Leita í fréttum mbl.is

Beygður og ráðvilltur ráðherra

Við lestur ræðu sjávarútvegsráðherra á sjómannadaginn 1. júní 2008 sést að ræðumaður er ráðvilltur og beygður og hefur ekki nokkra sýn á framtíðina. Ef allt væri með eðlilegum hætti væri búið að birta mat Hafró á ráðlagðri veiði næsta fiskveiðiár, en það hefur verið dregið fram yfir sjómannadaginn og það er ekki trúlegt sem fram kemur í ræðunni, þ.e. að Einar Kristinn viti ekki hvað er í kortunum. Heimildir mínar herma að ráðgjöfin muni liggja á borðinu nk. miðvikudag. Hún þýðir að öllum líkindum, miðað við það sem fréttirnar af togararallinu bera með sér, að ráðlögð þorskveiði verði áfram við sögulegt lágmark og síðan umtalsverðan niðurskurð á aflaheimildum á ýsuveiðum.

Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að Einar Kristinn hafi ekki nokkra trú á ráðgjöf Hafró, enda hefur hún ekki skilað neinu nema sífellt minni afla síðan farið var að fylgja henni nánast í einu og öllu.

Geir Haarde og frú Ingibjörg Sólrún hafa hins vegar óbilandi trú á að hægt sé að reikna út vöxt og viðgang fiskistofna rétt eins og vexti á bankabók, þ.e. að hægt sé að semja um hærri vexti við náttúruna ef höfuðstóllinn er ekki skertur.

Ég fann til með Einari Kristni að flytja þessa ræðu á sjómannadaginn.  


mbl.is Kvótaniðurskurður hefur skilað árangri í markaðsstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ráðherrann er ekki í lagi og ef þú lest nýjasta bloggið frá honum þá sérðu ekki síður en ég að maðurinn er úti á túni - eins og hann ætti kannski að vera sem landbúnaðarráðherra. Hann leggur ofuráherslu á þessa nýju 20% aflareglu og mikilvægi hennar en segir svo í næstu setningu að það verði að öllum líkindum ekki farið eftir henni - stofninn sé svo lítill. Þá segir hann að eitthvað sé til sem heitir "sveiflujöfnun" sem aftur verði tekin upp ef með þarf. Sem sagt að þegar þorskstofninn mælist sem minnstur eins og árið 1995  þá verði sveiflujöfnunin notuð (að beiðni frá LÍÚ) og veitt hlutfallslega meira úr stofninum - kannski 35% eða svo. Ekki það að ég sé á móti því síður en svo, heldur að það er ekki heil brú í þessari röksemdarfærslu. Með öðrum orðum að það er skömm að því að bjóða almenningi uppá svona hundalógík.

Atli Hermannsson., 1.6.2008 kl. 21:40

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ekki veit ég hvernig Einari Kristni datt þau ósköp í hug að halda því fram að hann væri að kalla eftir fjölbreyttum viðhorfum þegar það liggur ljóst fyrir að þeir vísindamenn sem hafa haldið uppi fræðilegri gagnrýni á nýtingarstefnu Hafró og bent á að hún gengur þvert gegn viðtekinni vistfræði, eru rukkaðir um háar fjárhæðir ef þeir óska eftir aðgangi að gögnum. Í ræðunni segir:

Mat á stærð fiskistofna er ekki auðvelt viðureignar. Þrátt fyrir að við höfum aukið hafrannsóknir okkar, kallað eftir fjölbreyttari viðhorfum víða að úr vísindasamfélaginu, aukið samráð og leitað álits manna annars staðar að úr heiminum, er engu að síður mikill ágreiningur um mat á stærð fiskistofna.

Þegar maður les ræðubúta sem birtist hér að neðan hlýtur að vera réttmætt að spyrja hvort að Einar Kristinn sé alveg dottinn í flórinn í Landbúnaðarráðuneytinu en honum virðist vera ókunnugt um enga nýliðun í smábátaútgerð og að fjöld sjómanna starfar án kjarasamnings:

Því miður er alltof oft horft framhjá þessum þætti málsins, þegar málefni sjávarútvegsins eru rædd. Við getum aldrei liðið það að sjávarútvegurinn okkar verði fátæktariðnaður, sem menn hafa ekki áhuga á að stunda.

Sigurjón Þórðarson, 1.6.2008 kl. 22:34

3 identicon

Hvað er að frétta af nefndinni sem viðskiftarráðherra skipaði? Ég er að tala um nefndina sem á að koma með tillögu hvernig erlendir aðilar undir rós geti eignast sjávarútveginn ásamt veiðiheimildum með formlegum hætti en nú er.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 23:34

4 Smámynd: Atli Hermannsson.

Baldvin. Nú veit ég ekkert um þessa nefnd... En erlendir aðilar eða allir þeir sem búsettir eru á ESB svæðinu geta í dag gerst hluthafar í íslenskum útgerðarfyrirtækjum til jafns við okkur. Það er að segja að  t.d. Spánverjar geta nú þegar eignast allt að 49% í íslenskum útgerðum í gegnum sjóði og hlutdeildarfélög ef þeir kærðu sig um. Ég veit ekki til þess að þeir hafi notfært sér það. Breytingin við inngöngu í ESB yrði sú að þeir gætu eignast hvaða fyrirtæki sem er að fullu ef um það semdist. Þá liggur eftir spurningin hvort þeir vilji fjárfesta í auðlind sem úthlutað er til eins árs í senn og er samkvæmt laganna bókstaf sameign þjóðarinnar.  

Atli Hermannsson., 2.6.2008 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband