Leita í fréttum mbl.is

Júlíus Vífill næsti borgarstjóri?

Það er mjög þungt hljóð í mörgum sjálfstæðismanninum vegna þess snarpa snúnings sem borgarstjórinn tók í braski með eigur almennings.  Ekki er ólíklegt að þetta mál verði til þess að Júlíus Vífill Ingvarsson setjist í stól borgarstjóra innan tíðar en hann er eini maðurinn í flokki borgarstjórans sem hefur þorað að mæla fyrir hagsmunum almennings og gegn braski boragarstjórans.

Ég efast um að fólk kaupi þessar skýjaborgir sem verið er að reisa sem gefa til kynna að verðgildi REI  muni margfaldast á örfáum árum en tilgangurinn virðist vera að plægja akur fyrir óraunhæfar væntingar um gull og græna skóga til að fá fólk til að sættast við ráðstöfun orkuauðlinda landsins.

þeir sem standa á bak við byggingu skýjaborganna hafa áður tekið þátt í að draga upp falskar væntingar. Hver man ekki eftir gauraganginum í  kringum gagnagrunninn sem Íslensk erfðagreining hugðist koma á fót og átti nánast að verða lykillinn að lækningu nær allra sjúkdóma sem hrjá mannkynið.   Íslenskur almenningur tapaði mjög á fjárfestingum í fyrirtækinu þar sem verðgildi þess hrapaði eftir að hafa rokið upp í hæstu hæðir enda var dregin upp rósrauð mynd af framtíðarmöguleikum fyrirtækisins.  Þeir sem drógu upp þessa tálsýn voru forsvarsmenn fjármálastofnana, s.s. Bjarni Ármannsson sem þá var forstjóri FBA, stjórnmálamenn og jú fyirtækið ÍE en þar var Hannes nokkur Smárason aðstoðarforstjóri.

DV greindi frá því á sínum tíma að í öllu þessu mikla fjárstreymi í kringum fjármögnun á ÍE hefðu 400 milljónir runnið inn á reikning í Panama sem að öllum líkindum væri í eigu æðstu yfirmanna ÍE.

Geir Haarde forsætisráðherra ætti að vita manna best að eitt og annað í viðskiptum dugnaðarkaupsýslumannsins Hannesar Smárasonar hefur orkað tvímælis í gegnum tíðina en frúin hans, Inga Jóna Þórðardóttir, sá það ráð vænst að segja sig úr stjórn Fl Group sem  Hannes Smárason veitti formennsku.  Ekki var hún ein um þá ákvörðun heldur gekk stjórnin út nánast í heilu lagi og var ein ástæðan sem gefin var upp sú að fjárfestingar félagsins hefðu ekki verið með hag félagsins í huga.  Getum hefur verið leitt að því að þessi upplausn í stjórn félagsins hafi orsakast af umdeildum fjárfestingum í dönskum flugfélögum, Sterling og Mærsk, sem Fl greiddi um 11 milljörðum meira fyrir en Fons hafði greitt fyrir sömu félög nokkru áður.

Bjarni Ármannsson stjórnarformaður REI hefur verið nokkuð stórtækur í að skara elda að köku sinni  en þegar hann stýrði Glitni tók hann nokkuð reglulega lán í gegnum bankann til þess að kaupa hlut í bankanum sínum og selja hann síðan bankanum á ný.  Nú virðist hann vera kominn vel á skrið á ný og það í fyrirtæki í eigu hins opinbera. 

Það kæmi mér ekki á óvart ef niðurstaða þessa máls yrði sú að sameiningu REI og Geysir Green Energy yrði rift, Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson léti af störfum sem borgarstjóri og Júlíus Vífill Ingvarsson tæki við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég hef nú meiri trú á að Valgerður Sverrisdóttir taki við sem næsti formaður Framsóknar.

Sigurjón Þórðarson, 6.10.2007 kl. 15:06

2 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Takk fyrir þessar upprifjanir Sigurjón. Mér segir svo hugur að nú muni kusk falla á ófáa "hvítflibba" sem hingað til hafa siglt um hvítþvegnir - á yfirborðinu.

Magnús Þór Hafsteinsson, 6.10.2007 kl. 15:11

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Júlíus Vífill rann á rassinn í baráttunni við Hönnu Birnu um annað sætið og varð í fimmta sætinu, rétt náði að halda sér ofan við Þorbjörgu Helgu er yfir lauk. Hanna Birna hlaut flest atkvæði allra í prófkjörinu í nóvember 2005 og það er langeðlilegast að Hanna Birna verði borgarstjóri komi eitthvað upp á frekar en orðið er og VÞV hrökklist frá.

Stefán Friðrik Stefánsson, 6.10.2007 kl. 15:50

4 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Ég lít svo á að þessi staða sem komin er upp núna styrki ekki stöðu borgara landsins í þessu máli, Eftir að Villi verður afgreiddur samkvæmt geðslagi Samstarfsmanna sinna, verður enginn eftir innan Sjálfstæðisflokksins sem stendur í vegi fyrir sölu orkugeirans til Jóns Ásgeirs

Og síðan verður ráðist í að afhenda Björgólfsfeðgum Landsvirkjun.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 6.10.2007 kl. 16:20

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hanna Birna hefur ekki lagst opinberlega gegn sameiningu REI og GGE og þess vegna er hún ekki ofarlega fólks þegar hugað er að því hver eftirmaður núverandi borgarstjóra muni verða.

Einn maður nefndi reyndar annað nafn en Júlíus Vífíls í mín eyru og var það nafn Gísla Marteins Baldurssonar en hann atti kappi við Vilhjálm um oddvitasæti listans.

Þorsteinn: Ég get ekki séð að Vilhjálmur hafi verið einhver fyrirstaða en ég fæ ekki betur séð en hann hafi miklu frekar unnið leynt að því að greiða götu þess að orkuauðlindunum verði ráðstafað en hitt.

Sigurjón Þórðarson, 6.10.2007 kl. 16:45

6 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigurjón.

Það er gott þegar hlakkar í manni eins og þér með þetta klúður varandi Orkuveitu Reykjavíkur. Mér sjálfum finnst þetta ekki hægt þegar er verið að úthluta gæðingum miljarða á silfurfati.

Ekki nóg með það heldur tryggja þessir menn sér auðæfi sem borgarbúar eiga í sameiginlegum sjóði. Það er mín skoðun að fyrrverandi formaður Orkuveiturnar Guðlaugur Þór Þórðarson á hlut að máli með þessu brölti sínu. Með því að tryggja sig og sína.

Hver skipaði Hjörleifi Kvaran að semja við Bjarna Ármannsson? Hver skildi hafa ráðið hann? Hvað með Gísla Martein? Hver skildi hafa ráðið Björn Ársæll? Hver skipaði Hauk í stöðu stjórnarformanns?

Varandi Stefán þá finnst mér hann gera lítið úr þeim sem voru í þessu prófkjöri. Til að upplýsa þig Stefán þá tók ég þátt í þessu prófkjöri og endaði í 14 sæti listans og var því rétt kjörinn varamaður í þessum borgarstjórnarflokki. Viti menn ég var þurrkaður út og dóttir Friðriks hjá landsvirkjun var sett í minn stað. Það skal tekið fram að Áslaug tók ekki þátt í þessu prófkjöri.

Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson er mjög góður maður sem hefur unnið borgarbúum allt sem hann getur fyrir íbúa Reykjavíkur. Hitt er svo annað mál. Borgarfulltrúar Sjálfstæðismanna verða að stoppa Björn Inga í sínum persónu verkum hann veður yfir alla og enginn segir neitt. Nú velti ég fyrir mér að Sjálfstæðisflokkurinn slíti þessu samstarfi og fái annan flokk með sér í samstarf. 

Að lokum við  þurfum við að hreinsa til í stjórnunarstörfum hjá Orkuveitu Reykjavíkur sem fyrst og skipa þar fólk sem hugsar um hag borgarbúa annað verður ekki liðið. Og sama segi ég við þig Sigurjón það var farið illa með þig í þínum flokki varðandi framkvæmdarstjóra.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 6.10.2007 kl. 17:45

7 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Sigurjón,

nú er ekki vel komið fyrir hinum almenna eigenda OR. Verðmætin sem við höfum skapað í áranna rás komin í hendurnar á nokkrum útvöldum. Sagan endurtekur sig greinilega, fiskurinn var gefinn og núna orkulindirnar. Bara jörðin eftir. Ætli við verðum ekki að endurreisa Sósíalistaflokkinn aftur, "öreigar allra landa sameinist". Betra væri þó að fólk legði hlustir við stefnu Frjálslynda flokksins því hann er á móti öllum gjafakvótum í hvaða formi sem þeir kunna að birtast.

Gunnar Skúli Ármannsson, 6.10.2007 kl. 20:10

8 identicon

Viturlegar athugasemdir hjá þeim sem á undan hér rita.Ég er alveg sammála Jóhanni Páli að það þarf að stoppa af þann hættulega mann Björn Inga,þar er á ferðinni úlfur í sauðargæru.Góð hugmynd að lífga við sósílistaflokkinn, Hér var framinn þjófnaður hjá O R,hverjir eru arkitektarnir að þessu?,hér þarf að ræsta vel út í þessu rammspilta þjóðfélagi,og hananú.

Jensen (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 22:17

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er hrein skelfing að verða vitni að því hvernig úlfarnir hafa leikið einföldu skaplausu lömbin í borgarstjórninni. Um leið og búið var að afhenda þeim milljarðafjárfestinguna sýndu þeir tennurnar!

Haukur Nikulásson, 6.10.2007 kl. 23:41

10 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það eru mjög athyglisvert sem Jóhann Páll Símonarson bendir á hvað varðar umboð Hjörleifs Kvarans til að semja um hundruða milljóna greiðslur til Bjarna Ármannssonar og sömuleiðis um ráðningu þeirra Björns Ársæls og Hauks Leóssonar.

 Ég á bágt með að trúa því að Guðlaugur Þór Þórðarson standi á bak við þess spillingu eins og Jóhann gefur í skyn en það væri fróðlegt að upplýsa frekar um feril Björns Ársæls en einhver taldi að hann hefði komið að framleiðslu hugbúnaðar fyrir ríkið sem reyndist algjört flopp.

Sigurjón Þórðarson, 7.10.2007 kl. 00:16

11 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með framvindu mála svo mikið er víst og tek undir þá skoðun þína að ekki er ólíklegt að það endi með því að samningum verði rift.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.10.2007 kl. 02:35

12 identicon

Ferill gamla góða Villa í borgarstjórastólnum er hreint með ólíkindum. Er væntanlega að fara núna gamla góða veginn norður og niður. Lóðamálin, kvaðirnar sem urðu að almennu athlægi og verðið sem reyndist langt yfir kostnaðarverði. Þrátt fyrir gefin kosningaloforð,  spilavítisklúðrið, þjónustuíbúðirnar í Mörkinni, sem hann afhenti Nýsi, yfirlýsingarnar varðandi brunann í Austurstræti, bjórmálið , Rússlandsferðin þar sem hann reyndi að láta skattgreiðendur borga fyrir soninn. og svo þetta OR klúður sem er hans stærsta til þessa.  Allt þetta á rúmu ári. Maðurinn virðist vera gjörsamlega óhæfur og FLOKKURINN hlýtur að fara að setja hann.  Fyrir okkur hina er samt ágætt að hafa hann áfram , auðveldar kosningabaráttuna.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 17:57

13 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þorsteinn þetta mál sem varðar ferðina til Rússlands hefur farið fram hjá mér.  Um hvað snérist það?

Sigurjón Þórðarson, 7.10.2007 kl. 19:21

14 identicon

Þegar borgin sendi sendinefnd til St. Pétursborgar ásamt viðskiptanefnd í sumar, þá voru hinir og þessir skráðir sem fulltrúar. þar á meðal einstaklingar sem höfðu engin tengsl við Reykjavík. Voru skráðir sem verkefnastjórar þar eftir götunum. Tilgangurinn að komast á kostnað borgarinnar í ferðina og njóta þeirra fríðinda sem borgarstjórn St. Pétursborgar bauð uppá. Vilhjálmur skráði son sinn með sendinefndina , en sá sonur hefur aldrei unnið handtak fyrir Reykjavíkurborg. Held hann starfi hjá lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Fjölmiðlar komust yfir ferðalistann , þar sem þetta kom í ljós  og þá kom eitthvað yfirklór frá Vilhjálmi og spunakallinum snæhólm. man svo ekki alveg hvernig þetta endaði.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 19:58

15 identicon

Þorsteinn minnist þarna á þessa Rússlandsferð,var hvergi skrifað um þettað? Ég segi einsog Sigurjón sá þettað hvergi ritað,er samt algjör fréttafíkill.Þorsteinn minnist þarna á kópavogsbúann Jón kristinn Snæhólm,hefur alltaf fundist hann mjög svo ósannfærandi.Ekki kæmi það á óvart að Vilhjálmur víki.Sjálfstæðismenn hljóta að sjá það að það er eina leiðin.Hreingerningar er þörf í þessu O R máli,Villi og fleiri.

Jensen (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 23:35

16 identicon

Fréttablaðið og Blaðið fjölluðum um þetta á sínum tíma. Ég bloggaði eitthvað um þetta á sínum tíma en finn það ekki. En þetta var á svipuðum tíma og bruninn varð í Austurstræti

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband