Leita í fréttum mbl.is

Minni fjármunir en til byggingar tónlistarhúss í Reykjavík

Það skýtur skökku við að ríkisstjórnin blási út og mikli fyrir mönnum fjárframlög til að koma til móts við ónauðsynlegan niðurskurð á þorskveiðiheimildum. Upphæðin sem varið er til verksins, 10,5 milljarðar, er lægri en sú sem varið er til byggingar tónlistarhúss í Reykjavíkurhöfn.

Það væri nær að gefa handfæraveiðar frjálsar og setja allan fisk á markað. Það er ástæða til að fara yfir það hvort niðurskurðurinn sé ekki einfaldlega óþarfur. Ráðgjöfin stendur ekki föstum fótum, langt því frá, og þetta er léleg redding.


mbl.is Samtals varið 10,5 milljörðum til mótvægisaðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er eins og ég hef áður sagt: Engar móvægisaðgerðir heldur sýndarmennska.

Jóhann Elíasson, 12.9.2007 kl. 17:43

2 identicon

bla bla bla...þarf alltaf að vera röfla út í tónlistarhúsið ?

ef taka ætti tillit til svona röksemdarfærslna þá yrði aldrei byggt tónlistarhús

það yrði alltaf eitthvað mikilvægara.

venni (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 20:07

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Venni ég vil minna á að Tónlistarhúsið og milljarðarnir sem renna þangað fengu enga umfjöllun hjá fjárveitingarvaldinu sem er eða réttara sagt á að vera Alþingi. 

Sigurjón Þórðarson, 12.9.2007 kl. 20:17

4 Smámynd: Steini Thorst

Ég verð nú bara að taka undir með Venna. Af hverju er ekki bara hægt að skammast yfir því að ekki séu settir meiri peningar vegna niðurskurðar þorskkvótans,.....af hverju þarf að sækja eitthvað annað til að reyna að vekja upp hræsni?

Þjóðin hefur barist fyrir byggingu tónlistarhúss svo áratugum skiptir.

Prófaðu að setja heimili þitt í sömu spor og ríkisrekstur. Ef þú værir byrjaður að skipta um eldhús, búinn að borga arkitekt fyrir að teikna það, búinn að gera samning við smiði um uppsetningu, búinn að skrifa undir efniskaupasamning, búinn í raun að öllu nema að koma því upp en svo myndir þú skyndilega lækka í launum. Myndir þú þá bara hætta við eldhúsið og nota primus inná baði við eldamennskuna????

Þetta snýst bara ekkert um tónlistarhúsið, eða Perluna, eða Ráðhúsið, eða Hallgrímskirkju, eða viðbyggingu Alþingishússins. Þetta snýst um að x upphæð var ákveðin í þetta en svo má auðvitað deila um hvort hún sé nógu há eða ekki.

Steini Thorst, 12.9.2007 kl. 21:15

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Ég er hjartanlega sammála þér Sigurjón.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 12.9.2007 kl. 22:34

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Innilega sammála Sigurjón.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.9.2007 kl. 00:06

7 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sammála Sigurjón. Handfæraveiðar eiga að vera frjálsar. Til hvers var verið að kvótasetja ýsu, löngu, keilu og steinbít í krókakerfinu? Hefur það verið rökstutt? Er það virkilega svo að menn trúi því að trillurnar séu stórhættuleg útrýmingartæki sem lagðar eru að jöfnu við togarana og stóru vertíðarbátana?

Hallgrímur Guðmundsson, 13.9.2007 kl. 06:15

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er rétt Halli auðvitað á að taka þessar tegundir út úr kvóta og raunar þorskinnn einnig og koma á sóknarkerfi.  Kvótakerfið er ekki að gera sig.

Sigurjón Þórðarson, 13.9.2007 kl. 11:17

9 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Hverskonar röksemdir eru þetta, getið þið kvóta andstæðingar

ekki skilið staðreyndir. Tónlistarhús, hvort sem maður er með

eða á móti, er ekki hægt að skammast út í, því Alþingi eða stjórn-

völd hafa ekkert með það að gera. bygging þess er að mestu eða

öllu einka framkvæmd.

Síðan má minna á það að áður en kvótinn var settur á og frjálst

var að selja hann, þufti að fella gengi krónunar á nokkra mánaða

fresti til að halda smá kónga útgerðinni gangandi.

Krummaskuðin munu ekki fjárhagslega lifa af þótt allar veiðar væru

gefnar frjálsar.

Leifur Þorsteinsson, 13.9.2007 kl. 12:06

10 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Leifur Það eru a.mk. sex milljarðar sem hið opinbera ver til byggingar Tónlistarhúss.  Það gæti verið fróðlegt að lesa grein hér að neðan sem nefnist Opnir milljarðatékkar í allar áttir.

Það sem ég er að benda á að stjórnöld mikla mjög þessa rúmu sex milljarða sem fara í svokallaðar mótvægisaðgerðir en fara síðan á algerlega á skjön við lög þegar þúsundum milljónum er dælt í eina byggingu í Rvik og þau fjárframlög fá ekki einu sinni umræðu á Alþingi.

Ég er sannfærður um að það eigi eftir að fara fram mun meiri umræða um hvernig staðið var að því að veita fé til byggingar Tónlistarhúss.  Sú framkvæmd stenst ekki skoðun og það kæmi mér ekki á óvart að Ríkisendurskoðun léti málið til sín taka.

Sigurjón Þórðarson, 13.9.2007 kl. 13:30

11 identicon

Sammála þér Sigurjón. Þessar mótvægisaðgerðir eru bara "mjúkur pakki" sem þær vinkonur Þorgerður og Ingibjjörg Sólrún hafa búið með smá hjálp frá Össuri og Árna Matt.  Innihaldið er óljóst og ómarkvisst og gagnast ekki landsbyggðinni á nokkurn hátt.  Svona aðgerðir duga vel á Höfuðborgarsvæðinu og eru viðeigandi þar, en ekki úti á landi þar sem að vinnuumhverfið og allar aðstæður er allt aðrar.  Megnið af þessu milljörðum enda hjá ýmsum aðilum sem búa Suð-Vestanlands.  

Ég hefði viljað sjá beinar atvinnuskapandi aðgerðir t.d. fyrirheit um að reisa netþjónabú og gagangeymslustöðvar úti á landi. Össur er búinn að dásama þessa nýja tegund af atvinnustarfsemi svo mikið, sem auðvitað verður komið á fót á Suð-Vesturhorninu.   Í staðinn ætti t.d. að reisa eitt slíkt á Vestfjörðum, annað á Norðurlandi vestra og það þriðja á Hornarfjarðarsvæðinu.

Þessi ríkisstjórn er gjörsamlega úr tengslum við landið sem er fyrir utan Höfuðborgarsvæðið, enda eru nær allir ráðherrar hennar frá þessu svæði.  

Ólafur Kristinn Hallsson (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 15:37

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hvaða þjóð hefur barist fyrir tónlistarhúsi.Það er fyrst og fremst sú þjóð sem býr í kringum Seltjarnarnesið og á því.Hin þjóðin sem býr annarsstaðar var aldrei spurð, enda mun hún ekki komst í þetta hús nema með tugþúsunda kostnaði. Það kom fram tillaga á síðasta aðalfundi Landsambands smábátaeigenda frá manni sem nýbúinn var að selja kvótann sinn,en allir handfærakallar landsins em selja fisk eru aðilar að LS, um að handfæraveiðar verði gefnar frlálsar.Sú tillaga var dregin til baka þar sem ljóst þótti að hún yrði kolfelld.Tillagan kom í gegnum félag mannsins.

Sigurgeir Jónsson, 13.9.2007 kl. 17:03

13 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

"Hin þjóðin sem býr annarsstaðar var aldrei spurð, enda mun hún ekki komst í þetta hús nema með tugþúsunda kostnaði".

Mikið til í hjá þessu hjá Sigurgeir.

Magnús Þór Hafsteinsson, 13.9.2007 kl. 20:22

14 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Síðan má minna á það að áður en kvótinn var settur á og frjálst

var að selja hann, Leifur viltu útskíra þetta fyrir mér hvernig var hægt að selja kvótann áður en kvótinn var settur á? Hvaða rugl er þetta? Auðvitað á að taka upp sóknarmark Sigurjón kvótakerfið er löngu útrunnið. Er nema von Sigurgeir að þessi tillaga hafi verið feld?

Hallgrímur Guðmundsson, 13.9.2007 kl. 21:04

15 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Halgrímur Guðmundson, Þetta er nú útúrsnúningur í formi tillinga-

skíts. Það leið dálítill tími frá því að kvótinn kom og þegar leyft var að

selja og flytja á milli. Ég veit ekki hvort þú varst komin til vits og ára

fyrir 1970 (ártal sem gott er að miða við) og hafir nokkra miningu um

gáng mála á fyrrihluta síðustu aldar þegar Ísland var í flokki vanþróaðra

þjóða, án vega með bundnu slitlagi og gjaldmiðillinn var feldur á nokkra

mánaða fresti til þess að halda volausum atvinnuvegum á floti og með

verðbólgu sem aðeins þekkist í svörtustu Afríku, Mæld í hunruðum %.

Um 1960 fékk Ísland dágott lán hjá Alþjóðabankanum til að reisa raf-

orkuver (Búrferll) og kom á fót alvöru iðnaði. Síðar kom kvótin sem varð

til þess að útgerðir stækuðu og urðu loks arðbærar, en ekki einhverjir

beiningamenn sem stöðugt þurftu ölmusur.

Leifur Þorsteinsson, 14.9.2007 kl. 09:12

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Sigurjón, beittur að vanda.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2007 kl. 11:48

17 identicon

Heppin ég og áhöfnin mín. Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar redda okkur alveg........eða hvað???        

Okkur vantaði einmitt menningarhús....... eða eitthvað svoleiðis, til að geta rekið fyrirtækið....... Asninn ég, að hafa ekki áttað mig á þessu fyr....                              

Ulla (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 15:49

18 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Leifur það er ekkert flókið að fá upplýsingar um mig, þær eru allar í höfundaboxinu á síðunni minni. Svo það sé á hreinu þá man ég mjög vel eftir ómalbikuðum vegum og óbrúuðum söndunum á suðurlandi og nóta bene enn þann dag í dag er ekki búið að ljúka hringveginum með bundnu slitlagi. Ég þekki söguna nokkuð vel og síðan ég byrjaði á sjó þriðja Janúar 1977 hef ég nokkuð góða mynd á vitleysunni. Á þessum árum sem þú talar um þegar gengið var fellt nánast mánaðarlega er hægt að kenna linkind stjórnmálamanna um. Þegar einn maður getur komist upp með það að heimta gengisfellingu segir sig sjálft að eitthvað mikið var að á stjórnarheimilinu. Og á ég við Kristján Ragnarsson sem var þá í forsvari fyrir Líú. Það hefði verið nær fyrir til dæmis hann að berjast fyrir réttri verðlagning á fiskinum til útgerðarinnar heldur en að fara þessa leið og erum við nokkuð sammála um það að ég held. Verðið til útgerðar og þá sérstakleg einyrkjanna fór ekki að lagast fyrr en gámaútflutningurinn byrjaði fljótlega upp úr 1980 og bjargaði mjög mörgum frá hreinu gjaldþroti. Því miður hefur það verið þannig alla tíð sem ég hef stundað sjó að Líú hefur haft óeðlilega mikil áhrif á margar ákvörðunartökur sem teknar eru í sjávarútvegi og beinast þær því miður flestar að því að mylja meir og meira undir rassgatið á sínum Gullkálfum. Sem sagt gróðafíknin hefur yfirtekið alla skynsemi. Þetta með uppbyggingu virkjunar á Íslandi skal ég fúslega viðurkenna fáfræði mína, enda síðan ég fermdist hefur hafið á hug minn allan og flest tengt sjávarútvegi bæði á Íslandi og öðrum löndum.

Hallgrímur Guðmundsson, 14.9.2007 kl. 17:11

19 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Enginn stjórnandi getur rekið fyrirtæki nema hann vilji að fyrirtækið sé rekið án þess að tapa.Sumir kalla það gróðafíkn.Það verður að hafa það.íslenskur sjávarútvegur var rekinn í áratugi með tapi,og stöðugt var verið eð koma honum til bjargar.Einkum bæjarútgerðum.Suma dreymir um það í dag að ríkið taki yfir aflaheimildirnar og fari sjálft að gera út eða ráðstafa kvótanum .Það væri það versta sem fyrir landsbyggðina og íslenska sjómenn gæti komið

Sigurgeir Jónsson, 15.9.2007 kl. 10:23

20 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Auðvitað vil enginn stjórnandi reka fyrirtækið sitt með tapi það segir sig sjálft. Hver skyldi hafa verið hin raunveruleg ástæða fyrir taprekstri sjávarútvegsins á árum áður? Var einhvern tímann í lagi með stjórn þessara bæjarútgerða? Hvernig stóðu menn að markaðsmálum á þessum tíma? Hvernig var umgengnin um hráefnið á þessum tíma? Eru menn algjörlega búnir að gleyma þessu? Var síðan ekki einn af stóru póstunum í þessu svívirðilega lág verðlagning til handa útgerðinni sem gerði hana óarðbæra + algjör óstjórn efnahagsmála í landinu. Við skulum átta okkur á því að til dæmis árið sem ég byrja á sjó var verðlagning á mörgum tegundum svo lág að maður þénaði varla fyrir vettlingum, þetta er staðreynd sem allir eru tilbúnir til að gleyma. Það segir sig nánast sjálft að eitthvað stórkostulegt var að í þessu öllu þegar vertíðarbátarnir voru margir hverjir að fiska yfir 1000 tonn bara á vetrarvertíð þá eins og allir vita voru eftir margir mánuðir af árinu sem voru gjöfulir við ýmsar veiðar, samt var nánast allt undir hamrinum. Að henda því hrátt fram að kvótakerfið hafi rétt þetta við er svo ábyrgðarlaust tal að manni skortir orð. Verðlagning á fiski fór ekkert að lagast fyrr en gámaútflutningur á fiski hófst og síðar með tilkomu markaðanna þetta vita menn, en margir kjósa að þakka kvótakerfinu um. Þeir sem það gera treysta greinilega á að þeir sem gengu í gegnum hinn tímann séu annað hvort haldnir alsheimer á háu stigi eða komnir undir sex fetin.

Hallgrímur Guðmundsson, 15.9.2007 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband