Leita í fréttum mbl.is

Borgarstjórn leggst gegn opnun nýrra verslana

Það er ánægjulegt að sjá að vinstri grænir virðast vera búnir að finna fjölina sína aftur, enda eru þeir á ný komnir í stjórnarandstöðu í borginni. Þeim virðist láta það mun betur en að vera í stjórn borgarinnar.

Borgarstjórinn okkar fyrrverandi virðist enn vera í vandræðum þrátt fyrir að hafa axlað mikla ábyrgð en hann leitar aðstoðar góðra manna við að leysa úr vanda sínum. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að hann hefur ekki látið sér nægja að ræða við Geir Haarde, heldur hefur einnig ráðfært sig við sjálfan Davíð Oddsson. Þegar virkilega gefur á bátinn virðist enn vera leitað til sjálfs yfirformannsins sem hefur enn tögl og hagldir þegar á reynir. 

Það verður líka að segjast eins og er að hann hefur leyst úr jafnvel enn stærri vanda, sbr. vanda Árna Johnsens. Hann gerði það svo vel að Árni skilaði sér fljótlega á þing. Ég hef það fyrir satt frá óvilhöllum mönnum sem fylgjast með þingstörfum að Árni sé ekki bara betri maður á þingi, heldur betri þingmaður, einn besti þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Þótt margt sé sérkennilegt við stjórn Reykjavíkur virðist sem sveitarstjórnir annars staðar á landinu séu jafnvel í enn meiri vanda. Í Fréttablaðinu segir í dag frá Haraldi Sigurðssyni, útræðisbónda frá Núpskötlum, sem óskaði eftir því að sveitarstjórnir í Þingeyjarsýslum styddu þá kröfu Fonts, félags smábátasjómanna á Norðausturlandi, að veiðar smábáta yrðu gerðar frjálsar á ný. Í fréttinni kemur fram að það að styðja atvinnuuppbyggingu á svæðinu standi í sveitarstjórnarmönnum. Það er galið að vilja ekki standa við bakið á henni og væri álíka og að borgarstjórn Reykjavíkur legðist gegn því að nýjar verslanir gætu opnað í Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Árni er góður. Kominn langleiðina ofanjarðar til Eyja og stofna ríkissjónvarp alþingis. Getur hann ekki hjálpað Villa?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband