Leita í fréttum mbl.is

Er Sturla Jónsson á leið í pólitík?

Ég hitti Sturlu Jónsson fyrir tilviljun í dag og við tókum tal saman. Hann kom mér fyrir sjónir sem klár og harður nagli sem væri orðinn þreyttur á umbúðastjórnmálum þar sem mikið er talað en minna um meiningar.

Við ræddum ýmislegt, s.s. aðbúnað aldraðra, háan virðisaukaskatt sem hvetti til undanskota, kvótakerfið og - jú, auðvitað vörubílamálið og lögregluaðgerðirnar. Ég tók sérstaklega eftir því að ekki fór mikið fyrir beiskju i garð lögreglunnar, heldur lét hann miklu frekar falla hlý orð í garð þeirra lögreglumanna sem voru settir í þessi verk af Birni Bjarnasyni og Ingibjörgu Sólrúnu.

Sturla var hinn viðræðubesti og afar þægilegur í alla staði. Ég hef þó vissan skilning á því að Geir Haarde eigi erfitt með að ræða við mann sem lætur verkin tala enda er Geir upp á síðkastið þekktastur fyrir að sitja með hendur í skauti.

Og einmitt þannig kemur Sturla mér ekki fyrir sjónir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður erfiðara fyrir hann að þykjast ekki þekkja fólk ef það er með honum á lista.

sbs (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 16:07

2 identicon

Ekki má á milli sjá hvor er vitlausari, Sturla eða Sigurjón. B

Baldur Hermannsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 17:02

3 Smámynd: Jóhann Hannó Jóhannsson

Já ekki er á þig logið Sigurjón minn, sækjast sér um líkir.  Væntanlega yrði Sturla boðinn velkominn í Frjálslynda flokkinn svo gætuð þið ekki þekkst eftir kosningar eða svoleiðis.  Hvort heldur þú að það hafi verið Solla eða Björn sem fjarstýrðu lögreglunni á beinni línu??? Dæmalaust rugl er þetta!!

Jóhann Hannó Jóhannsson, 25.4.2008 kl. 17:32

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Til þess að leiðrétta ákveðinn misskilning þá er rétt að taka það fram að Sturla gaf ekki til kynna að ganga í Frjálslynda flokkinn.

Sigurjón Þórðarson, 25.4.2008 kl. 18:33

5 identicon

Ég kaus frjálslynda seinast, og mun sennilega ekki gera það aftur, þegar þið gagnrýnið það eina sem ríkisstjórnin er að gera að viti. Ummæli Grétars Mar við Rauðavatn var þess eðlis að ég treysti ykkur ekki til að gefa ekki mönnum skattpeningana mína.

Sigfús (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 18:53

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Því miður á Sturla margt ólært, hann er mjög óheflaðu og virðist eiga erfitt með að hlusta á aðra.

Iðnaðarnemar fyrri tíma voru „heflaðir“ á táknrænan hátt. Þeir voru látnir setjast á bekk meðan meistarinn fór með hefil á táknænan hátt um líkama hans. Eftir þessa athöfn var iðnneminn „heflaður“ og varð eftir þetta að samlagast gömlum og góðum venjum iðnaðarmanna.

Þetta mun enn lifa í málinu þó fyrir löngu sé hætt að beita þessum táknrænu aðferðum að koma mönnum til manns og láta þá læra að láta af strákslegum tilburðum enda talið að þeir væru búnir að hlaupa af sér hornin.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 25.4.2008 kl. 19:05

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sigfús ég missti af því hvað Grétar sagði við Rauðavatnið en ég veit í raun ekki hvað ríkisstjórnin er að gera nema panta herþotur frá Kanada og nú síðast Bretlandi áður hafði Ingibög lagt inn pöntun um herflug frá Noregi, Danmörku og gott ef ekki var Frakklandi.  Ekki veit ég betur en Björn Bjarna sé búinn að sverja af sér að hafa komið nálægt því sem fram fór Rauðavatnið.

Sumt leit betur út en það heyrðist vera ef svo má að orði komast. þegar ég hlustaði á fréttir í útvarpinu og öskrað var gas gas gas gas þá hljómaði það all svakalega en þegar mynd fylgdi þá virtist vera sem að lögreglumaðurinn væir að vara fólk við til þess að það tæki til fótanna.

Sigurjón Þórðarson, 25.4.2008 kl. 19:09

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Guðjón: Það er gaman af því að þér þykir kappinn óheflaður en ég las það á blogginu hér hjá velmetnum Samfylkingarmanni að Sturla væri dæmigerður "smáborgari" og undir það tók strollan af innanbúðarmönnum í Samfó.

Sigurjón Þórðarson, 25.4.2008 kl. 19:24

9 identicon

Ólafur F formaður Frjálslyndra og Sturla varaformaður. Þú kannt að leggja línurnar Sigurjón.

Briet (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 19:25

10 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já ég er góður í ýmsu Bríet.

Sigurjón Þórðarson, 25.4.2008 kl. 19:27

11 identicon

Ég hefði ekkert á móti því að eyða mínu auma atkvæði í Sturlu frekar en hina atvinnu stjórnmálamenn sem hafa þá einu hugsjón milli handa að hugsa um sitt rassgat. Eiginlega yrði það örugglega ákveðin léttir ef ég gæti kosið hann Sturlu Jónsson í næstu kostningum. Já, Því ekki það. Það væri allavega gaman að sjá smettið á Geir Haarde ef svona óheflaður almúgi myndi komast inn á Alþingi. Kannski myndi maður þá fara að horfa á beinar útsendingar  af þessu skrípaliði sem þykjast vera niðri á Alþingi á vegum fólksins í landinu. Þvílíkur brandari.

Þröstur Halldórsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 19:39

12 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Hafa ekki margir framámenn verið í fjölmiðlum og náð langt vegna kynningar sinnar á skjánum. Eins og til dæmis Gísli Baldur, sem hefur margt mjög takmarkað, svo ég segji nú ekki meir.

Það veitti ekki af einum vinnusömum eins og Sturlu í Ríkisstjórn, sem hefur gjörsamlega keyrt út af sporinu, ef þeir hafa þá einhverntímann verið á einhverju spori.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 25.4.2008 kl. 20:03

13 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sturla smellpassar í Frjálslyndaflokkinn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.4.2008 kl. 22:09

14 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Heimir værir þú ekki bara enn betri í flokknum?

Sigurjón Þórðarson, 25.4.2008 kl. 22:59

15 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Kutarnir bara á lofti. Það veitir kannski ekki af öllum tiltækum vopnum til að verja sitjandi ríkisstjórn. Er hún eitthvað annað að gera en að bjarga heiminum og smokra sig inn í öryggisráðið? Ekki verð ég vör við mikið meira nema þá föðuhlutverk forsætisráðherra sem vandar þeim óhlýðnu ekki kveðjurnar og hótar að beita ólinni.

Sturla er trúlega líkt og stór hluti þjóðarinnar, búinn að fá nóg. Menn verða að átta sig á því að það ólgar og kraumar undir yfirborðinu, bullsýður reyndar á landanum. Óhætt er að segja að það ástand eigi við einstaklinga úr öllum flokkum, nema kannski helst íhaldinu. Hvaða vísbendingar gefur sú staðreynd um ráðamenn þjóðarinnar, stjórnun landsins og stöðugleika?

Hitt er svo annað mál að ofbeldi er ekki verjandi, hvorki líkamlegt né andlegt. Menn þurfa að hafa það í huga þegar þeir fjalla um ofbeldi að andlegt ofbeldi er ekki síður grafalvarlegt mál.

Eitthvað virðist mér menn skelkaðir hér

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 26.4.2008 kl. 00:03

16 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Sturla má alls ekki fara yfir í 'hitt liðið' því eins og dæmin sanna (eða dæmaleysin öllu heldur) þá heyrist aldrei í kjafti hér, og ef slík undur gerast að einhver vogar sér að sýna yfirvöldum klærnar, þá þurfum við almenningur á honum að halda.  Sturla er þ.a.l. ekki leyfilegur í framboð.  

Aðalheiður Ámundadóttir, 26.4.2008 kl. 00:07

17 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það eru allar týpur í Frjálslynda flokknum ef út í það er farið en það virðist vera sem að Ægir og fleiri góðir drengir í Samfylkingunni vilji úthýsa ákveðnum týpum úr jafnaðarmannaflokknum sínum.  Sumir Samfylkingarmenn hafa gengið enn lengra og viljað úthýsa heilli stétt manna úr flokknum s.s. vörubílstjórum og sagt þá smáborgaralega atvinnurekendur sem vilja eingöngu beita sér fyrir sérhagsmunum sínum.

Sigurjón Þórðarson, 26.4.2008 kl. 00:10

18 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sammála þér með Geir H. Haarde. Hann er allt of atkvæðalítill.

Vilborg Traustadóttir, 26.4.2008 kl. 00:23

19 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Sturla fer á Alþingi þegar hann verður þreyttur, jú einhversstaðar verða þreyttir að sofa.

Kjartan Pálmarsson, 26.4.2008 kl. 00:35

20 Smámynd: Jón V Viðarsson

Við skulum ath það að þessir bílstjórar hvort sem það er Stulli eða einhver annar eru sjómenn götunnar í dag . Þeir þurfa að keyra þessa stóru og þungu bíla í öllum veðrum . Þeir eru oft með gríðaleg verðmæti í bílunum og þurfa að keðja dekkin í aftakaveðrum . Metnaðurinn og krafurinn í þessum mönnum er svakalegur . Við eigum að bera fulla virðingu fyrir þeim og ekki reita þá til reiði því þeir hafa stuttan kveikiþráð . Við eigum frekar að hvetja þá áfram og einnig ætti að hafa sérstakan hátíðisdag fyrir þá eins og með sjómannadaginn .

Jón V Viðarsson, 26.4.2008 kl. 00:59

21 identicon

Hvenær megum við annars búast við að hjúkrunarfræðingar landsins verði teknir af lögreglu og barðir og meisaðir vegna mótmælaaðgerða þeirra?

Er ekki heilsufari og líföryggi borgarana ógnað með athæfi þeirra? Það er allavega alveg á hreinu að það er fleirum borgurum stefnt í hættu með þeirra aðgerðum en að loka einni og einni götu þar sem fólk tefst og mætir í mesta lagi aðeins of seint til vinnu.

meira hér:  http://glanni.blog.is/blog/glanni/

Glanni (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 03:00

22 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já eflaust yrði hann fínn en er ekki orðið tímabært fyrir þig Þrymur að hugsa þér aftur til hreyfings?

Það er umhugsunarefni að fjölmiðlar kappkosta við að birta myndir og nafngreina mótmælendur og margtyggja á augljósum rangfærslum Sturlu Jónssonar sem féllu í hita átaka og uppnáms. Hvar er hópur pólitískt rétttrúaðra sem ærist ef að það birtist mynd og nafn af útlenskum sakamanni og truflast ef að sagt er frá þjóðerni glæpamanna?

Sigurjón Þórðarson, 26.4.2008 kl. 08:31

23 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég verð að segja að það er auðvelt að fá meðmæli hjá Sigurjóni til þingstarfa. 

Sigurjón: finnst þér ekkert athugavert að ætla að koma manni á þing til að setja lög og er þjóðþekktur fyrir að brjóta þau? Er ekki nóg af slíkum fyrirmyndum á þingi?

Það er ekki nóg að nóg að rífa kjaft til að vera hæfur á Alþinig (sumum dugir það þó!) það þarf að vera nothæf hugsun á bak við kjaftinn.

Sturla fellur ekki í þann hóp, vantar skynsemi og yfirvegun undir álagi og löghlýðni.

Hans andlega hlið sem mér sýnist birtast hér er virkar heldur ekki traustvekjandi á mig. Það er nóg af stuðningi við trúaróra hjá sumum alþingismönnum svo ekki sé bætt við það rugl.

http://www.sigurfreyr.com/sturla.html

Haukur Nikulásson, 26.4.2008 kl. 09:48

24 identicon

Glimur hæst í tómri tunnu. Hér fyrr á tímum var krafist þess að einstaklingar hefðu iðnmenntun áður en þeir gátu orðið tæknifræðingar. Ætti ekki að gera svipaðar lámarkskröfur til ráðherra þannig að:

Samgöngumálaráðherra hefði til dæmis lámarks reynslu eða þekkingu af því hvernig er að sigla skipum, flúga flugvélum og keyra stóra vörubíla, að ekki sé rættum að hann hafi lámarks þekkingu á veðurfræði með tilliti til samgangna í lofti á landi og úti á sjó.

Ég mæli síðan endregið með því að bloggara séu málefnalegir og þeir sem ekki hafa nokkra þekkingu á samgöngumálum sitji hjá við umræðu um stöðu trukkabílstjóra.

Vilberg Tryggvason (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 12:11

25 identicon

Sturla myndi hækka meðalgreindarvísistölu Frjálslynda flokksins töluvert.

Leifur (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 17:15

26 Smámynd: Sævar Einarsson

Varstu að segja þig úr Frjálslynda Leifur ?

Sævar Einarsson, 26.4.2008 kl. 19:34

27 Smámynd: Halla Rut

Gott innlegg hjá Glanna.

Halla Rut , 27.4.2008 kl. 13:56

28 Smámynd: Sævar Einarsson

Mér sem fannst mitt innlegg sérdeilis prýðilegt !

Sævar Einarsson, 27.4.2008 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband