Leita í fréttum mbl.is

Unga sjálfstæðismenn dreymir um enn meiri verðbólgu

Ég renndi í gegnum mikinn og loðinn langhund tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins af yngri kynslóðinni þar sem þeir fjölluðu vítt og breitt um stöðu efnahagsmála.

Tónninn var ólíkur þeim sem var sleginn fyrir síðustu kosningar, hann var myrkur um stöðu bankanna. Nú er helsta tillaga sjálfstæðismannanna að fallið verði frá verðbólgumarkmiðum Seðlabankans sem þýðir einfaldlega að verðbólgan eykst enn frekar með tilheyrandi kjaraskerðingu. Með þessu tali er kynt undir enn meiri óvissu um framvindu efnahagsmála. Það skýtur óneitanlega skökku við að Sjálfstæðisflokkurinn boði kjararýrnun núna nokkrum dögum eftir að skrifað hefur verið upp á kjarasamninga til þriggja ára. 

Markmiðið með því að hleypa verðbólgunni í gegn var að sögn liður í að bjarga bönkunum en það er vandséður frekari rökstuðningur í greininni um hvernig hærri verðbólga eigi að bjarga þeim. Í greininni fór lítið fyrir að boðaðar væru aðgerðir um hvernig ætti að taka á síauknum ríkisútgjöldum sem hafa hækkað um 20% á milli ára, hvað þá að taka til endurskoðunar kvótakerfið sem valdið hefur samdrætti í helstu útflutningsgrein þjóðarinnar. Það ætti þó að standa mönnum miklu nær en að skrúfa viljandi upp verðbólguna.

Það væri fróðlegt að fá viðbrögð formanns stjórnar Seðlabankans, Halldórs Blöndals, við þessum arftökum sínum á þingi sem sjá það ráð vænst í efnahagsmálum þjóðarinnar að snarhækka verðbólguna.

Er ekki nóg komið með verðbólguna í 6,8%?


mbl.is Verðbólga mælist 6,8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er ekki hætta á öðru en að þetta verði niðurstaðan, eins og þeir grenja núna. Það þarf hinsvegar að huga að því líka að öll kvótalánin eru í erlendum gjaldmiðlum, þannig að þau hækka hressilega, en vissulega dreifist það á lengri tíma.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.2.2008 kl. 14:52

2 Smámynd: corvus corax

Af hverju á ríkið (lesist: við almenningur) að bjarga bönkunum? Eru þeir ekki í einkaeigu þeirra sem fengu þá frá stjórnmálamönnum fyrir skít á priki? Og eigendurnir og stjórnendur hafa mokað milljörðum í eigin vasa fyrir utan flottræfilsháttinn sem þeir leyfa sér á kostnað bankanna. Eru bankarnir ekki örugglega búnir að tryggja sér og væntanlega borga öll veiðileyfin í bestu og dýrustu ánum á komandi sumri? Eigum við almenningur að bjarga bönkunum? Á ekki sameiginlegur sjóður allra landsmanna að hugsa um sjóðseigendur, almenning í landinu í stað þess að hlaupa til og bjarga bönkunum sem menn hafa sett á heljarþröm í græðgi sinni og flottræfilshætti? Einn bankastjórinn lækkaði launin sín úr 5 milljónum niður í 2,5 milljónir til að sýna gott fordæmi. Nei ekki 5 milljónum á ári heldur á mánuði! Það er ekkert flott, hefði verið það ef hann hefði farið niður í 250þúsund á mánuði til að vera eins og við hin! Nei bankahyskið getur bara bjargað sér sjálft því almenningur hefur nóg með sig og sína. EKKI EINA EINUSTU KRÓNU ÚR RÍKISSJÓÐI TIL BANKANNA!

corvus corax, 26.2.2008 kl. 23:37

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Elsku hjartans bankarnir okkar!

Árni Gunnarsson, 26.2.2008 kl. 23:49

4 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

Ég tel að það sé ekki spurningin hvort,heldur hvenær,almenningi verður sendur reikningurinn fyrir klúður hinna ofurlaunuðu "fjármálasnillinga".

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 26.2.2008 kl. 23:52

5 identicon

Þetta hlýtur að vera rétt hjá þér. Þú ert nú mjög klár, rétt eins og flokkurinn þinn sem hafnaði þér...... Ert´ekki líka sprenglærður í hagfræði eins og þú gefur í skin?

pési (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 02:34

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sæll Pési ég þakka fyrir einstaklega hlý orð í minnn garð en verð þó að viðurkenna að það gætir ákveðins misskilnings hjá þér hvað varðar hagfræðinám mitt.

Sigurjón Þórðarson, 27.2.2008 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband