15.9.2007 | 18:43
Mörg hundruð þúsunda rjúpna týndar
Umhverfísráðherra tilkynnti í vikunni að það yrði einungis leyft að veiða rjúpu í 18 daga í haust en ákvörðunin byggir á ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar.
Ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar byggir síðan aftur á reiknilíkani sem minnir um margt á reiknilíkön Hafró þar sem búinnn er til fasti um hversu hátt hlutfall af rjúpunni drepst af öðrum orsökum en veiðum. Þetta kallast náttúrulegur dánarstuðull og er hann fastsettur í 31% af veiðistofni.
Heildarafföll rjúpunnar eiga samkvæmt líkaninu að vera náttúrulegur dauði að viðbættu því magni sem veiðimenn eru sagðir veiða.
Líkanið gengur alls ekki upp, það mælist sem sagt meiri fækkun á rjúpu en sem nemur fastanum og veiðinni sem líkanið getur ekki útskýrt. Mörg hundruð þúsund rjúpur hafa týnst á síðustu tveimur árum út úr fuglabókhaldi Náttúrufræðistofnunar og verður hvarf þeirra ekki skýrt út með þeim aðferðum sem stofnunin vinnur með.
Alls ekki er hægt að kenna veiðum um þessa fækkun þar sem mælingar á friðaða svæðinu á suðvesturlandi síðustu tvö ár gefa nákvæmlega sömu mynd af afföllum og á norðausturlandi. Skýrsla Náttúrufræðistofnunar frá í fyrra gaf reyndar til kynna að það hefði verið fjölgun á einstaka svæðum þar sem mikið var veitt, eins og á Austurlandi.
Í sjálfu sér er það réttmætt sjónarmið að vilja friða fallegan fugl - sem rjúpan er í íslenskri náttúru - en ég tel það mjög vafasamt að friðunin sé gerð á forsendum ráðgjafar Náttúrufræðistofnunar þar sem hún er hvorki fugl né fiskur.
Ég hef vissar áhyggjur af því að þegar það er búið að þrengja þann tíma sem veiðar eru leyfðar verði mikið at þann stutta tíma sem þær standa yfir og að veiðimenn láti freistast til þess að halda til veiða í tvísýnu veðri.
Fyrir áhugasama lesendur um rjúpnaveiðar skal bent á spjallvefinn hlad.is en þar fer fram umræða veiðimanna um rjúpnaveiðitímann og er óhætt að fullyrða að þar sýnist sitt hverjum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 109
- Frá upphafi: 1013224
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Ég neld að best væri að hætta að tala um náttúruleg afföll í dýraríkinu. Þetta orðalag er úrelt og það byggist á þeirri staðreynd að núna er þessum svonefndu "náttúrulegu afföllum" stýrt pólitískt.
Mesti vágestur í viðhaldi rjúpnasofnsins í dag,- auk pólitíkusa er refurinn. Um það bera þeir menn sem þar þekkja best til en það eru refaskytturnar sem halda til á sameiginlegum svæðum þessara tegunda beggja á fyrsta vaxtarskeiði ungviðanna.
Náttúruleg afföll til lands og sjávar ber að reikna út með hliðsjón af viðkomu refs og hvals sem vernduð er af pólitískum reglugerðum.
Og brýnast viðfangsefni í aukningu fiskistofna og fjölgun rjúpunnar er einfalt: Að senda helstu pólitíkusa þjóðarinnar og jafnframt vísindamenn þeirra í útlegð þangað sem þeir "hafa af þessu landi hvorki fugl né hval," svo gamalt og gilt málfar sé notað.
Árni Gunnarsson, 15.9.2007 kl. 20:20
Sammála síðasta ræðumanni.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 16.9.2007 kl. 00:19
Veit ekki hvað skal segja Sigurjón og Árni eða hvort eitthvað sé hægt að segja við menn sem hafa myndað sér skoðanir og það er sama hvað hver segir,,,, "ég hvika eigi". Refurinn og rjúpan geta skrifað töluvert lengri sögu í sátt og samlyndi heldur en við víkingarnir sem námu þetta land. Þar myndaðist og var hið fullkomna jafnvægi með sveiflum upp og niður. Refurinn, rjúpan eru frumbyggjar hér ásamt öðrum góðum dýrum. Í fornsögum um þjóðhætti má lesa að mikið var um rjúpu, svo mikið að menn gengu með snæri á milli sín til veiða með snörum á. Síðan hafa verið öfgafullar sveiflur í náttúrufari með elgosum og breyttri tíð. Nú síðari ár hefur það verið gengdarlaus veiði mannana sem nota sífellt meiri vélakost til að elta bráðina uppi og þar sem rjúpan hafði griðland áður hefur hún ekki í dag. ÞETTA telur en best að kenna rebba um.
Bjarni Daníel Daníelsson, 16.9.2007 kl. 00:45
Bjarni Daníel Daníelsson ég var bara að lesa í tölur Náttúrufræðistofnunar og sá að hvað rekst á annars horn í því sem þar er birt sem einhver vísindi.
Sigurjón Þórðarson, 16.9.2007 kl. 03:54
Bjarni Daníel. Fyrstur manna skal ég verða til að viðurkenna það að grófasta ógnin við allt lífríkið er innrás mannsins sem snýst oft um ofbeldisfulla græðgi. Nú er hinsvegar ekki annað í boði en að halda þessu áfram ef við mennirnir ætlum að lifa áfram í þessu viðkvæma sambýli. Það er löngu komið i ljós að í mörgum efnum höfum við farið offari og verðum að breyta um hugsunarhátt. Það er vandasamt og fyrst og fremst vegna þess að almennan skilning vantar og á því eru margar skýringar sem ekki verða raktar hér.
Refurinn er náttúrulegt fyrirbæri í landinu okkar rétt eins og rjúpan. Ekki er ég nú svo umburðarlyndur að ég samþykki skilyrðislaus yfirráð hans þar, enda svarinn óvinur frá þeim tíma er ég mátti þola af honum dýrar búsifjará meðan ég var fjárbóndi. Það er of mikil viðkvæmni í mínum huga að virða rétt hans til að eyða mófugli á víðáttumiklum varpsvæðum og svartfuglinum í fjölsetnustu fuglabjörgum heimsbyggðarinnar.
Ályktun mín í upphafi sneri að náttúrulegum sveiflum og þeim aðgerðum sem þar hafa skekkt hugtakið. Og að lokum er rétt að halda því til haga að um margra ára skeið hefur gilt bann við notkun vélknúinna farartækja við rjúpnaveiðar og því er framfylgt með nokkuð skilvirku eftirliti þar sem ég þekki til.
En um viðhorfin til lífríkisins held ég að við eigum flest sameiginlegt Bjarni. Kannski er ég meiri veiðmaður í eðlinu en þú, þó er það engan veginn víst.
Bestu kveðjur!
Árni Gunnarsson, 16.9.2007 kl. 10:01
Í sumum laxveiðiám má bara nota flugu. Hvernig væri að leifa aðeins riffla cal 22, til rjúpnaveiða. Veiðin yrði 100 sinnum minni.
Ólafur B. ´Jónsson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 15:14
Þessi tillaga um að veiða einvörðungu með riffli er bráðsnjöll og fullrar athygli verð. Hún útilokar í það minnsta þá sem kunna ekki að skjóta.
Árni Gunnarsson, 16.9.2007 kl. 21:35
Strákar hugsið málið til enda með rifflana. Við erum nokkuð öruggir með líf okkar fyrir þessum bandbrjáluðu kúrekum sem skjóta á allt sem hreifist í hundrað metra radíus frá haglabyssu. En skoðum málið til enda með riffilinn á því færi eru þeir stórhættulegir þó bara sé verið að tala um cal 22. Er einhver trygging fyrir því að kúrekastælunum ljúki þótt skipt sé um vopn? Ég segi nei, hvað með ykkur?
Hallgrímur Guðmundsson, 17.9.2007 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.