Leita í fréttum mbl.is

1. maí og mannréttindabrot stjórnvalda

1. maí er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins, dagurinn sem alþýða manna hefur um áratugaskeið notað til að krefjast réttlátara þjóðfélags. Það er því vel við hæfi að óska landsmönnum öllum, hvar í stétt sem þeir skipa sér, til hamingju með daginn um leið og hugað er að inntaki baráttunnar um að gera Ísland að réttlátara þjóðfélagi.

Eitt af því sem hvílir eins og mara á íslensku þjóðfélagi er óréttlátt kvótakerfi sem hefur verið úrskurðað af mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna sem ósanngjarnt og að það brjóti stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi.

Það kemur verulega á óvart ef forystumenn íslenskrar verkalýðshreyfingar leggja ekki þunga áherslu á þessi mannréttindabrot stjórnvalda og krefjast í ávörpum dagsins breytinga til að gera íslenskt samfélag réttlátara.

Kvótakerfið byggir á vægast sagt vafasömum forsendum sem gengur í berhögg við viðtekna vistfræði en fellur einhverra hluta vegna hagfræðingum vel í geð þrátt fyrir að skila minni og minni afla á land. Nú verður fróðlegt að fylgjast með hvort verkalýðshreyfingin hafi að leiðarljósi réttlæti og skynsemi í ávörpum sínum eða sé heft af hagfræðilegri bábilju sem hvílir á brauðfótum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já alveg rétt Sigurjón.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.5.2008 kl. 00:55

2 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Það er ekki ólíklegt að yfirvöld þurfi að svara fyrir mannréttindabrot á öðrum sviðum í framtíðinni á öðrum sviðum. þá er ég að tala um það sem við töluðum um í kvöld Sigurjón.

Jóhann Kristjánsson, 1.5.2008 kl. 01:15

3 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

á öðrum sviðum kom víst 2 svar í sömu setningunni... biðst velvirðingar á því :)

Jóhann Kristjánsson, 1.5.2008 kl. 01:19

4 Smámynd: Jón V Viðarsson

Mig langar að vita sem ófróður um þessi mál hvort menn fái endurgreiddan kvótan sem þeir seldu til þeirra aðila sem eiga hann í dag. Ég man að lítlu útgerða plássin voru ansi skuldsett á sínum tíma og seldu þá kanski skipið með kvóta og öllu til þess að bjarga fristihúsinu. Þeir litlu hafa verið að selja kvótann til þeirra stóru og fá margar miljónir fyrir hann. Margir af þessum fyrrverandi bátaeigendum búa erlendis í dag og lifa bara góðu lífi á vöxstunum. Nú svo eru jafnvel þeir sömu að leyja sér kvóta á okur verði bara svo þeir geti stundað þessa vinnu áfram. En eigum við að vorkenna þeim. Hvað voru og eru þessir menn að selja frá sér kvótann vitandi að hann fer til þessara aðila sem eiga hann í dag. Nú ef þeir máttu ekki selja hann og hinir ekki kaupa, hvað er þá hægt að gera í stöðunni. Eiga þá hinir sömu og seldu að borga ríkinu til baka. Er ekki betra fyrir þá að sem hafa selt frá sér kvótann að halda bara kjafti. Ég held að fyrst þurfi nú að fá þessa hluti á hreynt áður en við förum að setja út á kvótakerfið. Fyrst og fremst þyrfti að stöðva allan þennan útfluttnig á gámafiski og vinna hann hérna heima til þess að skapa fleirri störf. Við þurfum að gera eins og fleirri lönd eru að gera í dag að  minnka útflutning og auka þannig verðmæti aflans. Síðan á að selja hann úr landi þegar menn eru tilbúnir að borga fúlgur fjár fyrir hann. En um að gera að nota 1 mai og mótmæla einhverju . Góða skemmtun.

Jón V Viðarsson, 1.5.2008 kl. 01:53

5 identicon

Sæll Sigurjón og mælt þú manna heilastur. Það hefur verið einkennilega hljótt um þetta mál undanfarið. Nú þarf að fara að hamra járnið og brjótast út úr þessu kerfi þjófnaðar og misréttis. Brottkast á Íslandsmiðum er nú í sögulegu hámarki. Annars virðist mér landsbyggðin vera hjá landsherrunum eins og stífla í klósetti,ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar í öðrum heimi og ætlar að fara að flytja inn breskt nautakjöt.Ég legg til að reist verði níðstöng að fornum sið í hverju sjávarplássi til að reka af okkur kvótakerfið..kveðja Skafti

Skafti Steinólfsson (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 10:07

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Skafti hér að neðan er athugasemd Egils Helgasonar ríkisfréttamanns á því hvers vegana ekki er rétt að ræða breytingar á óréttlátu kerfi:

"Ég held reyndar að engum manni detti í hug að hefja hér stórfelldan uppskurð á fiskveiðistjórnunarkerfinu meðan bankakerfið er stopp, gengið hrunið, verðbólgan á fullu og húsnæðismarkaðurinn að stoppa."

Það er í undirbúningi að fara í kynningarstarf í erlendum fjölmiðlum á því hvernig íslensk stjórnvöld reyna að hunsa úrskurðinn með undirspili ríkisblaðamannana.

Sigurjón Þórðarson, 1.5.2008 kl. 10:21

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ég hef svo sem ekkert við það, sem þú segir í þessum pisli Sigurjón, að athuga enda otar en ekki sammála þér um sjávarútvegsmál. Ég tek hins vegar eftir nafnbótinni sem þú setur á Egil Helgason hér í athugasemd, kallar hann "ríkisfréttamann". - Egill er ekki fréttamaður á RúV. Það er reginmunur á starfi fréttamanns og þáttagerðarmanns en í því hlutverki er Egill. - Baráttukveðjur í tilefni dagsins.  

Haraldur Bjarnason, 1.5.2008 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband