Leita í fréttum mbl.is

Bara ef það hentar mér

Ákvörðun um nýtingu á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar er í eðli sínu pólitísk ákvörðun.  Í seinni tíð hefur ákvörðun um nýtingu fiskistofna verið ákvörðuð af aflareglu sem mótuð var af hagfræðingum og útfærð af Hafró.  Það væri í sjálfu sér hið besta mál ef reglan hefði skilað einhverjum árangir en svo er alls ekki.

Sá mæti maður Árni Sverrisson, fyrrverandi skipstjórnandi hjá Hafró og formaður Félags skipstjórnarmanna hlýtur að sjá ósamræmið í því hjá fyrrum ráðherra Bjarna Ben að víkja algerlega frá ráðgjöf Hafró þegar komið er að djúpkarfanum og gefa út 3.800 tonna veiðiheimildir, en tilkynna nánast í sömu andrá að ekki megi víkja frá sömu ráðgjöf upp á sporð þegar komið er að þorskinum.

Ástæðan fyrir þessari tvöfeldni var að fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins vildi greiða götu stórútgerðarinnar með því að leggja til hliðar ráðgjöf Hafró á sama tíma og hann sagði hana svo heilaga að ekki mætti með neinu móti koma á móts við sjávarbyggðirnar og strandveiðar, með neinum sveigjanleika.

Ef forysta SFS meinti eitthvað með ábúðafullu tali um ábyrgar fiskveiðar og óbrigðulli ráðgjöf, þá hefðu samtökin haft forgöngu um stöðva veiðar þegar vart var við mikinn djúpkarfa sem meðafla, í stað þess að gráta út veiðiheimildir sem "vísindin" eða aflareglan sagði að væru ósjálfbærar veiðar. 

Vissulega má hafa skilning á því að forysta Félags skipstjórnarmanna vilji víkja frá fiskveiðiráðgjöf sem hentar ekki hagsmunum félagsmanna.

Erfiðara er að átta sig á því hvað liggur að baki því þegar forysta Félags skipstjórnarmanna spyrðir sig við SFS í andstöðu við Strandveiðar og hve lítil áhersla er sett á gagnsæja verðmyndun á afla.  

Það er augljóst að hátt verð á færafiski á fiskmörkuðum hefur afar jákvæð áhrif á uppgjör til umbjóðenda Félags skipstjórnarmanna. 

Það þarf vart að taka það fram að ég var sammála Bjarna Ben um að sveigja verulega frá ráðgjöf hvað varðar djúpkarfa og furða mig því að hann hafi ekki viljað víkja örlítið frá ráðgjöfinni í þorski, til að koma á móts við skuldbindandi álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

 

 

 

 


mbl.is Djúpkarfakvótinn tryggði laun sjómanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Getur þú nefnt þau ár, ef einhver eru, þar sem úthlutun og veiðar voru ekki umfram ráðleggingar Hafró? Hvaða ár hefur verið farið eftir ".. ákvörðun um nýtingu fiskistofna verið ákvörðuð af aflareglu sem mótuð var af hagfræðingum og útfærð af Hafró"?

Er það ekki svolítið heimskulegt að ætlast til þess að regla sem ekki er farið eftir skili árangri? Og jafn heimskulegt að kenna þeim um lítinn árangur sem setja regluna sem ekki er farið eftir?

Veiðar eru í höndum sjómanna og úthlutun aflaheimilda í höndum stjórnmálamanna. Hvorugur virðist telja ábyrgar veiðar vera eitthvað sem þeim kemur við. Annar hópurinn mundi traðka yfir ömmu sína til að drepa síðasta þorskinn og hinn kaupir sér velvild og vinsældir með óábyrgum kosningaloforðum og síðan því að gefa stöðugt eftir þegar heimtað er meira.

Vagn (IP-tala skráð) 6.1.2025 kl. 22:23

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

þetta er einfaldlega mikill misskilingur hjá þér og það væri ekki úr vegi að þú rökstuddir þessa fullyrðingu sjálfur um að það sé veitt umfram ráðgjöf - Reglan er að það hefur verið farið eftir "ráðgjöfinni". 

Á upphafsárum kvótakerfisins var iðulega veitt umfram ráðgjöf og það leiddi gjarnan til þess að "ráðgjöf" næsta árs elti aflaukninguna - Hörmungarnar hófust fyrir alvöru þegar farið var nákvæmlega eftir "ráðgjöfinni" á tíunda áratugnum.

Eina fisktegundin sem hefur verið veidd verulega umfram ráðgjöf á síðustu árum er makríllinn eða 41% að meðaltali á ári um áratugaskeið - það hafði lengst af ekki önnur áhrif önnur en þau að stofninn fór hratt stækkandi! Á síðasta ári þá var útgefinn kvóti reyndar ekki veiddur og það verður fróðlegt að sjá hvort að það leiði til enn meiri makrílafla á næsta ári - Sjálfum finnst mér það ólíkleg niðurstaða þ.e. makrílaflinn verði enn meiri á næsta ári.

Síðan höfum ufsa en reglan hefur verið að ráðlögðum afla hefur nær aldrei verið náð - Það hefur aldeilis ekki leitt til þess að hafið hafi fyllst af ufsa heldur hefur stofninn sveiflast eftir sem áður.

Sigurjón Þórðarson, 6.1.2025 kl. 22:53

3 identicon

Nefndu árin þar sem úthlutun og veiðar þorsks voru ekki umfram ráðgjöf, ef einhver finnast.

Vagn (IP-tala skráð) 7.1.2025 kl. 00:01

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Vagn, ert þú svona vitlaus og hefur þú eitthvað fylgst með þessum málum yfirleitt??  Það hafa ALLA TÍÐ síðan kvótinn var settur á, verið alveg GRÍÐARLEGAR HÁAR SEKTIR við því að koma með afla umfram kvóta í land.  Og eitt af því sem FISKISTOFA hefur fylgst mjög vel með (það er engu líkara en það sé þeirra aðalstarf að afla tekna fyrir ríkissjóð og þar virðist beitt öllum ráðum).  Umframafli hefur ALLA tíð verið mjög óverulegur og flest árin hefur ekki veiðst úthlutað magn, því lok "kvótaárs" reyna menn sem eiga lítinn þorskkvóta eftir að vera nokkuð á fiskislóðum, þar sem von gætti verið á að þorskur geti haldið sig, þar sem sektir við að koma með þorsk að landi eru svo háar.  Svona atvinnuvitleysingar ættu ekki að vera að tjá sig um mál sem þeir vita ekkert um.....

Jóhann Elíasson, 7.1.2025 kl. 02:30

5 identicon

Afli umfram kvóta er ekki umræðuefnið. Úthlutanir og veiðar umfram ráðleggingar er umræðuefnið. Reyndu að öðlast lesskilning Jóhann.

Vagn (IP-tala skráð) 7.1.2025 kl. 06:25

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"????  Kvóti og veiðiheimildir eru í þessu tilfelli, eru það sama og umframveiði ER veiði utan kvóta og um leið umframveiði og farðu að skafa skítinn úr eyrunum á þér en passaðu að skafa ekki allt út úr hausnum á þér í leiðinni.  Það kemur nú úr hörðustu átt þegar þú sakar aðra um ónógan lesskilning......  cool

Jóhann Elíasson, 7.1.2025 kl. 08:05

7 identicon

Sæll Sigurjón

Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú vilt að aukið sé við beina sök í þorskveiðar fyrir strandveiðisjómenn, og berð það saman við afla sem kemur með sem meðalafli vegna veiða annara tegunda eins og Gulllax og Grálúðu. 

 Hafró gaf út kvóta í þessum tveimur tegundum fyrir þetta kvótaár og síðasta kvótaár líka, á síðasta kvótaári komu 3400 tonn af Djúpkarfa með sem með afli við veiðar á Gulllaxi og Grálúðu, ekki var bein sókn I Djúpkarfa.

Allir vita sem stunda þessar veiðar að þessar tegundir eru oft við sömu skilyrði þar að leiðandi a sömu svæðum, en engu að siður gaf Hafró út kvótann, þeir vissu líka að með þessu kæmi í að minnsta jafn mikið af Djúpkarfa og árið a undan 3400 tonn, Hafró mátu það þannig að þetta væri þess virði að gefa út þessa kvóta í Gulllaxi og Grálúðu, en vildu samt ekki gefa út Djúpkarfa kvóta, en þegar var gengið á þá vegna kvótans sem sjávarútvegsráðherra gaf út sögðust þeir ekki leggjast gegn þessum karfa kvóta, auðvitað ekki því þeir vissu að þessi fiskur væri alltaf að fara koma í land.

I fyrra var Vs afli um 7000 tonn, Djúpkarfi stór hluti af því, finnst þér óeðlilegt að stéttarfélag reyni fyrir sína félagsmenn að fá það í gegn að þeirra menn fái eðlileg og sanngjörn laun fyrir sína vinnu? Er það ekki tilgangur stéttarfélaga? En af þvi þetta eru sjómenn stórútgerðirnar þá skiptir það engu máli I þínum huga kannski, eða finnst þér virkilega að stöðva ætti veiðar á Grálúðu og Gulllaxi sem hefði I för með sér uppsagnir sjómanna og miklar fjárhagslegar afleiðingar allstaðar í kerfinu. Ég held að þarna hafi ráðherra einmitt gert það eina skinsamlega í stöðunni. Og félag skipstjórnarmanna staðið I lappirnar fyrir sína félagsmenn.

 P.s verðið a mörkuðum hefur verið hatt síðust mánuði og ekki lækkaði það eftir að strandveiðum lauk, svo ég sé ekki hvernig þú nærð að tvinna þetta saman að handfærafoskur haldi uppi verði í föstum viðskiptum, t.d núna í desember fór verð á markaði í 750 kr/lg og er síðust daga yfir 600 KR/kg

Pálmi (IP-tala skráð) 7.1.2025 kl. 08:57

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum almennt á þorski og ekki aðeins fyrir strandveiðar, en fyrir mig sem líffræðing er galið að vernda hægvaxta þorsk enda segir sagan okkur að miðin þola mun meiri veiði, en fyrir einni öld síðan eða árið 1925 var veiðin liðlega 330 þús tonn ef ég man rétt. 

Í öðru lagi þá var ég sammála því að gefa út veiðiheimildir í djúpkarfa eins og kemur fram í grein minni, en furða mig því á að fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins hafi notað ráðgjöf sem hann tekur greinilega hæfilega alvarlega til þess að koma í veg fyrir strandveiðar.

Auðvitað sveiflast verð á fiskmörkuðum eins og öðrum frjálsum mörkuðum og þá eftir árstíðum m.a. er gjarnan hátt verð um jólin og fer hratt lækkandi þegar Norðmenn fara á vertíð o.s.frv.  Staðreyndin er sú að færafiskurinn selst ávallt á hærra verði en afli togskipa á sama tíma og Verðlagsstofuverðið sem nýtt er að stærstum hluta við uppgjör við skipstjórnarmenn í Félagi skipstjórnarmanna er nær ávallt miklu mun lægra en það verð sem fæst á fiskmörkuðum.  Það er því ljóst að það er tvíeggjað og undarlegt hjá forystu Félags skipstjórnarmanna að spyrða sig saman við SFS í einhverjum herleiðangri gegn strandveiðum - sér í lagi vegna þess að fjölmargir fyrrverandi félagsmenn og jafnvel núverandi stunda þessa atvinnugrein.

Margir sjómenn furða sig á þessum áherslum stéttarfélagsins í ljósi þess tómlæti sem félagið virðist sýna verðlagsmálum á afla sem kemur til skipta.  Verðið á makríl og uppsjávarfiski er brot af því sem fæst fyrir aflann í Færeyjum og verð á botnfiski í föstum viðskiptum er tugum prósentum lægra en raunvirði sem fæst á markaði.

Sigurjón Þórðarson, 7.1.2025 kl. 10:52

9 identicon

Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og ráðleggingar Hafró. Sá mismunur er umræðuefnið. Munurinn á ráðleggingum og úthlutunum. En það er ekki von að þú getir skilið það.

Vagn (IP-tala skráð) 7.1.2025 kl. 11:59

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

"Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég hafði getað ímyndað mér og alveg greinilegt að þér er bara ekki viðbjargandi að neinu leiti, því miður fyrir þig..... undecided

Jóhann Elíasson, 7.1.2025 kl. 12:20

11 Smámynd: Jón Kristjánsson

Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem endanlega var veitt. Ráðleggingar hafa tilhneygingu til að "elta" aflann, 1979 vill Hafró fara niður en aflinn fer upp, þá eltir ráðgjöfin, 1982 minnkar aflinn og Hafró eltir ári seinna. Árið 1984 eru þeir enn tregir hjá Hafró en aflinn fer upp og upp, Hafró líka en stoppar svo þrjósk í 300 þús tonnum 4 ár í röð. Þá var lagt mest kapp á að ná veiðunum niður með handafli (Þorsteinn Pálsson sýndi ákveðni og ábyrgð), til að byggja upp stofninn. Kerfið hafði sigrað.
Hér má finna myndina (ekki er hægt að setja myndir í aths.):https://fiski.com/gamlar/gamlar.html

Jón Kristjánsson, 7.1.2025 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og sextán?
Nota HTML-ham

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband