Leita í fréttum mbl.is

Verður þáttur Geirs Haarde rannsakaður?

Það þarf ekki að velta þessu máli ÍAV lengi fyrir sér til þess að sjá að formaður Sjálfstæðisflokksins Geir Haarde ber mesta ábyrgð á þessu máli. Hann sat ekki einungis sem fjármálaráðherra í ráðherranefndinni sem skipaði og bar ábyrgð á framkvæmdanefnd um einkavæðingu heldur gegndi hann algjöru lykilhlutverki í henni þar sem hann bar ábyrgð á öllum starfsmönnum nefndarinnar.

Geir átt að vera fullkunnugt um að eitt og annað misjafnt færi fram þar sem fulltrúi hans Steingrímur Ari Arason sagði sig úr framkvæmdanefnd um einkavæðingu um það leyti sem umdeildar sölur ríkiseigna stóðu yfir s.s. þegar Landsbankinn var seldur og lægsta tilboði tekið og Búnaðarbankanum ráðstafað til innanbúðarmanna stjórnmálaflokks í nafni einhvers kjölfestufjárfesti sem síðan gufaði upp. 

Einhverra hluta vegna hefur Geir Haarde komist algerlega hjá því að svara efnislega fyrir vægast sagt verulega vafasöm vinnubrögð sem hann ætti að bera alla pólitíska ábyrgð á.

 


mbl.is Sala á ÍAV úrskurðuð ólögmæt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það þarf ekki að koma á óvart að Geir hafi ekki þurft að svar fyrir þessi verk sín. Fjölmiðlar eru handónýtir í að þjarma að þessu liði og láta þá svara beinum spurningum.

Hallgrímur Guðmundsson, 10.5.2008 kl. 09:42

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já þetta kemur ekkert á óvart.. hann er þrátt fyrir allt formaður SJÁLFTEKTARFLOKKSINS

Óskar Þorkelsson, 10.5.2008 kl. 10:14

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Geir ætti að vera löngu búinn að segja af sér. Hann ber ábyrgð á Íraksstríðsskandalnum og að mínu mati laug hann að þjóðinni þegar hann lýsti því yfir að aðeins hefði munað 200.000 krónum á einkaþotusukkinu og áætlanaflugi. Ég hef fært rök fyrir því á bloggi mínu.

Og nú bætist þetta við. 

Theódór Norðkvist, 10.5.2008 kl. 12:41

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Forsætisráðherra virðist varinn eins og postúlínsdúkka upp í glerskáp, vafinn í bómull. Fjölmiðlar hlífa honum og skjaldborgin utan um hann þétt. Ekki einu sinni Davíð naut svo mikillar verndar, kannski kærði hann sig ekki um hana?

Ef einhverju verður á að stugga við ráðherranum, urrar hann reiðilega og menn hrökkva í baklás. Ekki laust við að hann sé farinn að líkjast Jóakim frænda, gömlum, skapvondum sérvitring sem telur krónurnar sínar í einrúmi á bak við luktar dyr.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 10.5.2008 kl. 12:47

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hann verður örugglega ekki tekinn á beinið í Kastljósi og varla fara flokksbræður hans, ritstjórar Árvakrus og Fréttablaðsins að vekja athygli  á þætti formanns flokksins.  En þá er Netið eftir og bloggsíðan þín.

Sigurður Þórðarson, 10.5.2008 kl. 13:24

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það er hreint ótrúlegt hvað Geir virðist ósnertanlegur.

Víðir Benediktsson, 10.5.2008 kl. 17:38

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það má eflaust reikna með því að Egill Helgason taki á þessu einkavinamálum Geirs Haarde og að sjálfsögðu mannréttindabrotum íslenskra stjórnavalda sem bitna hart á íslenskum sjómönnum í næsta þætti  sínum - Varla fer hann að fjalla um mál Evrópumálin í næsta þætti líka eða hvað?

Sigurjón Þórðarson, 10.5.2008 kl. 19:37

8 identicon

Sæll Sigurjón.Þú ættir að vita manna best um það hvað spilling og vinargreiði er.Samanber störf og loforð frjálslyndra en þar hef ég setið fundi,og hlusta.Gaui er skipstjóri fyrst og fremst,en eingin pólitíkus.Hann hefur logið og lofað mér,en svikið,ég hef tekið í höndina á ykkur báðum en en ekkert skeði.Skoðaðu þig og þína. kv jobbi

jobbi (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 00:36

9 identicon

Sæll Sigurjón.

Það furðulega er að  "HINIR ÓSNERTANLEGU" SKULU NJÓTA FRIÐHELGI? aÐ VÍSU FALSKRAR FRIÐHELGI ( YFIRHYLMING).

Ég tel að Íslenskt stjórnmálalíf verði ALDREI HEILBRIGT fyrr en ALLT ER UPPI Á BORÐINU SÝNILEGT HINUM HÆSTA JAFNT SEM HINUM LÆGSTA.

Góðar stundir. 

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 05:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband