28.8.2007 | 19:40
Heilög Jóhanna tekur þátt í leiknum
Enn og aftur berast fréttir austan af Kárahnjúkum um að brotin séu réttindi á erlendu verkafólki, nú í tengslum við bílslys þar sem fjöldi verkamanna slasaðist og reyndist ekki hafa lágmarksréttindi. Í stjórnarandstöðu fór núverandi félagsmálaráðherra mikinn í að tíunda að pottur væri brotinn hvað þessi mál varðar.
Nú þegar Samfylkingin er komin í mjúk sæti virðist ekkert vera að gerast, það þarf að kanna, skoða, leita leiða og bíða eftir nefnd sem mun athuga hvort mögulegt sé að gera eitthvað. Það er fáránlegt að láta umræðuna um ábyrgð í þessu máli snúast um einstakar starfsmannleigur eða verktaka, stjórnvöld hljóta að bera ábyrgðina en þau hafa heykst á að taka á því sem vitað er að hefur verið í ólagi frá því að framkvæmdin fór af stað, frá því að innstreymi erlends verkafólks varð hömlulaust.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 69
- Frá upphafi: 1019338
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 60
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Ég verð að segja það að ég hef töluverðar áhyggjur af stjórnarandstöðunni. Málfllutningur ykkar í stjórnarandstöðunni er ákaflega máttlaus og stundum lítt skynsamlegur.
Það hefur lengi legið fyrir að það er brotalöm í því kerfi er lítur að skráningu erlendra verkamanna. En að ásaka nýskipaðan félagsmálaráðherra fyrir að taka þátt í einhverjum leik finnst mér ákaflega langsótt. Þetta er eins og þegar Ögmundur hamaðist í utanríkisráðherra fyrir að hafa ekki hitt fulltrúa Hamas. En það er önnur ella.
Hins vega hefði stjórnarandstaðan mátt vera miklu kröftugri eftir að sumarþingi lauk. Það kom nefnilega ekkert út úr sumarþinginu og afgreiðsla meirihluta þingsins í málefni aldraðra var bara brandari. En eina lausnin sem meirihlutinn hafði vara að lofa okkur að vinna til 70 ára aldurs. Eins og það sé draumur okkar sem hafa unnið erfiðisvinnu allt okkar líf. Okkar kynslóð vill hætta 62 ára og í síðasta lagi 65. Svo ekki sé talað um hjúkrunarheimili aldraðra. Þarna hefðu þið átt að vera miklu kröftugri.
Með von um betri og kröftugri málflutning.
kv
Sigurður H. Einarsson
Sigurður H. Einarson (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 20:08
... og vel á minnst; mér finnst að félagsmálaráðherrann eigi líka aðeins að skoða hvernig Vinnumálastofnun og þá sérstaklega forstjórinn er að standa sig. Gæti ekki eitthvað þurft að skerpa þar á eftirlitinu, því það er nú ekki eins og þetta sé að koma upp í vikunni með skráningarleysi erlendra verkamanna - karla og kvenna. Þessum pólitíska uppeldissyni kvótagreifans frá Hornafirði var plantað í þetta starf án þess að nokkurt mat færi fram á hæfni hans til starfsins, sem margt bendir til að sé að minnsta kosti verðugt umfjöllunarefni.
Nöldrari (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 21:14
Þú ert semsagt að segja að ríkisstjórnin ein beri ábyrgðina, starfsmannaleigur og verktakar eigi því ekki að þurfa að hugsa um þessi mál sjálfir, heldur bíða eftir að ríkisstjórnin komi og skrái allt það vinnufólkið sem þeir fá að utan? Auðvitað getur hún gert betur í þessum málum...en er ekki fullt djúpt í árinni tekið að ætlast til að hún taki alla ábyrgðina, þegar einstaka verktakar og starfsmannaleigur eru ekki að fara eftir lögum?
Jóhann Ólafur Sigurðsson, 28.8.2007 kl. 21:24
Ég er algjörlega á sama máli og Sigurjón. Jóhanna Sigurðardóttir gerði mikið af því að gagnrýna aðbúnað erlendra verkamanna og eftirlitsleysi opinberra stofnana, maður skyldi ætla að það hefði verið eitt af hennar fyrstu verkum að kippa þessum atriðum í liðinn, en þess í stað lætur hún bara fara vel um sig í þægilegum stól eins og aðrir ráðherrar Samfylkingarinnar. Og að vera að tala um máttlausa stjórnarandstöðu áður en þing kemur saman er ekki alveg inn í myndinni.
Jóhann Elíasson, 28.8.2007 kl. 22:06
Það er rétt hjá Sigurði H Einarssyni að það hefur legið lengi fyrir að réttur fólks er ekki virtur. Erlent starfsfólk er ekki skráð, það er ótryggt, vafi leikur á að því hvort sé greitt í samræmi við kjarasamninga, vinnuvernd er ekki tryggð s.s. nýlegar hópsýkingar og eitranir bera með sér og uppi eru rökstuddar ásakanir um kynferðislega misnotkun eins og dæmin sanna.
Það virðist því miður vera svo að Samfylkingin telji ekki tiltökumál þessa dagana, þó svo að þetta haldi átölulaust áfram en nóg var masað fyrir nokkrum mánuðum í stjórnarandstöðunni um að þessu þyrfti að breyta.
Ef til vill hefur Samfylkingin snúið við blaðinu í þessu máli eins og í kvótamálinu og telji í góðu lagi að halda áfram þessum leikaraskap þ.e. að sýna einhverja málamynda vandlætingu í garð einstakra fyrirtækja og gera síðan nákvæmlega ekki neitt.
Sigurjón Þórðarson, 28.8.2007 kl. 22:26
Það er ekki til neins að skattyrðast við hana Jóhönnu um málefni innflutts vinnuafls. Hún þarf sitt 60 daga sumarleyfi eins og aðrir þingmenn og ráðherrar. Vandamálið við þrælabúðirnar sem reknar eru vítt um Ísland eru líka orðnar æði gamlar, sennilega eldri en starfsaldur Gissurs Péturssonar hjá vinnumálastofnun. Þar á þó að bera fyrst niður og hreinsa út með lúsaeitri og skipta um allt sem kvikt er þar. Síðan þarf að taka skurk á verkalýðsforystunni sem óátalið lætur þennan ósóma viðgangast hér árum saman. Það er eitthvað ægivald sem atvinnurekendur eru búnir að ná yfir þjóðinni. Ef þú ert með eitthvað múður verður Pólverji hengdur á snagan þinn í fyrramálið. Þetta eru skilaboðin sem glymja.
Þórbergur Torfason, 28.8.2007 kl. 23:17
Margt gott í þessu Sigurjón. Samt finnst mér furðu ör að öll hugarmál Jóhönnu leysist ekkert -med det samme- . Mér finnst heldur ekki gott að uppnefna fólk eins og þú gerir. Ekki gott ef viðurnefni eins og Grímsferju Sturla eða Fáskrúðsfjarðargrjóni festist við fólk. Þú ert of mikið ljúfmenni til þess.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 13:30
Rétt ábending hjá höfundi. Viðsnúningur Samfylkinarinnar með eindæmum, nánast grátlegur. Það verður væntanlega nóg að gera hja Spaugstofumönnum í vetur sem munu toppa Halldór og Davíð.
Annars fer lítið fyrir "Rasistagrýlunni" þessa dagana sem dundi yfir allt og alla fyrir síðustu kosningar. Í þeirri umfjöllun voru frjálslyndir stimplaðir kynþáttahatarar fyrir það að vilja koma skikkan á málefni útlendinga hér í landinu, undibúa jarðveginn betur og tryggja þeim sambærileg kjör og aðrir hafa í landinu. Fjölmiðlar virðast lítt spenntir að fylgja þeirri umræðu eftir og þegja þunnu hljóði. Þó liggur fyrir að erlendir starfsmenn eru ekki skráðir nema að litlu leyti og þar með ótryggðir. Ég heyri engan úlfaþyt vegna þessa. Það er hljótt a vígstövðunum. Fer eitthvað fram hjá mér?
Mer finnst eiginelga að Sturla hafi sjálfkrafa áunnið sér viðurnefnið "Grímseyjaferju Sturla"
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 29.8.2007 kl. 21:05
Það er óþolandi að Íslensk fyrirtæki sem að eru með sín mál í lagi þurfi að standa í samkeppni við þau fyrirtæki sem að eru með allt niður um sig. Það samræmist ekki leikreglum a vinnumarkaði að hafa rangt við og geta siðan fengið að laga það ef að kemst upp um mann. 'A þá ekki innbrotsþjófurinn að fá að skila þýfinu sá fulli að sofa úr sér osvfr. Fyrirtæki borgaði rafvirkjum frá Pólandi smánarlaun til allrar hamingju tók Rafiðnaðarsambandið á málunum. En hvað um alla járniðnaðarmennina trésmiðina og verkamennina sem að sama fyrirtæki var með i vinnu. Hvernig ætli þeim sé borgað. Það er komin tími til að þetta sé stöðvað og það strax því hver er akkur annarra fyrirtækja að standa í skilum með sitt þegar hægt er að vera með menn i vinnu og ekki greiða af þeim gjöld í atta mánuði. Eins og ég bendi á i bloggi mínu gerum verkkaupana líka ábyrga. Þeir eru margir hverjir fyrirtæki í eign fólksins
Jón Aðalsteinn Jónsson, 30.8.2007 kl. 16:24
Hjartanlega sammála þér Guðrún Jóna með fjölmiðlana. Þessi þögn þeirra er jafn ærandi og upphrópanirnar um rasisma fyrir kosningarnar í vor. Hverra hagsmuna eru þeir að gæta? Það skemmtilega við þetta er að það voru konur í framlínu Samfylkingarinnar sem æptu hvað hæst og það verður fróðlegt að sjá hvernig þær taka á málum þegar þing kemur saman í haust. Þær byrja nú líklega á að skaffa ókeypis bækur fyrir skólafólkið og breyta svo lánum námsmanna í styrki . Fer ekki lengra í loforðalista þeirra að sinni.
Kolbrún Stefánsdóttir, 30.8.2007 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.