26.6.2007 | 20:47
Kemur ekki á óvart - Það var líka ofveiði á 17. öld
Hagfræðingarnir í HÍ eru klókir að eigin mati í líffræði. Það verður ekki frá þeim tekið enda reikna þeir stærð dýrastofna rétt eins og vexti á bankabók. Það er hægt að semja hærri vexti ef menn eiga stærri summu inni á bókinni.
Þessi "líffræði" í viðskiptadeildarinnar í HÍ stangast hins vegar á við alla viðtekna vistfræði sem kennd er við Háskóla Íslands sem gerir ráð fyrir að dýrastofnar sveiflist út frá æti og búsvæði.
Ég hef fylgst með þessari dellu forviða um árabil þar sem að hagfræðingar sem styðjast við reiknisfiskifræði og munar ekki um að reikna út stærð fiskistofna áratugi fram í tímann. Ég hef alltaf furðað mig á þessum útreikningum áratugi fram í tímann þegar ekki er hægt að spa fyrir um stærð stofna eitt ár fram í tímann.
Ég hef líka séð sömu sérfræðinga reikna út mikla ofveiði aftur í tímann og jafnvel með sömu stofnlíkönum sem brúkuð eru í dag þá hefur verið reiknuð út gífurleg ofveiði á síld í Norðursjó á 17. öld.
Það ætti hver maður að þetta er allt ein della.
Hvers vegna er þessu haldið áfram?
Hagkvæmt að hætta þorskveiðum um tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 1019333
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Nákvæmlega það hentar núna. Og næstu þrjú árin, svo allt í einu korteri fyrir kosningar þá verðu hægt að auka veiðina, af því að menn hafa staðið sig svo vel. Sami leikur aftur og aftur. Ætli menn endalaust trúi þessu liði. Segi nú bara svona.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2007 kl. 21:25
Hvernig væri að prufa fyrst að banna togveiðar en leyfa línuveiðar á hrygningarstöðvum þorsksins?
Af hverju er ennþá svona mikið tabú að tala um hversu illa það fer með lífríki hafsins að skrapa hafsbotninn og þyrla upp drullu sem sest í tálkn tegunda?
Og hvernig væri að opna fyrir það að undirmáli megi landa án þess að það sé dregið frá kvóta svo lengi sem útgerðin hagnist ekki á því, til dæmis með því að söluandvirði rynni í þyrlusjóð eða slysavarnarsjóð sjómanna? Þá fengust allavega réttar tölur um veiðar við landið.
Þór Fjalar Hallgrímsson (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 22:16
Eftir 3 ár verður búið að kaupa upp alla þá sem nú fara á hausinn og þá verður hægt að auka kvótann.
Georg Eiður Arnarson, 26.6.2007 kl. 22:17
Sem gamall fjárbóndi get ég tæpast séð fyrir mér verri stöðu en þá að vera bæði heylaus og haglaus.
Sá bóndi sem við þær aðstæður tæki upp á því að setja öll sín lömb á vetur yrði ekki hátt metinn af sínum sveitungum. Reyndar ætti hann engan kost á því vegna þess að forðagæslumaðurinn tæki af honum völdin.
Nákvæmlega sömu aðferð leggur Hafró nú til með því að friða allan smáfisk og kosta kapps við að fjölga fiskunum í átulausum sjó.
Árni Gunnarsson, 26.6.2007 kl. 22:39
Í þeirri umræðu sem hefur farið fram er sjómönnum oft á tíðum telft hver á móti öðrum s.s.
Það á að vera voða vont að veiða á handfæri vegna þess að þá verið að taka smáfisk sem á að vera fullur af ormi sem eyðileggur markaðina.
Það á voða vont að veiða loðnu vegna þess að hún er fæða fyrir þorskinn.
Það á að vera voða vont að veiða á dragnót vegna þess að hún á að eyða seiðum og eyðileggja botninn.
Það á að vera voða vont að veiða á línu vegna þess að þá er verið að taka millistærð af fiski sem á eftir að stækka mikið og þess vegna mjög óskynsamlegt að veiða á línu.
Það á einnig að vera voða vont að veiða í net vegna þess að þá er verið að taka stærstu og verðmætustu mömmurnar.
Það á einnig að vera voða vont að vera á togveiðum enda eiga hlerarnir að eyðileggja botninn.
Mín skoðun er að það eigi að veiða með öllum framangreindum veiðarfærum og þau séu í sjálfu sér ekki vandinn aðalatriðið er að veiða allar stærðir. Auðvitað er samt sem áður rétt að skoða ofangreinda þætti en mér finnst blasa við að setja spurningamerki við þessar mælingar sem mæla ætið minna eftir því sem minna er veitt og hvort eitthvað vit sé í að friða fisk sem ekki er að vaxa. Ef dýr vaxa ekki þá er um tvennt að gera þ.e. að fækka þeim sem er á fóðrum eða þá fóðra. Það er fjandanum erfiðara að fara að fóðra þorskinn í hafinu sem þarf vel á annað hundrað þúsund tonn af viku af fóðri til að draga fram lífið.
Sigurjón Þórðarson, 26.6.2007 kl. 23:00
Veistu það Ásthildur ég er ekkert viss um að þetta 3 ára bann sé ráðlagt með kosningar í huga.
Ég held að ástæðan sé miklu frekar sú að þeir eru gífurlega öryggir í þessari vitleysu og jú svo getur verið að ef þú setur fram óraunhæfar óskir um niðurskurð sem vitað er að verður ekki farið af þá er alltaf hægt að halda því fram að það hafi ekki verið farið að ráðgjöf.
Sigurjón Þórðarson, 26.6.2007 kl. 23:04
Það er alltaf ganan að fylgjast með fólki sem ekki þekkir til í sjávarútvegi eins og Þór Fjalari, yfir hrygningartímann eru allar veiðar bannaðar á hrygningarslóð, svo kallað fæðingarorlof sjómanna. En varðandi trollið, að þá eru fleiri tegundir í sjónum en bara þorskur sem þarf að nýta, mér hefur aldrei tekist á mínum sjómennskuferli að veiða karfa og ufsa á línu nema í mjög takmörkuðu mæli, það er ekki hægt að veiða karfa og ufsa að neinu marki nema í troll, það er jú líka verðmæti í þeim tegundum
Hlýri (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 23:18
Hlýri ég hef reyndar heyrt þær skoðanir sem fram komu hjá Þór Fjalari hjá reyndum sjómönnum sem sumir hverjir höfðu verið á togurum en eftir að vera komnir á trillu að þá litu þeir alla togaraveiði hornauga.
Ég efast sjálfur um að togveiðar séu stóra málið í þessu og get tekið algerlega undir með Hlýra að þær séu nauðsynlegar til að nýta ákveðna stofna. Ég tel nauðsynlegt að opna þessar rannsóknir og hleypa fleirum að heldur en þeim sem byggja á reiknisfiskifræði.
Það hafa alltaf verið uppi ýmsar kenningar um hvers vegna aflabrögð breyttust en fiskistofnar og aflabrögð hafa sveiflast frá því að sögur hófust af veiðum. Með tilkomu gufuskipanna töldu ýmsir þegar aflabrögð versnuðu, að um væri að ræða að sótið úr vélunum sem puðaði út í loftið, færi að lokum í sjóinn og þaðan í tálkninn í fiskum sem dræpi hann og þess vegna versnaði veiðin til mikilla muna.
Sigurjón Þórðarson, 26.6.2007 kl. 23:42
Virðulegur Hlýri, ég er ekki óreyndur í sjávarútvegi og skrifaði hrygningarslóðir ekki hrygningartími. Þó veiðarnar séu bannaðar í fæðingarorlofinu þá breytir það ekki því að toghlerar eyðileggja bæði kóral og botngróður og gera skilyrði fyrir þorskhrogn verri en ella. Verið getur að þú hafir aldrei veitt karfa og ufsa á línu en það hef ég gert og í miklum mæli. Annars var verið að tala um þorsk.
Ef ég þyrfti að velja þá vildi ég helst vera á togara, það er bæði auðveldasta og best launaðasta tegund af sjómennsku sem ég hef prufað. Rányrkja gefur oftast vel í aðra hönd á meðan endist.
Ekki er hægt að tala um að tefla sjómönnum gegn hver öðru, þeir ráða ekki neinu, hafa ekkert um það að segja hvernig veiðar eru stundaðar, nema kannski trillusjómenn sem er deyjandi stétt.
Það er annars einkennandi fyrir togarasjómenn hversu tilfinningasamir og uppstökkir þeir verða um leið og vikið er að því orði að til sé betri leið og vistvænni en togveiðar. Það er skiljanlegt í ljósi þess að það ógnar lífsviðurværi þeirra, allavega til skemmri tíma.
E.t.v. er sama ástæða að baki því hversu stjórnvöld og Hafró hafa lítinn áhuga á að rannsaka þetta, ekki má styggja þá sem borga mest í kosningasjóði, þ.e. LÍN, hverra félagsmenn skulda sjálfsagt erlendum bönkum ennþá bróðurpartinn í togaraflota landsins.
Auðvitað er ekki hægt að veiða á línu og handfæri allstaðar, en þar sem það er hægt og sérstaklega á hrygningarslóðum virðist vera skynsamlegt að allavega gera tilraun í 1-2 ár og sjá hvort ástand þorskstofnsins batni.
Þór Fjalar Hallgrímsson (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 01:31
Ég er sammála þessum pistli þínum Sigurjón innilega, hins vegar tel ég að hvoru tveggja þurfi og verði að taka mið af magni veiða í ´nútíma dragnót og botnvörpu hvað varðar vistkerfi hafsins.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 27.6.2007 kl. 01:50
Sem löggiltum landkrabba þá botna ég minnst lítið í þessum pælingum um mismunandi veiðafæri.
Það sem snertir mig mest er þetta algjöra áhugaleysi sem virðist ráða ríkjum. það virðist öllum vera sama þó við leggjum Vestfirði í rúst bara ef "þeir" græða peninga. Ef við græðum þá skiptir fórnarkostnaðurinn engu máli, græðgi er fullkomin réttlæting allra okkar verka í dag.
"Sorry" við erum að kljást við trúarbrögð ekki vísindi.
Gunnar Skúli Ármannsson, 27.6.2007 kl. 16:34
Alltaf samafáfræðin um hrygningarstöðvarþorsksins
Nú hrygna flestir okkar nytjafiskar (þorskfiskar, flatfiskar) ekki á botni heldur uppi í sjó. Eggin eru sviflæg og berast með straumi, eftir að þau klekjast berast seiðin með straumi sólarsinnis í kring um landið og geta tekið botn á haustin nánast hvar sem er.
Botnvarpa og dragnót valda því ekki skaða á hrygningar- eða uppeldisstöðum flestra nytjafiska. Vera má að þessi veiðarfæri valdi skaða á botni og lífríki en það útheimtir þá önnur rök en að þau skemmi hrygningarstöðvar. Rétt er að geta þess að síld, loðna, sandsíli og steinbítur t.d. hrygna á botninum.
Jón Kristjánsson, 27.6.2007 kl. 22:40
Sæll Jón.
Veiðiálag þ.e. magn veiðarfærða svo sem dragnótar, sem og botntrolla núverandi í notkun allan sólarhringinn í vistkerfinu með tilheyrandi uppróti og röskun hlýtur að raska hluta vistkerfisins í þessu sambandi sem aftur hefur áhrif á önnur.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 28.6.2007 kl. 02:18
Nú hrygna flestir okkar nytjafiskar (þorskfiskar, flatfiskar) ekki á botni heldur uppi í sjó.
Takk fyrir að leiðrétta mig en þetta breytir engu
... eftir að þau klekjast berast seiðin með straumi sólarsinnis í kring um landið og geta tekið botn á haustin nánast hvar sem er.
Uppelsisstöðvar þorsksins geta semsagt verið hvar sem er, á hafsbotni.
Botnvarpa og dragnót valda því ekki skaða á hrygningar- eða uppeldisstöðum flestra nytjafiska.
Hvernig getur þú sagt það? Ef hafsbotninn hvar sem er, er uppeldisstöð þorskseiða hvernig getur það þá ekki skaðað hann að skrapa efsta lagið ofan af honum reglulega og þyrla upp drullu?
Samkvæmt því sem þú segir er ástæðan þá enn meiri til að nota ekki dragnót og troll, ekki bara á hrygningarslóð heldur allstaðar sem hægt er að nota annað.
Þór Fjalar Hallgrímsson (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 17:45
Það er gaman að sjá menn skjóta sig í fótinn með því að líkja togveiðum við rányrkju. eða orðrétt eins og Þór orðar það
"Ef ég þyrfti að velja þá vildi ég helst vera á togara, það er bæði auðveldasta og best launaðasta tegund af sjómennsku sem ég hef prufað. Rányrkja gefur oftast vel í aðra hönd á meðan endist. "
En ég eins og fleiri er að velta fyrir mér af hverju ekki væri frekar að banna Loðnuveiðar en aðrar veiðar, Loðnan er jú fæða fyrir Þorskinn...
Er ekki nær að kalla Loðnuveiðar rányrkju sem gefur vel í aðra höndina???
Ég er ekki sjómaður en velflestir í minni fjölskyldu hafa stundað sjó um lengri eða skemri tíma og reyndar ég um skamman tíma.
Ólafur Björn Ólafsson, 28.6.2007 kl. 21:26
Jón minn, það er nú einusinni svo, að þegar seiðin ,,taka botn" semsagt eftir að kviðpokinn er tómur, þurfa þau skjól eða öllu heldur þau smásæju dýr sem þau lifa á fyrst um sinn.
Það er ekkert óvart, að Bandaríkjamenn bjuggu til ,,rif" úr skipsflökum og hergögnum fyrir sunnan Florida. togveiðarnar höfðu drepið nánast allann Kóral og uppeldisstöðvar þeirra fiska (vöggustofurna) voru svo skemmdar, að þeir fiskar sem ofarlega eru í lífríkinu og ríkum Könum þykir gaman að veiða á stöng var í útrýmingarhættu. Þá hrökk allt í gírinn en áður höfðu karlarnir á kæjanum verið að nöldra eitthvað.
Sama verður hér, við hlutum ekki á náttúrúna, þó svo að fugladauði sakir fæðuskorts er mikillEINMITT ÞAR SEM TOGVEIÐARNAR ERU STUNDAÐAR HVAÐ ÁKAFAST.
Nei við verðum að læra að hlusta á náttúruna, annars komumst við ekki af hér í norðrinu.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 29.6.2007 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.