14.5.2008 | 23:42
Konan sem ber út börn
Það var staðfest endanlega sem ég hef haldið fram - að margir talsmenn Samfylkingarinnar séu alls ófærir um að skiptast málefnalega á skoðunum um bágstatt flóttafólk - á Bylgjunni í morgun. Í viðtalinu gaf Björk Vilhelmsdóttir það sterklega í skyn að ég væri kynþáttahatari og hélt því reyndar fram berum orðum að Magnús Þór bæri hatur í brjósti til fólks af öðrum kynþáttum.
Þessu til staðfestingar benti samfylkingarmaðurinn á skrif mín á heimasíðu minni, þessari hér. Ég verð að segja að mér finnst þessi yfirlýsing hennar vægast sagt glannaleg og óábyrg. Miklu nær væri með sömu röksemdafærslu að kalla Björk Vilhelmsdóttur konuna sem ber út börnin en hún varði sannarlega með kjafti og klóm að fólk sem ekki stæði í skilum væri borið út úr félagslegu húsnæði Reykjavíkurborgar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 24
- Sl. sólarhring: 488
- Sl. viku: 568
- Frá upphafi: 1013715
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 484
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Menn verða að gæta bæði orðs og æðis, ekki síst í gagnrýni sinni á pólitíska andstæðinga. Björk Vilhelmsdóttir hefur aldrei notið sérstakrar virðingar og ekki eykst hróður hennar eftir þetta viðtal sem dæmir sig sjálft.
Eins og þú bendir réttilega á, þá hefur sennilega enginn borgarfulltrúi verið jafn harður og óvæginn þegar kemur að félagsmálabatteríi Reykjavíkurborgar. Stefna R-listans var mjög hörð í þeim efnum.
Hitt er svo annað mál að ég hef nokkuð þungar áhyggjur af FF, ekki síst eftir síðustu uppákomuna á Akranesi. Spurning hvort það hafi verið rétt hjá flokksbróður þínum að beita þeirri aðferð sem hann gerði við að koma andstöðu sinni við hugmyndir um móttöku flóttamanna á Skaganum. Gat vissulega fallist á rök hans en málið mjög viðkvæmt. Skiptir miklu máli hvernig málin eru matreidd ofan í landan. Þó ég sé hjartanlega sammála ykkur að mörgu leyti varðandi innflytjendamálin þá hefur mér ekki alltaf líkað matreiðslan.
Gangi ykkur vel, vona að þú standir í hárinu á Björk
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.5.2008 kl. 00:19
Þið losnið aldrei við ásakanir um kynþáttahatur sama hvað þið reynið að hlaupa undan því. Þetta er markvisst notað sem áróðursvopn út um allan heim til að þagga niður eðlilegar umræður.
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 00:35
Ég man eftir atviki þar sem Björk Vilhelmsdóttir gaf fréttamönnum fingurinn og þetta atvik var sýnt í fréttum. Þar með sýndi hún að hún er alls ekki manneskja sem ætti að vera í stjórnunarstöðu. Svo til að toppa þetta þá er hún búin að gefa fólki sem á í greiðsluerfiðleikum einnig þetta fræga fingramerki með því að láta bera fólk útúr leiguíbúðunum. Kannski hún ætti að snúa sér að því að kenna fólki fúkyrðatáknmál.
Jóhann Kristjánsson, 15.5.2008 kl. 00:38
Hvaða aðferð var það sem Guðrún Jóna Gunnarsdóttir talar um? Málið var rætt á meirihlutafundum oftar en einu sinni. Á þeim síðasta þar sem meirihluti bæjarstjórnar með varabæjarfulltrúum, og meirihluti fulltrúa í félagsmálaráði var til staðar lagði ég fram ítarlega greinargerð og fór vel yfir hana í töluðu máli. Allir fengu útprentað eintak.
http://www.skessuhorn.is/default.asp?sid_id=21464&tid=2&fre_id=71926&meira=1&Tre_Rod=001|011|&qsr
Um sólarhring eftir að þessi greinargerð var lögð fram og tilraunir gerðar af minni hálfu til umræðu um innihald hennar á meirihlutafundi sendi ég hana til Skessuhorns enda sjálfsagt að leyfa bæjarbúum að fylgjast með og kynna þeim þau viðhorf sem ég lagði fram í málinu, sem og niðurstöðu mína. Þessi greinargerð var orðin opinbert gagn.
Með því var ég einfaldlega að koma heiðarlega fram við kjósendur og stuðla að opinni umræðu, en það er nokkuð sem kjörnir fulltrúar sem kenna sig við Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi óttast eins og heitan eldinn.
Kannski ekki að undra. Þegar fólk þarf að styðjast við skrifaðan minnismiða til að skýra kjósendum sínum frá því af hverju það sveik þá eins og Karen Jónsdóttir í sjónvarpsfréttum í kvöld, þá er kannski eðlilegt að slíkt fólk óttist opinbera umræðu.
Það gæti þurft að tala og standa fyrir máli sínu.
Magnús Þór Hafsteinsson, 15.5.2008 kl. 00:47
Sæll Sigurjón.
Ég hlýddi á Björk í morgunútvarpinu og verð að lýsa undrun minni á ummælum hennar í garð ykkar Magnúsar Þórs, þar sem hún féll í pytt fordómanna og lýsti ykkur " kynþáttahatara ".
Það vita allir að umræða um mál sem þessi er viðlkvæm og vandmeðfarin en slík gífuryrði auka ekki málefnalega umræðu svo mikið er víst.
Margt annað í máli Bjarkar var sérstakt, svo sem hve Íslendingar væru miklu ríkidæmi hlaðnir sem virtist grundvöllur hennar málflutnings, en lítið var um svör þegar hún var spurð um hvort hún vissi ekki um skuldir þjóðarbúsins.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 15.5.2008 kl. 00:58
Sæll Magnús, ég á einungis við þær opinberu yfirlýsingar sem komu frá þér í Skessuhorni. Þær voru mjög vel rökstuddar og ég gat heils hugar tekið undir þær. En það kom mér á óvart að þú skyldir birta þær í fjölmiðlum. Hvað varðar efnislegt innihald hef ég ekkert við skoðun þína að athuga.
Ég hef ekki fylgst með umræðunni á bæjarstjórnarfundum frekar en margur annar og brá því nokkuð þegar ég sá greinagerð þína. Fannst augljóst að meirihlutinn hafi ekki verið á sama máli. Ég gerði mér ekki grein fyrir stöðunni á milli ykkar Karenar en fannst sérstakt að þið stæðuð ekki bæði á bak við yfirlýsinguna.
Hins hef ég margorf bent á að það er ekki sama hvernig mál innflytjenda eru rædd á opinberum vettvangi, þau eru viðkvæm og umræðan fer illa í landa, einhverra hluta vegna. Hef ég nokkrum sinnum hnýtt í félaga þinn hann Viðar vegna þessa við litlar vinsældir
Gangi þér annars vel, baráttukveðjur
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.5.2008 kl. 02:07
Sæll Sigurjón
Ég hef rekið mig á það í gegnum tíðina að þegar reynt er að ræða mál flóttafólks af skynsemi, þá ríkur upp ákveðinn hópur rökþrota einstaklinga og hrópar "rasisti" og þá koðnar oft öll heilbrigð umræða um þessi mikilvægu málefni niður.
Það læðist oft að mér sá grunur að þetta fólk sé treg og jafnvel illa greint og einu vopn þess séu skítkast og upphrópanir til þess að breiða yfir eigin fávisku. Þetta fólk sér aðeins eina hlið og er engan veginn tilbúið að skoða þann möguleika að það séu fleiri hliðar á öllum málum, ég vill jafnvel ganga svo langt að fullyrða að þetta fólk sé málefnalega fatlaður hryðjuverkahópur í hverri þeirri umræðu sem það tekur þátt í.
En það er svo skrítið að fjölmiðlar sýna þessum hópi gríðarlegan áhuga og troða þeim endalaust fram, sem er þó kannski ekki skrýtið, gífuryrði og innihaldslausar fullyrðingar selja jú vel.
Ég vill nota þetta tækifæri til þess að biðja fólk að kynna sér allar hliðar áður en það myndar sér skoðanir, það þarf ekki að kíkja til frænda okkar á hinum norðurlöndunum þar sem hópar flóttafólks og innflytjenda hafa einangrað sig frá öðrum landsmönnum og eru því miður sístækkandi vandamál, "eg spyr " hvaða ástæðu höfum við til þess að ætla að þetta verði eitthvað öðruvísi hjá okkur?"
Ég segi því göngum hægt um gleðinnar dyr í þessum málum, tökum vel á móti flóttafólki en sjáum jafnframt til þess að það skilji sín vandamál eftir við landamærin og geri sitt ýtrasta til þess að verða íslendingar, við erum jú það fá, að okkar einkenni eru fljót að hverfa ef við gætum ekki að okkur.
Gleymum ekki heldur íslensku "flóttafólki" þ.e. öryrkjum og öldruðum ásamt þeim sem bíða eftir félagslegu húsnæði og eru á götunni, það er líka fólk.
Róbert Tómasson, 15.5.2008 kl. 09:34
Já ég hef þá trú að fólk sjái vel í gegnum umfjöllun einstakra fjölmiðla.
Í DV er t.d. einn blaðamaðurinn sem fjallar um viðskipti Viðars Guðjohnsen og sérkennilegs félagsskapar sem kallar sig Félag Antírasista, varabæjarfulltrúi VG upp á Skaga.
Félagsskapurinn hefur orðið því miður uppvís að dreifa hatursáróðri gegn Viðari og níða niður tónleika sem voru haldnir til styrktar baráttunni gegn rasisma.
Hér er umfjöllun varabæjarfulltrúa VG á DV um "bloggarann Viðar" og síðan umfjöllun um formann félagsskaparins FAR, Dane Magnússon sem sannarlega hefur verið staðinn að verki við að dreifa hatursóhróðri gegn Viðari.
Sigurjón Þórðarson, 15.5.2008 kl. 10:19
Það er alltof mikið um sentimental búllshit í umræðunni í dag.
Fólk virðist óhæft til þess að hugsa um þessi mál án þess að láta eins og kvenhetja í einhverri af bókum Bronte systra á meðan.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 15.5.2008 kl. 10:44
VAR'UÐ sammála ykkur fyrir "ofan" allt þetta tal um rasista þegar kemur að innflytjendatali er einfaldlega rökþrot og lýsir einungis þeim er það nota einfaldlega barnalegt í meira lagi =4ra ára sonur minn notar" leiðinleg " í rökþroti í rifrildi við systir sína þetta er mjög svipað hitt er annað mál að ekki í fyrsta skipti setur Magnús klaufalega fram skoðun sína, og ég myndi vilja fjölmiðlastopp á hann ,Sóley Tómasd. Ólaf F.og Villa Þ. einhvernvegin ná þau öll að klúðra oft ágætum málstað sínum.En Björk er auðvita langt í frá hlutlaus maðurinn hennar er formaður Ísland Palestina samtakanna eins og kom fram í Ísl í bítið í gær
sæunn (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 11:04
Bloggarar eru áhugaverður hópur. Eru þeir eins og fólk er flest og geta þeir talist spegilmynd af umræðunni og áherslunni í samfélaginu? Sjá lillo.blog.is.
Friðrik Þór Guðmundsson, 15.5.2008 kl. 11:08
Ég skora hér með á meistara Magnús Þór að láta verða af því að kæra Björk Vilhelmsd. opinberan talsmann Ísland-Palestína fyrir að kalla Magnús Þór kynþáttahatara. Björk á að skammast sín fyrir þessi heimskulegu og vanhugsuðu ummæli sín. Ætlar Björk sér að flytja upp á Skaga og stogfna þar nýlendu undir nafninu Litla Palestína ??? Áfram Magnús Þór !!!
Stefán (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 11:19
Tek undir heilshugar. Hlustaði á þetta viðtal við frau Björk og var næstum því búinn að keyra út af á Reykjanesbrautinni, hvað þá þegar samflokksmaður hennar Guðbjartur kom seinna í þættinum og sagði að það væri "aldrei hægt að leysa félagslegu vandræðin á Íslandi"
Hvað þetta umdeilda mál uppá Skaga varðar þá sil ég afstöðu Magnúsar mjög vel. Við eigum að fara varlega í þessi mál og skipuleggja þau rækilega. Þeir hafa nú heldur betur lent í því í Svíþjóð, var staddur í Sötertalje um daginn og þar er svakalegt vandamál vegna flóttamanna. Vandamálið er vegna hversu óskipulega var farið í málin. Hinsvegar eigum við að tala vel á móti fólki í vanda en tek alls ekki undir með Björk þegar hún segir að við sem "ríkasta þjóð" í heimi getum tekið á móti endalausum flóttamönnum. Hvernig er félagslega kerfið í borginni? Eru ekki um 700 manns að bíða eftir íbúðum? Hvernig væri að rækta eigin garð fyrst?
Örvar Þór Kristjánsson, 15.5.2008 kl. 11:36
Því miður hefur Magnúsi Þór og öðrum frjálslyndum mistekist að koma til skila samúð sinni með örvæntingarfullri neyð fólks, flóttakvenna með börn án nokkurar framtíðar. Auðvitað lendir þetta útspil frá Frjálslyndum í sama farveg umræðu um kynþáttahatur og áður.
Er það tilviljun að það séu fulltrúar þess flokks sem ganga fremstir í andstöðu við hina tiltölulega léttvægu þátttöku okkar í að létta á flóttamannavanda heimsbyggðarinnar? Því miður fyrir Frjálslynda þá held ég að þessi málatilbúnaður hafi verið óvarfærinekki og ekki skorað mörg stig meðal almennings.
Gunnlaugur B Ólafsson, 15.5.2008 kl. 13:11
Að heyra í ykkur í já-kór málefnalausa flokksins hérna!
Hafið þið yfirleitt hugmynd um að við höfum ákveðnar skildur gagnvart alþjóðasamfélaginu?
Hvernig í andskotanum getur fólk sem býr í einu ríkasta landi heims talið það eftir sér að aðstoða konur og börn í neyð??
Vandamál einstæðra íslenskra mæðra verða að teljast lúxusvandamál í samanburðinum
Þið ættuð að hunskast til að skammast ykkar
Heiða B. Heiðars, 15.5.2008 kl. 15:38
Svo eruði hissa að á því að vera kallaðir rasistar! Kræst!
Heiða B. Heiðars, 15.5.2008 kl. 15:42
Heiða ekki svona reið
Auðvitað höfum við skyldur, sammála þar. En eins og ég segi að ofan þá þarf að skipuleggja svona vel og vandlega. Ekki æða áfram og vakna svo upp við vondan draum síðar. Fyrst við getum ekki sinnt þeim sem eiga um sárt að binda hér heima sómasamlega erum við þá í stakk búin til þess að taka við flóttamönnum? Ekki misskilja mig, ég finn til með þessum konum og börnum þeirra. Aðstæður þessa fólks eru hroðalegar eins og segja má um hundruð milljóna út um allan heim. Auðvitað ber okkur skylda til þess að gera okkar en þessi mál verða að vera framkvæmd með góðu skipulagi svo hlutirnir fari vel. Kannski eru önnur sveitarfélög betur í stakk búin til þess að taka á móti þessum konum? En að kalla menn rasista vegna þessa er allt of langt gengið finnst mér persónulega. Menn vilja læra af mistökum nágrannaþjóða eins og t.d Svía sem viðurkenna sjálfir gríðarleg mistök í innflytjenda og flóttamannamálum. Þar var illa undirbúið og hlutirnir hafa farið úr böndunum og stuðlað að enn meiri stéttarskiptingu.
Örvar Þór Kristjánsson, 15.5.2008 kl. 15:54
Gunnlaugur og Heiða virðast vera föst í að úthrópa þá sem eru með efasemdir um að það sé góð lausn flytja flóttamenn alla leið til Íslands sem kynþáttahatara.
Alltaf lærir maður eitthvað nýtt en nú virðist vera ef mark má taka á orðum Heiðu að Samfylkingin skilgreini vandamál einstæðra mæðra sem eitthvert lúxusvandamál.
Sigurjón Þórðarson, 15.5.2008 kl. 16:35
Vitið þið afhverju hún Heiða B Heiðars ( kallar sig skessu ), sem bloggar hér að ofan er allataf að hrapa neðar og neðar á blogg-vinsældalistalistanum ??? Hún er fallin alla leið niður í 97 sæti og er á mjög hraðri niðurleið.
Stefán (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 16:58
Hvenær ætlið þið hér að ofan að ,,vera í stakk búin" til að hjálpa fólki sem stendur frammi fyrir niðurlægingu og dauða? Er einhver dresskóði fyrirstaða?
Bergur Þór Ingólfsson, 15.5.2008 kl. 17:28
Bryndís: Hér að neðan er grein sem ég skrifaði um óhróður sem var á síðu Félags antirasista:
Mannkynbætur og félagsskapur gegn rasisma
Stundum hættir góðum málstað til að snúast upp í andhverfu sína. Þeir sem voru leiðandi í að bæta mannkynið - eflaust af góðum hug, þar á meðal virðulegir íslenskir læknar enda voru mannkynbætur viðurkennd vísindi síns tíma rétt eins og reiknisfiskifræðin er í dag - fóru villir vegar. Vandséð var að þessi stefna hefði getað skilað nokkrum árangri og siðferðislega gekk hún ekki upp og var síðan notuð sem skálkaskjól fyrir ein stórtækustu fjöldamorð sögunnar.
Nú er risinn upp félagsskapur antirasista sem gerir ágætum málstað meira ógagn en nokkurn tímann gagn. Einhverra hluta vegna hefur félagsmönnum verið mjög uppsigað við tónleika Bubba Morthens gegn rasisma og ein ástæðan sem nefnd var er aðkoma Frjálslynda flokksins. Í umræðum um tónleikana eru nokkrir liðsmenn Frjálslynda flokksins nafngreindir og flokksmenn sakaðir um að vera rasistar og dreifa áróðri einhverra samtaka sem eru sögð vera nýnasistasamtök, Combat 18. Inn í þessi skrif er síðan sullað umræðu um nafngreinda barnaníðinga og dópsölu, og langsóttum morðhótunum sem mögulega áttu að hafa verið hafðar uppi á sviðinu.
Það er ljóst með þessu að þessi samtök reyna að afvegaleiða nauðsynlega umræðu um útlendinga og póla hana, og stimpla sjálfkrafa alla þá vont fólk sem hætta sér út á þá nauðsynlegu braut að ræða málefni útlendinga á Íslandi.
Fréttaflutningur nú um páskana hefur sýnt að umræða Frjálslynda flokksins á fullan rétt á sér þótt hún sé vissulega viðkvæm.
Mannkynbæturnar og félag antirasista eiga það sameiginlegt að þó að markmið þeirra hafi upphaflega verið góð hafa þau snúist upp í andstæðu sína.
Sigurjón Þórðarson, 15.5.2008 kl. 17:44
Sá spyr sem ekki veit; Af hverju er eiginmaður Björk Vilhelmsdóttur formaður Ísland-Palestína? Hver er hans bakgrunnur?
Halla Rut , 15.5.2008 kl. 17:54
Ég sé ekkert að því að bera út fólk sem stendur ekki skil á leigu. Horfðu raunsæt á málin, það eru 800 mans á bið eftir íbúð í Reykjavík all flestir munu standa skil á sinni leigu. Það á engin að fá ókeypis húsnæði. Þar fyrir utan þær tvær mæður sem ég þekki og standa ekki skil á sinni leigu hafa vel efni á því að borga hana, kunna bara ekki að fara með peninga og spreða þeim í bull áður en leigan er dregin út. Þú þarft að setja afborganir á húsnæði í 1 sæti sama hvað, þó það kosti að þú átt ekki fyrir mat út mánuðinn. Það er hægt að leita til félags einstærða mæðra, kirkjuna og fleiri aðila til að fá mat.
Ókunnug (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 19:29
Örvar Þór skrifar; "Fyrst við getum ekki sinnt þeim sem eiga um sárt að binda hér heima sómasamlega erum við þá í stakk búin til þess að taka við flóttamönnum?"
Að sjálfsögðu getur forrík velmegunarþjóð eins og við sinnt þeim sem eiga um sárt að binda hér heima sómasamlega, þetta er bara spurning um vilja og samkennd, einnig ætti þessari ríku velmegunarþjóð ekki að vera skotaskuld að aðstoða ríkisfangslausar og langhraktar einstæðar mæður og börnin þeirra og skjóta skjólshúsi yfir þetta ólánsama fólk og óþarfi að skjálfa á beinum yfir því, það er tilgangslaust að senda peninga út því að enginn veit hvar þeir enda, örugglega að minnstu leyti hjá einstæðum mæðrum í vonlausri úlfakreppu, þeirra eina von er að efnaðar þjóðir á borð við Ísland láti ekki heimóttarskap (sem ég hélt reyndar að hefði að mestu horfið með torfkofunum og kothugsun) koma í veg fyrir að gera það eina ærlega.
Georg P Sveinbjörnsson, 15.5.2008 kl. 19:54
Takk fyrir að hafa auga með þessu fyrir mig stefán og fræða mig á stöðunni ;)
Er einhver til í að fræða mig á því hversu gott við þurfum að hafa það á Íslandi til þess að geta séð af plássi fyrir annað fólk sem lepur dauðann úr skel?
Og hvað með fjárhagsaðstoð eins og þessa sem við vorum að veita vegna hamfaranna í Kína.... er það OK eða eiga einstæðar íslenskar mæður að fá þá peninga?
Og JÁ Sigurjón....vandamál einstæðra mæðra á Íslandi er lúxusvandamáli í SAMANBURÐINUM við stöðu þessara kvenna sem um ræðir
Heiða B. Heiðars, 15.5.2008 kl. 20:35
ps Stefán...þú getur kannski frætt mig á því hvar ég var stödd á vinstældarlistanum áður en "vinsældir mínar hröpuðu" :)
Heiða B. Heiðars, 15.5.2008 kl. 20:37
Mér sýnist nú að þeir tali mest um torfkofamenninguna sem minnst þekkja til hennar.
Líklega hefur nú hinn svonefndi heimóttarskapur þekkst í þeim húsakynnum, en þar þróaðist jafnframt margt það sem ýmsa þá vantar í dag sem búa í metnaðarfyllra húsrými.
Dæmin um það eru marga dagana glögg hér á þessum vettvangi.
Mér sýnist að ýmsir þeir sem taka til máls hér um innflytjendamál séu að hlaupa svolítið á sig. Og ég held að ástæðan sé sú að þeir séu hræddir um að verða sakaðir um fordóma og rasisma ef þeir gefa sér tíma til að skoða það viðkvæma mál frá fleiri hliðum en þeirri einu, sönnu.
Árni Gunnarsson, 15.5.2008 kl. 20:47
Það getur ekki verið að þessi umræða snúist um peninga sem einhver á að fá. Þetta eru smáaurar samanborið við svo margt annað.
Það er verið að eyða hundruðum milljóna í framboð til Öryggisráðsins. Af hverju heimtar enginn þá peninga inn í félagsþjónustuna fyrst þörfin er svona mikil. Það er verið að byggja milljarða menningarhallir bæði í Reykjavík og á Akureyri.
Það er verið að eyða áratuga launum einstæðra mæðra til að gera upp færeyskan fúaspýtudall á Akranesi. Af hverju heimtar fólk ekki þessa fjármuni í félagslega kerfið?
Um leið og nota á peninga til að hjálpa verður allt vitlaust. Hef grun um að það sé ekki verst stadda fólkið sem lætur verst því það hefur meiri skilning á neyðinni en hinir.
Víðir Benediktsson, 15.5.2008 kl. 21:41
Ég veit ekki betur en síðueigandi hér hafi einmitt skrifað margar greinar varðandi þessa fjársóun í öryggisráðið enda er fátt meira bull.
Halla Rut , 15.5.2008 kl. 22:09
Prófum að hætta þrasa. Hvernig væri að tala um blómin og allt hitt sem er fallegt - óháð kreppu og vandamálum.
Örlygur Axelsson, 15.5.2008 kl. 22:29
Það nennir nú enginn að tala um það Örlygur.
En það var frábært veður í dag.
Halla Rut , 15.5.2008 kl. 23:00
Tíu einstæðar mæður með tuttugu börn hljómar ágætlega. Bandamenn okkar (sem súperbandamenn okkar og þar af leiðandi samstríðsglæpamenn - kaninn bakka algjörlega upp) sem við fylgjum alltaf eru búnir að stúta feðrunum og mér finnst bara heiðarlegt að einhver reyni að taka ábyrgð á því.
Þetta er bara fólk. Það mun blandast saman og aðlagast fái það frið til þess. Börn hafa ekki teljandi áhyggjur af litarhætti hvers annars. Aðrir og miklu mikilvægari þættir ráða þar. Er ekki vandamálaframleiðslan meiri en nóg fyrir þó ekki sé reynt að blása þetta upp? Góðar stundir.
Baldur Fjölnisson, 15.5.2008 kl. 23:24
Nú er ég loksins búinn að lesa allt sem ég nenti að lesa, bæði pistil og athugasemdir.
Tók eftir að komið var inná mál er varðar Félag Anti Rasista gegn Viðari, að formaður FAR segist ekki vorkenna Viðari fyrir að hafa lent í eggjakastinu...
Mér er spurn, er formaður FAR ekki að dæma sjálfann sig til rasisma með þessum orðum? Ég get hinsvegar vorkent honum fyrir að vera ekki betur þenkjandi en hann virðist vera.
Svo kem ég að einu sem hjó mig allveg svakalega en það er frá "ókunnug" en hún/hann ritar eftirfarandi:
"Ég sé ekkert að því að bera út fólk sem stendur ekki skil á leigu. Horfðu raunsæt á málin, það eru 800 mans á bið eftir íbúð í Reykjavík all flestir munu standa skil á sinni leigu. Það á engin að fá ókeypis húsnæði. Þar fyrir utan þær tvær mæður sem ég þekki og standa ekki skil á sinni leigu hafa vel efni á því að borga hana, kunna bara ekki að fara með peninga og spreða þeim í bull áður en leigan er dregin út. Þú þarft að setja afborganir á húsnæði í 1 sæti sama hvað, þó það kosti að þú átt ekki fyrir mat út mánuðinn. Það er hægt að leita til félags einstærða mæðra, kirkjuna og fleiri aðila til að fá mat.
Ókunnug (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 19:29 "
Það er rétt að enginn á að komast upp með að borga ekki leigu....
En Ef um er að ræða fólk sem hefur ungabörn sem nauðsynlegt er að fæða og klæða þá rekur maður ekki svoleiðisfólk út á guð og gaddinn.
Hver sá sem gerir svoleiðis án umhugsunar er ekki með fulla fimm.
Það að dæma alla miðað við einhverjar tvær manneskjur sem viðkomandi þekkir lýsir fordómum og mannfyrirlitningu.
Mér brá allverulega þegar hún Björk Vilhelmsdóttir dæmdi menn sem rasista af því að þeir hafa heilbryggða skoðun sem er vel rökstudd. Þetta lýsir reyndar best hennar innræti og sýnir líka að hún hefur ekki þá burði sem þarf til að ræða útlendingamál af einhverju viti.
Í lokin......
Ég sagði á einhverri bloggsíðu í athugasemdum að við værum öll rasistar, bara mismikið.
Það er farið að sýna sig að svo sé miðað við að ef einhver segir orðið "útlendingur" þá á sá hinn sami á hættu að vera stimplaður sem rasisti, jafnvel þó hann/hún rökstyðji málið.
MBK
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 15.5.2008 kl. 23:30
Þetta er heilbrigð stefna að því leyti að þarna er verið að velja ákveðna einstaklinga á faglegum nótum. Það eru nefnilega veruleg gæði og verðmæti fólgin í því að vera Íslendingur og njóta þeirra gæða og aðstöðu sem því fylgir. Hins vegar hafa afsláttarhórur í eigu útlendinga 1. selt orku okkar á útsöluverði í bullandi seljendamarkaði á orku og 2. mokað inn hvaða glæpadrasli sem er algjörlega stjórnlaust. Við höfum fengið inn mikið af góðu fólki sem hefur unnið vel fyrir okkur og vonandi mun ílengjast hér og blandast okkur en líka hefur komið hér mikið af glæpalýð sem hefur gefið fasistum ástæðu til að blása út lögregluveldi sitt (skv. glóbal stefnu erlendra eigenda þessarra fasista).
Baldur Fjölnisson, 15.5.2008 kl. 23:36
Kynþættirnir eru ekkert alveg eins og það er vegna þess að náttúran hefur einhvern veginn komið því þannig fyrir. Þetta eru gífurlega langar þróunarbylgjur sem taka án efa þúsundir eða tugþúsundir ára meðan verið er að blanda genasafnið saman en á endanum verða víst flestir jarðarbúar heldur mórauðir á litinn. Við verðum að reyna að jafna hlutina út. Það borgar sig alltaf að reyna að blanda bústofninn hæfilega með fjarskyldu. Það styrkir hann. Allir bændur vita það.
Baldur Fjölnisson, 15.5.2008 kl. 23:46
Svertingjabörn fæðast fyrr en önnur og eru bráðgerðari líkamlega. Grindin í svertingjum er grannari sem þýðir minni haus og þannig var því komið fyrir en nóg er samt af hæfileikunum. Grannt mitti þýðir hærri sitjandi balanspúnkt sem aftur þýðir betra jafnvægi (öll hreyfing byrjar í miðjunni, grundvallaratriði íþróttaþjálfunar), hormónabúskapur svertingja er þar að auki ólíkur okkar og vöðvabygging þeirra einnig. Nú er ég að lýsa þessu almennt, alhæfingar eiga ekki við hér frekar en venjulega. Ef við hugsum þetta í mjög löngum bylgjum upp á fleiri aldir þá virðast þessir hagstæðu eiginleikar svertingjanna henta afar vel vel til blöndunar við okkar. Góðar stundir.
Baldur Fjölnisson, 16.5.2008 kl. 00:13
Ég var einmitt um daginn að ræða við strák sem sagðist heita Kristófer og vera þriggja ára og var mjög mælskur og áræðinn og alveg að springa úr athafnaþrá og mamma hans er af Snæfellsnesi en pabbinn er ekta afríkusvertingi. Þetta er afar lofandi.
Baldur Fjölnisson, 16.5.2008 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.