Leita í fréttum mbl.is

Össur Skarphéðinsson segir að kreddur ríki innan Hafró

Í gær skoraði ég á stjórnvöld að sýna þá ábyrgð að fara gaumgæfilega með gagnrýnum hætti yfir nýja ráðgjöf og útiloka engin sjónarmið frá umræðunni. Það ætti að vera nokkur von til þess þar sem einn valdamesti stjórnmálamaður landsins Össur Skarphéðinsson hefur nýlega gagnrýnt Hafró mjög harkalega úr ræðustóli Alþingis. Það gerði ráherra byggðamála m.a. í umræðu um tillögu Frjálslynda flokksins um að gera úttekt á færeyska fiskveiðistjórnunarkerfinu. Einhverra hluta vegna hafa stjórnvöld ekki gert umrædda úttekt.

Ræðubútur Össurar Skarphéðinssonar (ræðan öll):

Ég er þeirrar skoðunar að innan Hafrannsóknastofnunarinnar ríki kreddur. Alls staðar skapast kreddubundið andrúmsloft þar sem frjálsir vindar rökræðu og gagnrýni fá ekki að leika um. Ég er þeirrar skoðunar að með einhverjum hætti verði að skapa umhverfi þar sem samkeppni hugmynda á þessu sviði ríkir. Ég er þeirrar skoðunar að það væri ákaflega farsælt í fyrsta lagi að brjóta upp þetta kerfi sem við höfum í dag, þ.e. að á sömu hendi í sama ráðuneyti séu bæði eftirlit og rannsóknir með auðlindinni og hins vegar ákvörðunartaka um hversu mikið megi taka af henni. Þetta eru andstæðir hagsmunir sem vegast á og það er ekki farsælt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þetta er því miður alltaf svona þegar liðið er komið til valda gleymast samstundis gamlar áherslur og loforð,einnig er öllum spurningum svarað með útúrsnúningum og þvættingi sem kölluð er pólitísk umræða.

Hallgrímur Guðmundsson, 9.6.2007 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband