Leita í fréttum mbl.is

Juku hvalveiðarnar ferðamannastrauminn?

Hvalveiðar Íslendinga hafa mikið verið í erlendum fréttamiðlum og því má gera því skóna að hvalveiðarnar hafi trekkt útlenska ferðamenn til landsins. Skyldu nú Samfylkingin og VG endurskoða neikvæða afstöðu sína í ljósi nýjustu talna og upplýsinga?
mbl.is Veruleg fjölgun ferðamanna fyrstu 5 mánuði ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má allavega gera að því skóna að háttvirtur þingmaður Steingrímur Joð, sem samkvæmt óstaðfestum heimildum er náskyldur Ragnari Reykási, skipti um skoðun í þessu máli.... og svo aftur.....og aftur......og aftur......og aftur.

Nói Blomsterberg (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 17:49

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Steingrímur mætti svo sem skipta um skoðun í fleiri málum, s.s. kvótamálinu.

Sigurjón Þórðarson, 15.6.2007 kl. 19:56

3 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Það er til málsháttur sem segir, betra er illt umtal en ekkert umtal.  Veit ekki hvort það eigi við í þessu tilfelli. En kanski hefði ferðamannastraumurinn aukist um 10% ef við hefðum ekki hafið hvalveiðar.

Þetta er spurning um ímynd þjóðarinnar, ekki sjálfsmynd hennar. Ímynd þjóðarinnar býður hnekki ef við höldum hvalveiðum áfram.

Sigurpáll Ingibergsson, 15.6.2007 kl. 21:23

4 identicon

Hvenar skildu þessir spekingar,samber hvalavinir og fleiri átta sig á því að það verður að taka af báðum endum fæðukeðjunar,ekki bara af öðrum endanum.Miðað við það að fiskurinn sveltur,loðnan týnd eða ekki til,sandsýli finnast ekki.
Skíðhvalurinn lifir á átu og hvaða skepnur aðrar?Spyrja hvalavinir sjálfann sig.Tannhvalur lifir á uppsjávar fiski ásamt fiskum,fuglum
og manninum.
Auðvita á að veiða hvalinn líka og mikið meira en gert er annað er heimska.

Siggi P (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 22:55

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mér finnst það dásamleg kenning að hvalveiðarnar hafi aukið ferðamannastrauminn. Spurningin snýst ekki um það heldur snýst hún um hvort ferðamannastraumurinn hefði aukist enn meira ef ekki hefði verið hafnar hvalveiðar.

Það liggur fyrir að mati vísindamanna að til þess að eiga einhverja von til þess að veiða svo marga hvali, að það hafi einhver umtalsverð áhrif á þá stofna sem þeir lifa á, verðum við að veiða mörg hundruð ef ekki þúsundir á hverju ári.

Það er ekki hægt og því er allt tal um að hvalveiðar í þessu skyni út í bláinn.

Ómar Ragnarsson, 15.6.2007 kl. 23:20

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Aðvitað hafa hvalveiðar aukið ferðamannastrauminn. Ég hef fyrir satt að það sé fullt út úr dyrum á veitingahúsum sem bjóða upp á hvalkjöt. Gestirnir eru aðalega útlendingar, sem finnst þetta vera sport.  Sjálfur hef ég borðað hundakjöt í Kóreu og lét ekki hneykslun nokkura úrkynjaðra amerískra hamborgararassa trufla mig eða skemma matarlystina.

Sigurður Þórðarson, 16.6.2007 kl. 02:36

7 identicon

Innlent | Morgunblaðið | 16.6.2007 | 05:30

Íslendingar vilja ekki hrefnukjötið

Hrefnukjöt stendur viðskiptavinum Hagkaupa ekki lengur til boða þar sem eftirspurnin er lítil sem engin að sögn Sigurðar Reynaldssonar, innkaupastjóra matvöru hjá Hagkaupum. Hann segir að verslanirnar hafi farið að selja kjötið fyrir um tveimur árum en hafi nú hætt því alveg. Sigurður segist ekki sjá fram á að hrefnukjöt verði hluti af íslenskri matarmenningu til framtíðar. "Ég held að vandamálið sé að þegar hrefnukjöt hverfur af markaðnum í 15–20 ár þá er komin ný kynslóð sem þekkir ekki kjötið og kann ekki að elda þetta, svo það er rosalega erfitt að byrja aftur eftir svona langt stopp." Nú hafi tekið við nýjar hefðir með léttara kjöti og ekki sé auðvelt að snúa slíkri þróun við.

Markaðsherferð yrði dýrEkki er víst að markaðsherferðir myndu borga sig, að mati Sigurðar, þar sem mikið átak þyrfti til að salan tæki við sér og slíkt kostaði milljónir. "Ekki veit ég hvort ríkisstjórnin eða hrefnuveiðimenn vilja fara út í þann kostnað." Ekki stendur til að Hagkaup endurskoði sölu á hrefnukjöti.

Sigurpall (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 09:41

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Betri fyrirsögn hefði verið: "Útlendingar eru sólgnir í hrefnukjötið".

Víða um land er boðið upp á göngutúra að lundavarpi sem endar á kvöldverð þar sem boðið er upp á... lundakjöt! Auðlindir sem einhver hefur hag af að selja eru þær auðlindir sem hægt er að ganga að því vísu að verði áfram til. Hvað væru til margir kjúklingar og hestar ef þetta væru ekki verðmætar auðlindir til áts og skemmtunar? Sennilega mun færri en í dag!

EF svo ferðamannastraumurinn er að aukast hægar en ella vegna hvalveiða þá væri það í sjálfu sér ekki hið versta mál. Íslensk náttúra þolir ekki nema svo og svo marga gönguskó á viðkvæmt fjallagrasið áður en fer að sjá á henni verulega. En það er önnur saga og lengri. 

Geir Ágústsson, 17.6.2007 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband