21.5.2008 | 14:59
Ómar Ragnarsson tekur þátt í rógsherferðinni
Það kom nokkuð á óvart að sjá í Mogganum í dag sem ég renndi í gegnum í hádeginu að Ómar Ragnarsson tæki þátt í ófyrirleitinni rógsherferð gegn mér og Magnúsi Þór Hafsteinssyni sem höfum viljað málefnalega umræðu um móttöku flóttafólks á Akranesi.
Ég vissi að Ómar Ragnarsson væri hrifnæmur, en með þessu gönuhlaupi eltir hann fjölmarga, einkum úr Samfylkingunni, sem reyna að útiloka málefnalega umræðu um hvort félagsþjónustan í Akranesbæ sé í stakk búin til að taka sómasamlega á móti 60 flóttamönnum.
Magnús Þór lagði fram vandaða greinargerð sem ekki hefur fengist rædd, heldur hafa menn á borð við Össur Skarphéðinsson, Björk Vilhelmsdóttur, Benedikt Sigurðarson og Guðrúnu Ögmundsdóttur haft uppi stór orð. Síðan hafa minni spámenn Samfylkingarinnar oftar en ekki elt forystusauðina í einhverjum fáránlegum úthrópunum, s.s. að sá sem hér skrifar sé kynþáttahatari, plebbi, bjáni, kjáni, fullur af mannvonsku og ali á ótta. Nú síðast segir Ómar Ragnarsson að skoðanir mínar séu smánarblettur á samtímanum.
Þegar allt þetta fólk er spurt hvar það finni þessum fullyrðingum stað í skrifum mínum koma engin svör - sem er væntanlega vegna þess að þetta er innihaldslaus kjaftavaðall.
Ég vonast til þess að formaður Íslandshreyfingarinnar sjái sóma sinn í að draga ummæli sín til baka - nema hann geti þá að einhverju leyti rökstutt þessa vitleysu sína.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:02 | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 1019333
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Ég las greinagerðina hjá Magnúsi og ef rétt er farið með staðreyndir þá get ég ekki séð fordóma í þessu enda er hann ekki að leggja til að það verði ekki tekið við flóttafólk heldur undir þeim kringumstæðum sem þeir sitja við t.d. skammur fyrirvari og ónógur undirbúningur. Það er ábyrgðalaust að ætla að taka á móti flóttafólki án vandaðs undirbúnings.
Steinn Hafliðason, 21.5.2008 kl. 15:41
Sæll Sigurjón,
Akranes er með stöndugri sveitarfélögum og ætti því ekki að vera verr til þess fallið að taka við hópi af flóttamönnum en önnur sveitarfélg sem það hafa gert af myndarbrag. Auk þess er verkefnið styrkt af ríkinu og Rauðakrossinn stendur sig einnig mjög vel í félagslegum stuðningi við þetta fólk.
Þess vegna þykja rök ykkar gegn mótöku þessa fólks vera ansi þunn og flestum er ljóst að aðrar ástæður liggi á bak við afstöðu ykkar, þó þið segið það ekki berum orðum.
Íslendingar eru ekkert heimsikir og því skilja þeir alveg hvað þið segið þó það sé sagt undir rós.
T.d. skildu allir fyrirsögnina í grein Jóns Magnússonar, þingmanns ykkar, "Ísland fyrir Íslendinga?", þó svo að hann tryggði sig með einu spurningarmerki.
Ingólfur, 21.5.2008 kl. 15:43
"Vandaða greinagerðin" er ekki rædd því að það hefur ekkert upp á sig. Það sem í henni stendur hefur ekkert að gera með raunverulega ástæðu afstöðu Magnúsar Þórs. Það sér hver heilvita maður hvar klukkan slær í hans málflutningi.
Hérna er að finna sannleikann á bak við afstöðu Magnúsar Þórs:
http://www.dv.is/frettir/lesa/9038
og
http://jesus.blog.is/blog/jesus/entry/546168/
Múslímafóbía er málið heillinn...af hverju kemur hann ekki bara beint fram í málinu og segir það? Og með því að kóa með honum þá ertu að dæma þig sama sinnis.
Það sér allt heiðvirt fólk í gegnum þetta hjá ykkur Sigurjón. Þú getur dælt í okkur innantómu pólitísku froðusnakki og yfirklórsgreinagerðum en við sjáum í gegnum það. Keisarinn(varaformaðurinn) er kviknakinn.
Líklega er rétt að það komi fram að ég kýs ekki Samfylkinguna.
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 15:44
Og hvað gerum við ef konurnar fara ekki á vinnumarkaðinn? Hver á að framfleyta þessum fjölskyldum þá? Bæjarsjóður?
Segir Magnús Þór í hinni "vönduðu" greinagerð sinni. Áður er hann búinn að vara við að leikskólar og heilbrigðiskerfi þoli ekki komu þessara einstæðu mæðra með börn sín. Þú segir svo sjálfur að félagsmálabatteríið þoli ekki komu þessara flóttamanna. Magnús talar um að vinna fólks sé í hættu og fólk fái ekki húsnæði ef við hleypum þessu fólki inn.
Þarna er annars vegar verið að tala um eitt ríkasta bæjarfélag í heimi, sem þar að auki fær mestan kostnað greiddan frá ríkinu og hinsvegar fólk sem býr við ömurlegar aðstæður og örbyrgð. Það þarf enga sérstaka rógsherferð og því síður Samfylkingarfólk til að sjá í gegnum þennan óyndislega málflutning ykkar. Þið ættuð að skammast ykkar báðir tveir að bjóða fólki upp á svona.
Jón Kr. (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 15:48
Ég hef ekki orðið vitni að annari eins skrílmennsku á Íslandi nokkurn tíma. Grenjandi lýður með heykvíslar og haka þess albúinn að hengja mann fyrir skoðanir sem að hann kannast ekki við sem sínar. Hvernig væri að lesa það sem Magnús hefur skrifað og HLUSTA á varnir hans. Skammist ykkar pólítískt rétthugsandi öfgasöfnuður. Ég kaus samfylkinguna í síðustu kosningum og mig dauðverkjar í atkvæðið mitt. Það virðist ekki vera snefill af heilbrigðri skynsemi eftir hjá talsmönnum hennar.
mandarin (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 16:01
Að lesa það sem Magnús hefur skrifað er nefnilega einmitt nákvæmlega það sem við höfum gert, mandarin!
"Margir halda því fram að íslam sé í stórsókn. Markmiðið sé í raun að brjóta lýðræðisríki Evrópu undir þessi trúarbrögð og það sem þeim fylgir. Þetta er gert með blöndu af innflutningi fólks sem fjölgar sér mjög hratt og miklu hraðar en þeim sem fyrir eru, trúboði, hryðjuverkum, skoðanakúgun og kannski ekki síst með því að beita fyrir sig nytsömum sakleysingjum úr hópi þeirra vestrænu sem fyrir eru í þessum löndum."
Þetta skrifaði Magnús. Þarf að segja eitthvað meira?
Og aftur, ég kýs ekki samfylkinguna.
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 16:08
Mandarin, það var nú einmitt þessi greinagerð Magnúsar sem mótar afstöðu mína. Annað eins hef ég aldrei lesið eftir forsvarsmann stjórnmálaflokks, nema þá helst fyrri skrif Magnúsar sjálfs.
Enn og aftur notar hann það lýðskrum að stilla innflytjendum og í þessu tilfelli flóttamönnum upp sem einhverjum sérstökum óvinum alþýðunnar. Óvini sem með taka vinnu af fólki og nú húsnæði og komi í veg fyrir nauðsynlega félagslega aðstoð til bágstaddra.
Jón Kr. (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 16:11
Það sem þú, Sigurjón, kallar „ófyrirleitna rógsherðferð“ eru að mínu mati mjög eðlileg skoðanaskipti. Með hinni margumræddu „vönduðu greinargerð“ Magnúsar flokksfélaga þíns er verið að nálgast viðkvæmt málefni með mjög einkennilegum hætti. Við lifum í heimi átaka en erum svo heppin að sleppa alveg við margvíslegar hörmungar sem slíku fylgir.
Íslendingar eru ein efnaðasta þjóð í heimi og hefur skyldum að sinna á alþjóðavettvangi. Það er búið að taka á móti slatta af flóttamönnum og það hefur allt gengið vel. Það er örugglega til vönduð greinargerð um það einhverstaðar.
Akranes er vel stæður kaupstaður með svipuð vandamál og aðrir þéttbýlisstaðir á Íslandi.
En það er bara einn Magnús Þór Hafsteinsson sem af þröngsýni og tækifærismennsku reynir að gera sér mat úr máli sem þessu. Hann er að reyna að fá menn til fylgis við ótrúlega afturhaldssöm viðhorf með „vandaðri greinargerð“ sem stenst ekki. Og er auðvitað samin til þess að reyna fela þröngsýnina og hinn vafasama tilgang.
Hjálmtýr V Heiðdal, 21.5.2008 kl. 16:18
Jesús Kristur. Ef þú notaði nöfn og trúartákn múslima með þeim hætti sem þú notar frelsara kristinna manna þá þætti mér gaman að sjá þig þora að koma fram undir nafni nokkurn tíma. Þá mund "Lynch-mobbið" segja að þú værir með íslamófóbíu. Það er það versta sem hægt er að segja um nokkurn mann. Er það ekki?
"Margir halda því fram að íslam sé í stórsókn. Markmiðið sé í raun að brjóta lýðræðisríki Evrópu undir þessi trúarbrögð og það sem þeim fylgir. Þetta er gert með blöndu af innflutningi fólks sem fjölgar sér mjög hratt og miklu hraðar en þeim sem fyrir eru, trúboði, hryðjuverkum, skoðanakúgun og kannski ekki síst með því að beita fyrir sig nytsömum sakleysingjum úr hópi þeirra vestrænu sem fyrir eru í þessum löndum."
Tekurðu eftir því hvernig málsgreinin byrjar. "Margir halda því fram....". Það er ekkert í þessari fullyrðingu sem ekki er fullkomlega satt og rétt. Ef þú byggir málflutning þinn á þessu þá nærðu ekki máli og ert ekki svara verður.
Jón kr. Það sem skiptir máli í þessu er hvort mönnum sé leyfilegt að spyrja spurninga og jafnvel hafa skoðun í einhverjum málum án þessu að umræðan fari út um víðan völl í persónulegu skítkasti og ofurdramatíseringu. Ég get ekki betur séð en að auðvelt sé að svara Magnúsi málefnalega en það er sjálfsagt auðveldara fyrir illa gert fólk að hella úr rotþró sálar sinnar yfir pólítíska andstæðinga.
mandarin (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 16:26
mandarin:
Taktu líka eftir því að seinna segir Magnús Þór "Þetta ER gert með blöndu af innflutningi.....". Varpar því fram sem staðreynd. Að auki fylgir hann þessari tilvitnun eftir með orðræðu sem sýnir berlega að þetta er það sem maðurinn trúir.
Þú getur lesið þetta allt hérna ef þú trúir mér ekki:
http://eyjan.is/silfuregils/2008/03/28/hverjum-er-ekki-sama/#comment-6179
Og af hverju ætti hann svosem að vera að reifa þessa samsæriskenningu ef hann trúir henni ekki?
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 16:35
Mandarin sæll.
Ef sá sem vitnar í skoðanir það „margir halda fram“ og gerir enga athugasemdir - þá er viðkomandi að samsinna þeim skoðunum. Í tilvitnaðri grein segir t.d. „Þetta er gert með blöndu af innfl. fólks...“. Ef þú birtir þessa fullyrðingu athugasemdalaust þá ert þú að flytja þessa ósönnuðu fullyrðingu áfram og gefa henni gildi. Þetta verður eitt af því „sem margir halda fram|„. Það væri enginn tilgangur í því að birta þessar skoðanir „margra“ ef þú ert ekki að reyna að koma þeim að hjá fólki. Ef t.d. Magnús Þór væri jafn „vandaður“ og greinargerðin hans, þá myndi hann segja að þetta væri vafasamt og stæðist ekki nánari skoðun - eins og það í rauninni gerir.
Hjálmtýr V Heiðdal, 21.5.2008 kl. 16:44
Smá villa þarna fremst - það kom í stað sem
Hjálmtýr V Heiðdal, 21.5.2008 kl. 16:46
"Margir halda því fram" og spurningarmerkin eru bæði vel þekktar aðferðir til þess að fullyrða eitthvað án þess að þurfa formlega að taka ábyrgð á þeim.
Slíkur málflurningur sé ómálefnalegur, þar sem þar eru settar fram alveg órökstuddar fullyrðingar sem málsflytjandi þorir ekki einu sinni að setja fram sem sínar.
Ingólfur, 21.5.2008 kl. 17:14
Ingólfur Harri:
Ert Þú ekki farinn að endurtaka þig vinurinn?, þú ert kominn með sömu athugasemd á allar færslur sem Sigurjón hefur sett inn um þetta mál.
Einnig hef ég séð þessa athugasemd hjá öllum sem hafa bloggað um málið.
Ég held að allir séu búnir að sjá þín sjónarmið í þessu máli, en að tyggja þetta fram og til baka gerir þig bara undarlegan í augum fólks. Þú ert fyrstur manna mættur til að mótmæla og garga og arga rasisti um alla sem dirfast að vera á annari skoðun en .þú.
Held að þú ættir að róa þig bara niður góurinn og fara að snúa þér að öðru.
Lesandi (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 17:42
Nú eru málsvarar þeirra Össurar, Bjarkar, Benidikts og Ómars Ragnarssonar sem finnst við hæfi að gefa mér og fólki á F-listanum á Akranesi nöfn á borð við kynþáttahatari plebbi, kjáni og blettur á samtíðinni, búnir að leggja sannanirnar á borðið fyrir því að þessar nafngiftir séu réttlætanlegar og því er rétt að fara yfir þær.
1. Grein sem Jón Magnússon skrifaði í Blaðið nú 24 Stundir fyrir bráðum 2 árum síðan!
2. Grein í fræðiriti almenns eðlis sem kallast DV en ég hef áður sagt frá því að einn af þeim sem hefur verið fenginn til að skrifa um þetta viðkvæma mál er varabæjarfulltrúi VG.
3. Stuttur bútur úr vandaðri greinargerð Magnúsar þar sem að hann veltir upp spurningum sem formaður félagsmálanefndar sem hefur yfir takmörkuðum sjóðum að ráða hvort að fyrirséður kostnaður muni lenda á bæjarsjóði.
4. Skrif MÞH á bloggsíðu Egils vinar míns Helgasonar þar sem hann er að fjalla um hollenska mynd um íslamista þar sem hann er að fjalla um úr hvaða jarðvegi hollenska myndin er sprottin. (sjá nánar það sem Mandarin segir um umrætt sönnunargagn)
Þetta er nú allt.
Niðurstað mín er sú að eftir lúsaleit léttadrengja í Samfylkingunni þá er ekkert í skrifum mínum sem réttlætir þessi sviguryrði Ómars Ragnarssonar og Bjarkar Vilhelmsdóttur.
Ekki fannst heldur neitt sem getur réttlætt ósvífna rógsherferð gegn Magnúsi Þór né fólkinu á F-listanum á Akranesi.
Það er engu líkara en þeir sem ráðast af hve mestri hörku gegn fólkinu á Akranesi og mér gera það ekki á þeim forsendum að eitthvað ljótt hafi verið sagt eða ritað en miklu frekar á þeim forsendum að einhver hafi hugsað eitthvað sem á að vera slæmt
Margur heldur mig sig.
Sigurjón Þórðarson, 21.5.2008 kl. 17:51
Jæja Sigurjón, þér finnast þetta léttvæg rök. Þú um það. Það segir meira um þig en okkur léttadrengi Samfylkingar.
Þá dettur mér reyndar eitt í hug sem ég Magnús skrifaði á eyjubloggið. Þar talaði hann nokkuð hatramlega um Gísla bæjarstjóra (rógsherferð?). Hann hélt því fram að Gísli hefði með tekið þátt í plotti um að kljúfa meirihlutann með því að fá þetta flóttafólk upp á Skaga, vitandi það að Magnús gæti ekki samþykkt slíkt. Það segir einnig meira um Magnús og Frjálslynda flokkinn en Gísla bæjarstjóra Einarsson.
Jón Kr. (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 18:13
Jæja Sigurjón
Þetta er þá bara allt í lagi, enginn fótur fyrir þessu upphlaupi og „fáránlegum úthrópunum“ og „innihaldslausum kjaftavaðli“ sem dynur á ykkur fóstbræðrum.
Þið eruð þá ekki á móti því að til Akraness komi 30+30 múslimar. Þið takið ekki undir skoðanir fólks sem af heimóttarskap og vanþekkingu safnar undirskirftum gegn komu 30+30 múslima. Þið viljið bara vanda undirbúninginn, sbr. hina „vönduðu greinargerð“ sem enginn þreytist á að vitna til.
Hjálmtýr V Heiðdal, 21.5.2008 kl. 18:15
Menn þurfa að lesa greinargerð Magnúsar - og draga síðan ályktanir um hvort félagsmálaráði Akraness hafi frá upphafi (28/4) mátt vera ljóst til hvers var ætlast af bæjarfélaginu.
Lesa svo Moggann í dag, bls.8: Á Blönduósi var árið 1998 höfðinglega tekið á móti 23 flóttamönnum frá Krajina. Flóttafólkið flutti fljótlega frá Blönduósi og ekkert af því býr þar nú.
Hvað eru margir flóttamenn eftir á Höfn í Hornafirði? Siglufirði?
Hvað er að mistakast með móttöku flóttamanna úti á landi, þ.e. utan Stór-Reykjavíkursvæðisins? Er nema eðlilegt að forsvarsmenn bæjarfélaga á landsbyggðinni séu hvumpnir?
kolbrunsig (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 18:37
Kolbrún, af hverju ætti að binda flóttafólk átthagafjötrum? Við erum fyrir löngu búin að leggja af þann ósið.
Flóttafólkið fær venjulega góðan stuðning í "heimabæ" sínum til að byrja með og flestir eru mjög jákvæðir gagnvart því sveitarfélagi og þakklátir þeim góðu móttökum sem þeir fengu.
En það er hins vegar eðlilegt að þeir líti útfyrir bæinn í leit að atvinnu eða menntun. Margir leita til höfðuðborgarinnar, eins landsmenn gera almennt.
En ég sé ekki hvers vegna þú túlkar þetta þannig að móttaka þessara flóttamanna hafi mistekist.
Ingólfur, 21.5.2008 kl. 19:39
Sigurjón, þetta er mjög afgerandi svar hjá þér kl. 17:51, og ábendingar Kolbrúnar kl. 18:37 eru mjög athyglisverðar.
Jón Kr., hvað er "nokkuð hatramlega"? Er tal manna ekki annaðhvort hatramlegt eða alls ekki?
Jón Valur Jensson, 21.5.2008 kl. 19:47
Vissulega þarf að taka vel á móti flóttafólki ef það er á annað borð velkomið. Þetta fólk er talið mjög trúað og hvernig væri að Akranesbær mundi láta byggja eina mosku handa þeim? Væri það ekki fallega gert, og dæmi um frábærar móttökur.
Ólafur B. Jónsson (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 20:10
Frekar ósmekklegt háð hjá Ólafi B. Jónssyni. Múslimar hafa hingað til byggt sínar moskur sjálfir ef miðað er við Norðurlöndin. Enda þarf líklega ekki að hafa áhyggjur af að þessar konur séu heimtufrekjan holdi klædd.
EÓ (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 20:46
Ingólfur Harri, þú ert einn af þessum gjammandi gagnrýnendum sem þurfa aldrei að bera ábyrgð, hvorki í orði né verki.
Átthagafjötra hverra átt þú við? Flóttafólks eða gestgjafa þeirra?
Það er bara flóttafólkið sem flýr "suður" við fyrsta tækifæri - ekki gestgjafarnir.
KolbrúnSig (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 20:50
Sigurjón, ég vona að þú fyrirgefir mér orðbragðið í síðustu athugasemd minni sem beint var að Ingólfi Harra. Mér blöskrar einfaldlega málflutningur hans og hans nóta gagnvart öllum sem eru þeim ekki sammála - hvort sem það er af pólitískum ástæðum eða einhverjum öðrum hvötum.
KolbrúnSig (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 21:29
Kolbrún, ég skrifa hérna undir nafni og ber fulla ábyrgð á skrifum mínum.
En hvers vegna útskýrir þú ekki fyrir okkur af hverju flóttamenn mega ekki færa sig um set heldur verða að vera bundnir við sveitarfélagið sem þeir eru settir í?
Foreldrar mínir hafa búið í að minnsta kosti 5 sveitarfélögum, eftir að þau byrjuðu að búa saman, 3-4 eftir að ég fæddist.
Sjálfur er ég kominn til Álaborgar til þess að mennta mig, og ég er viss um að Blönduósbúar, Siglfirðingar og Hornfirðingar færi sig líka um set ef það hentar þeim betur.
Ingólfur, 21.5.2008 kl. 21:48
Ingólfur: Hún þarf ekkert að útskýra neitt fyrir OKKUR eins og þú segir.
Sá eini hérna sem ert að sækjast eftir einhverju rifrildi ert þú. Eins og einhver sagði hérna fyrir ofan, þú ert mættur fyrstur manna allstaðar þar sem þessi mál eru rædd og gjammandi og rífandi þig.
Hafðu það gott í Álaborg og hættu þessu væli maður, hagar þér eins og barn, gjammandi hérna fram og til baka.
Gunnar (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 22:03
Sigurjón reit; Magnús Þór lagði fram vandaða greinargerð sem ekki hefur fengist rædd,..."
Hvar hefur þú fengist til að ræða efnisatriði þessarar greinagerðar eins og þú kallar þetta plagg sem Sigurjón sendi frá sér. Þú ert allt of upptekinn í pólitískum sandkassaleik til að virða þá viðmælendur þína svars sem þó hafa reynt að nálgast þessa umræðu málefnalega.
Svanur Gísli Þorkelsson, 21.5.2008 kl. 22:27
....sem Magnús sendi frá sér. átti þetta vitanlega að vera.
Svanur Gísli Þorkelsson, 21.5.2008 kl. 22:29
Þetta eru mjög forvitnileg skrif. Menn gagnrýna Magnús Þór og Sigurjón og allan FF aðalelga með að ætla þeim eitthvað eða þeir lesa vel á milli lína.
Þetta með að ætla og lesa milli lína er léleg pólitík.
Hér eru að skrifa menn sem hafa fengið DÓMARASÆTIÐ, hver hefur gefið þeim það ?
Það er málfrelsi og má fólk þá ekki segja sína skoðun án þess að rífa aðra í sig. Niðurrif á öðrum segir mest um skriandann sjálfann.
Ingólfur Harri hefur greinilega ekki verið nálægt venjulegum Íslending nýlega þegar hann segir að Íslendingar séu ekki heimskir.
Ingólfur Harri ég held að þér líði ekki vel í Danaveldi innan um alla nýbúana því þú hljómar geðillur og óánægður með tilveruna.
Ummæli Guðrunar nöfu minnar Ögmundsd. komu mér mikið á óvart, mér hefur alltaf fundist hún varkár og orðheppin kona. Fólk harnar greinilega í baráttunni
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 21.5.2008 kl. 22:44
Kjarri, þú beinir til mín spurningu sem ég tel óþarft að svara, því hvergi hef ég verið með "stórar yfirlýsingar" eins og þú orðar það. En ég hef hitt þig fyrir áður í umræðunni, væni minn, og ef þú ert ekki fóstbróðir Ingólfs Harra þá ertu amk skugginn hans.
Kolbrún Sig (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 23:17
Kjarri, af hverju segir þú að Guðrún hér að ofan sé að dæma ?
´Wg les að hún sé að vorkenna honum í Danaveldi go finnst hann stúrinn er það að dæma í þinni prðabók ?
Fyrir hverju á hún að hafa rök, hún er segja sína skoðun á blogginu og þrf ekki að vera með nein rök fyrir þvi.
Þarf að rörstyðja allan skapaðan hlut ?
Ert þú maðurinn sem ætlar að takmarka málfrelsi með kjafti og klóm ? Svo þínar skoðanir séu bara réttar.
Margret Kjartansd. (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 23:23
Gunnar/Lesandi, Kolbrún sagði að móttaka flóttamanna væri að mistakast vegna þess að þeir flyttu burt úr sveitarfélaginu.
Það að þeir flytji segir ekkert til um það hvernig þeim tekst að aðlagast íslensku samfélagi, því kalla ég eftir útskýringum.
Í Ísland í dag var við tal við strák frá Júgóslavíu, Bjó á Höfn í þrjú ár og líkaði mjög vel. Lítur á sig aðallega sem Íslending en leikur bæði með íslenska og serbíska unglingalandsliðinu.
Ég sé síðan ekki vandamálið við því að ég sé duglegur við að ræða þetta mál. Ég held reyndar að ég hafi bara tekið þátt í þrem umræðum, kannski fleirum en varla öllum sem hafa verið um þetta mál. Mér þykir það leitt ef það fer í taugarnar á þér, en í það minnsta þori ég að koma fram undir nafni.
Það að ég skrifi undir nafni þýðir ekki að þér sé frjálst að ráðast á nafn mitt á meðan þú skýlir þér á bak við nafnleysi, þannig þú skalt koma með rök ef þú vilt ræða við mig.
Guðrún Þóra, það er best að svara því sem þú beinir að mér með því að vitna í sjálfa þig:
"Það er málfrelsi og má fólk þá ekki segja sína skoðun án þess að rífa aðra í sig. Niðurrif á öðrum segir mest um skriandann sjálfann."
Ingólfur, 21.5.2008 kl. 23:42
Jahá. Er málið orðið núna að fólkið má aldrei fara af Akranesi.
Fyrst má það ekki koma... en EF það kemur þá má það aldrei fara !
Hvurslags eiginlega rugl er þetta að verða.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.5.2008 kl. 00:10
Hver er hagur okkar að fá flóttafólk?
Benni (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 00:22
Ómar telur málflutning Magnúsar verða talinn skammarblettur á samtíð vorri. Þetta verður miklu frekar dæmi um mál þar sem hver á fætur öðrum tyggur upp sama kjaftavaðalinn aftur og aftur. Ekkert í málflutningi Magnúsar getur talist ógeðfellt. Þetta er eingöngu hans skoðun. Aftur á móti er sú uppstilling að Magnús vilji eymd kvennanna sem mesta og vilji neita þeim um brauð og vatn ákaflega ógeðfelld. Minnir helst á nasistaáróður um rottur og kakkalakka.
Setningar Ómars um norsku skógarhöggsmennina og menntuðu gyðingana á fjórða áratugnum eru kostulegar. Þvílíkt mannvit.
mandarin (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 00:35
Allir flóttamenn vilja koma til ISLANDS
http://www.guardian.co.uk/world/2008/may/18/iceland
Benni (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 00:39
Væl Væl Væl
Það er ekki hægt að ætlast til þess að nokkur maður beri virðingu fyrir þeim ómarkvissa og softcore málflutningi sem þið hafið haldið uppi. Þið reynið svo mikið að verjast rasistastimplinum að rökin gleymast hjá ykkur. Hverju hafið þið að tapa með að taka harðari afstöðu?
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 02:33
Svo ég setji saman texta í anda þess sem Magnús hefur sagt:
Margir halda því fram að Rasismi sé í stórsókn innan FF. Markmiðið er að koma í veg fyrir að innflytjendur komi til Íslands (nema þeir séu réttir á litinn og trúi á réttan guð). Þetta er gert með því að kynda undir almennri óánægju almennings í landinu með skrifum sem eru til þess ætluð að kenna innflytjendum um allt sem aflaga fer á Íslandi. Þeir beita fyrir sig einfeldlingum sem lepja upp áróðurinn. Hverjum dylst að þegar spurt er hvort félagslega kerfið sé í stakk búið til að taka við innflytjendum þá er verið að pota því fram að verið sé að sóa skattpeningum almennings í innflytjendur.
Eru þetta mínar skoðanir eða er ég bara að koma á framfæri skoðunum sem ég tel að aðrir hafi (og af hverju er ég þá að því)? Spyrjið ykkur svo sömu spurninga um Magnús og skrif hans sem vitnað er í hér í öðrum færslum.
Hvítur kristinn karlmaður (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 03:24
"Hvítur kristinn karlmaður":
Ég tek (þyrnikórónuna) ofan fyrir þér, þú ert trú þinni til sóma.
Af málflutningi sumra af þessum svokölluðu "kristnu bloggurum" að dæma gæti maður ályktað sem svo að þeir hafi alveg skautað framhjá kærleiksboðskapnum í bókinni um mig. Þeir ættu að spyrja sig hvort þeir haldi virkilega að þetta sé rétta leiðin til að nálgast guðsríki.
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 08:50
Ómar hefur komið við kviku og það með réttu.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.5.2008 kl. 08:50
Heimir L. Fjelsted fyrst þú tekur undir með Ómari um að einhverjar skoðanir mínar og málflutningur séu blettur á samtíðinni er þá ekki rétt að þú tiltakir hvað nákvæmlega átt er við.
Ég bað Ómar Ragnarsson um að gera það en hann treysti sér ekki til þess og baðst afsökunar á ummælum sínum.
Sigurjón Þórðarson, 22.5.2008 kl. 09:13
Þegar konur og börnin þeirra eru í virkilegri neyð þá er með öllu óskiljanleg þegar stjórnmálamenn rjúka upp með skömmum og vandlætingu yfir því þegar Íslendingar vilja veita þeim aðstoð.
Hvar voruð þið frjálsyndu og víðsýnu eins og þið viljið gjarnan skilgreina ykkur þegar virkilegir varhugaverðir útlendingar áttu í hlut og hafa komið hingað í öðrum tilgangi en löglegum? Hingað hefur vaðið uppi allskyns þjófahyski, eiturlyfasalar, viðskiptabraskarar með mansal og vændi að markmiði, - hvar voruð þið þá?
Mér finnst málstaður ykkar vera mjög afleitur í þessu máli. Þið mættuð gjarnan sjá að ykkur, biðjast afsökunar á þessu vanhugsaða frumhlaupi og taka til í eigin ranni.
Vinsamlegast
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 22.5.2008 kl. 09:25
vegna skrifa Guðjóns hér að ofan þá finnst mér rétt að ítreka að ég hef beðið fólk um að tiltaka einhver ummæli eða skrif sem geta flokkast niðrandi eða meiðandi eða hatursfull í garð útlendinga en þá hefur verið fátt um svör.
Það hlýtur að vera lágmarkskrafa af minni hálfu að Guðjón geri stuttlega grein fyrir þeim ummælum sem honum finnst rétt að biðjast afsökunar á.
Í sannleika sagt hef ég ekki hugmynd um hvað hann á við og ég efast jafnvel um að hann geri sér ekki fyllilega grein fyrir því sjálfur.
Sigurjón Þórðarson, 22.5.2008 kl. 09:43
Sigurjón. Mér er nokkuð minnisstætt samtal sem við áttum sennilega fyrir rúmu ári eða svo. Þar talaðir þú um að þú vildir ekki fá múslima hingað til lands. Er að velta því fyrir mér hvort það marki að einhverju leiti afstöðu þína í þessu máli varðandi einstæðu mæðurnar á Akranesi? Eða eru það eingöngu áhyggjur af velferðakerfinu og hversu hart þessar konur koma til með að leika félagsmálakerfið á Akranesi sem veldur því að þú tekur undir með Magnúsi í þessu máli?
Jón Kr. (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 10:47
*pirr* ég varð að svara honum, sjá hér
Sævar Einarsson, 22.5.2008 kl. 11:29
Að til sé fólk sem þarf að hugsa sig tvisvar um að bjarga börnum frá hörmungum, neyð, ofbeldi og dauða er ótrúlega sorglegt. Næstum ófyrirgefanlegt.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.5.2008 kl. 13:24
´
Georg W. Bush forseti BNA sagði í kjölfarið á árásinni á tvíburaturnana í NY.: "Those who are not with us, are against us, and they will be punished severely!"
Þetta virðast ver orðin slagorð Ómars Ragnarssonar, sama í hvaðamálaflokki sem hann og hans líkar herja. Er Ómar Ragnarsson orðinn Femínisti?? Þær eru svona líka.
Kær kveðja,
Björn bóndi.
´
Sigurbjörn Friðriksson, 22.5.2008 kl. 14:13
´
Nanna Katrín. Nú eru hundruðir þúsunda barna í Búrma (Míjanmar) að svelta til dauða, og eru enn ver komin en þessi börn frá Írak, sem eru af palestínskum uppruna, flóttafólks sem flúðu 1948 fyrir 60 árum síðan.
Eigum við að ræða hörmungarnar í Súdan, þar sem börn hafa verið að deyja, ekki bara úr hungri og sjúkdómum - heldur úr þorsta, þau einfaldlega þorna upp og deyja - það er einn kvalafyllsti og versti dauðdagi sem hægt er að hugsa sér.
Ef þú myndir fá að ráða, hvar eigum við að bjarga fyrst og í hvaða magni, einhversstaðar þarf að segja stopp; þú mátt koma, en ekki þú; Ugla sat á kvisti...........?
Megum við láta tilfinningar ráða yfir skynseminni?
Ég veit..... Ég hlýt að vera kvikindi að dirfast að tala svona.
Kveðja,
Björn bóndi.
'
Sigurbjörn Friðriksson, 22.5.2008 kl. 14:21
Já mér finnst það.
Meina ég veit við björgum ekki öllum en ef það stopaði mann þá væri ekkert hjálparstarf. Hvert líf telur og það er yndislegt að geta hjálpað einhverjum. Maður gerir það sem maður getur og nýtur þau tækifæri sem manni gefst til að hjálpa.
Ég myndi ekki vilja vera minnst sem einn af mönnunum sem vildi ekki bjarga þessum börnum. Aldrei nokkurn tíman hefur maður heyrt talað um þennan Magnús eða Sigurjón. Þetta verður nátturulega skráði í söguna. Það er nokkuð sorgleg að vera þekktur og minnst fyrir slíkt.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.5.2008 kl. 14:43
Þegar greinargerð Magnúsar er skoðuð nánar, sjá: http://magnusthor.blog.is/blog/magnusthor/entry/538432/
þá kemur sitt hvað í ljós. Þar kemur fram að hann telji að þessi ákvörðun hafi borið nokkuð skyndilega að og að margt sem þarf að uppfylla áður en móttaka tiltölulega stórs hóps flóttamanna geti farið fram á Akranesi. Húsnæðisekla er nú á Akranesi, skilgreina þarf betur hvernig sú aðstoð sem flóttamönnunum er nauðsynleg, verði unnt að tryggja. Þekkt er að ráðamenn hafa oft tekið ákvarðanir án þess að þær hafi verið nógu vel undirbúnar. Betra er því heima setið en af stað farið þegar stórar ákvarðanir eru teknar.
Ekki verður séð í fljótu bragði að neitt sé í þessari greinargerð Magnúsar sem getur fallist undir það sem sumir hafa haldið fram og þar með eg hefi tekið grunlaus undir.
Það er því rétt að það komi fram að mér hafi orðið á í messunni, lesið langa þulu á annarri þekktri bloggsíðu og sögð er vera komin frá Magnúsi en virðist að einhverju leyti úr tekin úr réttu samhengi. Þess vegna er það hlutskipti mitt að biðjast þá Magnús og Sigurjón afsökunar á þessu frumhlaupi mínu.
Þetta mál er dæmigert þar sem tilfinningahiti ber skynsemina ofurliði. Þegar svo ber undir þá verður það eins og með fjaðrirnar sem urðu að lifandi hænum sem var slagtað á sínum tíma á vissum stað í vissu ævintýri.
Vil því endurtaka afsökun mína enda skal satt rétt vera.
Mosi - alias
Guðjón Sigþór Jensson, 22.5.2008 kl. 15:32
Takið endilega þátt í skoðanakönnnun um rasisma:
http://jesus.blog.is/blog/jesus/entry/547364/
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 16:12
Sæll Guðjón Jensson. Þakka þér fyrir gott innlegg. Það er gott að þú skulir hafa kynnt þér málið og séð hvað um er að ræða. Margir mættu taka það sér til fyrirmyndar.
Magnús Þór Hafsteinsson, 22.5.2008 kl. 17:45
Nú er ég búinn að lesa nóg um þetta mál og læt staðar numið. Heillaráð til Frjálslyndra. Taka þetta mál af dagskrá. þetta á eftir að tortíma flokknum. Það fæst enginn flokkur til að vinna með flokki sem hefur uppi slíkan Málflutning. Sýndi sig við síðust ríkisstjórnarmyndun. FF var aldrei hugsaður sem valmöguleiki. Af hverju? Mæli með að FF fari á byrjunarreit og geri sjávarútvegmál að meginmáli enda ekki vanþörf á. FF byrjaði vel en því miður. hann er varla að mælast.
Víðir Benediktsson, 22.5.2008 kl. 22:37
Viðar. Ég held að þetta virki hjá Frjálslynda flokknum að afla sér fylgis með því að ala á ótta og tortryggni geng innflytjendum. Reynsla annarra landa sýnir það. Hitt er eflaust rétt að með þessu einangrar flokkurinn sig pólitískt, eða það vona ég.
Jón Kr. (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 23:06
Víðir átti þetta að vera en ekki Viðar.
Jón Kr. (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 23:18
Tek undir með Víði Benediktsyni. FF ætti að taka þetta mál af dagskrá í þeirri mynd sem umræðan hefur verið. Jarðvegurinn er ekki undir umræðuna búinn, alla vega ekki með þeim hætti sem hingað til hefur einkennt umræðuna meðal nokkurra manna í forystusveitinni; Magnúsar, Viðar og Jóns M. Er þá ekki lagður dómur á réttmæti umræðunnar né skoðana, heldur bent á að þessi aðferð er ekki að virka, hún er að þurrka flokkinnn út.
Sú strategia sem farin hefur verið í þessari umræðu er að ganga frá flokknum, í bókstaflegri merkingu. Snjallir leiðtogar viðurkenna slíkt og beita öðrum leiðum til að virkja aðra með sér. Ég ráðlegg mönnum að kynna sér örlítið áherslur breytingastjórnunar. Hallabylting skilar sér ekki í auknu fylgi svo dæmi sé nefnt. Það stoðar lítt að troða ofan í landann það sem hann vill ekki gleypa.
Góðir hlutir gerast hægt, stendur einhvers staðar. Offors, valdabrátta, metingur og skætingur skilar engu nema sundrung. Það er ekki það sem ungur flokkur vill sem er að byggja sig upp og afla skoðunum, stefnu og málefnum fylgis.
Ég legg til að menn setjist niður í rólegheitum og fari yfir það hvaða leiðir skili besta árangrinum. Menn verða að fara að vinna saman sem heild. Ef fram sem horfir verður enginn FF í framboði að tveim árum liðnum, hvað þá í næstu alþingiskosningum
Það bylur nefnilega yfirleitt hæst í tómri tunnu.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 23.5.2008 kl. 00:42
Frjálslyndum vantar aðra grein í líkingu við "Ísland fyrir Íslendinga?". Eftir þá grein rauk fylgi og virðing flokksins upp en þeir gátu ekki staðið undir því. Nú er bara að herða upp hugann og rústa þeim rauðu.
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 01:12
Guðrún og Víðir hvaða vitleysis umræða er þetta?
Viljið þið taka ákveðin mál af dagskrá án umræðu?
Það sem Magnús Þór og sá sem skrifar þessar línur hafa verið sakaðir um er að m.a. að vera rasistar og blettur á samtíðinni svo eitthvað sé nefnt.
Hver er nú ástæðan fyrir þessum úthrópunum?
Jú Magnús Þór vildi ræða nánar komu 60 flóttamanna út frá:
Í fyrsta lagi félagslegum aðstæðum á Akranesi.
Í Öðru lagi stöðu húsnæðismál en það eru 25 fjölskyldur á biðlista.
Í þriðja lagi út frá atvinnusjónarmiðum.
Sigurjón Þórðarson, 23.5.2008 kl. 08:37
Mikið skelfilega er ég orðin þreytt og leið á því hvernig fólk fer með þessa umræðu Greinagerðin sem Magnús Þór lagði fram var góð og full þörf á að ræða hana,síðan er búið að toga og snúa út úr umræðunni eins og hægt er.Guðrún að mínu áliti byrjaði sundrung í FF þegar brotið var á Sigurjóni af hanns flokksbræðrum.í upphafi skal endin skoða.
Rannveig H, 23.5.2008 kl. 10:24
Sigurjón, þessi umræða er kominn út í tóma vitleysu. Fyrir það fyrsta, þá koma bara 30 manns í fyrstu atrennu en ekki 60 Koma kannski 30 síðar en það er ekki aðalmálið. Þetta er stormur í vatnsglasi. Akranes verður ekki neinum vandræðum með að tækla þetta mál. Þeir hafa nú séð stærri mál en þetta og leyst með sóma. Þetta er svo lítið mál þannig séð að það réttlætir ekki þessi ofsafengnu viðbrögð sem hafa fylgt því. Það getur vel verið að Magnús og Co. séu eins og kórdrengir í hegðun en ég fæ samt ekki betur séð en þeir hafi farið fram úr sér stundum. Bara smásálarháttur að halda að Akurnesingar séu ekki menn til að takast á við þetta.
Víðir Benediktsson, 23.5.2008 kl. 11:17
Þegar félagsmenn sjálfir halda að þeir hafi skráð sig gegn útlendingum þegar þeir skrá sig í flokkinn þá þarf flokkurinn að fara endurskoða sín mál. Sbr.
Ég sagði að ef einhver er rasisti þá væri það þú. Ef einhver hér inni er morðingi þá er það ég. þýðir síðasta setningin að ég sé morðingi? Ég hef ekki enn rekist á rasista á Íslandi.
Nanna við erum í sitthvorum öfgunum svipað og Xd og vg.
Hannes (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 02:24
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 23.5.2008 kl. 12:42
og ;
Ég er í Frjálsynda flokknum og er stoltur af því. Ef það gerir mig að rasista þá er ég stoltur af því og kannski ég fari bara alla leið og stofni félag nýnasista á Íslandi ef það er ekki þegar búið að því.
Velkominn í hópinn Jensen
Hannes (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 18:00
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 23.5.2008 kl. 12:43
Sigurjón, Magnús vildi ekkert ræða málið betur.
Þvert á móti var það alveg á hreinu að hann vildi ekki taka á móti þessu fólki, heldur frekar hjálpa því "heima" hjá sér.
Stöð 2 segist hafi fyrir því heimildir að Magnús hafi verið fylgjandi komu flóttafólksins þar til hann komst að því hvaðan það væri.
Ef það er rétt að þá er það ekkert annað en rasismi.
Þú ert hins vegar ekki sekur um annað en að styðja Magnús Þór 100%
Ef Frjálslyndi flokkurinn er ekki að gera út á útlendingahatur, að þá ætti Magnús núna að lýsa því yfir að þó hann hefði haft vissar athugasemdir við verkefnið að þá sætti hann sig við niðurstöðuna og mundi vinna að fullum heilindum að því að Akranesbær taki sem best á móti þessu fólki og bjóða það velkomið.
Þetta ætti hann að gera til þess að taka af allan vafa um að flokkurinn væri ekki að gera út á útlendingahatur.
Hann kaus hins vegar að segja: "Málið er gífurlega umdeilt og klýfur bæinn í herðar niður. Síðdegis í dag báru bæjarfulltrúar eld að því sem getur orðið mikið ófriðarbál sem loga mun í mörg ár."
Ingólfur, 23.5.2008 kl. 13:15
Nanna tu kemur ekki med tad sem Hannes skrifadi i naesta svari til tin.
Kristjan R (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 13:33
Ertu að meina þegar hann reyndi með misheppnaðri aðferð að snúa þessu upp í djók þegar einn af Frjálslyndumönnunum skammaði hann fyrir að tala svo opinskjátt.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 23.5.2008 kl. 13:59
Sigurjón, málið á ekki að taka af dagskrá heldur breyta strategiunni. Þið hljótið að verða horfast í augu við það að núverandi stefnuleiðir eru ekki að skila flokknum, umræðunni né þjóðinni neinum ávinning.
Þegar ég skoðaði málið betur varðandi málflutning Magnúsar hjó ég eftir því að málið hafði ekki fengið víðtæka umræðu í bæjarstjórn heldur rokið af stað í fjölmiðlana. Enginn er óskeikull en þessi aðferð klikkaði, greinilega. Því þarf að hugsa málin upp á nýtt og koma sér saman um aðferðir og leiðir sem virka. Um það snýst málið. Hvernig geta menn tekið slíkum ábendingum óstinnt upp, mér er spurn?
Meirihlutasamstarfið er fokið út um veður og vind og klofiningur á listanum. Það eru staðreyndir sem þarf að vinna úr og læra af.
Mér er til efs að flóttamennirnir komi á Akranes miðað við undangengna umræðu. Hef frekar trú á því að önnur sveitarfélög komi til greina, t.d. Bolungarvík sbr. fréttir í gær.
Uppbyggilega gagnrýni á að taka með jákvæðu hugarfari Sigurjón og nýta sér það besta sem kemur fram í ábendingum annarra. Flokkurinn siglir að feigðarósi og ég hef áhyggjur af því. Það hljótið þið einnig að hafa. Um það snýst málið
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 23.5.2008 kl. 14:17
Ein lítil spurning til Nönnu Katrínar: Þekkir þú einhver dæmi um vestrænt fólk sem hefur leitað sér hjálpar og hælis ( annað en Mikki litli Jackson ) í islömskum löndum ?
Stefán (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 14:20
Hvað kemur það málinu við? þarf maður alltaf að gera eins og aðrir? Það eru svona leikskólarök. "hann sparkaði fyrstur" eða "þeir leyfa mér aldrei að vera með".
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 23.5.2008 kl. 15:01
Mín skoðun er sú kæra Nanna Katrín, að allt fólk þrái að búa við frelsi, lýðræði og velmegun. Því og miður er skortur á því öllu í islömskum ríkjum. Vissulega verða vesturlönd að taka ábyrgð á sumu sem afvega hefur farið í þessum löndum t.d. þar sem vestrænir herir hafa farið um, en mest af vandamálunum eru samt heimatilbúin. Það sem ég á við er að ef vesturlönd væru almennt alveg galopin fyrir öllu fólki sem gæti flokkað sig sem flóttafólk, þá myndu mörg islömsk ríki fljótlega nánast tæmast.
Stefán (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 15:51
Við erum að tala um 60 manns, það er engin leið að þau tæmast. 60 manns eru bara brotabrot af brotinu.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 23.5.2008 kl. 15:53
Á spjallþræði hjá Viðari Helga Guðjohnsen, formanni ungliðahreyfingar Frjálslyndra (sem m.a. hefur spurt hversu mörgum íslenskum stúlkum eigi að leyfast að verða nauðgað áður en eitthvað verði gert í innflytjendamálum), skrifar "Guðrún"
Ég á nú ekki orð yfir bullið og kjaftæðið í Samfylkingarfólki varðandi þessa palestínsku konur - menn hika ekki við að vinna gegn eigin þjóð í þeim tilgangi að fitla við egóið. Ég held að allflestir Íslendingar séu á móti þessu og mér finnst Björk Vilhelmsdóttir algjör bölvaður dóni hvernig hún vogar sér að kalla Magnús Þór kynþáttahatara af því hann er ekki með sömu skoðun á því að hleypa endalaust inn af fólki eins og hún. Hún hefur mikilla hagsmuna að gæta þar sem maður hennar er með félagið Ísland-Palestínu á sínum snærum og er því að fullnægja eigin sjálfsdekri með því að fara gegn því sem fólka almennt vill. Er þetta svo ekki dæmigert fyrir fólk eins og hana að kalla aðra kynþáttahatara ef þeir vilja fremur taka eigin þjóð fram yfir aðrar - og fyrir hvern er hún eiginlega að vinna? Hún er á launum hjá okkur og á því að hlusta og fara eftir því sem meirihlutinn vill!!!! Og ef hún og hennar líkar geta kallað fólk sem er á móti þessum endalausa innflutningi útlendinga og er ekki síður ósátta við forréttindin sem síðan því fólki er úthlutað hvað á þá að kalla Björk og hennar líka - er hún þá landráðamaður?
Íslendingar hafa fullan rétt á því að mótmæla því að hingað flytjist erlent fólk og sérstaklega þegar það er á okkar kostnað!! Útlendingar hafa fengið hér ýmis konar sérréttindi, t.d. endalausa túlkaþjónustu og jafnvel verið látið ganga fyrir með íbúðir og leikskólapláss og það er ekki nokkur vafi á því að fólk eins og Björk Vilhelmsdóttir er orsök þess að hér hefur myndast svona mikil andúð á útlendingum og raun ber vitni. ÉG er orðin hundleið á því að rödd manns hefur ekkert að segja í þessu svokallaða lýðræðisþjóðfélagi heldur ráða einhverjir persónulegir hagsmunir og sjálfsdekur í ráðamönnum ferðinni og það er gefin skítur í allt sem fólk segir ef það er ekki sammála þessu fólki sem hikar ekki við að setja hagsmuni eigin þjóðar aftan við einhverra annarra. Dæmi um það er hvernig Ingibjörg Sólrún hefur verið að dandalast út og suður og að sjá aðstoðarkonu hennar hangandi á hálsi einhverjar palestínukonu í fréttum, var vægast sagt bæði væmið og skammarlegt! Samfylkingarmenn eru og verða lítið annað en vinglar og útlendingasleikjur af hættulegustu gerð!
(Ég ætlaði fyrst bara að taka nokkrar vel valdar setningar úr þessari ræðu, það er bara hver einasta setning í henni svo makalaust heimskuleg að ég ákvað að nota þær allar).
Eftir þennan pistil, þar sem allt varðandi innflytjendur og útlendinga er "endalaust" á kostnað innfæddra og Samfylkingin og Björk Vilhelmsdóttir eiga sök á útlendingaandúðinni á Íslandi með því að vera "útlendingasleikjur af hættulegustu gerð", skrifar Magnús Þór Hafsteinsson eftirfarandi athugasemd:
Heyr, heyr!
Með skýrari hætti hefði Magnús Þór varla getað tekið af allan vafa um að andstaða hans við móttöku palestínskra flóttamanna á Akranes hafi stýrst af óyndislegum hvötum. Er nema von að manni detti rasismi í hug þegar maðurinn fagnar svona málflutningi?
Bárður Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 16:21
Bárður: Heyr, heyr!
;-)
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 16:32
Sigurjón Þórðarson reit;
Er ekki málið Sigurjón að flestir gagnrýnendur þínir og Magnúsar halda því fram að þær ástæður sem Magnús setur frá í greinargerð sinni og verður til að hann leggst gegn málinu, er að þær hafa á sér allt yfirbragð yfirklórs.
Búið er að hrekja ástæðurnar sem Magnús týnir til, margsinnis í ræðu og riti og sýna fram á að til eru nægir peningar, aðstaða, félagslegur stuðningur og atvinna þegar fram í sækir, til að taka á móti þessum konum og börnum þeirra.
Einnig hefru komið fram að Akurnesingar bjóða þær velkomnar. Þá er búið að skýra hversvegna ekki er hægt að setja fram nákvæmar persónuupplýsingar um flóttafólkið að því að það hefur ekki verið valið enn þótt almenn samsetning hópsins sé á hreinu.
Það sem fólk veltir fyrir sér eru ástæður þessa yfirklórslega málsbúnaðar Magnúsar. Vitanlega hefur pólitíkin hlaupið í málin líka, en flestir væru eflaust tilbúnir að lýta fram hjá öllu því ef Magnús þú gætu bakkað upp eitthvað af fullyrðingum skýrslunnar með staðreyndum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.5.2008 kl. 16:44
Veit ekki hvort þeir sem hæst gala hér geri sér grein fyrir því að íslenskur almúgi er kominn með hálsríg eftir þennan ljóta pólitíska tennisleik og að atkvæði hins þögla meirihluta muni koma verulega á óvart í næstu þingkosningum.
Spái því að VG og Steingrímur J standi með pálmann í höndunum þegar þar að kemur. Fullkomlega ásættanlegt að mínum dómi...
Kolbrún Sig (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 18:36
Það er búið að vera gaman hjá mér að lesa þau misjöfnu skrif sem komið hafa frá fólki. Ég er mikið búinn að velta því fyrir mér hvað fólk hefur fyrir sér í þeim efnum að FF sé öfgaflokkur. Þeim eru brygslaðar sakir sem ég hef ekki séð neinn fót fyrir, hvort sem þær eru réttar eða rangar.
Ef sakir þær sem bornar eru á FF eru réttar þá er það um mál sem hefur verið vel falið fram að þessu. Nú er svo komið í öllu þessu ferli sem farið hefur fram á bloggsíðum þekktra einstaklinga að ég er farinn að efast um heilindi fólks, jafnvel farinn að efast um að fólk viti hvað það er að segja.
Hér hef ég í handraðanum spurningar, spurningar sem snúast um orðið öfgar.
Hver hefur sýnt öfgakendir, sá sem spyr eða Sá sem dæmir?
Mér sýnist sem svo að einhverjir bloggarar sem eru á móti FF séu með mestu öfgarnar. Af hverju held ég slíku fram? Jú ef fólk er svo dómhart sem virðist vera raunin gagnvart spurningum, þá hljóta að vera einhverjir öfgar á bakvi það.
Svo er ég ekki viss um að fólk skilji heldur orðið „rasisti“ nógu vel til að hafa rétt til að beita því.
Rasisti er ekki bara sá sem er á móti öðrum kynþætti, hann getur lýka verið á móti sínum kynþætti.
Nú koma líklega hinir lærðu söguritarar til með að mótmæla skrifum mínum en þá held ég að einhver sögufölsun hafi átt sér stað þegar þeir voru að læra (nánari útlistun geymist til betri tíma).
Svo má benda á að í hverju máli eru þrjár hliðar, mín hlið, þín hlið kæri lesandi. Þriðja hliðin er svo rétta hliðin.
Hvernig finnum við hana? Með því að ræða málin, en ekki með sleggjudómum gagnvart náunganum.
MBK Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 23.5.2008 kl. 22:43
Ólafur Björn Ólafsson vel orðað hjá þér, virkilega vel orðað og ættu þeir sem fara hamförum í að kalla FF og einstaklinga rasista og kynþáttahatara að líta sér örlítið nær og hafa það í huga að oft á tíðum er auðveldara að sjá flís í augum annarra en bjálkann í augunum á sjálfum sér og hugsa þá fyrst og fremst um öfgakenndir í garð annarra.
Sævar Einarsson, 24.5.2008 kl. 10:39
Þegar fólk er að líkja frjálslyndaflokkinum við national socialist party of deutchland þá sést hvar öfganar eru.
Alexander Kristófer Gústafsson, 24.5.2008 kl. 17:19
Gamli góði NSDAP hét Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei
Enginn maður með viti myndi líkja jafn miklum aumingjum og frjálslynda flokknum við þann flokk.
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 17:28
Til að bjarga Íslandi frá snaróðum útlendingum er best að ganga í ESB.
ESB, 25.5.2008 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.