Leita í fréttum mbl.is

Geir Haarde seinheppinn - hvað varð um rannsókn Seðlabankans?

Í gær mátti heyra forsætisráðherrann okkar í ríkisútvarpinu hreykja sjálfum sér og stefnu sinni mjög hátt,að gera helst ekki neitt.  Það sem Geir Haarde nefndi til sögunnar sem órækan vitnisburð um afbragðs stjórnkænsku voru fréttir af  jákvæðum vöruskiptajöfnuði Íslands við útlönd í júní.

Í dag bárust síðan fréttir frá Hagstofu Íslands af því að allt stefndi í að vöruskiptajöfnuður Íslands við útlönd í júlímánuði yrði neikvæður um liðlega 18 milljarða.  Ástæðan fyrir óhagstæðum vöruskiptajöfnuði var m.a. minni útflutningur sjávarafurða en Geir Haarde virðist vera staðráðinn í halda ótrauður áfram með gjaldþrota stefnu í sjávarútvegi sem hefur sannað sig á sl. áratug að gangi alls ekki upp.

Á síðustu dögum hefur verið uppi kvittur um ýmsar breytingar á starfsmannahaldi Seðlabanka Íslands sem að varaformaður Sjálfstæðisflokksins sá reyndar ástæðu til að bera til baka. Á sama tíma heyrist ekki neitt af rannsókninni sem Seðlabankinn hratt af stað til þess að komast að því hvort að atlaga hafi verið gerð að íslensku krónunni.  Rannsóknin getur vart verið mjög flókin fyrir Seðlabankann og þess vegna hljóta niðurstöður að liggja fyrir.


mbl.is Óhagstæð vöruskipti í júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Blessaður Sigurjón sammála þér þessi rannsókn ætti að vera búin en ég er hræddur um að niðurstöðurnar séu leyndarmál. En það vita jú allir hér nema kannski Seðlabankinn hvað skeði. En það sem að er að hita glóðina undir þjóðinni og á vonandi eftir að verða að eldi það er reiðin yfir þögninni og aðgerðarleysinu. Aðgerðarleysið þýðir nefnilega aðeins eitt menn eru meðvirkir í málinu það er verið að hlífa þeim sem settu allt í bál og brand á meðan venjulegt fólk er kallað sukkarar og kennt um allt sem aflaga fór. Fólk sem að lét ekki bankana glepja sig heldur hélt áfram sinu striki tók engin lán en hefur nú séð venjulegt húnsæðislán hækka þannig að allt sem greitt hefur verið af því siðan 2002 er horfið greiðslubyrðin hefur hækkað um 12 000 á mánuði á meðan samið var um 10.000 allt hefur hækkað. Ég held að stjórnmálamenn hafi ekki hugmynd um glóðina í þjóðarsálinni og það er leitt að við skulum ekki eiga neinn foringja sem er nógu sterkur til að geta leitt fólk og komið af stað breytingum ef einhvertíma hefur verið tækifæri ril þess er það núna. Horfði á Þórunni í Kastljósi og fannst það enn eitt dæmið um pólitíkus sem er ekki í sambandi við þjóðina en ég veit að hún er í sambandi við hluta hennar þó og það sínir mér að miðað við málflutning hennar er orðið himin og haf á milli þeirra tveggja þjóða sem búa í landinu. Önnur þeytist um heimin og vill stjórna sólinni það er hitanum á hnettinum hin reynir að skrölta í vinnuna á hverjum morgni og brauðfæða sig og sína við sífellt versnandi aðstæður og ekki lagast það þegar að kolefnisskatturinn verður lagður á í haust og rikisbubbarnir á hybrid bílunum verða verðlaunaðir en einstæða móðirinn á gömlu druslunni skattlögð vegna þess að hún er kolefnissóði.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.8.2008 kl. 20:35

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mér finnst niðurlagið hjá þér Jón Aðalsteinn vera einstaklega gott:

Önnur þeytist um heimin og vill stjórna sólinni það er hitanum á hnettinum hin reynir að skrölta í vinnuna á hverjum morgni og brauðfæða sig og sína við sífellt versnandi aðstæður og ekki lagast það þegar að kolefnisskatturinn verður lagður á í haust og rikisbubbarnir á hybrid bílunum verða verðlaunaðir en einstæða móðirinn á gömlu druslunni skattlögð vegna þess að hún er kolefnissóði.

Annars tók ég eftir því hve Þórunn leit ljómandi vel út og var virkilega ánægð og sátt, sérstaklega við þau áform að bjarga jöklunum okka.

Sigurjón Þórðarson, 6.8.2008 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband