Leita í fréttum mbl.is

Er rafmagnsreikningurinn að hækka eða lækka?

Forsetinn okkar leggur land undir fót og sest fyrir framan þingnefndir í valdamesta ríki heimsins. Borgarstjórinn okkar sameinar opinbert fyrirtæki útrásarfyrirtæki í nafni útrásar Íslendinga. Allir eiga að vera ánægðir og glaðir. Ég væri örugglega fyrsti maðurinn til að fagna ef ég sæi að rafmagnsreikningurinn væri að lækka en ekki hækka. Ekki veit ég betur en að rafmagnskostnaður almennings hafi frekar aukist en dregið úr, og nú berast fréttir af því að Orkusalan boði tugprósentahækkun á rafmagnskostnaði fyrirtækja vegna þess að ekki hafi tekist að fylla eitthvert miðlunarlón.

Þegar öllu er á botninn hvolft vantar spurninguna um hag hins almenna raforkukaupanda af öllu þessu brölti, hag litla mannsins með borvélina sína. Er hann einhver?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Svarið er nei. Það er ekki inn í myndinni vegna þess að hugmyndin er sú að eigendurnir eiga að græða. Það geta ekki allir verið að græða. Einhver hlýtur að tapa. Því þurfum við að kaupa raforkuna á kostnaðarverði plús gróðagreiðslum til eigendanna. Ofur einfalt mál.

Gunnar Skúli Ármannsson, 4.10.2007 kl. 23:04

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Er búin að vera að lesa mér til um þennan kokteil sem landsmönnum er boðið uppá nú um stundir á þessu sviði.

Held við ættum að koma okkur upp einkavindmyllum til raforkuframleiðslu.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.10.2007 kl. 01:29

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Alfreð réttlætti eitt sinn hækkun á heitu vatni með því að upplýsa að salan hefði minnkað vegna hlýnunar. Þeir yrðu að hafa sömu tekjur. Miðað við bruðlið á þeim bænum gat maður ekki verið annað en sammála. Þú getur ekki bruðlað með fé nema þú hafir það.

Haukur Nikulásson, 5.10.2007 kl. 08:58

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þetta er ljótur leikur sem á ekki að lýðast að innanbúðarmenn megi kaupa í þessum opinberu fyrirtækjum.  Bjarni Ármanns nær líklega um 150 milljörðum út úr þessu ef hluturinn hækkar100 fallt eins og í Búnaðarbankanum sáluga.

 kv

Sigurður

http://siggisig.blog.is/blog/siggisig/entry/328910/

Sigurður Sigurðsson, 5.10.2007 kl. 12:44

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Alfreð fékk ekki að vera áfram sem stjórnarformaður við byggingu sjúkrahúss, það skyldi þó aldrei hafa eitthvað með atburðarás þessa að gera ???

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.10.2007 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband