í netheimum með þennan galsa og ferska blæ sem fylgir þér. Og alltaf vekja rök þín oft upp söguna í huga mér um stærðfræðinginn sem hafði mestan áhuga á heimspeki og eyddi tíma sínum að sanna fyrir nemendum hvernig hin einföldustu dæmi úr stærðfræðinni stæðust engan veginn rökhugsun heimspekinnar.

Hann sagði að tveir mínus einn væri einn í plús í stærðfræðinni og notaði svo heimspekina til að kollvarpa þessari staðreynd. Hann hélt á spotta við púltið í kennarastofunni og sagði að þessi spotti hefur tvo enda er það ekki rétt? Og svo bæti hann við hvað hefur spottinn marga enda eftir að ég hef klippt af honum annan endann? Svona uppljómast rök þín fyrir mér Sigurjón minn að stundum veit ég ekki hvaðan þú kemur né á hvaða leið þú ert en samt ert þú alltaf jafn skemmtilegur.

Baldvin Nelsen, Reykjanesbæ

Lög nr. 38. 1990. 1. gr.: “Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

B.N. (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 22:26

13 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Baldvin til hamingju með kjörið í stjórn Íslandshreyfingarinnar.

Sigurjón Þórðarson, 25.8.2008 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband