Leita í fréttum mbl.is

Heilög Jóhanna tekur þátt í leiknum

Enn og aftur berast fréttir austan af Kárahnjúkum um að brotin séu réttindi á erlendu verkafólki, nú í tengslum við bílslys þar sem fjöldi verkamanna slasaðist og reyndist ekki hafa lágmarksréttindi. Í stjórnarandstöðu fór núverandi félagsmálaráðherra mikinn í að tíunda að pottur væri brotinn hvað þessi mál varðar.

Nú þegar Samfylkingin er komin í mjúk sæti virðist ekkert vera að gerast, það þarf að kanna, skoða, leita leiða og bíða eftir nefnd sem mun athuga hvort mögulegt sé að gera eitthvað. Það er fáránlegt að láta umræðuna um ábyrgð í þessu máli snúast um einstakar starfsmannleigur eða verktaka, stjórnvöld hljóta að bera ábyrgðina en þau hafa heykst á að taka á því sem vitað er að hefur verið í ólagi frá því að framkvæmdin fór af stað, frá því að innstreymi erlends verkafólks varð hömlulaust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég  verð að segja það að ég hef töluverðar áhyggjur af stjórnarandstöðunni. Málfllutningur ykkar í stjórnarandstöðunni er ákaflega máttlaus og stundum lítt skynsamlegur.

Það hefur lengi legið fyrir að það er brotalöm í því kerfi er lítur að skráningu erlendra verkamanna. En að ásaka nýskipaðan félagsmálaráðherra fyrir að taka þátt í einhverjum leik finnst mér ákaflega langsótt. Þetta er eins og þegar Ögmundur hamaðist í utanríkisráðherra fyrir að hafa ekki hitt fulltrúa Hamas. En það er önnur ella.

Hins vega hefði stjórnarandstaðan mátt vera miklu kröftugri eftir að sumarþingi lauk. Það kom nefnilega ekkert út úr sumarþinginu og afgreiðsla meirihluta þingsins í málefni aldraðra var bara brandari. En eina lausnin sem meirihlutinn hafði vara að lofa okkur að vinna til 70 ára aldurs. Eins og það sé draumur okkar sem hafa unnið erfiðisvinnu allt okkar líf. Okkar kynslóð vill hætta 62 ára og í síðasta lagi 65. Svo ekki sé talað um hjúkrunarheimili aldraðra. Þarna hefðu þið átt að vera miklu kröftugri.

Með von um betri og kröftugri málflutning.

kv

Sigurður H. Einarsson

Sigurður H. Einarson (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 20:08

2 identicon

... og vel á minnst; mér finnst að félagsmálaráðherrann eigi líka aðeins að skoða hvernig Vinnumálastofnun og þá sérstaklega forstjórinn er að standa sig. Gæti ekki eitthvað þurft að skerpa þar á eftirlitinu, því það er nú ekki eins og þetta sé að koma upp í vikunni með skráningarleysi erlendra verkamanna - karla og kvenna. Þessum pólitíska uppeldissyni kvótagreifans frá Hornafirði var plantað í þetta starf án þess að nokkurt mat færi fram á hæfni hans til starfsins, sem margt bendir til að sé að minnsta kosti verðugt umfjöllunarefni.

Nöldrari (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 21:14

3 Smámynd: Jóhann Ólafur Sigurðsson

Þú ert semsagt að segja að ríkisstjórnin ein beri ábyrgðina, starfsmannaleigur og verktakar eigi því ekki að þurfa að hugsa um þessi mál sjálfir, heldur bíða eftir að ríkisstjórnin komi og skrái allt það vinnufólkið sem þeir fá að utan? Auðvitað getur hún gert betur í þessum málum...en er ekki fullt djúpt í árinni tekið að ætlast til að hún taki alla ábyrgðina, þegar einstaka verktakar og starfsmannaleigur eru ekki að fara eftir lögum?

Jóhann Ólafur Sigurðsson, 28.8.2007 kl. 21:24

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er algjörlega á sama máli og Sigurjón.  Jóhanna Sigurðardóttir gerði mikið af því að gagnrýna aðbúnað erlendra verkamanna og eftirlitsleysi opinberra stofnana, maður skyldi ætla að það hefði verið eitt af hennar fyrstu verkum að kippa þessum atriðum í liðinn, en þess í stað lætur hún bara fara vel  um sig í þægilegum stól eins og aðrir ráðherrar Samfylkingarinnar.  Og að vera að tala um máttlausa stjórnarandstöðu áður en þing kemur saman er ekki alveg inn í myndinni.

Jóhann Elíasson, 28.8.2007 kl. 22:06

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er rétt hjá Sigurði H Einarssyni að það hefur legið lengi fyrir að réttur fólks er ekki virtur.  Erlent starfsfólk er ekki skráð, það er ótryggt, vafi leikur á að því hvort sé greitt í samræmi við kjarasamninga, vinnuvernd er ekki tryggð s.s. nýlegar hópsýkingar og eitranir bera með sér og uppi eru rökstuddar ásakanir um kynferðislega misnotkun eins og dæmin sanna. 

Það virðist því miður vera svo að Samfylkingin telji ekki tiltökumál þessa dagana, þó svo að þetta haldi átölulaust áfram en nóg var masað fyrir nokkrum mánuðum í stjórnarandstöðunni um að þessu þyrfti að breyta.

Ef til vill hefur Samfylkingin snúið við blaðinu í þessu máli eins og í kvótamálinu og telji í góðu lagi að halda áfram þessum leikaraskap þ.e. að sýna einhverja málamynda vandlætingu í garð einstakra fyrirtækja og gera síðan nákvæmlega ekki neitt.

Sigurjón Þórðarson, 28.8.2007 kl. 22:26

6 Smámynd: Þórbergur Torfason

Það er ekki til neins að skattyrðast við hana Jóhönnu um málefni innflutts vinnuafls. Hún þarf sitt 60 daga sumarleyfi eins og aðrir þingmenn og ráðherrar. Vandamálið við þrælabúðirnar sem reknar eru vítt um Ísland eru líka orðnar æði gamlar, sennilega eldri en starfsaldur Gissurs Péturssonar hjá vinnumálastofnun. Þar á þó að bera fyrst niður og hreinsa út með lúsaeitri og skipta um allt sem kvikt er þar. Síðan þarf að taka skurk á verkalýðsforystunni sem óátalið lætur þennan ósóma viðgangast hér árum saman. Það er eitthvað ægivald sem atvinnurekendur eru búnir að ná yfir þjóðinni. Ef þú ert með eitthvað múður verður Pólverji hengdur á snagan þinn í fyrramálið. Þetta eru skilaboðin sem glymja.

Þórbergur Torfason, 28.8.2007 kl. 23:17

7 identicon

Margt gott í þessu Sigurjón. Samt finnst mér furðu ör að öll hugarmál Jóhönnu leysist ekkert -med det samme- . Mér finnst heldur ekki gott að uppnefna fólk eins og þú gerir. Ekki gott ef viðurnefni eins og Grímsferju Sturla eða Fáskrúðsfjarðargrjóni festist við fólk. Þú ert of mikið ljúfmenni til þess.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 13:30

8 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Rétt ábending hjá höfundi. Viðsnúningur Samfylkinarinnar með eindæmum, nánast grátlegur. Það verður væntanlega nóg að gera hja Spaugstofumönnum í vetur sem munu toppa Halldór og Davíð.

Annars fer lítið fyrir "Rasistagrýlunni" þessa dagana sem dundi yfir allt og alla fyrir síðustu kosningar. Í þeirri umfjöllun  voru frjálslyndir stimplaðir kynþáttahatarar fyrir það að vilja koma skikkan á málefni útlendinga hér í landinu, undibúa jarðveginn betur og tryggja þeim sambærileg kjör og aðrir hafa í landinu.  Fjölmiðlar virðast lítt spenntir að fylgja þeirri umræðu eftir og þegja þunnu hljóði. Þó liggur fyrir að erlendir starfsmenn eru ekki skráðir nema að litlu leyti og þar með ótryggðir. Ég heyri engan úlfaþyt vegna þessa.  Það er hljótt a vígstövðunum.  Fer eitthvað fram hjá mér?

Mer finnst eiginelga að Sturla hafi sjálfkrafa áunnið sér viðurnefnið "Grímseyjaferju Sturla"

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 29.8.2007 kl. 21:05

9 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það er óþolandi að Íslensk fyrirtæki sem að eru með sín mál í lagi þurfi að standa í samkeppni við þau fyrirtæki sem að eru með allt niður um sig. Það samræmist ekki leikreglum a vinnumarkaði að hafa rangt við og geta siðan fengið að laga það ef að kemst upp um mann. 'A þá ekki innbrotsþjófurinn að fá að skila þýfinu sá fulli að sofa úr sér osvfr. Fyrirtæki borgaði rafvirkjum frá Pólandi smánarlaun til allrar hamingju tók Rafiðnaðarsambandið á málunum. En hvað um alla járniðnaðarmennina trésmiðina og verkamennina sem að sama fyrirtæki var með i vinnu. Hvernig ætli þeim sé borgað. Það er komin tími til að þetta sé stöðvað og það strax því hver er akkur annarra fyrirtækja að standa í skilum með sitt þegar hægt er að vera með menn i vinnu og ekki greiða af þeim gjöld í atta mánuði. Eins og ég bendi á i bloggi mínu gerum verkkaupana líka ábyrga. Þeir eru margir hverjir fyrirtæki í eign fólksins

Jón Aðalsteinn Jónsson, 30.8.2007 kl. 16:24

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hjartanlega sammála þér Guðrún Jóna með fjölmiðlana. Þessi þögn þeirra er jafn ærandi og upphrópanirnar um rasisma fyrir kosningarnar í vor. Hverra hagsmuna eru þeir að gæta? Það skemmtilega við þetta er að það voru konur í framlínu Samfylkingarinnar sem æptu hvað hæst og það verður fróðlegt að sjá hvernig þær taka á málum þegar þing kemur saman í haust. Þær byrja nú líklega á að skaffa ókeypis bækur fyrir skólafólkið og breyta svo lánum námsmanna í styrki . Fer ekki lengra í loforðalista þeirra að sinni.

Kolbrún Stefánsdóttir, 30.8.2007 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband