Leita í fréttum mbl.is

Réttarríkið og milljarðamæringarnir

Hver samfylkingarmaðurinn á fætur öðrum hefur nú gengið fram fyrir skjöldu og heimtað rannsókn á rannsókn Baugsmálsins. Sá sem hefur leitt baráttuna er þingflokksformaður „jafnaðarmanna“, Lúðvík Bergvinsson, en hann heimtar rannsóknina í þágu: almannahagsmuna, trúverðugleika réttarríkisins og síðast en ekki síst þess að verja lítilmagnann gagnvart misbeitingu ríkisvaldsins.

Þessar áhyggjur Samfylkingarinnar nú af stöðu lítilmagnans í réttarríkinu Íslandi gagnvart ríkisvaldinu með því að máta mál milljarðamæringanna í Baugi inn í þá stöðu er afkáralegt. Baugsmenn hafa átt greiðan aðgang að fjölmiðlum og þeim hefur heldur ekki orðið skotaskuld úr því að greiða fyrir fima lagavörn og bestu sérfræðiaðstoð erlendis frá.

Íslenskur almenningur hlýtur að setja spurningarmerki við að á sama tíma og þessi hávaðasama mannréttindabarátta Samfylkingarinnar er háð fyrir hönd milljarðamæringanna skuli varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, Karl Matthíasson, lýsa yfir sérstakri gleði með svar ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks þar sem fram kemur að það eigi ekki að fara að áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og að það eigi að halda áfram að brjóta mannréttindi á sjómönnum. 

Það er greinilegt að forystu Samfylkingarinnar þykir að þeir með þykkari veskin eigi að vera jafnari fyrir lögunum en aðrir.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Á ég að trúa því að vinur minn Karl V Matthíasson vilji formann sinn til þess "að slátra lambi fátæka mannsins"?

Sigurður Þórðarson, 10.6.2008 kl. 11:40

2 identicon

Skárra að hafa flokk sem fer eftir þykkari veskjum, en flokk sem fer eftir litarhætti.

SG (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 12:10

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

The colour of money

Atli Hermannsson., 10.6.2008 kl. 12:18

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þarna virðist helst vera um að ræða árekstra milli ættgengs heiladauða og upplýsingarþorsta mannskepnunnar. Lúðvík og kó þurfa bara að liggja reglulega  á bæn með Birni Bjarna og öðrum helstu fyrirbærum íhaldsins og þá lagast þetta áreiðanlega allt saman. Amen og kúmen.

Baldur Fjölnisson, 10.6.2008 kl. 15:56

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þetta er nú ódýr snúningur út úr samhengi málsins. Ert þú farin að taka að þér varnarhlutverk fyrir Sjálfstæðisflokkinn? Finnst þér það ekkert áhugavert að lykilmenn í þeim flokki "hjálpuðu" Jóni Gerald af stað með Baugsmálið.

Boðuð er allsherjarendurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Slíku svari hefur Samfylkingin án efa landað. Nei, í stað þess að fagna þessu, setur þú þig í tuddastellingar gagnvart Samfylkingu út af hverju sem er, hvenær sem er.

Sigurjón, verðurðu ekki bara að fara fyrr að sofa, svo þú sjáir hina fögru rauðu sól í austri, að morgni dags   Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 10.6.2008 kl. 17:22

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég get nú ekki séð neinn útúrsnúning í mínum málflutningi.  Ég bendi á að "jafnaðarmannaflokkurinn" getur vart á heilum sér tekið af vandlætingu vegna málsmeðferð hins opinbera þar sem milljarðamæringar voru sakfelldir á sama tíma og flokkurinn er tilbúinn að kokgleypa og blessa þá hundalógík sem Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna er send sem svar ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Ég segi nú bara svei ykkur í Samfylkingunni að bjóða alþýðu manna upp á þessa tvöfeldni.

Sigurjón Þórðarson, 10.6.2008 kl. 18:44

7 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Sigurjón, ég er sammála þér og fékk sömu tilfinningar og þú gagnvart heilagri sannleiksþrá samfylkingarmanna.

Gunnar Skúli Ármannsson, 10.6.2008 kl. 19:14

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og sjávarútvegsráðherra er búinn að skipa nefnd til að skoða áhrif kvótakerfisins á sjávarbyggðirnar!

Að hverjum er maðurinn að skopast og heldur hann að einhverjum þyki þetta snjöll hugmynd?

Mér finnst vænlegast fyrir þá svarabræður Einar Kr. og Árna Math. að yfirgefa stjórnmálin hið bráðasta og snúa sér að framleiðslu leikinna sjónvarpsþátta um stjórnmálamenn á Íslandi.

Sjálfir yrðu þeir í veigamestu hlutverkunum.

Árni Gunnarsson, 10.6.2008 kl. 22:46

9 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Einar K og Árni matt væru ekki einu sinni nothæfir í B myndir. Hvað þá allra lélegustu sort af sápuóperu.

Sendið þessa menn frekar hingað norður til mín og ég skal gera úr þeim menn og leyfa þeim að moka svolítinn skít.

Jóhann Kristjánsson, 11.6.2008 kl. 01:23

10 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Afskipti Samfylkingarmanna af dómsmáli sýnir og sannar að flokkurinn er vart stjórntækur við stjórnvöl landsins, og slíkt vegur að réttarríkinu í raun þegar ráðherrar fara í orði kveðnu að skipta sér af dómum dómstóla.

þetta er þvílík hneisa að það hálfa væri nóg.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.6.2008 kl. 01:43

11 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Átta mig ekki á því hvers vegna þeir sem að eru frjálsir í lundu reynast svo illgjarnir og dómharðir gagnvart blessaðri Samfylkingunni, sem er hin stóra móðir er allt umvefur.

Guðrún María minnist ekki á leiðbeiningu og hjálpsemi lykilmanna í Sjálfstæðisflokknum til handa Jóni Gerald til að koma sínum málatilbúnaði af stað.

Það eru ekki afskipti af dómsmáli að bregðast við niðurstöðu Hæstaréttar. Gangið bara í Sjálfstæðisflokkinn frekar en að látast vera eitthvað líberal. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.6.2008 kl. 02:17

12 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það er nú bara brandari að Samfylkingin skuli brigsla "lykilmönnum" í Sjálfsstæðisflokknum um vafasöm vinnubrögð því Sjálfsstæðislokkurinn er einmitt sá flokkur sem Samfylkingin lagði lag sitt við og unir sér vel í skjóli þeirra. Það er einhver mótsögn í þessu. Maður spyr sig, ef Sjálfsstæðisflokkurinn er jafnspilltur og vonlaus líkt og sumt Samfylkingarfólk hefur látið af, hvernig er þá sá flokkur sem sængar með slíkum götustrákum? Líkur sækir líkan heim.

Víðir Benediktsson, 11.6.2008 kl. 07:23

13 identicon

Samfylkingin er endalaust að sparka í samstarfsflokkinn í ríkisstjórn.  Hroki Samfylkingarinnar er svo mikil eftir að hún komst í ríkisstjórn, að það er með eindæmum. 

Ég undrast þolinmæðina og umburðarlyndið í Geir gagnvart Samfylkingunni, eða er maðurinn bara svona meðvirkur og hræddur við að Solla hafni honum og fari eitthvað annað ef hann fer að setja ofan í við hana???

Sannlaugur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 08:38

14 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Gulli, ég sé það að sumir fara seinna í háttinn en ég og það sem meira er að ég hef fullan skilning á því að það haldi vöku fyrir annars réttsýnu fólki að verja áframhaldandi mannréttindabrot á sjómönnum.

Sigurjón Þórðarson, 11.6.2008 kl. 09:00

15 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég gat bara ekki farið að sofa til að líta fegurðina þegar hin rauða sólstjarna sem allt nærir kom upp í austrinu   Afurðin er þessi fallegi dagur, með miklum réttindum og enn meiri ef við göngum í Evrópusambandið. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.6.2008 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband