Leita í fréttum mbl.is

Nýtt afbrigði Samfylkingarinnar af umræðustjórnmálum - þagnir og ómarkviss kjaftavaðall

Samfylkingin boðaði þá fyrir nokkrum misserum síðan að taka upp umræðustjórnmál undir forystu Samfylkingarinnar sem áttu að leysa átakastjórnmál af hólmi.  Þau sem boðuðu þessa nýbreytni voru m.a. hugmyndafræðingurinn Eiríkur Bergmann og núverandi formaður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Eftir að Samfylkingin komst í stjórn hjá Sjálfstæðisflokknum virðist vera sem að það hafi verið tekin upp algerlega ný tegund umræðastjórnmála sem einkennist af ómarkvissum kjaftavaðli og grafarþögn þegar beint er til ráðamanna Samfylkinganna markvissum spurningum. 

Þetta nýja og einkennilega afbrigði kemur nokkuð skýrt fram sérkennilegri framgöngu varaformanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Karls Matthíassonar og Össurar Skarphéðinssonar ráðherra byggðamála sem skrifa ruglingslegar greinar um sjávarútvegsmál og svara síðan ekki  í nokkru málefnalegum spurningum er varða skrif sín.

Ég hef beint spurningum til þessara háu herra á heimasíðum þeirra en einhverra hluta vegna hafa þeir ekki séð ástæðu til að svara enn sem komið er.

Karl er talsmaður Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum og lét óréttlætið og óstjórnina í sjávarútvegi sig miklu varða fyrir síðustu kosningar og ætti þess vegna að vera það létt verk að svara einföldum spurningum ef vilji væri fyrir hendi.  Spurningarnar eru m.a. hvernig Hagfræðistofnun geti spáð fyrir um stofnstæð áratugi fram út frá mismunandi aflareglum,  ef mikil óvissa ríkir um mælingu á stofnstærð þorskins sem nú er á sundi á í kringum landið og sérstaklega í ljósi þess að það hefur þurft að "leiðrétta" stofnstæð þorsks mörg ár aftur í tímann?

Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar er þetta sérstaklega tekið fram m.a. á bls. 48 að erfitt sé að meta veiðistofn í upphafi hvers árs með mikilli nákvæmni.

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort að hvort að þessir valdamiklu menn Karl og Össur taki sig á og svari eða þá hvort að vaðallinn verður látinn nægja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það þarf lítið að vorkenna mér Ragnar Örn. Ég er helvíti góður en ég held að það þurfi frekar að huga að vinum mínum í Samfylkingunni sem virðast alveg kjaftstopp í miðjum umræðum.

Sigurjón Þórðarson, 29.6.2007 kl. 17:35

2 identicon

Til hamingju með afmælið Sjonni minn....

kv. Óli bro

Ólafur Heiðar Harðarson (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 18:48

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Er það nokkuð annað en samgjarnt að menn standi við og kannist við eigin skrif og loforð. Svona skrifar til dæmis varaformaður sjávarútvegsnefndar 3 apríl 2007. Það hentaði þá að æða um landið og slá sig til riddara, en núna hentar að steinhalda kjafti og svara engu. Mig skiptir engu helvítis máli í hvaða flokki menn eru, lágmarkið er að menn svari einföldum spurningum og kannist við eigin loforð og stefnu. Ef einhver á bágt er það þessi maður sem skrifar undir hér að 
neðan.
                VINSAMLEGA LESIÐ ÞETTA HÉR FYRIR NEÐAN:

"Er nú staddur í Hólmavík, en var á Drangsnesi í dag. Hér er fegurð íslenskrar náttúru ótakmörkuð og í dag sá regnbogann yfir Drangsnesi þau ljósbrot voru stórfengleg og boðuðu gott.

Fólkið sem hér býr er afar vænt og tekur vel á móti gestum og vona ég, að ég eigi eftir að taka þátt í því að byggð hér eflist og dafni.

Hvar sem maður kemur talar fólk um að það sé mjög bagalegt að byggðirnar hér hafi með kvótakerfinu verið sviptar réttinum til að sækja sjóinn og nýta þær auðlindir sem eru við bæjardyrnar. Þetta minnir óneytanlega á ríki sem auðug eru af hvers konar auðlindum, en erlend ríki eða fyrirtæki hafa ein aðgang að. Sbr demantanámur í Nígeríu, eða olíulindirnar þar og svona má áfram telja. Er ekki kominn tími til að viðurkennt sé að kvótakerfið er ekki að virka í þágu fjölda byggða sem eiga aldagamlar hefðir fyrir fiskveiðum og vinnslu?

Breytum þessu

X - S

Kalli Matt"  Tilvitnun líkur. Dæmi svo hver fyrir sig.

Hallgrímur Guðmundsson, 29.6.2007 kl. 19:45

4 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég hef aldrei fengið neinn vitrænan botn í um hvað þessi umræðustjórnmál fjölluðu .Eru ekki öll mál háð einhverri umræðu hvort  heldur þau fjalla um stjórnmál eða eitthvað annað.Hinn almenni kjósandi veit ekkert um hvað þessi umræðustjórnmál fjölluðu.Einhver hópvinna fór fram vítt og breytt um landið,en eru þátttakendur þeir einu sem vita um innihald og efni umræðanna.

Kristján Pétursson, 29.6.2007 kl. 21:55

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já " þagnir og ómarkviss kjaftavaðall " er nokkuð góð skilgreining Sigurjón

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.6.2007 kl. 23:50

6 identicon

Hvers vegna ættu þessir ágætu menn að fara að svara Sigurjóni?

Halda menn virkilega að þeir geti bara krafist þess að alþingismenn svari öllum spurningum frá öllum íbúum þessa lands sem settar eru fram í kommentakerfi á bloggsíðum manna ?

Þingmenn myndu þá sennilega ekki gera neitt annað en að svara misgáfulegum spurningum fólks.

Umræðustjórnmál eru ekki að svara öllum spurningum frá fólki út í bæ í kommentakerfi á bloggsíðum manna, það eitt er víst.

Karl Gunn (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 00:56

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Karl Gunn þetta eru nú ekki margar spurningar sem Karl hefur verið spurður á blog síðunni sinni og tímans vegna ætti honum að vera í lófa lagið að svara.

Það má vera rétt sem bent hefur verið á að þessir háu herrar í Samfylkingunni þeir Össur og séra Karl  séu ekkert að ómaka sig á því að svara fólki út í bæ. 

Það gæti auðvitað verið skýringin á þögn þeirra að jafnaðarmennirnir ræða ekki við hvern sem er. 

Sigurjón Þórðarson, 30.6.2007 kl. 07:22

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skrýtir að fólki skuli finnast það sjálfsagt og eðlilegt að menn sem sennilega hafa verið kosnir á þing af fólki sem trúði á málflutning fyrir kosningar, sitji þegjandi og svari ekki spurningum manna eftir kosningar.

Sigurjón er málafestu maður, hann er fylginn trú sinni, og á þess vegna erfitt með að skilja þessa umbreytingu á séra Karli V.  Ég verð að segja það að mér finnst það líka.  Allt í einu er þetta hitamál hans orðið þögninni að bráð.  Hvað veldur ? Það er von að fólk vilji fá svör. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.6.2007 kl. 10:21

9 identicon

Kannski er nafni minn bara í fríi Grjóni, eða bara að hann kíki ekki í kommentkerfi bloggsíðunnar ?

Cecil þá er það nú bara þannig að ég kaus þingmenn til setu á Alþingi næstu fjögur árin og ætlast til að vinna þeirra verði sem best, landi og þjóð til heilla næstu árin. Ég kaus þá ekki til að þeir myndu svara allskonar, misgáfulegum spurningum frá allskonar, misgáfulegu fólki á heimasíðum sínum.

fram hefur t.d. komið á heimasíðu össurar að hann sé í fríi með fjölskylduna, ætlist þið virkilega til þess að hann komi á netið oft á dag til að svara misgáfulegum fyrirspurnum í kommentakerfi sínu?

Hlusta ekki á neitt kjaftæði um að hann sé kosinn og eitthvað þannig kjaftæði og eigi því ekki að taka sér frí sem mig grunar að þið munið segja. 

Karl Gunn (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 00:52

10 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Nei Karl Gunn, það er ekki svo að Karl Matthíasson lesi ekki athugasemdir sem koma á síðuna hans en ég hef fengið mjög sérkennileg viðbrögð við skrifum mínum sem ég mun gera að umfjöllunarefni síðar hér á síðunni. 

Hvorki Karl Matthíasson né Össur Skarphéðinsson byggðamálaráðherra hafa enn sem komið er svarað þeim spurningum sem ég hef beint til þeirra er varðar grundvöll bæði skýrslu Hagfræðistofnunar og fiskveiðiráðgjar Hafró sem Samfylkingin virðist ætla að kokgleypa. 
Ég á erfitt með að trúa því að almennt þyki Samfylkingarfólki spurningarnar eitthvert kjaftæði þar sem ég hef reyndar fengið tölvupóst frá krata sem hvatti mig mjög til að halda sínum flokksmönnum við efnið.

Sr. Karl Matthíasson lofaði fólkinu í sjávarbyggðunum breytingum á fiskveistjórnunarkerfinu fyrir kosninum en það hafði að hans mati rústað byggðunum.  Af viðbrögðum Karls Matthíassonar núna síðustu vikurnar þá er ekki hægt að sjá annað en að hann hafi verið að plata fólkið í sjávbyggðunum til að kjósa Samfylkinguna þar sem að ekkert bólar á neinum breytingum sem hann þó lofaði.

Það má einnig vera eins og Karl Gunn bendir á að þessir háu herrar Karl Matthíasson og Össur Skarphéðinsson séu orðnir svo forframaðir að þeir svari ekki hverjum sem er. Já það má vera en mér finnst þá ekki óeðlilegt að þeir gefi þá út einhverjar leiðbeiningar um hverju og hverjum þeir svar svo að aðrir séu ekki að fikta í þessum valdamönnum.

Sigurjón Þórðarson, 1.7.2007 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband