Leita í fréttum mbl.is

Egill Tamini og Kristrún

Þáttur Egils Helgasonar hófst með hefðbundnum hætti í dag, þ.e. klukkustundarlangri Evrópuumræðu þar sem fátt nýtt kom fram, en rifjuð voru upp ýmis ummæli vikunnar. Það sem helst bar til tíðinda var hve endurnærður Björn Ingi Hrafnsson virtist vera og glaður yfir að vera laus úr borgarstjórninni, svo mjög að hann smitaði út frá sér og virtist liggja vel á öllum viðmælendum, andrúmsloftið varð svo afslappað yfir endurtekinni Evrópuumræðunni að Kristrún lygndi aftur augunum.

Í seinni hluta þáttarins var mættur varaformaður Frjálslynda flokksins sem varð strax fyrir mikilli og ósanngjarnri ágjöf, ekki bara tveggja viðmælenda heldur líka þáttastjórnandans, Egils Helgasonar, svo mjög að Reyni Traustasyni, vönduðum ritstjóra DV, fannst rétt að árétta að Magnús væri ekki kynþáttahatari. Það virðist vera uppi mikill misskilningur í Akranesmálinu og í stað þess að fara málefnalega yfir það sem Magnús hefur skilmerkilega sett fram í greinargerð virðist sem Samfylkingin slíti allt úr samhengi og setji hluti hennar í tengsl við alls óskylda hluti.

Amal Tamini setti hlutina í samhengi við kosningabaráttu Frjálslynda flokksins frá því í fyrra en á Kristrúnu Heimisdóttur mátti skilja að Frjálslyndi flokkurinn hefði margt fram að færa og að taka þyrfti á innflytjendamálum. Egill og Kristrún sameinuðust hins vegar í að setja málin í samhengi við mótmæli á áheyrendapöllum Alþingis og kröfðust fordæmingar á þeim. Auðvitað á Egill Helgason með milljón á mánuði fyrir vinnu hálft árið erfitt með að skilja örvæntingu þeirra sem eiga erfitt með að ná endum saman þegar lánin hækka upp úr öllu valdi og minna og minna fæst fyrir krónuna. Ég verð samt sem áður að segja að mér finnst óskiljanlegt að hann, óvilhallur þáttastjórnandi á RÚV, setji það í samhengi við óundirbúinn innflutning á flóttafólki frá Írak.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; sem oftar, Sigurjón !

Þakka þér; sérstaklega, þarfa ádrepuna, á helvítis spottarann Egil Helgason, m.a. Ómaklegt þvaður hans, og Kristrúnar Heimisdóttur er geymt, en ekki gleymt, eins og gagnvart bifreiðastjórunum, m.a.

Kom inn á þáttar fjandann, í síðu minni, fyrr í dag.

Með beztu kveðjum, til frænda minna,, Ásbirninga, nyrðra /

Óskar Helgi Helgason

  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 21:10

2 Smámynd: Eyþór Hauksson

Hjartanlega sammála þér Sigurjón.Finst ótrúlegt að horfa upp á Egil sem á að heita hlutlaus þáttastjórnandi ráðast svona gegn viðmælanda sínum.Og þetta hjá Kristrúnu að heimta að Magnús fordæmdi eitthvað sem gerist á áhorfendapöllum á blogginu sínu er nú bara fáráðnlegt að öðrum kosti mundi hún ekki trúa honum.verð nú að segja að mér finst nú þessi Tamini ansi fordóma full okki ekki til í að hlusta á nein rök.

Eyþór Hauksson, 18.5.2008 kl. 21:11

3 Smámynd: Eyþór Hauksson

Bíddu nú við Arnþór ég er ekki að skilja hvað þú ert að fara.Má fólk ekki hafa skoðanir og málfrelsi í þessum útlendingamálum nema það henti þér?Annars eru allir rasistar að þínu áliti.

Eyþór Hauksson, 18.5.2008 kl. 21:15

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Magnús Þór kom ekki vel út í þessu viðtali og gerði í raun bara illt verra.. það er erfitt fyrir FF að losa sig við þennan stimpil þegar svona klaufaskapur er uppi af og til innan flokksins.

Óskar Þorkelsson, 18.5.2008 kl. 21:22

5 identicon

Sælir enn; piltar !

Arnþór og Nafni ! Skil ekki; þessi hnýfilyrði ykkar, í garð Magnúsar Þórs. Sjáið þið ekki, hversu sóðaskapur flokks ykkar, ásamt hinum frjálshyggju flokknum, er búinn að splundra þjóðfélaginu ? Er það einhver velgerningur, að bjóða útlendingum, almennt; dvöl, í þessu fjanda fári, yfirleitt ?

Með beztu kveðjum, enn / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 21:28

6 Smámynd: Eyþór Hauksson

Það er erfitt að koma vel út þegar menn fá helst ekki að svara fyrir sig vegna gjammsins í öðrum viðmælendum og ekki síðst í sjálfum þáttarstjórnandanum.Ekki skil ég hvað stimpil þú átt við Óskar nema þá þann sem aðrir bjuggu til til þess eins að gera Frjálslinda tortryggilega í augum fólks.Og þeir aðilar ættu að skammast sín.

Eyþór Hauksson, 18.5.2008 kl. 21:29

7 identicon

Takk fyrir hinn vikulega pistil um mig Sigurjón.

Magnús fordæmdi sjálfur, tvívegis, orðin sem voru viðhöfð á þingpöllum.

Og Kristinn H var líka í þættinum og sagði að hingað til Íslands hefði komið LÍTIР af flóttamönnum.

En þú virðist ekki geta sett þig í spor fátæklinga nema þeir séu af íslensku bergi brotnir. 

Svo virðist þú vita meira um laun mín og vinnutíma en ég. 

Egill (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 21:32

8 identicon

Þetta finn ég á bloggi Óskars Helga. Varla er það svona félagsskapur sem þú vilt vera í Sigurjón?

Hyggilegast; að banna stofnun Litháískra félaga, hérlendis - Uppivöðslusemi útlendinga; sem innlendra fylgismanna þeirra, gengin nógu langt !

Löngu tímabært; að stemma stigu, við streymi útlendinga hingað. Nær; að taka til, í drulludammi Geirs H. Haarde, og illþýðis hans, áður öllu fleirri útlendingum, sé stefnt hingað.

Eigi Íslendingar; sem og þeir útlendingar, sem hér eru fyrir, að þrífast, að nokkru, væri nær, að taka til í myrkrakompum og skíthaugum frjálshyggjunnar, áður en fleirru fólki, utan að komandi, sé boðið, til dvalar hér, um lengri sem skemmri tíma. 

SEMJUM; VIÐ EITTHVERT ÞAÐ RÍKI, SEM VÆRI TIL Í, AÐ TAKA VIÐ HJÚUNUM GEIR H. HAARDE, OG INGIBJÖRGU SÓLRÚNU GÍSLADÓTTUR, TIL MJÖG LANGS TÍMA, Í MYRKRAHOLU EINHVERRI, SEM HÆFÐI ÞEIM !!! 

OG MUNUM; DAVÍÐ ODDSSON FENGI AÐ FARA, FRÍA FERÐ, MEÐ ÞEIM, EINNIG !!!

OG GLEYMUM EKKI; FÚARAFTINUM HALLDÓRI ÁSGRÍMSSYNI, OG ILLVIRKJUM HANS ! EKKI MEGA ÞAU HELDUR, Í GLEYMSKU FALLA !!! 

Árnesþingi  18. V. MMVIII

Egill (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 21:39

9 identicon

Eiga ekki þáttastjórnendur að vera hlutlausir????

Hver ert þú Egill Helgason að gagnrýna helming íbúa Akranes afþví að þeir eru þér ekki sammála.

Þú ert meiri skítapésinn og þú ættir að skammast þín.

Áhorfandi af Akranesi 

áhorfandi (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 21:46

10 identicon

Og nú er Egill Helgason farinn að grafa upp gamlar bloggfærslur frá þeim sem eru að setja inn athugasemdir hjá Sigurjóni og nota það gegn honum.

Jah, ég hef ekki haft mikið álit á þér Egill helgason en þarna fórstu alveg með það.

Meiri skítapésinn 

áhorfandi (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 21:48

11 Smámynd: Eyþór Hauksson

Það er akkúrat það sem ég hélt.Þú og þínir viljið bara hafa eina hlið á málunum og það er ykkar hlið.

Ég hef nú ekki rekið mig á að Frjálslyndir fari frjálslega með staðreyndir eru bara að benda á hvað betur megi gera.

Eyþór Hauksson, 18.5.2008 kl. 21:50

12 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta er spurningin um flísina og bjálkann. Sá sem er í stjórnmálum má alltaf búast við því að hans ummæli verði túlkuð á versta veg.

Framganga sumra í þessu máli hefur alls ekki verið til fyrirmyndar og ef maður rifjar upp ummæli miðvikudagsins þarf engin að vera hissa á því að gengið hafi fram af  fólki. Svo er eitt Sigurjón að það eru fleiri sem mistúlka viljandi.

Á síðustu færslu þinni dregur þú upp spurninguna hvort Geir Haarde sé ofstækismaður og í félagi við títtnefndan Magnús Þór reynið þið að túlka orð Þorgerðar Katrínar á þann veg.

Ef þú hugsar rökrétt máttu vita að það hefur örugglega aldrei verið meining Þorgerðar að stimpla Geir ofstækismann. Þetta vissir þú vel áður en þú settir þetta fram á tvíræðan hátt. Þetta er ekki mikil sök og menn nota svona tækifæri, bæði þú og aðrir.

Það tilheyrir pólitík að koma andstæðingi í vanda og þar hefur FF ekki dregið af sér frekar en aðrir. Pólitík verður aldrei sanngjörn. Og ég veit að þú veist þetta Sigurjón því þú ert vel gefin.

Víðir Benediktsson, 18.5.2008 kl. 21:53

13 Smámynd: Sema Erla Serdar

Áhorfandi, það er alveg sama á hvaða skoðun fólk er, þinni eða annarri, það er frekar kjánalegt að skamma fólk fyrir gagnrýni með engu öðru en gagnrýni.

það þarf alltaf að ganga yfir strikið og kalla fólk alls kyns illum nöfnum

Sema Erla Serdar, 18.5.2008 kl. 21:56

14 Smámynd: Sema Erla Serdar

Síðan get ég nú ekki betur séð en að þetta sé fyrsta færslan sem þú berð augum ef farið er inn á síðu Óskars, skrifuð núna í dag!

Segist hann síðan vera aðdáandi Frankos og salazars; erfitt á ég með að koma frá mér orðum yfir það. 

Sema Erla Serdar, 18.5.2008 kl. 22:02

15 identicon

Og sælir enn !

Arnþór ! Þakka þér; liðveizluna, að koma almennilega á framfæri, hversu skíthaugafólkið Geir og Ingibjörg, ásamt fleirrum, hafa komið mörgu illu, til leiðar, í áður kyrrlátu samfélagi okkar. Tek fram; Arnþór og aðrir skrifarar og lesendur, stend við hvert orða minna, þar, sem jafnan annars staðar.

áhorfandi góður ! Nefnum aðeins, sérdræga stjórnmálamenn, og þeirra líka, þeim ónefnum, sem við kjósum. Þótt við báðir, séum reiðir út í Egil, skulum við nefna hann með nafni, þá við á.

Arnþór minn ! Þú þarft líklega ekki, að burðast við þá skuldabyrði þá, sem við hin erum að kljást við, og fer stigvaxandi, þökk sé svikum og ómerkilegheitum þíns flokks, m.a.

Með sæmilegum kveðjum, enn / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 22:07

16 identicon

Þetta er bloggfærsla síðan í dag. Og ég sé ekki betur en að Óskar þessi sé velkominn og tíður gestur hér í athugasemdadálkinum.

Egill (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 22:08

17 identicon

Það er rétt Óskar,

ég bið egil afsökunar ef orð mín hafa sært hann.

En hinsvegar bý ég á Akranesi og ég sá hvernig Egill tók þeim fregnum að margir á skaganum væru að hugsa þetta mál nánar, undirskriftalistar og fleirra. "guð minn góður".

Svona segir ekki hlutdrægur þáttastjórnandi á ríkismiðli. Ég reiddist þessu Egill, og mér sárnaði.

áhorfandi (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 22:11

18 identicon

Og sæl enn !

Sema Erla ! Já; og þori að standa við þá sannfæringu mína. Annað; en það hyski, sem felur sig bak við alls konar útúrsnúninga, eins og flest Sjálfstæðisfólk og Samfylkingar.

Sema ! Mér láðist; að bæta Kemal heitnum Ataturk, í uppröðun mína. Þið Tyrkir, heilir og hálfir, megið vera stolt, af honum, í flestu.

Með sæmilegum kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 22:12

19 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér finnst skelfilega ósanngjarnt þegar fólk er kallað rasistar og útlendingahatarar fyri það eitt að vilja hafa skýrar reglur um innflytjendur og hvernig sé best að taka á þeim vandamálum sem blasa við í öðrum löndum, en er ekki orðin að vandamálum hér,..enn

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.5.2008 kl. 22:59

20 Smámynd: Theódór Norðkvist

...í stað þess að fara málefnalega yfir það sem Magnús hefur skilmerkilega sett fram í greinargerð virðist sem Samfylkingin slíti allt úr samhengi og setji hluti hennar í tengsl við alls óskylda hluti.

segir Sigurjón.

Þetta er einkenni á flestum talsmönnum þess flokks, því miður. Kristrún Heimisdóttir hlýtur að hafa doktorsgráðu í ómálefnalegum málflutningi.

Ég hálf vorkenndi Magnúsi þegar hann reyndi að svara fyrir sig með hana gjammandi og snúandi út úr, eins og hún gerir reyndar við flesta andmælendur sína. 

Theódór Norðkvist, 18.5.2008 kl. 23:04

21 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Arnþór ! Þá er ekki seinna vænna, að þakka Agli flutning færzlu minnar. En;..... í alvöru talað, Arnþór minn ! Far þú nú, að vakna til vitundar um, hvers lags óhræsi þú styður, í landsmálunum. Helvítis tuðran; Ingibjörg, er eins og umskiptingur, síðan hún sleit streng sinn, við sína gömlu heimasveit föður fólks síns; Gaulverjabæjarhrepp, því miður.

Með beztu kveðjum, enn / Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 23:26

22 identicon

Hvaða hógværð hefur þetta veri í Reyni að nota ekki orðið rasisti?

Jon Kr. (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 00:15

23 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Egill Helgason ! Eftir nokkra umhugsun, ákvað ég, að senda þér, þá einföldu hvatningu, að skoða illgresi og kargaþýfi heimatúns okkar (Íslands), áður en þú færir, að blaðskella með krötunum, einkavinum þínum, sem og hinum frjálshyggju ármönnum þeim, sem með völdin fara, og hvetja til aðkomu fólks, utan úr heimi, hingað í soll okkar. Enginn vinargreiði þar, og má þá einu gilda, hvort í hlut eigi, hið ágæta Palestínska fólk, fremur en annars staðar frá, enda ekki beysin, framtíð allflestra, hér á gömlu Ísafoldu, sem nú eru þegnar þessa lands, fyrir.

A.m.k., mættir þú, sem og aðrir fjölmiðlamenn, skammast ykkar, fyrir smjaðrið og lítilætið, í garð stjórnmála hyskisins, hvert gengið hefir upp, í þáttum ykkar; margra, og komist ódýrt, frá umræðu margvíslegri.

Duglegur ertu; að þegja umræðuna, um landbúnaðar- sem og sjávarútvegsmál, í hel, í þætti þínum, svo dæmi sé tekið.

Mátti til; að senda þér þetta skeyti, hér á síðu hins umburðarlynda Skagfirðings.

Með sæmilegum kveðjum, enn / Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 00:31

24 identicon

Helsta röksæmdarfærslan gegn komu hrjáðra barna frá Palistínu til Akraness, er að það séu 25 fjöldskyldur  á Akranesi sem bíða eftir félagslegu húsnæði frá bænum. Þrátt fyrir mesta góðærið í sögu Íslands sem staðið hefur undanfarin ári.

Þetta er svona svipað að neita að bjarga drukknandi manni,því maðurinn við hliðina á manni er með hálsbolgu,og þarf aðhlnningu.Segið bara sannleikann "Frjálslyndir",við vitum hann allir,hann er öllum ljós.

Sigurður Einarsson (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 01:07

25 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Er ekki viss um að það hafi komið fram að Amal Tamini er flokksbundin í Samfylkingunni og var í framboði til sveitarsjórnar í sínu bæjarfélagi fyrir hönd flokksins.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.5.2008 kl. 01:43

26 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég var að horfa á þáttinn aftur, sá hann aðeins á hundavaði í dag.

Ég verð að segja að Egill Helgason var eins og viðvaningur, sem aldrei hefur stjórnað umræðuþætti. Hann skammaði Magnús Þór eins og hund, beint ofan í gjammið frá Kristrúnu og harða árás frá Amal Tamini.

Ég hef aldrei séð aðra eins framkomu hjá þáttastjórnanda sem á að teljast óhlutdrægur á óhlutdrægri ríkissjónvarpsstöð.

Hvað sem okkur finnst um málflutning Magnúsar er það grundvallarregla í þáttastjórnum að draga ekki taum eins eða fleiri þátttakenda.

Réttast væri að Egill Helgason yrði rekinn frá RÚV, þar sem hann hefur með framferði sínu þverbrotið hlutleysisreglu sjónvarpsstöðvarinnar. 

Theódór Norðkvist, 19.5.2008 kl. 01:47

27 identicon

Kúgandi orðræða! 

Þegar ég les það sem fólk, beggja megin borðsins, hefur um þetta mál að segja þá langar mig að öskra! Ég held að vandamálið sé ekki það hvort fólk vilji eða vilji ekki taka á móti flóttamönnum heldur sé vandamálið orðræðan.

Vegna ríkjandi orðræðu - kúgandi orðræðu - er sagt að  rangt sé að taka á móti írösku konunum af palestínskum uppruna vegna þess að 25 fjölskyldur bíði eftir fjárhagsaðstoð bæjarfélagsins á Skaganum. Það er vitað að ýmsir sem sækja um framfærslu frá hinu opinbera lepja aldeilis ekki dauðann úr skel, en aðrir á biðlistanum þurfa sjálfsagt á fjárhagsaðstoð að halda. Það á ekki að þurfa að tefla Íslendingum á biðlista fram gegn allslausum Írökunum af palestínskum uppruna til að koma að gagnrýni á hvernig hið opinbera hefur staðið að málinu - en ég skil að það sé gert og að mínu viti er það gert vegna þess að ríkjandi, og um leið kúgandi orðræða, þolir og virðir ekki ekki aðrar skoðanir en sínar eigin. Írösku konurnar og börnin þeirra búa ekki við peningalega fátækt - þau búa við algera örbirgð - og það er skynsamlegt að gera ráð fyrir því að sálarástand þeirra sé bágborið  vegna þess að það er vitað að í stríði er konum nauðgað linnulaust, þær hæddar og spottaðar. Þeim eru mjög líklega allar bjargir bannaðar vegna þess að í samfélagi múslíma ganga karlar fyrir - ekki bara með vinnu heldur líka það að mega vera manneskjur. Það er því afskaplega ólíklegt að þessar konur muni standa á eigin fótum eftir eitt ár, eins og fjárhagsrammi ríkisins gerir ráð fyrir. Það hefur verið sagt í umræðunni að það að bjarga 2 x 30 einstaklingum sé eins og dropi í hafið. Það er rétt. En það geta aldrei verið rök í máli að vegna þess að ekki sé hægt að bjarga öllum þá eigi ekki að bjarga neinum.

Hvert er þá vandamálið? Að mínu viti það að sporin hræða. Konurnar eru múslímar. En vandinn er líka heimatilbúinn, þ.e. kúgandi orðræðan sem gerir lítið úr annarri umræðu. Um alla Evrópu er að finna fólk sem eitt sinn átti bágt og fékk landvistarleyfi af mannúðarástæðum, en þegar hagur þess skánaði, hópurinn stækkaði þá stillti fólkið sér upp með eigin siðum gegn siðum þjóðarinnar sem veitti því hjálparhönd. Þetta eru þau spor sem hræða. Margir múslímar hafa aðlagast þjóðinni sem tók á móti þeim en margir hafa neitað að aðlagast og það hræðir. Ef umræðan væri heilbirgð þá myndu stjórnmálamenn ræða þessa staðreynd óhræddir og fordómalaust, en umræðan er ekki heilbrigð heldur kúgar ríkjandi orðræða aðrar umræður og þá fer málefnið í forarpytt þar sem fólk reynir að skjóta hvert annað í kaf, eins og Silfrið í gær bar vitni um.

Það hefur verið sagt í mörg ár að Íslendingar þurfi að læra af mistökum annarra þjóða, en í þessu tiltekna dæmi sem er kennt við Akranes er ekki að sjá að stjórnvöld meini neitt með því að læra af mistökuma annarra þjóða vegna þess að ekki er að sjá að þau hafi unnið heimavinnuna sína. Hafi lærdómur verið dregin af mistökum annarra þjóða og ef þeir sem ráða í þessu máli væru að læra heima þá væri búið að lista upp gegn hvaða skilyrðum fólkið fær landvistarleyfi. Það er nefnilega óþarfi að flóttamenn fái landvistarleyfi skilyrðislaust! Það er allt í lagi að gera til þeirra kröfur sem þeir geta vel uppfyllt ef þeir vilja. Hvaða skilyrði eiga það að vera? Er ekki rétt að taka mið af umræðunni og nefna dæmi úr  því sem fólk hefur nefnt sem fer fyrir brjóstið á því og nefna að þeim verði gert ljóst að á Íslandi ganga konur í fötum en ekki búrku eða svartklæddar: að Ísland sé kristið samfélag og þess vegna sé það illa séð af mörgum að múslímakonur gangi með slæðu sem trúartákn: Að á Íslandi borði fólk svínakjöt og þess vegna sé það í boði í skólamötuneytum, en hver og einn ákveði hvað hann borðar - það sé óþarfi að borða allt í mötuneytinu: Að á Íslandi byggist samskipti fólks á trausti og þess vegna komi ekki til greina að konur hylji andlit sitt með blæju: Að á Íslandi sé skólasund þar sem kynin læra saman að synda: Að á Íslandi heilist konur og karlar með handbandi án þess að vera skyld eða tengd: Að á Íslandi verði tekið hart á því ef börn eru gefin í hjónaband. Þetta eru allt siðir sem fara illa í strangtrúaða múslíma en vel í Íslendinga og einnig þá múslíma sem eru fyrst og fremst manneskjur en ekki múslímar. Ég veit um hvað ég er að tala þegar ég tala um flóttamenn í flóttamannabúðum og segi það satt að ég gæti aldrei staðið frammi fyrir fólki sem þar hýrist við ömurlegar aðstæður og neitað að veita því landvistarleyfi. En ég treysti mér til að segja við fólkið að það sé velkomið gegn því að virða siði og reglur samfélags míns og nefna síðan um hvað siði væri að ræða, t.d. samskipti kynjanna. Það er síðan fólksins sjálfs að ákveða hvort það velur flóttamannabúðirnar eða þiggur að eiga framtíð í nýju landi þar sem það veit að hverju það gengur. 

Það hefur verið gerð skoðanakönnun af minna tilefni en þessu. Hvers vegna er hugur Akurnesinga til málsins ekki kannaður?

Akurnesingar virðast eiga að hafa lítið um þetta mál að segja annað en: Já. En þeir geta vel ef þeir standa saman sagt: Já og sett skilyrði - skilyrði sem ganga ekki á mannlega reisn flóttafólksins og sem myndu lægja öldur meðal heimamanna!

nafnlaus (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 02:50

28 identicon

Ég hef aldrei búið á Akranesi, en ég þekki margt fólk á og frá Akranesi, sem sumir eru reyndar farnir að kalla Littlu-Palestínu núna í umræðunni. Mikið af þeim hörmungum sem hafa gengið yfir íbúa Palestínu á undanförnum árum eru algjörlega tilkomnar vegna innbyrðisátaka ólíkra öfgasinnaðra og stríðsglaðra skoðanahópa, en samtök eins og Ísland-Palestína vilja helst bara kenna ísraelsmönnum um ástandið og það finnst mér vera öfgamálflutningur. Að mínu mati er fólk eins og Björk Vilhelmsd. frá félaginu Ísland-Palestína, Kristrún frá Samfylkingunni og Egill frá Ríkissjónvarpinu að tala mjög niður til Akurnesinga með ofsafengnum einhliða málflutningi sínum. Það talar eins og almennir íbúar á Akranesi eigi ekki að hafa neitt um málið að segja sjálft og að þeim fari nánast best að vera ekki að tjá sig um það. Þvílíkur hrokafullur málflutningur sem það er hjá þessu fólki. Svo vona ég svo sannarlega að Magnús Þór sjái sér fært að kæra þau ummæli Bjarkar, að Magnús Þór sé kynþáttahatari.     

Stefán (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 09:52

29 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Óskiljanlegt niðurlag þessrar greinar - hvernig dettur nokkrum í hug að ríkasta þjóð heims geti ekki fyrir sakir „fátæktar“ sinnar tekið við 30 allslausum flóttamönnum.

Helgi Jóhann Hauksson, 19.5.2008 kl. 11:41

30 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Magnús hefur gert Akurnesingum mikla skömm sem um ókmna framtíð mun loða við bæinn.

Helgi Jóhann Hauksson, 19.5.2008 kl. 11:42

31 identicon

Helgi Jóhann:

Kanntu ekki að lesa eða ertu bara ekki betur gefinn en þetta?

Þetta eru 60 flóttamenn á 2 árum sem dempt er yfir Akranes. Þar sem velferðarkerfið er útþanið, skólarnir fullir sem og leikskólarnir.

Hafðu staðreyndirnar á hreinu væni minn áður en þú setur skömm á heilt bæjarfélag.

Takk fyrir. 

skagaskarfur (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 12:23

32 identicon

Hvaða kjaftæði er þetta hér í Helga Jóhanni ,, ríkasta þjóð í heimi " ? Hér er í gangi hröð niðursveifla í efnahagskerfinu og enginn veit enn hve alvarleg sú niðursveifla verður eða í hve mörg ár hún muni vara og við erum mjög langt í frá ,, ríkasta þjóð í heimi ". Við erum þvert á móti skuldseigust allra þjóða, nánast á rassgatinu og stór hluti íslendinga er í bullandi minus fjárhagslega, sumir eiga vart til hnífs og skeiðar. Hér ríkir algjör óráðssía í efnahagsmálum og þeir sem hæst gala um stórfeldan innflutning á erlendu ,, flóttafólki " t.d. úr Samfylkingunni ættu frekar að hundskast til að halda þjóðarskútunni á floti. Þvílík hræsni í þessu Samfylkingarfólki, er það kanski að reyna að breiða yfir hve illa það stendur sig í stjórnarsamstarfinu ?   

Stefán (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 13:23

33 identicon

Helgi: Ríkasta þjóð í heimi segirðu, hvar býrð þú vinur??? Veistu ekki að Ísland er skuldugasta þjóð í heimi og allt góðærið fengið með erlendum lántökum. Það er Samfylkingin sem mun fá ævarandi skömm fyrir að taka þotulið pg útlendingadekur fram yfir velferð hins almenna Íslendings. Hinn almenni íslendingur á svo að greiða fyrir lúxusinn og dekrið. Farið þið norður og niður !!!

Kjartan (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 16:50

34 identicon

Það gerðist sem mig grunaði, ekki þurfti að bíða lengi eftir enn einu innlegginu sem fyllir flokk ríkjandi orðræðu sem aftur er kúgandi orðræða því hún virðir ekki aðra umræðu en er henni að skapi. Sjá innlegg Helga Jóhanns. Afskaplega sorglegt vegna þess að málið er svo mikilvægt. 

nafnlaus (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 17:25

35 Smámynd: Paul Nikolov

Vil aðeins að benda á að hún heitir Amal Tamimi, ekki Tamini.

Paul Nikolov, 19.5.2008 kl. 18:35

36 identicon

Ég held ég verði að færa Agli Helgasyni hól mitt fyrir þáttinn Silfur-Egils. Sú nýbreyttni hvað þáttastjórnandinn  er beitur  í spurningum sínum til gesta þáttanna  er virðingarverð.  Hér má taka dæmi þegar Agli ofbauð sú freklega framganga alþingismanna að velja sér aðstoðamenn á sama tíma og  þrengdi að hjá almenningi. Mér finnst hans innlegg í umræðuna í hverjum þætti vera vaxandi og stórskemmtilegt þegar hann vippar sér á milli þess að vera hlutlaus þáttastjórnandi og þátttakandi í umræðunni. Það væri maklegt í ljósi sögunnar að stofnandi Reykjanesbæjarlistans þ.e.a.s. undirritaður fengi einu sinni að láta ljós sitt skína í þættinum.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 00:25

37 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég þakka Paul fyrir þessa ábendingu. Ég stóð alltaf í þeirri meiningu að hún héti Tamini.

Baldvin, ég er viss um að Egill kann að meta þetta þakklæti þitt.

Theódór vill láta reka Egil en ég er ekki viss um að það sé rétt, Egill þyrfti frekar að fara í starfsendurhæfingu, t.d. á Útvarp Sögu. Egill á vissulega ágæta spretti inn á milli, svona þegar hann víkur frá þráhyggjumálum sínum sem þjóðin veit hver eru, Reykjavíkurflugvöllur og Evrópusambandið.

Sigurjón Þórðarson, 20.5.2008 kl. 00:49

38 identicon

Arnþrúður gæti áreiðanlega komið honum fyrir í nýjum þætti : Gjálfri Egils. Annars var það fáránlegasta í þessum þætti framganga aðstoðarmanns Utanríkisráðherra. Hún fór þvílíkt út og suður í málflutningi sínum að sjónarmið hennar urðu fremur óskýr, en manni datt í hug að hún hefði ekkert markvert til málanna að leggja, en væri að "kjafta" umræðuna niður; sóa tímanum:

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband