Leita í fréttum mbl.is

Góð grein Hafró - notar Hafró miðla?

Á Hafróvefnum er að finna mjög áhugaverða grein um far ufsans en höfundur hennar er Hlynur Ármannsson ásamt fleirum. Endurheimtur á merktum ufsa renna styrkum stoðum undir að veiðiálag á ufsa sé miklum mun minna en stofnlíkan Hafró gefur til kynna sem síðan er notað til að skammta út veiðiheimildir. 

Það er umhugsunarerfni hversu erfitt uppdráttar gagnrýnin umræða um stjórn fiskveiða á en ég sendi grein í Morgunblaðið um miðjan síðasta mánuð þar sem ég svaraði sérfræðingum Hafró sem höfðu leyft sér að kalla málefnalega gagnrýni eitthvert þvarg sem ætti að linna.

Morgunblaðið hefur ekki séð ástæðu til að birta greinina þó svo að ég upplýsi að einn af sérfræðingum Hafró hafi gripið til þess að flagga þróun stærðar hrygningarstofns og nýliðunar allt aftur til ársins 1920! Það eru auðvitað ekki til nein gögn um nýliðun eða stærð hrygningarstofns frá 3. áratug tuttugustu aldar og þess vegna hljóta þessar fullyrðingar að vera einhver vísindaskáldskapur.

Þegar ég lærði mína fiskifræði í tímum að Skúlagötu 4 voru birt línurit allt aftur til ársins 1955 en nú virðast vera fundin viðbótargögn sem ná aftur til ársins 1920. Ekki veit ég til þess að það hafi verið einhver rannsóknarskip í stofnmælingum á botnfiskum á 3., 4., 5., 6. eða 7. áratug síðustu aldar enda er Hafró ekki stofnuð fyrr en árið 1965, um líkt leyti og kenningar sem stofnunin vann síðar með upp úr miðjum áttunda áratugnum um uppbyggingu fiskistofna koma fram. Bakreikningar frá þeim tíma byggja á afar hæpnum gögnum. Nú virðist sem Hafró sé að teygja útreikninga sína á stærð fiskistofna aftur til þess tíma þegar Íslendingar fengu fullveldi og ef til vill verður næsta skref að reikna stærð þorskstofnsins aftur á þjóðveldisöld. 

Það er engu líkara en Hafró sé komin með miðla í þjónustu sína. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Sigurjón, er þetta ekki týpiska Hafró, þeir láta sem þeir viti allt en vita akkúrat ekki neitt og til 1920 um hrygningarstofn og nýliðun það er ekki allt í lagi. Það væri gaman að fá svör við því afhverju öll síldin heldur sig á Grundarfirði og þar í kring, þeir vita það alveg örugglega.

Grétar Rögnvarsson, 13.12.2007 kl. 14:33

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já þeir fara lét með að reikna út hvað sem er og minna sumir útreikningarnir á snilli Sölva Helgasonar. Ég minnist þess að sá sem gerði úttekt á Hafró hér um árið hann A. Rosenberg reiknaði út þorskstofninn við A strönd BNA í Maine flóa á 19 öld. 

Ransom Myers sem var heiðursgestur á 40 ára afmæli Hafró hélt reiknaði fjölda fiskistofna vítt og breitt um heiminn bæði fram og aftur í tímann en einn samstarfsmanna þeirra varð uppvís af svindli þegar hann spáði fyrir útrýmingu fiskistofna heimsins árið 2048 en hann reiknaði í leiðinni út stærð fiskistofna allt aftur til ársins 1000.

Er ekki orðið tímabært að staldra við þessa útreikninga?

Sigurjón Þórðarson, 13.12.2007 kl. 15:11

3 identicon

Ég hef rekið mig á það að á mörgum sviðum þjóðlífsins hafa verið búnar til kenningar sem verða nánast heilagar bara vegna þess að þær þjóna efnahagslegum og pólitískum hagsmunum ákveðinna aðila. Það virðist ekki duga að sýna fram á brigðulleika þeirra og að þær séu andstæðar hagsmunum þjóðarinnar. Ein þessara kenninga, ef ég skil hana rétt, er kenning Hafró um að stofnstærð fiskistofna sé ávallt mest ráðandi um vöxt og viðgang tiltekinna fiskistofna hér við land, að hlutfallsleg skerðing þessara fiskistofna vegna veiða, dragi úr mögulegri stækkun þeirra í sama mæli. Svona vísindi væru fín í einhverju sædýrasafni, þar sem hægt væri að stjórna hita, fæðuframboði og öðrum umhverfisþáttum. Hafró til málsbóta má þó segja að í sumum tilfellum hefur ofveiði bitnað illa á vexti og viðgangi sumra fiskistofna, t.d. norsk- íslensku síldarinnar.  Það sem segir okkur nokkuð um hvað við vitum lítið um samspil og áhrif lífveranna í sjónum hverja á aðra, er að fyrr á öldum syndu hvalir um Norður-Atlantshafið í gríðastórum flokkum. Á sama tíma voru stofnar sela og rostunga gríðalega stórir, en þrátt fyrir fjölda þessara fiskiæta voru sennilega flestir fiskistofnar að jafnaði miklu stærri en þeir eru í dag. En oft er líka sagt frá aflaleysi á íslandsmiðum í gömlum annálum, svo það hafa alltaf verið náttúrulegar sveiflur í stofnstærðum. Ég trúi því tæplega að aflamagn fiskiskipa á sömu slóðum í dag jafnist á við það magn sem áðurnefndar fiskiætur veiddu. Þetta væri ágætt rannsóknarefni fyrir Hafró, fyrst þeir vita svona mikið um stærðir fiskistofna við Ísland á fyrri tíð. Ég vil þó taka fram að ég legg ekki að jöfnu áhrif hvala og sela á fiskistofna að jöfnu við áhrif t.d. botnvörpunga. Aðalatriði málsins er að samspil veiða og stofnstærðar er miklu flóknara en Hafró reiknar með og þar eru veiðarnar sennilega ekki alltaf mínusstærð. Ef hvalir hafa með veiðum sínum á fiski stuðlað að sterkum fiskistofnum, þá getur því verið svipað farið með fiskveiðar manna.

Guttormur Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband