Leita í fréttum mbl.is

Af hverju er Ingibjörg Sólrún ekki spurð?

Fjölmiðlar hafa gengið nokkuð hart fram gegn vörubílstjórum, birt af þeim myndir við handtökur, nafngreint þá og reynt að sýna fram á að kröfur þeirra séu óljósar og lítt ígrundaðar. Þetta er umhugsunarvert í ljósi þess að uppi hefur verið hávær umræða um nafn- og myndbirtingu af meintum útlenskum glæpamönnum. Mér finnst fréttamenn vera að bregðast skyldum sínum að spyrja ekki Samfylkinguna út í það hvers vegna Samfylkingin lækki ekki olíugjaldið í ljósi þess að Ingibjörg Sólrún flutti um það tillögu þegar hún var í stjórnarandstöðu.

Það má greina að vörubílstjórarnir sem ekki eru vanir málafylgjumenn lenda á ákveðnum vegg í samfélaginu og þá á ég ekki einungis við valdið heldur einnig svokallaða álitsgjafa í samfélaginu sem reyna hver af öðrum að gera lítið úr umkvörtunum bílstjóranna og uppnefna þá jafnvel sem smáborgara sem séu að sinna sérhagsmunum sínum.

Ein meginkrafa vörubílstjóranna er að fallist verði á tillögu formanns Samfylkingarinnar sem hún flutti fyrir tveimur árum og henni hrundið í framkvæmd.

Hvers vegna spyrja fjölmiðlamenn ekki Ingibjörgu? Mér finnst það miklu meira áhyggjuefni en það hvort einhver fréttamaður hafi látið eitthvað út úr sér í hálfkæringi þegar allt var á suðupunkti í átökum á milli bílstjóra og lögreglu.

Þrátt fyrir þennan múr sem mætir bílstjórunum eiga þeir ákveðinn hljómgrunn vegna þess að fólk skynjar að ríkisstjórnin fylgir fast þeirri stefnu að gera neitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Væri ekki líka hægt að spyrja Davíð Oddsson, er hann ekki að stjórna þessari ríkisstjórn, það kæmi sjálfsagt sama svar og hjá Geir Eitilharða, við gerum ekki neitt á meðan þið eruð svona óþægir.

Grétar Rögnvarsson, 26.4.2008 kl. 20:19

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér sýnist nú bara að málið sé í höfn. Varla hafa allir þessir alþingismenn skipt um skoðun?

Árni Gunnarsson, 26.4.2008 kl. 20:39

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Viðsnúningur Ingibjargar er 180°ef ekki meira eftir að hafa tekið upp samstarf við Sjálfstæðismenn. Á það við í allflestum málum.  Það sama er að segja um svila hennar og aðrar Samfylkingarmenn.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 26.4.2008 kl. 21:33

4 Smámynd: Ingólfur

Sigurjón, þegar þessi breytingartillaga er sett fram að þá held ég að gert sé ráð fyrir að heimsmarkaðsverðið sé tímabundið hátt.

Því ef tillagan hefði verið samþykkt að þá hefði gjaldið bara lækkað tímabundið og verið búið að hækka gjaldið aftur fyrir meira en ári síðan.

En segðu mér eitt. Finnst þér mikilvægast að lækka eldsneytisverð núna framyfir annað, og taka þannig í burtu hvatann til þess að spara bensínið?

Er það ekki jákvætt ef þjóðn eyðir minni gjaldeyri í bensín, mengi minna og fái sama ávinning á öðrum sviðum. T.d. með hækkun skattleysismarka?

Styður þú það að reglur um hvíldartíma verði felldar úr gildi og sektir fyrir brot á þeim látnar falla niður?

Styður þú aðgerðir bílstjóranna um að loka stórum umferðaræðum og  skapa þannig hættu fyrir borgarana? 

P.S.

Finnst þér að þeir sem brjóti lögin opinberlega í beinni útsendingu geti kvartað yfir því fjölmiðlar sýni þegar þeir eru handteknir?

Ingólfur, 26.4.2008 kl. 21:48

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Trúlega eru vörubílsthórar skuldum vafðir eins og aðrir í þessu þjóðfélagi. Lánin hjá þeim hafa hækkað og þeir gert útboð sem gildir fram í tímann. Ég skil vel áhyggjur þeirra.

Það versta er þessi þögn. Ingibjörg var eða er erlendis að sýna sig og afla vinsælda á erlendri grund.

Kosningaloforðin eru ekki efnd og það er ekkert gert til að laga stöðuna.

Hækkun á bensínverðinu hefur ekkert með keyrslu að gera hér í Borginni, Ég fór í gegn um bæinn um fjögur á föstudaginn og þð var alveg eins mikið um tappa eins og fyrir hækkun og í 95% tilfella einn í bíl.

Það versta er að þó við myndum kjósa aftur þá mun ekkert breytast, því þeir sem kjósa XD vita ekki um hvað pólitík snýst.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 27.4.2008 kl. 00:28

6 Smámynd: haraldurhar

   Það ætti öllum að vera ljóst að barátta bílstjóranna, er baráttan að hafa í sig og á.  Ná endum saman.

   Dugleysi og ráðaleysi Ríkistjórnarinnar er hreint ótrúlegt, hafa og ætla ekki að gera neinn skapaðan hlut, heldur flýja til útlanda og starfa þaðan í skjóli fjarlægðar.   Útlagastjórn.

    Verð á olíu né annari orku á ekki eftir að lækka á komandi árum, væri ekki hissa á að benzínlíterinn væri kominn í 250 kr. í sumar.  Það sem má lagfæra er afnám okurvaxta Seðlabankans, og vextir hérlendis væru áþekkir og í þeim löndum er við viljum bera okkur saman við.  Það er betra taka undirliggjandi  leiðréttingu á gengi ísl kr. í einu stökki, en halda áfram þessari arfavitlausu peningamálastjórnun.

    Ingibjörg Sólrún hefur tekið yfir hlutverk Halldórs, lætur allt ganga yfir sig bara halda í stólinn.  Hver hefði trúað að hún væri ekki búinn að koma í gegn leiðréttingu á eftirlaunafr.??

haraldurhar, 27.4.2008 kl. 00:28

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jæja.. ég get glatt nafna minn Óskar Helgi Helgason með því að segja að ég mun ekki kjósa Samfylkinguna í nmæstu kosningum... Þetta er skilyrt loforð Nafni.. Samfylkining þarf að endurskoða allt stjórnarsamstarfið.. leysa þetta með vörubílstjóradeiluna, taka okkur af listanum hans Runna,  koma húsnæðismálum í eðlilegt horf.

Óskar Þorkelsson, 27.4.2008 kl. 00:55

8 Smámynd: Ingólfur

Ég hef alveg skilning á því að staða manna sé slæm sem hafa gerst sjálfstæðir atvinnurekendur, fjárfest mikið með gengisáhættu, boðið lágt verð í stór verkefni og alveg án nokkurs fyrirvara um breytingar á olíuverði.

Ég sé hins vegar ekki að ríkið eigi að bjarga þeim með því að lækka olíuverðið handvirkt og afnema skyldu um hvíldartíma svo þeir geti keyrt myrkranna á milli. Slíkar aðgerðir koma almenningi ekki til góða og auka meira að segja á hættuna í umferðinni.

Kannski getur ríkið hjálpað þeim á annan hátt, og satt að segja vildi ég sjá ríkisstjórnina gera betur í efnahagsmálum, en núverandi kröfur bílstjóranna hafa verið út úr kortinu. 

 P.S. Sigurjón, mig langar mikið til að heyra svar þitt við spurningum mínum í fyrri athugasemd minni.

Ingólfur, 27.4.2008 kl. 01:41

9 Smámynd: Örn Ingólfsson

Halló Sigurjón en þú veist það sjálfur í þinni nefnd að þá er þagnarskyldan og lög um RÍKISLEYNDARMÁL algjört LEYNDARMÁL!

En sumum Ríkisleyndarmálum hefur verið lekið í fjölmiðla eins og að þú veist af frumkvæði þeirra bláu og ef að þú Sigurjón þá getur þú sjálfur kannað þetta á okkar Þjóðskjalasafni ef að það er ekki búið að eyða viðkvæmum skjala og  sakagögnum sem að hafa komið við kaunin á vissum flokki, vegna þess Sigurjón ég veit þetta því miður!Það má ekki koma við kaunin og ekki ýfa upp gamlar hneykslissögur fyrr en árið 2025(Lokað sem leyndarmál(Öryggi Ríkisins síðan 1945!!!!) )þegar að loksins yfirstéttarpakkið er dautt en samt er okkar fyrrverandi Forsætisráðherra ofurvald yfir peningunum og er búinn  setja allt á annan endann í þjóðfélaginun í annað skiptið þá bendi ég á Perluna og svo Ráðhúsið, nú það væri líka gaman að fá upplýsingar hversu mikið fé og hvað eigum við Reykvíkingar eftir að borga fyrirþetta en það má ekki því miður það kemur illa við skattframtölin hjá sumum.

Örn Ingólfsson, 27.4.2008 kl. 02:30

10 identicon

Það er bara þannig að þegar fólk kemst til valda að þá gufar sannfæring þeirra og hugsjón upp. Af hverju ?  ég helda að gamlar  hefðir sem ekki má víkja frá spili þar afar sterkt inn. Það einkenna öll  störf alþingis  miklar reglur og hefðir t.a.m verða allir þingmenn að sitja eitthvað námskeið hvernig ber að haga sér á þinginu.

Þar með breytast stjórnarliðar oftar en ekki í atvinnulygara á launaskrá hjá ríkinu. Hefur einhver tekið  það saman hvað það er stór hluti þjóðarinnar sem vinnur hjá ríkinu með einum eða öðrum hætti? það eru allavega um 700 manns sem starfa hjá stjórnarráðinu einu, svo má telja saman hve margir þiggja laun frá hinu opinbera hjá hinum tæplega 300 ríkisstofnununum og athugið það að ríkistofnunum fjölgar alltaf frá ári til árs svo undarlega sem það kann að virðast í allri einkavæðingunni.

Glanni (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 02:39

11 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það væri hægt að lækka olíugjaldið tímabundið það myndi koma öllum til góða við að halda niðri verðbólgu meðan mesti kúfurinn gengur yfir. Við skulum gera okkur grein fyrir því að barátta bílstjóranna er ekki einskorðuð við Ísland Amerískir trukkabílstjórar hafa hafið baráttu undir kjörorðinu " Take back Amerika" og eru að mótmæla háu olíuverði og háum vöxtum sem eru að setja þá á höfuðið. Það er örugglega ekki gott að koma í fjölmiðla og segja ég mótmæli því að ég er að fara á hausinn það hefur þótt lítilsvirðing af því að verða gjaldþrota hér þess vegna snýst þetta meira og minna um hvíldartíma og önnur mál. Varðandi hvíldartíma og aðstöðu væri fróðlegt að vita hvort að ríkisapparatið hefur uppfylgt sinn hluta tilskipunarinnar mér býður í grun að svo sé ekki. Væri fegin ef að einhver gæti bent mér á slóð þar sem að ég finn þessa reglugerð.
Aðalmálið er að vörubílstjórar eru toppurinn á ísjakanum síðan er fólkið með íbúðalánin bílalánin og allt það og versti glæpurinn er hrokinn sem að þessu fólki er sýndur það tók jú lán i og gerði útreikninga fékk jafnvel ráðgjöf hjá bönkum fasteignasölum og bílasölum þetta fólk reiknaði rétt en það voru aðrir sem að breyttu forsendunum og ulla núna á þetta sama fólk og ásaka það um óráðssíu og gefa í skyn að það eigi fyllilega skilið að missa allt það sem það hefur aflað um ævina. Og það segir margt að það skuli vera forgangsatriði að vita afhverju einhver hjá sameinuðu þjóðunum vill ekki kjósa okkur í öryggisráðið það er tekið fram  yfir að laga ástandið hér. Síðan eru uppi bollaleggingar um að við alþýðan eigum að hlaupa undir bagga með þeim sem settu allt í kaldakol hér á einum degi bollaleggingar um að eigi að gefa veiðileyfi á lífeyrissjóðina ég held nú bara ekki þeir gerðu þetta sjálfir þeir felldu gengið til að laga til hjá sér og eiga einfaldlega að axla sína ábyrgð ef að þeir geta það ekki þá á að þjóðnýta bankana reka þá sem að stjórnuðu og athuga með skaðabótaskyldu eins og gert var hjá Enron. Og svo halda menn að það séu bara trukkabílstjórar sem séu reiðir ég er þeirrar skoðunar að sá 1 mai sem nú fer í hönd gæti endað á blöðum sögunnar því að það eru örugglega  mörg ár síðan Íslenskur almúgi var eins reiður og hann er í dag.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 27.4.2008 kl. 11:56

12 Smámynd: Júlíus Valsson

Unglingar að kasta eggjum í lögreglu er mun betri söluvara í fjölmiðlum en enn eitt viðtalið við stjórnamálamann, sem allir vita að talar út og suður og snýst eins og vindhani og stendur ekki við orð sín.
Svo einfalt er það.

Júlíus Valsson, 27.4.2008 kl. 13:20

13 Smámynd: Ingólfur

Jón, Það eru ansi margir sem hafa lennt illa í kreppunni, með erlend bílalán eða með íbúð sem þeir skulda meira í en þeir geta fengið fyrir hana.  Og það er rétt að ríkisstjórnin hefur ekki staðið sig nógu vel í efnahagsmálum.

En að lækka bansín- og olíugjald kemur ekki öllum til góða. Það kemur þeim til góða sem keyra á bensínhákum, aldrei nota almenningssamgöngur eða fara aldrei á hjóli í vinnuna þegar vel viðrar og þeim sem nýta hverja ferð á bílnum verst.

Í heild kemur þetta hins vegar samfélaginu illa því ríkið tekur peningana bara annarstaðar frá og svo eykur það viðskiptahallan ef við kaupum enn meira bensín og veikir þannig krónuna enn meira.

Þannig er það að þó sjálfstætt starfandi bílstjórar hafi það erfitt og hafi ástæðu til þess að vera heitt í hamsi, að þá hafa kröfur þeirra neikvæð áhrif á heildarhagsmuni þjóðarinnar og aðgerðir þeirra hafa gengið of langt.

P.S. Ef bankaráðgjafar þeirra hafa ekki ráðlagt þeim að hafa greiðslubyrgðina þannig að þeir réðu við talsvert gengisfall, að þá eru þeir ráðgjafar ekki starfi sínu vaxnir. 

Ingólfur, 27.4.2008 kl. 14:08

14 Smámynd: Ingólfur

P.S: Enn eingin svör frá Sigurjóni um hans afstöðu.

Ingólfur, 27.4.2008 kl. 14:09

15 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það er rétt Ingólfur að það má deila um hvað er rétt að gera og hvað rangt það er líka rétt að aðgerðir verða að gagnast sem flestum. Höfuðborgarsvæðið hefur teygt sig langt fólk sem býr á Selfossi getur illa hjólað í vinnu í Reykjavík ég sjálfur yrði að taka 4 vagna til að komast i vinnu ég myndi glaður nota almenningsvagna og lesa blöðin á leiðinni í vinnuna ef hægt væri. En það er hægt að gera hitt og þetta allavega gerum við slatta til að styðja við landbúnað. Það er ljóst að ef ekkert er gert og fjöldi fólks lendir á vonarvöl vegna aðgerðarleysis missum við fullt af færu fólki úr landi vegna þess að það er búið að fá nóg af þessari rússíbanareið. Góð byrjun hjá ríkinu gæti tildæmis verið að afnema nú eftirlaunafrumvarpið það hefur ekki valdið þeim svefnleysi að skerða eftirlaun annarra og þessi aðgerð myndi skapa trúverðugleika. Síðan mætti sameina fullt af sendiráðum og spara vel þar. Draga til baka aðstoðarmenn alþingismanna sem að mínu mati eru algjör óþarfi það eru margir sem vinna fjarri sinni heimabyggð og hafa ekki aðstoðarmenn. og fleira og fleira mætti gera til að fólk fengi trú á leiðtogunum aftur og þetta má gera án þess að hreyfa við viðkvæmum málaflokkum. Eins mætti efla fjármála og samkeppni eftirlit vöruverð hér ber öll einkenni fákeppni.  
Eins og ég sé þetta í dag eru stjórnendurnir orðnir svo fjarlægir fólkinu að það minnir á ástandið fyrir Frönsku og Rússnesku byltinguna þetta á alls ekki bara við Ísland stjórnmálmenn heimsins hafa fallið í arma fjármála gengisins en gleymt meirihlutanum sem að þó gefur þeim valdið. Þetta á eftir að draga dilk á eftir sér.  En hér þarf að skapa það ástand í þjóðfélaginu að fólk geti planlagt framtíðina. Það hafa flestir reiknað sér borð fyrir báru en ég held að engum hafi dottið í hug þessi skellur sem varð ekki einusinni ráðgjöfunum. En eitthvað verður að gera ég tel það ekki eðlilegt ástand að kaupa íbúð árið 2003 greiða af láni síðan þá sem að enn stendur í sömu krónu tölu í dag svo að ekki skeikar nema nokkrum hundruðum eg veit að þetta er svokölluð verðtrygging en hún virkar ekki á það sem að mér snýr það dregst allt saman og síðustu samningar fóru í það að reyna að lyfta lágmarkstöxtum til að tryggja það að erlent vinnuafl sé ekki notað á þrælakjörum. Launabreyting varð hinsvegar engin og verður ekki fram að næstu endurskoðun samninga hjá þó nokkrum fjölda fólks sem að býr nú við hratt rýrnandi kjör og fréttir af því að það standi til að hjálpa fyrirtækjum sem að borga mönnum bara fyrir að byrja að vinna og svo fyrir að hætta jafnmikla upphæð og verkakona fengi ef hun hefði verið við vinnu frá 874 til dagsinns í dag. Þetta er það sem er að pirra fólk sjálfstæðir atvinnubílstjórar eru bara toppurinn og þeir koma til með að líða undir lok flutningafyrirtækjum til gleði sem þá geta hagað töxtum eftir vild sem þá hækkar vöruverð og byggingarkostnað og boltinn rúllar áfram en endar alltaf á sama stað. Á verðtryggingu lána almennings. Þannig að hvort sem að lækkuð er olía eða ekki þá þarf að gera eitthvað og það núna það er betra að koma í veg fyrir tjónið heldur en að bíða eftir því og sjá svo hvað skemdirnar verða miklar.
Eins og sagt er "Ekki gera ekki neitt" Solla og Geir mættu taka það sér til fyrirmyndar.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 27.4.2008 kl. 15:02

16 Smámynd: Ingólfur

Jón, ég er sammála flestu sem þú segir, nema það að lækka olíugjaldið væri líklega verra en að gera ekki neitt. Indriði Þorláksson, fyrrum ríkisskattstjóri, skrifaði um þetta í byrjun mánaðarins góða grein.

Ég vildi frekar sjá hækkun skattleysismarka, sem mundu létta undir með heimilunum sem sjá launin rýrna á sama tíma og lánin hækka, eða afnám allra stimpilsgjalda, fyrir alla.

Einnig þarf að fara í stórkostlega uppbyggingu á atvinnulífinu, þ.e.a.s. að koma okkur upp 21. aldar atvinnulífi. (Hátækniiðnað, þekkingariðnað, "upplifunariðnað" eða bara allt það sem skapar okkur vinnu sem þróunnarríkin eiga erfiðara með keppa við)

Þetta er hina vegar langtímaverkefni, en við þurfum að byrja strax því nágranaþjóðir okkar eru komnar langt fram úr okkur.

Ingólfur, 27.4.2008 kl. 17:06

17 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það er ekki slæmt að vera 95% sammála olíugjaldið er ekkert heilög kýr í mínu augum til að lækka aðalatriðið er að það sé komið á stöðugleika og jafnari skiptingu hér þá geta menn borið sveiflur í olíuverði án þess að allt fari til h..... Eg persónulega er ekki viss um að olíuverð verði svona hátt það er baráttuvopn í hnattrænu hlýnunar baráttunni að vilja halda því háu. En hlýnunarskelfinginn gæti liðið undir lok snögglega ef að þeir sem að segja að það sé að koma ísöld hafa rétt fyrir sér eða einfaldlega notkun matvæla til olíuframleiðslu kemur á stað stjórnarbyltingum í hluta heimsins. Hluti vandamálsins er að menn eru að fjárfesta í hrávöru og geyma hana til að halda uppi verði kreppan nuna mun leiða til minnkandi eftirspurnar þannig að menn selja til að bjarga sér verð fellur. Eins og varð tilfellið eftir heimsendan 1974 það breytir því ekki að  við verðum að finna aðra orkugjafa til að nota meðfram olíu einfaldlega svo að okkur sé ekki haldið í helgreipum olíusala. En sé horft framhjá þessu öllu er aðalorsakavaldurinn það sem ég kýs að kalla Mídasarheilkennið en það er skefjalaus gróðahyggja sem tröllríður heimsbyggðinni og eyrir engu. En nú er mál að njóta kvöldsólarinnar.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 27.4.2008 kl. 20:16

18 Smámynd: Ingólfur

Líklega borin von að Sigurjón upplýsi um sína afstöðu.

Ingólfur, 27.4.2008 kl. 22:55

19 identicon

Ingólfur Harri nefndu mér eina fjölskyldu sem báðir aðilar eru útivinnandi með 1-2 börn leikskóla og segjum eitt barn í grunnskóla sem ekki þarf á 1-2 bílum að halda. báðir aðilar eru búinir að vinna kl 17:00 og þurfa að sækja börnin ekki seinna en kl  17:15 sem er staðreynd. 

þú getur það ekki það er ég vissum því þú ert greinilega ekki í þeirri stöðu að þurfa að hugsa um fjölskyldu.

Eldsneytisverð  hefur áhrif á allt í samfélaginu.   

Glanni (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 01:21

20 identicon

Þín skilaboð Ingólfur takið bara strætó! bara fyndið.

Glanni (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 01:23

21 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ingólfur Harri - það er nú lágmark að reyna að svara en vefurinn er einmitt góður til skoðanaskipta.

1) Mér finnst það mjög mikilvægt fyrir að lækka eldsneytisverðið en það sem ég tel mikilvægast að gera nú í stöðunni er að það náist jafnvægi í peningamálum þjóðarinnar.  Það sem Samfylkingin býður almenningi upp á er 10-12% verðbólga, okurvexti og gengishrap.  Í hvaða verkum er Samfylking og Sjálfstæðisflokkur á meðan?  Jú að fá hvert landið á fætur öðru til þess að fljúga með vopnaðar vélar yfir landið og þvælast síðan til Afganistan og Palestínu til að friða þau lönd.

Ég sé víða að það er hægt að ná fram gríðarlegum árangri við að spara olíunotkun - það hafa verið nefndar leiðir til þess að ná niður einmitt kostnaði hjá vörubílunum í mín eyru s.s. með notkun gas ofl. Víða um land eru stórir katlar kyntir með olíu og svo má lengi telja. Einnig má efla almenningssamgöngur en það er ágætt að rifja það upp að strætósamgöngur sem ég nýtti mér þegar ég var í háskóla versnuðu til muna í valdatíð  Ingibjargar Sólrúnar.   

Það að setja skattlagningu á olíuvörur í samhengi við lág skattleysismörk sem Samfylkingin býður launa- og bótaþegum upp á er svo sem umræðunnar virði en allur almenningur verður að fyrst og fremst að gera sér grein fyrir því að það verða ekki neinar skattalækkanir af neinu tagi á meðan ríkið þenst stöðugt út s.s. um 20% í fjárlögum fyrir árið 2008.  Það sem er mjög slæmt við útþenslu hins opinbera á s.l. árum í valdatíð Sjálfstæðisfl. er að nú þegar mögulega harðnar á dalnum er mjög snúið fyrir ríkið að bregðast við með því að auka umsvif sín.   

Ég styð heilshugar sveigjanlegri reglur um hvíldartíma og er það m.a. vegna þess að ég hef kynnt mér stöðu þeirra manna sem þurfa að keyra í nánast öllum veðrum m.a. frá Vestfjörðum?

Ég hef fullan skilning á mótmælum bílstjóra og það er mín skoðun að stjórnvöld með Geir Haarde í broddi fylkingar hafi hleypt málum í óþarflega mikinn hnút.

Sigurjón Þórðarson, 28.4.2008 kl. 11:43

22 Smámynd: Ingólfur

Glanni,  Það er alveg rétt hjá þér að ég þekki enga fjölskyldu svipaðri þessari sem þú nefnir sem kemst af alveg án bíls.  Ég þekki hins vegar nokkrar sem komast af með einn sparneytinn.

Með því að lækka ennfrekar álögur á eldsneyti er verið að verðlauna fjölskyldurnar sem nota daglega stóran jeppa og annan þungan fólksbíl í snattið í borginni, á meðan þeir sem láta einn lítinn bíl nægja, fá nánast ekki neitt.

Þannig stefna hefur slæm áhrif mengun, svifryk, umferðatafir og viðskiptahalla.

Sigurjón, Ég tek það þannig að þú styðjir ekki að reglur um hvíldartíma verði felldar úr gildi og fyrst þú svarar ekki spurningunni um hvort þú styðjir skærur þeirra, að þá geri ég ráð fyrir að þú styðjir þær ekki. Það er gott að vita.

Ég er sjálfur alls ekkert sáttur hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur algjörlega klúðrað efnahagsstjórninni. Mér fannst það slæmt þegar þeir voru með framsóknarflokknum og þó að viðskiptaráðherra sýni smá lit að þá er ekki að sjá að það nýja ríkisstjórnin nái nokkrum tökum á ástandinu.

Hins vegar ef að við viljum að ríkið lækki álögur á okkur, að þá er eins gott að koma ekki með kröfur sem gera ástandið enn verra.

Að lækka álögur á eldsneyti er einfaldlega ekki skynsamlegt í núverandi ástandi. Mæli með að þú kíkir á grein Indriða Þorlákssonar sem ég vitnaði í hér ofar.

Ingólfur, 28.4.2008 kl. 12:55

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það hlýtur að koma öllum til góða að lækka olíu og benzínverð, því allir nota meira og minna olílu og benazín, til dæmis hljóta öll flutningsverð að hækka sem kemur harkalega niður á landsbyggðinni, og stóð hún nú illa fyrir, eftir aðgerðarleysi og skilningsleysi þessarar ríkisstjórnar.  Olían liggur nefnilega eins og þráður um allt þjóðlífið. 

En ég er sammála því, að stærsti vandi Íslands í dag, er þetta áhugaleysi ráðamanna á vanamálum landsins, meðan þau þvælast um heimin og leika stóra karla, og ætla sér að bjarga heimsmálunum.  Þau ættu að lita sér nær, og byrja á að taka til heima hjá sér.  Ég ætla að vona að fólk refsi þessum tveimur flokkum ærlega í næstu kosningum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2008 kl. 09:21

24 Smámynd: Ingólfur

Ásthildur, ég mæli með að þú kíkir á grein Indriða.

Ingólfur, 29.4.2008 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband