20.5.2008 | 00:43
Er Samfylkingin fyrir Íslendinga?
Tíðindi dagsins hafa örugglega vakið marga til umhugsunar um hvort Samfylkingin gæti hagsmuna Íslendinga. Í yfirlýsingum valdamesta stjórnmálamanns landsins, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, kom fram að hún setti sig í nafni allra ráðherra Samfylkingarinnar algerlega upp á móti því að veiddar væru nokkrar hrefnur á Íslandsmiðum. Bar hún það fyrir sig að verið væri að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Það er venjulegu íslensku fólki óskiljanlegt.
E.t.v. truflar þetta teboð Ingibjargar Sólrúnar vítt og breitt um heiminn þótt ég efist um að vinir ríkisstjórnarinnar í Íran kippi sér mikið upp við hvalveiðar. Líklega eru þó vinkona Samfylkingarinnar, Condoleeza, og vinurinn, hinn breski Brown, ekki með hýrri há yfir þessum tíðindum.
Þessir vinir Ingibjargar sem ekki má styggja bera meginábyrgðina á því að bágstatt flóttafólk er í nauðum.
Mér finnst rétt að taka fram að ég hef enga trú á því að veiðar á nokkrum hrefnum skipti sköpum um afrakstur þorskstofnsins þótt reikna megi út frá gögnum Hafró að hrefnan éti tvöfalt meira en Íslendingar veiða nú. Á meðan vöxtur þorsksins er í sögulegu lágmarki bendir ekkert til þess að hann sé ofveiddur, hvorki af hrefnu né manni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 1019333
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Það sem þú ert að reyna að gera með þessari færslu er mjög greinilegt; að veiða ódýr atkvæði í gegnum innflytjandastefnu flokks þíns. Þú stillir heimsókn ráðuneytistjóra utanríkisráðuneytisins til Írans upp gegn lýðræðislegu vinasambandi íslensku þjóðarinnar við Bandaríkin og England, sem hafa átt í nær óvinnanlegu(heimskulegu) stríði við uppreisnarmenn("vondu múslimana") í Írak. Ofan í þessa samlíkingu flækir þú svo fiskveiðistefnuna ykkar og tengir hana hinni atkvæðaveiðandi grein flokksbróðurs þíns Jóns Magnússonar, "Ísland fyrir Íslendinga?"til að gera baráttu varaformannsin trúverðugri til þess að þeir sem vilja (mis)skilja þig geri það nú örugglega. Ódýrt skot!
orri (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 06:47
Ég held að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætti að hafa meiri áhyggjur af því hvernig alþjóðasamfélagið tekur brotum Íslendinga á mannréttindum en því hvort einhverjar örfáar hrefnur verði veiddar.
Jóhann Elíasson, 20.5.2008 kl. 07:30
Samfylkingin er stjórnlaus flokkur með random stefnu. Allt sem er stjórnlaust er varasamt! Sigurjón þarf ekki að veiða nein atkvæði - þau koma til með að hrynja af Samfylkingunni eftir þetta kjörtímabil.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 08:14
Hvernig er það Orri varstu vel vaknaður þegar þú skrifaðir þessar línur?
Sigurjón Þórðarson, 20.5.2008 kl. 09:34
"Samfylkingin er stjórnlaus flokkur með random stefnu".
Þetta er flottasta setning sem ég hef séð lengi.
Magnús Þór Hafsteinsson, 20.5.2008 kl. 11:06
Góðir punktar Sigurjón það er oft með ólíkindum hvað hægt er að amast yfir því að 40 hrefnur skuli veiddar í einni ræðu og lofsyngja svo Condoleezu og Brown í annarri, og lýsa jafnframt yfir stuðningi sínum við óheftar veiðar þeirra á Afgönum og Írökum en auðvitað hvítþvær hún hendur sínar af þeim verkum með því að taka á móti nokkrum flóttafjölskyldum og troða þeim upp á Skaga.
Róbert Tómasson, 20.5.2008 kl. 11:35
Í raun eru ákveðin líkindi með þessum hvalamálum og svo hinnar merkilegu framkomu Magnúsar á Skaganum. Hvoru tveggja er birtingarmynd öfgafullrar þjóðernishyggju. Einhverskonar þráhyggja um að við þar sem við erum sjálfstæð þjóð á einangraðri eyju þurfum ekki og eigum ekki að taka tillit til neins nema sjálfra okkar.
Þetta er allt saman angi af sama "rauðhálsapopulismanum" hjá Frjálslynda flokknum sem vaðið hefur uppi á síðustu vikum og reyndar allt frá því á haustdögum 2006.
Jón Kr (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 11:51
Jón Kr. verður það þá ekki næsta mál hjá Samfó að úthrópa Hrefnu Konna sem öfgamann, rauðháls, plebba og allt það?
Sigurjón Þórðarson, 20.5.2008 kl. 12:55
Ja nú skal ég ekki segja Sigurjón. Ég er ekki í Samfylkingunni heldur.
Nú er kannski rétt að taka það fram að ég hef nokkra samúð með Konna og hans mönnum. Mér finnst hið besta mál að veiða hrefnur með sjálfbærum veiðum. En í því sambandi verðum við þó að hafa í huga að við erum ekki ein í heiminum og ef við erum að fórna meiri hagsmunum fyrir minni þá verðum við að taka ákvarðanir út frá því.
En það sem þið rauðhálsapopulistar Frjálslynda flokksins hafið haldið á lofti er umræða sem gengur út á eitthvað í þessa veruna. "Við erum sjálfstæð þjóð og eigum ekki að láta útlendinga skipa okkur fyrir verkum. Þess vegna eigum við að veiða Hrefnur". Sem sagt einhverskonar þjóðernishyggju ástæður sem eru frekar þreytandi, en samsvara sér ágætlega við málflutning ykkar í málefnum innflytjenda.
Jón Kr. (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 13:41
Það hefur sýnt sig að Samfylkingin er ekki fyrir Íslendinga, nema fáa útvalda. í raun er Samfylkingin að verða verri en Sjálfstæðismenn í þessum efnum. Ég tel að Samfylkingin megi þakka fyrir að verða 3ji stærsti flokkurinn eftir næstu Alþingiskosningar ef hún nær því þá, svo svakalega hafa menn á þeim bæ valdið vonbrigðum!
Bragi (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 14:16
Jón ég hef ekki heyrt þessa röksemdafærslu innan úr Frjálslynda flokknum sem þú gerir að mínum einhverra hluta vegna.
Við eigum að veiða hrefnu vegna þess að þær veiðar eru arðbærar.
Varðandi það hvort að það skýrir eitthvað þinn málflutning og fl. s.s. Össurar Skarphéðinssonar að vera stöðugt að uppnefna mig ofl. í Frjálslynda flokknum sem rasista rauðhálspopulist, plebba kjána og mannhatara, þá er ég ekki viss um að svo sé.
Fullorðið fólk verður að fá að haga orðum sínum eins og því finnst réttast og ekkert við því að segja.
Sigurjón Þórðarson, 20.5.2008 kl. 14:22
Já...
...erh... erum við ég er í FF. Þess ber þó að geta að ég er með skjannahvítan háls, en rauðan haus. Er það nógu gott, Jón Kr?
Fyrir mér er hinn eini sanni pópúlismi haldinn í þeirri lélegu stefnu Samfoks-Quislinganna að halda því fram að Íslandi væri betur stjórnað frá Brussels. Með þessi fífl í ríkisstjórn sem eru þar núna, hugsar maður sig tvisvar um...
...en vonin er ekki úti, kannski kemur einhvern tíman stjórn á Íslandi sem er ekki full af fávitum sem eru of uppteknir við bardaga sem eru mikilvægri stjórnun Íslands óviðkomandi, til þess að sjá hvað er að gerast í okkar eigin bakgarði.
Hvað varðar þessar hrefnur, þá berum við jú vissulega ábyrgð í alþjóðasamfélaginu, ábyrgð á því að nýta og ganga um umhverfi okkar á virðingarfullan máta. Það að friða hrafnreyði og láta hana offjölga sér þar til lítið verður um æti og kvikindin drepast hungurdauða er fyrir mér hvorki mannúðlegt né í takt við náttúruna.
Til þess að vera alvöru náttúruverndarsinnar megum við ekki gleyma að mannskepnan er líka partur af náttúrunni.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 20.5.2008 kl. 14:40
'erum við' átti ekki heima þarna í upphafi málsgreinar, heldur var partur af öðru sem ég var að skrifa og fór á milli glugga...
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 20.5.2008 kl. 14:41
Svarið er já, Samfylkingin er fyrir Íslendinga.
Óþjóðholla Íslendinga
Sigurður Þórðarson, 20.5.2008 kl. 15:35
Sigurjón segir hér að ofan:
Jón ég hef ekki heyrt þessa röksemdafærslu innan úr Frjálslynda flokknum sem þú gerir að mínum einhverra hluta vegna.
Við eigum að veiða hrefnu vegna þess að þær veiðar eru arðbærar.
Magnús Þór Hafsteinsson skrifaði á vef FF þegar hvalveiðar hófust haustið 2006 (eða um sama leiti og flokkurinn hóf fjandsamlega umræðu sína gegn innflytjendum)
Til hamingju Ísland
Sú staðreynd að fyrstu skrefin hafa nú verið stigin til að atvinnuhvalveiðar hefjist hér við land er mjög góð tíðindi. Ég gef í sjálfu sér lítið fyrir röksemdir um að hvalirnir séu að éta okkur út á gaddinn. Veiðar okkar á hrefnu og langreyði verða seint svo miklar að þær hafi afgerandi áhrif til þess að takmarka áhrif hvalastofna í lífríkinu.
Þetta mál snýst um rétt okkar sem sjálfstæð þjóð til að stjórna sjálf ábyrgri nýtingu á okkar náttúruauðlindum. Við eigum ekki að láta einhverja erlenda þrýstihópa segja okkur fyrir verkum í þessum efnum. Undanfarin misseri höfum ítrekað orðið vör við tilhneigingu til þess að útlend þrýstiöfl vilji stjórna því hvernig við högum okkar málum hér á landi, ekki síst með tilliti til fiskveiða.
Jón Kr. (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 15:42
Þakka þér, Jón Kr., fyrir þessar upplýsingar. Þessi skrif Magnúsar höfðu fallið úr minni mér. Mér finnst samt helvíti hart að fordæma þessi skrif sem einhver rauðhálsaskrif á meðan þú virðist hafa skilning á sama málflutningi ef hann kemur frá Konna Eggerts.
Sigurjón Þórðarson, 20.5.2008 kl. 16:59
ég er nú hlynntur öllum veiðum svolengi sem............en ég skil samt ekki afhverju við hjálpum ekki hvort öðru. kíkið á bylgjahaf.blog.is fyrirsögn Ríkasta sveitafélagið
Gauti Halldorsson (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 17:11
Það að vilja veiða hvali á sjálfbæran hátt af hagkvæmnisástæðum er ekki rauðhálsapopulismi. En það að vilja gera það eingöngu vegna þess að við erum sjálfstæð þjóð sem viljum ekki taka tillit til annarra og það jafnvel þó margt bendi til þess að við töpum á því, það er skólabókardæmi um rauðhálsapoulisma FF.
En nýustu tíðindi af Skaganum herma að það sé þjóðernisuppruni og trúarbrögð hafi mestu ráðið um afstöðu Magnúsar til flótafólksins. Þetta er haft eftir fyrrum félögum Magnúsar þeim Jóni Sigurðsyni og Helgu Jónsdóttur i DV í dag.
Jón Kr. (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 17:20
Jón. Þetta heitir 'hear-say' á ensku og yrði aldrei tekið marktækt fyrir dómi.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 20.5.2008 kl. 17:49
Síst af öllu vil ég kasta rýrð á allt sem stendur í DV bara vegna þess að það stendur þar, en það verður þó að segja að umfjöllun blaðsins um komu flóttamanna frá Írak til bæjarins hefur verið brokkgeng og oft á tíðum hlutdræg. Það hefur verið dregin upp dökk mynd af Skagamönnum og þó sérstaklega þeim sem vilja fara yfir það með gagnrýnum hætti hvort að bærinn geti með góðu móti tekið á flóttafólkinu. Einn af þeim sem hefur séð um skrifin í DV er varabæjarfulltrúi VG á Skaganum.
Ég veit ekki neitt um þennan Jón sterka af Skaganum sem DV vitnar í en Helga Jónsdóttir er ágætis vinkona mín en er systir Karenar og reynir eflaust að bera blak af systur sinni þegar hún stendur í erfiðum málum.
Aðrir sem ég hef rætt við um fundinn kannast ekki við þessa lýsingu á umræðum af stjórnmálastarfi heiðvirðs og grandvars fólks eins hún birtist í DV.
Ég held að engum sé greiði gerður með svona bulli.
Sigurjón Þórðarson, 20.5.2008 kl. 18:03
Skipti á þjóðaruppruni og trúarbrögð engu máli í þessu sambandi?
Jón Kr. (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 19:02
Sigurjón; - - þetta haturstengda sjónarmið - - aðdróttanir og dylgjur - - eru þér ekki samboðnar. Sama hvort þú ert á móti innflytjendum á Íslandi eða með hvalveiðum í atvinnuskyni - - fólkið sem er á annarri skoðun verður ekki verra en þú við það eitt.
Það er hins vegar öllu alvarlega hvernig þú vinnur með þenna fordómatengda haturs-sligaða vinkil - - sem hverfist um aðdróttanir í garð annarra eða okkar hinna.
Hvet þig til að stíga út úr þessu fari . . . . . og taka þátt í jákvæðri umræðu - MEÐ venjulegu fólki - en ekki GEGN fólki af tilteknum uppruna og skoðunum.
Benedikt Sigurðarson, 20.5.2008 kl. 21:46
Benedikt ég átta mig ekki á þessu innleggi þínu og þætti mjög vænt um að fá nánari skýringar á því.
Ég hef verið sakaður um það af Samfylkingarfólki síðustu daga og vikur að vera: rasisti, plebbi, kjáni, dreifa hatri, ala á fordómum, vera vitleysingur, undirmálsmaður, hræddur og gamli bæjarstjórinn á Bolungarvík uppnefndi fólkið í Frjálslynda flokknum sem eitthvert fenjafólk fyrir um ári síðan.
Þegar Samfylkingarfólk er beðið um að finna ógeðfeldum einkunnum sínum einhverja stoð í því sem ég hef riti eða ræðu að þá venjulega fátt um svör.
Þannig eru nú samræðustjórnmálin þegar til kastanna kemur það á að reyna að þagga lýðræðislega umræðu með yfirgangi og innihaldslausum sviguryrðum
Sigurjón Þórðarson, 20.5.2008 kl. 22:36
Heyr, heyr Sigurjón!
Magnús Þór Hafsteinsson, 20.5.2008 kl. 23:18
Hræsni Hroki og Hleypidómar hafa hlaupið í samflokksfélaga minn en sá félagi heitir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,hún reynir allt til þess að neyða þjóð sína í Öryggisráðið.Það er ekki stór hópur sem stendur á bak við hana,en þessi hópur er öflugur,því miður.Samfylkingin mun fá að finna fyrir þessu í næstu kosningum,fylgið mun hrynja það er á hreinu.Ingibjörg Sólrún er farin að haga sér líkt og hún sé í ofverndaðri æviráðningu sem Utanríkisráðherra,minnir á einræðisherran sem situr í Seðlabankanum.Samfylkingin fer svipaða leið og Framsóknarflokkurin er núna á.Það mun sjást í næstu kosningum.
j b g (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 01:03
Kæri Sigurjón
Hvað finnst þér um hörmungarnar í Búrma og Kína? Finnst þér þar vera manneskjur sem eru jafngildar öðrum manneskjum, þar á meðal Íslendingum og kjósendum Frjálslynda flokksins. Hvar endar ykkar siðferði og samúð?
Mér finnst að Magnús Þór sem að lætur lítið fyrir sér fara ætti að svara á einlægan hátt spurningu Jóns Kr hér að ofan;
"Skipti þá þjóðaruppruni og trúarbrögð engu máli í þessu sambandi"?
Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 21.5.2008 kl. 01:42
Svar til Gulla
1) Mér finnst hörmungarnar í Búrma og Kína hörmulegar og finnst óskiljanlegt að stjórnvöld í Búrma vilji ekki aðstoða sitt fólk eins best og þeim stendur til boða.
2) Mér finnst manneskjur vera jafngildar hvort sem er í Búrma eða Bolungarvík.
Varðandi hvar samúð endar er ágæt spurning en ég efast um að hún sé almennt altæk og jöfn með öllu fólki þó svo það sé í Samfylkingunni og ekki í Frjálslynda flokknum.
Yfirleitt hefur fólk meiri samúð og sýnir meiri hluttekningu með fólki sem stendur nær því en fjær. Það snertir meira við fólki ef áföll snerta einhvern í fjölskyldunni en ef viðkomandi væri óviðkomandi en væri nágranni og hluttekningin fjarar venjulega út eftir því kynnin eru minni.
Þetta sjáum við vel í fréttamati íslenskra fjölmiðla ef að það verða náttúruhamfarir hér sem snerta margfalt færri en í Kína eða Búrma þá verður umfjöllunin ítarlegri.
Sama á við um glæpi ef þeir eiga sér stað á Norðurlöndunum þá virðist þurfa margfalt hræðilegri atburði í Kólumbíu til þess að það sé minnst á þá einu orði í evrópskum fjölmiðlum.
Mér finnst ákaflega vænt um að fá þessar athugasemdir frá Gulla og sakna þess að Benidikt Sigurðsson skuli ekki gera lítillega betur grein fyrir og rökstyðja aðdróttanir sínar í minn garð.
Sigurjón Þórðarson, 21.5.2008 kl. 09:47
Aumingja Ingibjörg Sólrún virðist vera alveg áttavillt í Ríkisstjórn Geirs. Samfylkingin er ekki alveg að höndla nýfengin völd og margir þar eru eins og stjórnlausar beljur á svelli. Sjá framtíðaratkvæði Samfylkingar í konum sem vilja flýja ofstækisfullt karlaveldið í Palestínu. Samfylkingin virðist líka hræðast óskaplega að fá Hrefnustofninn upp á móti sér og vilja því friða þær. Persónulega finnst mér reyndar Hrefnur vera mun fallegri og rennilegri en talskonur Samylkingarinnar.
Stefán (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 10:09
Sæll Sigurjón
Mér finnst þú víkja þér fimlega undan spurningunni hvort þjóðernisuppruni og trú hafi skipt máli í tengslum við afstöðu FF í málefnum flóttamanna á Akranesi. Það er ekki spurt af tilefnislausu vegna þess að þessu var haldið fram í DV í gær. Auk þess má lesa þetta milli lína í greinargerð Magnúsar þar sem hann gerir nokkuð úr þjóðarupprunanum og tekur það fram að í upphafi hafi hann haldið að konurnar væru frá Suður Ameríku.
Spurningin er sem sagt, skiptir þjóðaruppruni og það að þarna hafi verið um múslimskar konur að ræða, einhverju máli í afstöðu Frjálslynda flokksins í þessu máli?
Jón Kr. (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 12:02
Sæll Jón Kr. ef þú lest greinargerð Magnúsar Þórs sem F listinn á Akranesi vildi fá málefnalega umræðu um þá kemur hvergi fram að þjóðerni eða trú væri lögð til grundvallar því að ekki væri talið ráðlegt að taka við 60 flóttamönnum. Ástæðan var sú að félagsmálakerfið í bænum var þanin til hins ýtrasta.
Það hefði verið óskandi að fleiri hefðu kynnt sér greinargerðinni og gert þá í framhaldinu málefnalegar athugasemdir við hana í stað þess að gera hróp að fólki og segja það vera rasista, kjána og plebba.......
Þetta er nú samt því miður málatilbúnaður Samfylkingarinnar sem boðað hefur samræðustjórnmálin sín.
Sigurjón Þórðarson, 21.5.2008 kl. 12:49
Ég las þessa greinargerð og komst að öndverðri niðurstöðu. Mér fannst koma þar fram að afstaða Magnúsar réðist meðal annars að þjóðernisuppruna, þó ekki sé það sagt berum orðum. Enda staðfestu fyrrum félagar hans það í DV í gær. Mér finnst einnig nokkuð athyglisvert að þú skulir ekki með skýrum og greinilegum hætti taka það fram að þjóðernisuppruni og trúarbrögð hafi þarna engu máli skipt í þessari afstöðu Frjálslynda flokksins.
Jón Kr. (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 12:59
Jón Kr. hvar fannstu þessari niðurstöðu þinni stoð í greinargerðinni?
Það kemur hvergi fram í henni en varðandi blaðamennsku DV þá er ég búinn að svara því áður.
Sigurjón Þórðarson, 21.5.2008 kl. 13:04
Ef sorpritið DV er helsta heimild manna um meinta kynþáttafordóma ættu þeir að skoða sinn gang.
Maður sagði, að maður sagði, að maður sagði er ekki blaðamennska.
Theódór Norðkvist, 21.5.2008 kl. 13:34
Það ber vissulega að taka öllu með miklum fyrirvara sem er birt í DV, vegna þess einfaldlega að þar virðist oft farið ansi frjálslega með hluti og lítil virðing borin fyrir mannlegum þáttum, þess vegna má hiklaust kalla DV sorprit að einhverju leiti. Þar ræður æsifréttablaðamennska ríkjum.
Stefán (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 13:57
Takk fyrir gott svar Sigurjón. Það er vissulega rétt að maður tekur nær sér áföll nákominna vina og ættingja. Manni hættir til að líta á kínverja, blökkumenn og araba sem fjarlæga hópa, en ekki einstaklinga með sambærilegar tilfinningar, vonir og þrár.
Heimurinn, Sameinuðu þjóðirnar, þarf að taka á flóttamannavanda. Þar verða allir, af hvaða kynþætti sem er að vera bræður og systur. Þegar slíkar alþjóðlegar stofnanir biðja okkur, hina ríku þjóð að vera þátttakendur í að lina þjáningar fólks, þá er ekki hægt að skorast svo auðveldlega undan.
Gunnlaugur B Ólafsson, 21.5.2008 kl. 15:13
Magnús talar sérstaklega um það í upphafi greinagerðar sinnar að hann hafi fyrst haldið að fólkið kæmi frá Suður-Ameríku. Strax á eftir fjallar hann um uppruna þessara flóttamanna. Magnús gerir því þjóðernisuppruna og trúarbrögð að umtalsefni í þeirri greinargerð þar sem hann fjallar um sína niðurstöður í málinu. Þá hefur það komið fram að í upphafi lagðist Magnús ekki gegn móttöku flóttamannanna.
Jón Kr. (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 15:30
Þeir sem sjá ekkert athugavert við stjórnsýsluna í málinu ættu að fara í heilarannsókn.
Halló! Finnst mönnum það allt í lagi að einhverjir leppar ríkisstjórnarinnar funda með bæjaryfirvöldum, segja þeim að það séu einhverjir flóttamenn einhvers staðar frá að koma og Akraneskaupstaður beðinn um að taka við þeim? Þeir fá síðan úrslitakosti að taka síðan við báðum hópunum eða hvorugum!
Ég neita að trúa því að fólk geti verið svona heimskt.
Theódór Norðkvist, 21.5.2008 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.