24.7.2007 | 16:07
Geir Haarde í rústaskoðun á Siglufirði
Í þann mund sem ég var að fara að hífa gúmmíbátinn minn á Siglufirði sá ég útundan mér Geir forsætisráðherra sem var að sækja Siglfirðinga heim. Hann er væntanlega að skoða rústirnar eftir stefnu Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum í hátt í tvo áratugi.
Staðan á Siglufirði hefur gerbreyst á þessum tíma. Nú er ekki nokkur von fyrir nýja aðila að hefja útgerð og fiskvinnslu, það er enginn togari á staðnum, ekkert frystihús og rækjuvinnslan er í þann mund að leggja upp laupana. Flaggskip fiskvinnslunnar á Siglufirði verður væntanlega salfiskverkunin Þeysill sem er lítil saltfiskvinnsla.
Það er kaldhæðnislegt að um leið og ég sá forsætisráðherrann skarta ljósum búningi sá ég fiskverkanda sem hafði starfrækt fiskverkun um áratugaskeið, en sagan segir að hann hafi verið knúinn í gjaldþrot af sjálfri Byggðastofnun vegna 4 milljóna kr. skuldar við stofnunina. Það var skömmu áður en ríkisstjórnin tilkynnti að Byggðastofnun ætti að gegna meginhlutverki í að bjarga landsbyggðinni.
Ef maður þekkir stjórnarherrana rétt er ekki líklegt að mikið kjöt verði á beinunum í umtöluðum mótvægisaðgerðum. Fyrri aðgerðir hafa verið til friðþægingar og að nafninu til. Raunverulegar mótvægisaðgerðir á Siglufirði sem akkur væri í væru að auka frelsi í sjávarútveginum, t.d. væri byrjunin að leyfa handfæraveiðar og tryggja að fiskur færi á markað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 7
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 75
- Frá upphafi: 1019344
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 66
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Þarna komstu með það Sigurjón. Ég ætla að stofna ferðamannafyrirtæki sem sérhæfir sig í rústaskoðunum. Það verður nóg af rústum eftir ekki svo langan tíma. En svona grín laust, þessar mótvægisaðgerðir eru algjört rugl, halda mætti að þeim sé slegið svona upp til þess eins að slá ryki í augu þeirra sem á höfuðborgarsvæðinu búa, sem náttúrulega trúa því að fjármagnið sé tekið algjörlega úr þeirra vasa. þetta dæmi með byggðarstofnun er sér kapítuli útaf fyrir sig. Hvað gerði byggðarstofnun á Ísafirði? Þar var einhver stór merkilegur hlutur í gangi. Hvaða rassgati var verið að bjarga þar? Ég set hlekk um það Hér . Þarna kemur það kristal skýrt í ljós að það er ekki sama hver er, og hverjum skal bjargað.
kv. Halli
Hallgrímur Guðmundsson, 24.7.2007 kl. 18:18
Heill og sæll Sigurjón.
Hættu þessu væli það tekur enginn mark á þessum upphrópunum þínum. Þér væri nær að fjalla máefnalega um þetta.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 24.7.2007 kl. 19:52
Þetta er allt satt og rétt, Jóhann Páll, og það vitum við báðir. Það má bæta því við að fiskimjölsbræðslan á Siglufirði hefur ekki verið starfrækt á undanförnum árum. Hér er mjög góð höfn og góð fiskimið sem gefa vel og núverandi ástand er óþarft. Það væri í þjóðarhag að auka frelsið og gefa íbúum Siglufjarðar færi á að sækja björg í bú og leggja í auknum mæli með sér til þjóðarbúsins.
Sigurjón Þórðarson, 24.7.2007 kl. 20:31
Gleymið svo ekki Vestfjörðunum - eitt samfellt rústasvæði allir firðirnir
Marta B Helgadóttir, 25.7.2007 kl. 01:00
Heill og sæll, Sigurjón og aðrir skrifarar !
Vakti athygli, á síðu minni á þessarri nauðsynlegu umfjöllun þinni.
Jóhann Páll Símonarson ! Hvar hefir þú verið, undanfarin ár og misseri ?
Ertu ekki Íslendingur; maður ?
Er það væll, þá menn missa tekjustofna sína, í heimabyggðum sínum, sökum heimsku,, eða þá illkvittni æðstu ráðamanna þjóðarinnar ?
Svari þú spurningum þessum, Jóhann Páll; sértu maður til !!!
Með blendnum kveðjum / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 02:03
Ég er alveg sammála því að það veri enga mótvægisaðgerðir, Þetta er bara innantómt kjaftæði og bara til þess gert að slá ryki í augu landsmanna þegar LÍÚ hefur notið fulltingis ríkisstjórnarinnar við að ná endanlegum yfirráðum yfir fiskimiðunum.
Jóhann Elíasson, 25.7.2007 kl. 08:18
Rúntað og spjallað í 2 tíma, borðað á Bíókaffi og svo brennt í bæinn. Afar ítarleg úttekt sýnist mér. Mér skilst annars að ráðamenn á Sigló séu að betla umbætur á borð við flóðlysingu á skíðasvæði og annað, sem hefur ekkert með atvinnuuppbyggingu til framtíðar að gera.
Menn eru að kroppa í ónauðsynlega snjóflóðavarnargarða hérna og bora göng. Hvað um atvinnuvegi, sem ávaxta sitt pund? Fyrir gesti hér þá finnst mér þetta örvæntingarfullt fálm.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.7.2007 kl. 09:04
Mér segir svo hugur um, að Geir Haarde sé mun hættulegri stjórnmálamaður en áður var talið og jafnvel jafnoki Halldórs Ásgrímsonar og Davíðs Oddsonar ef hann telur þurfa þess með.
Jóhannes Ragnarsson, 25.7.2007 kl. 11:20
Þarna hittirðu naglann á höfuðið Jóhannes. "Það er ekki betri músin sem læðist en sú sem stekkur".
Jóhann Elíasson, 25.7.2007 kl. 11:56
Er í einhverju svartsýnis kasti núna. Það er öllum sama þó sjávarbyggðir vorar verði bara fornminjar fyrir túrhesta úr Reykjavík. Það er ekki til neinn skilningur né þekking á sjávarútvegi í dag. Það liggur við að fólk hrökkvi í kút ef það sér fisk annar staðar en í búð.
Hvað er til ráða? Í sjálfu sér fátt, ekki annað en að halda baráttunni áfram þar til yfir líkur. Ég er svo rómantískur að ég vil mun frekar útgerðir út um víðan völl en einhverjar verksmiðjur.
Gunnar Skúli Ármannsson, 25.7.2007 kl. 19:18
Væl segir einhver. Þetta er bara lífsspursmál ekkert minna en það. Endilega haltu áfram að ræða þessi mál Sigurjón. Þú þekkir þau mjög vel og það eru margir sem hlusta, og jafnvel ennfleiri sem vita að þú ert að segja sannleikann.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2007 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.