29.5.2008 | 23:59
,,Mannréttindaníðingar" - Samfylkingin bugtar sig og beygir
Á Alþingi féllu í dag stór orð þar sem Grétar Mar Jónsson sá ástæðu til að kalla Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra og Einar Kristin Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mannréttindaníðinga. Ástæðan fyrir reiði Grétars Mar var fádæmavesældarleg ræða Einars sem jafnframt var ósvífin.
Í ræðunni greindi Einar frá viðbrögðum stjórnvalda við úrskurði mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna en þau fólust annars vegar í því að skipa hóp þriggja lögfræðinga sem átti að vinna að svari til mannréttindanefndarinnar. Í hópnum eru Björg Thorarensen sem hefur þegar lýst þeirri afstöðu sinni að álitið skipti litlu máli og er eiginkona eins dómaranna í Hæstarétti sem úrskurðurinn beindist gegn, Karl Axelsson sem þjóðin þekkir sem lögfræðinginn á bak við fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar sem forsetinn neitaði að skrifa undir og síðan efnilegur lögfræðingur á þrítugsaldri, Arnar Þór Stefánsson. Hins vegar voru viðbrögðin þau að skipa nefnd sem átti að fara í það langtímaverkefni að fara í hugsanlega mögulega endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Vísað var til þess að umrætt verkefni væri í stjórnarsáttmálanum - en samt sem áður hefur ríkisstjórnin ekki drattast til að setja saman þessa nefnd. Það hefur ekki gerst þrátt fyrir að öllum hafi verið ljóst óréttlætið. Öllum er ljóst að Einar teygði bara lopann til þess að þurfa ekki að gera neitt.
Þingmenn Samfylkingarinnar, hinn aldni Ellert B. Schram og hinn ungi varaformaður, héldu vart vatni af hrifningu yfir ræðu sjávarútvegsráðherra og bugtuðu sig í allar áttir úr ræðustóli fyrir hinum vísa Einari. Ellert hrósaði ráðherranum innilega fyrir myndugleikann og Ágúst talaði um að það væri sérstakt ánægjuefni að til stæði að kanna hvaða áhrif fiskveiðistjórnunarkerfið hefði á byggðir landsins.
Ha?
Ég held að hann Ágúst ætti að fara hringinn í sumar með opin augun, hann hefði þó átt að vera löngu búinn að því.
Í kvöld hringdi í mig sjóari vestan af fjörðum sem er núna fluttur suður og hafði á orði að Samfylkingin væri orðin firrt, hún hefði ítrekað hátt og mótmælti sérstaklega hvalveiðum, veiðum á nokkrum hrefnum, en léti það síðan algjörlega óátalið - og jafnvel hrósaði sjávarútvegsráðherra fyrir það - að ætla að halda áfram að brjóta mannréttindi á sjómönnum.
Þetta er jafnaðarmannaflokkur Íslands. Hann hafði á orði, sjóarinn, að réttast væri að láta leikreglur stjórnvalda sem virtu mannréttindi að vettugi sem vind um eyrun þjóta. Hann vildi að íslenskir sjómenn réru til fiskjar 17. júní nk., á þjóðhátíðardaginn 2008.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.5.2008 kl. 00:41 | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 1019333
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Eftir að hafa fylgst með þeirri fægð sem þið, Frjálslyndir leggið á þá flóttamenn sem hingað eru væntanlegir hygg ég að þið ættuð alveg að láta eiga sig að nota orð eins og "mannréttindaníðingar"
Framganga ungliðahreyfingar bendir ekki heldur til að mannréttindi séu Frjálslyndum neitt kær. Nema þá aðeins eftir einhverjum kenningum um einhverja æðri kynstofna. Slíkar kenningar eru hættulegar. Sagan hefur kennt mörgum okkar hvert slíkt getur leitt.
Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 00:30
Það má vera rétt hjá þér að rétt sé að spara stóryrði en ég vil þó benda á að það er nú Samfylkingin sem hefur gengið á undan með sviguryrði í garð fólks í Frjálslynda flokknum, á borð við rasisti, plebbi, kjáni og mannhatara svo eitthvað sé nefnt án þess að rökstyðja mál sitt með nokkrum hætti.
Sigurjón Þórðarson, 30.5.2008 kl. 00:38
Sæll Sigurjón.
Alþingi Íslendinga er vanvirt af ríkisstjórninni þar þingið fær ekki að fjalla um þau hin sjálfsögðu mannréttindi sem aðkoma manna að aðalatvinnugrein þjóðar til lengri og skemmri tíma sjávarútvegi er.
Það að bara að drepa málinu á dreif, ..... því miður.
Við munum mótmæla á sjómannadaginn þar sem safnast verður saman víð Stjórnarráðið, 13.30, og gengið að hafnarbakka þar sem hátíðahöld Sjómannadags fara fram.
sjáumst.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 30.5.2008 kl. 01:21
Þess ber að gæta að aðkoma flóttafólks til landsins er - með tilliti til þess sjálfts - sú að svo geti verið að það sé einfaldlega verið að gefa því áframhaldandi raun í nafni hjálpar.
Jæja, ef við skyldum snúa dæminu við, hvernig hefði það verið, þá við á tíma einokunar og svelts, hefðum verið send til Miðausturlanda til að fá mat í okkur.
Hver einstaklingur hefur rétt á að búa í sínu eigin landi.
Á sama hátt og alþjóðasamfélagið á að taka þátt í að hjálpa til í Írak eftir óhemjuferð Bandaríkjastjórnar þar, er með þessu verið að réttlæta áframhaldandi herferðir á þjóðum. Svo er ábyrgðin sett á svokallað alþjóðasamfélag til að "taka til" og búta saman á vestrænan hátt manneskjuleyfum frá afleiðingum herfarastjórna.
Það er munur á að virða gildi einstaklinga með umsjá um hag þeirra og að vera rasisti.
ee (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 01:31
Samfylkingin er ekki lengur flokkur alþýðunnar, síður en svo. Ég held að flestum ef ekki öllum er orðið það ljóst. Flokkurinnn er málsvari menntaelítunnar og margra viðskiptamanna, þ.m.t. einkavæðingasinna. Svo einfalt er það.
Ég hef alla trú á því að ríkisstjórn muni hunsa umrætt álit og að ekkert verði aðhafst í þessum málum. Ráðamenn hafa margoft lýst því yfir á opinberum vettvangi.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 30.5.2008 kl. 05:52
samfylkingin er ekki lengur málsvari alþýðunnar segir Guðrún jóna.. Frjálslyndir eru heldur ekki lengur málsvarar frjálslyndis...
Óskar Þorkelsson, 30.5.2008 kl. 09:16
Nú hef ég verið að skoða þessa bloggsíðu hjá þér Sigurjón. Hér er neikvæðnin svífandi yfir vötnum og rýtingnum sveiflað hægri vinstri. Hvernig væri það að þú skrifaðir nú texta á þessa síðu sem myndi hugsanlega fá fólk á þitt band og vinna einhver atkvæði fyrir þig. Það nennir enginn að hlusta á sífelldar kvartanir, fólk vill sjá svör. Þú virkar bara sem hundleiðinlegur bitur gaur eftir þennan lestur.
Þetta voru pólitísk heilræði til þín í boði mín.
Rudi Völler (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 09:27
Guðrún og Óskar ég tek undir með ykkur að Samfylkingin er ekki fyrir vinnandi fólk í landinu. Þetta er að verða svona umbúðaflokkur, mikið hjalað og talað en lítið gert.
Rudi Völler, ég þakka þér kærlega fyrir heilræðin, en ég vil taka það fram að ég lít nú ekki á þessi skrif mín sem atkvæðaveiðar enda er ég í öðrum verkum núna. Skrifin er fyrst og fremst tómstundagaman, rétt eins og að sumir sauma út, blogga ég við og við.
Það er greinilegt að margir hafa skoðanir á því sem ég læt frá mér fara, margir eru ánægðir en sumir óánægðir eins og Rudi Völler, burt séð frá því hvort að fólk sé sammála því eður ei. Ég vil benda Rudi Völler á mjög góðan vef, sem ég fer reyndar inn á af og til sem kallast barnaland.is en þar er yfirleitt ekki verið að skrifa texta þar sem tekist er á um erfið mál s.s. mannréttindabrot á sjómönnum- Virkilega skemmtilegur vefur barnaland.is
Sigurjón Þórðarson, 30.5.2008 kl. 09:55
Það er merkilegt að sjá Samfylkingarfólk liggja á bloggsíðum Frjálslyndra eins og mýflugur á hunangi. Þeir eru með kerfisbundnum hætti að reyna að hafa áhrif á skoðanir hins venjulega íslendings og passa vel upp á að vera fyrstir að setja inn sín skilaboð. Það sést vel í gegn um skrif þeirra sem fyrst og fremst eru skilaboð með upphrópunum og sviguryrðum í garð Frjálslindra og gert til þess að dreifa athyglinni frá umræðuefninu. Það er líka þannig að Samfylkingin er ekki Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið sem hugsuðu fyrst og fremst um kjör og velferð hins almenna borgara, nei Samfylkingin hefur sínt það í verki að hún er í raun EKKI jafnaðarmannaflokkur og það er fólk farið að skynja og sjá. Ég trúi því að fylgi Samfylkingarinnar muni hríðfalla enn frekar á komandi mánuðum og hvet Frjálslynda til að hvika í engu frá málefnum og stefnum. Þvert á móti er mikilvægt að Frjálslyndir sýni hvað er rétt og rangt og leiði þjóðina á réttar brautir!
Jónas (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 10:07
Þar er ein spurning varðandi þessi mannréttindabrot í fiskveiðistjórnunarkerfinu sem ég skil ekki en vona að þið getið útskýrt fyrir mér.
Hvernig á að opna aðgang að kerfinu? Eða hvaða kerfi sem er þar sem auðlindin er takmörkuð? Mun ekki innkoma nýrra manna rýra rétt þeirr sem þegar eru í kerfinu(hvaða kerfi sem er)?
Þá er ég að hugsa um einyrkja á trillu sem stendur sæmilega undir sér. Ef það koma nýir menn í greinina þá munu þeir augljóslega ekki geta veitt sama fiskinn oftar en einu sinni og því mun einyrkinn veiða minna en áður og jafnvel þurft að hætta sinni útgerð. Er þá ekki verið að brjóta á einyrkjanum?
Er ég eitthvað að misskilja þetta?
Lúðvík Júlíusson, 30.5.2008 kl. 10:17
Lúðvík - það er rétt að taka það fram að fiskveiðiauðlindin er ekki það sem kallast takmörkuð auðlind heldur endurnýjanleg auðlind. Sú stefna sem fylgt hefur verið að veiða stöðugt minna og minna til að veiða meira síðar hefur ekki gengið upp og getur í raun ekki gengið upp. Brotthvarf skipa úr flotanum s.s. allra handfæratrilla hefur alls ekki leitt af sér að leyfð væri meiri veiði á togurum eða vertíðabátum. Það er fráleitt að ætla að það veiðist t.d. meiri þorskur við suðurland þó svo að veiðum verði hætt við Grímsey eins og allt stefnir í ef að kerfið fær að halda áfram. Að setja nýtingu allra fiskimiða í eitt mengi og ætla að nýta þau eftir einum landskvóta, er eins og ætla að reikna út mögulega berjasprettu á öllu landinu eitt ár fram í tímann og ætla síðan að týna öll berin á Vesturlandi. Eflaust dytti einhverjum hagfræðingnum sem vissi ekkert um forsendur að það gæti verið hagkvæmt fyrir þjóðarbúið og jafnvel að týna minna í einhver ár til að meiri berjasprettu eftir 5-10 ár. Þeir sem eru að leggja til að veiða minna af fiski til að fá meira seinna hafa einmitt engar líffræðilegar forsendur fyrir þessum útreikningum sínum í töflureiknum.
Lúðvík það er rétt að hafa það í huga að samkvæmt rannsóknum og forsendum sem Hafró gaf sér má reikna út að hrefnan hafi étið um tvöfalt meira af þorski á miðunum við Ísland en veitt var af íslenska flotanum.
Kerfið er á góðri leið með að eyða einyrkjum þar sem það hefur komið í veg fyrir nýliðun og hvatt til þess að einyrkjar seldu heimildir sínar. Eftir standa fiskimið sem eru illa nýtt og er í þessu sambandi rétt að skoða sóknina nú og fyrir 10 árum og síðan fyrir 20 árum og bera síðan saman við vel að merkja reiknað ástand fiskistofna.
Það er minnsta mál að auka frelsi í greininni og er hægt að gera það með marvíslegum hætti eins að gefa handfæraveiðar fjrálsar til að byrja með en myndi einungis gera lífið skemmtilegra og færa á ný líf hafnir í kringum landið.
Sigurjón Þórðarson, 30.5.2008 kl. 11:34
Ég er ekki ósammála þér um að kvótakerfið sé gallað á margan hátt. Ég myndi hins vegar vilja sjá hvernig annað kerfi ætti að virka betur.
Ef handfæraveiðar eru frjálsar, verður alltaf til nægur fiskur fyrir nýja handfærabáta? Hvernig á að tryggja rétt þeirra sem eru að veiða frjálst á handfæri fyrir því að nýir menn hefji handfæraveiðar og ryðji þeim sem fyrir eru í kerfinu burt og haldi þannig áfram að raska landsbyggðinni?
Hvernig stækkar kakan svo meira getur orðið til skiptanna?
Ég er ekki að skilja þetta.... get ég fundið svör við þessu einhversstaðar?
Lúðvík Júlíusson, 30.5.2008 kl. 12:21
Sæll Lúðvík ef ég held áfram með þessa kökulíkingu þína þá er ekki um eina köku (fiskimið) að ræða heldur margar. Ef við ákveðum að hætta að borða einhverja ákveðnar kökur t.d. smákökur þá safnast þær ekki upp heldur verður það einhver annar sem étur þær t.d. stærri fiskar eða hvalir.
Það sem gefur til kynna að hægt sé að borða meira af kökum er margra áratuga reynsla af því að með annarri nýtingu þá sé hægt að borða a.m.k. 3 sinnum meira af kökum.
Vel að merkja það skiptir ekki máli hvað kökurnar eru stórar heldur hvað hægt er að baka mikið árlega sem er þá hægt er að borða (um er að ræða endurnýjanlega kökuauðlind). Það skiptir t.d. ekki máli hvað þorskstofninn er stór heldur er það magn sem hægt er að veiða og nýta árlega.
Það er ekkert sem bendir til þess að t.d. þorskstofninn sé ofnýttur þar sem vöxtur einstaklinga samkvæmt Hafró er við sögulegt lágmark og þess vegna er fæða þorsksins takmarkandi þáttur í vexti og viðgangi stofnsins. Allar líkur er á því að ef það er veitt meira þá muni skilyrði og vaxtarhraði þeirra sem eftir lifa batna.
Sigurjón Þórðarson, 30.5.2008 kl. 13:41
".....það væri sérstakt ánægjuefni að til stæði að kanna hvaða áhrif fiskveiðistjórnunarkerfið hefði á byggðir landsins!"
Sigurjón:
Ég hef enga trú á að þú sért lyginn og veit reyndar að svo er ekki. En að þú hafir rétt eftir þessi tilvitnuðu orð eða túlkir þau rétt finnst mér næstum ótrúlegt.
Að varaformaður í ríkisstjórnarflokki sé svo veruleikafirrtur, eða öllu heldur slíkur pólitískur auli að láta frá sér fara á Alþingi ályktun á borð við þetta gengur svo fram af mér að ég treysti mér varla til að ræða það frekar.
Minni þó á yfirlýsingu Ásgeirs Jónssonar hagfræðings fyrir fáum árum þar sem hann hafði komist að þeirri niðurstöðu að slæmt atvinnuástand á Vestfjörðum væri með öllu ótengt kvótakerfinu.
Árni Gunnarsson, 30.5.2008 kl. 15:59
Hér eru ræður þeirra tveggja þingmanna Samfylkingar sem töluðu í gær.
Ellert Schram:
Herra forseti. Ég þakka hæstv. sjávarútvegsráðherra fyrir að hafa efnt það fyrirheit sem hann gaf í svari við fyrirspurn minni í mars í vetur í ræðu í þinginu að hann mundi tilkynna hinu háa Alþingi hvernig hæstv. ríkisstjórn brygðist við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og það sem meira er að virða niðurstöðu nefndarinnar.
Einhverjir kunna að verða fyrir vonbrigðum með það að í svarinu felast ekki beinar og skýrar aðgerðir með hvaða hætti skuli komið til móts við jafnræðisregluna sem mannréttindanefndin telur að hafi verið brotin. Einnig kann að vera einhver óánægja með að ekki er viðurkenndur réttur eða skylda til að greiða skaðabætur og líka er tekið fram að ekki verði um neinar kollsteypur að ræða í kerfi sem gilt hefur í tvo áratugi. Engu að síður er mikilvægt að hæstv. ráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar viðurkennir og virðir álitið og mun bregðast við því. Enn fremur er boðað að efnt verði til endurskoðunar á íslenska fiskveiðistjórnarkerfinu á næstunni með þær breytingar að leiðarljósi að komið verði til móts við kröfur mannréttindanefndarinnar, að fallist er á niðurstöðu nefndarinnar. Með öðrum orðum, að lögum og reglum verði breytt í samræmi við jafnræðisregluna.
Þetta tel ég ásættanlegt svar og mikilvægt og ég hrósa hæstv. ráðherra fyrir þann myndugleika. Við endurskoðun fiskveiðistjórnarkerfisins verður jafnræðisreglan þungamiðjan og það er mjög stór áfangi sem við getum glaðst yfir. Það er stórt skref í deilumáli sem Íslendingum ber skylda til að ná sátt um.
Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingar:
Herra forseti. Við ræðum hér mjög mikilvægt mál sem stjórnvöld hafa að sjálfsögðu tekið mjög alvarlega. Sérstök ástæða er til að hrósa hæstv. sjávarútvegsráðherra, Einari K. Guðfinnssyni, fyrir hans vinnu í þessu máli. Hann hefur m.a. fengið hæfa sérfræðinga til að skoða málið mjög gaumgæfilega. Íslensk stjórnvöld munu því svara mannréttindanefndinni innan frests og kalla eftir skýringum nefndarinnar á áliti sínu. Það skiptir miklu máli að hlutirnir séu alveg kristaltærir og því fullkomlega eðlilegt að kallað sé eftir viðbrögðum á því álitaefni sem hér er til umræðu.
Það er engum í hag, og allra síst þeim sem hafa lifibrauð sitt af sjávarútvegi, ef ráðist er í róttækar og óyfirvegaðar breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu. Kollsteypur eru ekki á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar og eru ekki heldur á stefnuskrá Samfylkingarinnar. Það ætti hins vegar ekki að koma neinum á óvart að jafnræði hefur ætíð verið rauður þráður í stefnu Samfylkingarinnar og slíkt þarf að vera tryggt í íslenskri löggjöf. Það á við um sjávarútveginn eins og annað.
En leiðirnar að markmiðinu, að bæði hagkvæmu og réttlátu kerfi, geta hins vegar verið afar mismunandi. Að sjálfsögðu ber okkur að hafa löggjöf sem bæði stenst íslensk lög og alþjóðalög, um það er ekki hægt að deila.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega talað um að gerð verði sérstök athugun á reynslunni af aflamarkskerfinu við stjórn fiskveiða og áhrifum þess á þróun byggða. Sú athugun verður gerð sem hlýtur að vera sérstakt ánægjuefni fyrir þá sem hafa gagnrýnt þetta kerfi hvað harðast. Það er einnig afar mikilvægur punktur að ríkisstjórnin lýsir í dag yfir vilja sínum til að huga að áætlun til lengri tíma um endurskoðun á íslenska fiskveiðistjórnarkerfinu, engin ástæða er til að gera lítið úr því.
Magnús Þór Hafsteinsson, 30.5.2008 kl. 16:24
Viðbrögð Samfylkingarinnar við útþynntu kjaftæði sjávarútvegsráðherra segir bara eitt um þann flokk, flokkurinn er haldin sjálfseyðingarhvöt. Hvernig getur þessi flokkur tekið undir það að bætur verði ekki greiddar? Eru þetta svör Samfylkingarinnar við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna og að álitið verði að taka alvarlega? Er eina alvaran í málinu sú að hunsa eigi álitið og kokgleypa þvæluna frá mannréttindaníðingum íhaldsins? Flokkurinn hefur stigið fram og opinberað sig algjörlega sem handónýtt stjórnmálaafl og á í besta falli heima í hænsnakofa.
Hallgrímur Guðmundsson, 30.5.2008 kl. 19:17
Sæll Sigurjón
Ég verð nú að vera sammála Lúðvík með það sem hann bendir á. Fiskistofnarnir eru jú að vísu endurnýjanleg auðlind, en af sama skapi er hún takmörkuð sé ekki farið rétt með hana. Allar frjálsar veiðar myndu leiða til óhagkvæmrar útgerðar og vinnslu. Sóknardagar myndu þýða það að allir myndu leggjast í dýrustu tegundina sem er eins og staðan er í dag þorskur því yrði fjótlega sett rautt letur á þorskinn af WWF og Greenpeace
Hinsvegar er ég sammála ykkur í þeim efnum að deila má um eignarhaldið á kvótanum. Menn sem eru með kvóta í dag eiga að veiða hann og hvorki leigja né selja.
Eg get tekið undir það með hvalveiðar, hefja á hrefnuveiðar þegar í stað. Talað er um að það meigi veiða 5% af hægvaxtarstofni til þess að viðhalda honum sem þýðir að við ættum að veiða 3500 dýr á ári. Að auki á að hefja stórhvalveiðar
Hlyri
hlýri (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 19:22
Hallgrímur: Þessi samanburður þinn er ósmekklegur og niðurlægjandi.
Fyrir hænsnin.
Árni Gunnarsson, 30.5.2008 kl. 19:24
Ég er hjartanlega sammála Grétari Mar.
Það hefði verið æskilegt þó að geta slept stóru orðonum, en hvað þarf í dag til að stjórnmálamenn (í þessu tilfelli ráðherrar vorir) skammist sín og fari að lögum, sem þeir hafa þó sjálfir samþykt, og hætti að ganga erinda auðvaldsmafíunnar hinnar nýgjörðu, og sinni starfi sínu sem fulltrúar allmenings.
Ég er sammála Sturlu og félögum , ég held að aðeins Jóhanna Sigurðar, vinni að heilindum í þessari stjórn.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 21:33
Sæll Árni, það má vel vera að sumir taki þessu svo en hvar eigum við að staðsetja og kalla kofann? Ég skal staðsetja hann við hliðina á hænsnahúsinu og þú mátt gefa honum nafn.
Hallgrímur Guðmundsson, 30.5.2008 kl. 21:46
Arg,,, ég ýtti á vitlausan takka áður en ég kláraði að skrifa.
Í augnablikinu dettur mér enginn betri staður til hugar það sem við jú köllum kjúllana skíthoppara. En það er alveg rétt hjá þér við niðurlægjum hænsnin ekki svona.
Hallgrímur Guðmundsson, 30.5.2008 kl. 21:56
Sæll Arnór.
Það má margt gott segja um Jóhönnu ráðherra en hún verður eftir sem áður einn mesti hvatamaður að verðtrygging lána og bankareikninga var tekin upp á Íslandi. Það vandamál sem Jóhanna hefur þurft að glíma við hvað varðar örörku-og ellilífeyrisþega er hvað bætur TR og lífeyrissjóðanna eru tekjutengdar. Hækkun bóta frá TR leiðir sjálfkrafa til lækkunar greiðlum frá lífeyrissjóði. Þetta gengur svo langt að þeir t.d. öryrkjar sem eru það fatlaðir að þeir komast ekki leiðar sinnar og að þeirri ástæðu fá þeir bensínstyrk til að mæta auknum útgjöldum og sorglegt til að vita að þessi hækkun TR á bótum lækkar lífeyrissjóðgreiðlurnar um sömu upphæð og því eina spurningin eftir: Hverjir innan lífeyrissjóðanna á skrifstofunum uppfylla að fá bensínstyrkinn inn um lúguna? Hér er leið fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur að stoppa þessa vitleysu og láta hlutina heita réttu nafni.Eins og orðið bensín styrkur uppbót vegna rekstur bifreiðar,er hér um að ræða styrk sem er því miður túlkaður af TR sem tekjur mæla því inn í mælingar lífeyrissjóðanna. Með því að TR túlkaði bensín styrk sem styrk gætu lífeyrissjóðirnir ekkert gert. Svo er auðvitað annað hvað lífeyrissjóðirnir eiga auðvelt með að breytta öllum mögulegum viðmiðunum sem til greiðlu bóta með einföldu bréfi frá stjórn viðkomandi lífeyrissjóðs til fjármálaráðuneytis. Það sem voru þér bætur í gær verður lífeyrissjóðanna á morgun. Ég trúi ekki öðru fyrst leið lífeyrissjóðanna er svona auðveld til fjármálaráðherra hvers vegna ætti hún vera eitthvað erviðari fyrir fjármálráðherra að breytta til og hækka bætur til einstaklinganna í gegnum lífeyrissjóðina og auðvitað með tilstilli Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra. Í lokin annað smá atriði er ekki hægt að finna orð sem hægt er að nota í merkingunni Hann er eigandi sem aðgreinir þá í burtu sem eiga eitthvað sem þeir eiga ekkert í. Hér er ég t.d. að tala um íbúðareigendur sem ekkert eiga vegna verðtryggingarinar. Ég hef aldrei getað skilið hvenig hægt er að eiga ekkert og á en erviðara að skilja hvernig hægt sé að eiga minna en ekkert því ég hélt að ekkert væri ekkert.
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.