Leita í fréttum mbl.is

Hvaðan á kvótinn að koma?

Forysta Flokks fólksins hefur síðstu vikurnar verið spurð út í hvaðan kvótinn eigi að koma í frjálsar handfæraveiðar og jafnvel er verið að býsnast yfir því hvaðan það smáræði sem veiðist í 48 daga strandveiðikerfinu eigi að koma?

Stutta svarið er að fiskurinn eigi að koma úr hafinu!

Það er nefnilega svo að flest ef ekki allt bendir til þess að Íslandsmið séu vannýtt. Ekki er það aðeins fyrir þá staðreynd að veiðin á Íslandsmiðum fyrir einni öld síðan var um 60% meiri þá en hún er nú, heldur gefa nýjustu athuganir Hafró eindregið til kynna að bæta eigi í veiðina.

Í glænýrri stofnmælingarskýrslu Hafró kemur skýrt fram að meðalþyngd flestra árganga þorsks sé vel undir meðaltalsþyngd frá árinu 1996 (sjá mynd 3). Fróðlegt væri að sjá sambærilegan samanburð við meðalvöxt áranna þegar veiðin var mun meiri t.d. á áttunda og níunda áratugnum.

Það er kristaltært að eina rökrétta líffræðilega svarið við litlum vexti þorsks í veiðistofni er að auka verulega veiðarnar. 

Vissulega er svarið annað ef haldið er áfram að fylgja í blindni aflareglu sem byggir ekki á neinni líffræði, en þá ætti að horfa til þess að sú ráðgjöf hefur einfaldlega reynst afar illa. Það kemur m.a. fram endurtekið í lítilli nýliðun (fjölda 3. ára fisks sem er að koma inn í veiðina). Einnig þeirri staðreynd að aflinn er miklu mun minni en höfundar aflareglunnar spáðu sjálfir fyrir um að hann yrði m.ö.o. reglan hefur ekkert forspárgildi.  

Það er ekki heldur hægt að horfa fram hjá því að gríðarlegt magn af þorski gufar hreinlega ítrekað upp í stofnmati Hafró, en upp úr 2018 gufaði upp af viðmiðunarstofni þorsks magn sem svarar til um tveggja ára þorskafla Íslendinga. Þessi uppgufun varð þrátt fyrir að ráðgjöfinni hafi verið fylgt upp á punkt og prik.

Það er hvorki ábyrgt né á nokkurn hátt forsvaranlegt að leggja heilu byggðalögin í eyði á borð við Grímsey ofl. sjávarbyggðir á grundvelli ósveigjanlegrar "ráðgjafar" sem er hvorki í samræmi við upphafleg markmið né vistfræðileg lögmál.

Það er því bæði skynsamlegt og ábyrgt að sýna sveigjanleika hvað varðar auknar vistvænar strandveiðar og hleypa af stokkunum tilraunaverkefnum þar sem sjávarbyggðirnar koma að stjórnun á nýtingu fiskimiða í túnfæti þeirra.

Tilvalið væri að hefja undirbúning við að hleypa strandveiðistjórnunarverkefnum af stað í Grímsey og Raufarhöfn.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurjón; og þakka þjer símaspjallið, í gær !

Það er orðið tímabært; að farið verði að sýna handlöngurum Samherja óskapnaðirns og Blýanta nögurum Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu, um hvað hlutirnir raunverulega snúazt.

Hvað; ætti að vera í veginum, að pláss:: eins og Eyrarbakki - Stokkseyri - Breiðdalsvík og Stöðvarfjörður t.d. og íbúar þeirra næðu, að endurheimta þá sjálfsvirðingu, sem af þeim var tekin með tilurð kvótakerfis viðurstyggðarinnar á 9. áratug síðustu aldar - og þaðan í frá ?

Hvar; stendur það skrifað, að AFÆTU hjörð örfárra fjölskyldna í landinu eigi að fá að valsa óhindrað með auðæfi sjávarins - og gefandi samlöndum sínum fingurinn:: upp á hvern einasta dag ársins ?

Væri ekki tilhlýðilegt; að þið Eyjólfur Ármannsson söfnuðuð til ykkar fólki í þinginu, sem væri reiðubúið til að verja RAUNVERULEGA hagsmuni landsmanna: á komandi þingi - og áfram ?

Miðflokks fólkið; heyktist á áskorunum mínum til þeirra, fyrir 30. Nóvember ksningarnar s.l., að lumbra á Samherja ófjetunum og fylgifjenaði þeirra - og nú mega þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og hans fólk naga sig í handarbökin, fyrir andskotans lydduháttinn - að þora ekki að taka á málunum, eins og menn.

Undanskil; þá Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, þeir virtust vilja taka eitthvert mark, á mínum orðum, fengu greinilega ekki rönd við reist enda:: Sigmundur Davíð málsvari óbreytts  þjóðskipulags - og uppskar, eftir því.

Með beztu kveðjum; með von um, að Flokkur fólksins sýni nú einhverja tilburði, til ALVARLEGRAR málafylgju - þessum málum viðvíkjandi, sem öðrum þjóðþrifamála ! ! !

Óskar Helgi Helgason

fyrrum Birgðavörður Hraðfrystihúss Stokkseyrar hf., 

árin 1983 - 1991

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.1.2025 kl. 22:05

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er líklega erfitt að telja fiskana í sjónum...

Guðmundur Ásgeirsson, 5.1.2025 kl. 13:56

3 identicon

Það er draumur margra að fara aftur til þess tíma þegar frystihús voru í hverju byggðarlagi, unnið 2-3 daga í viku og ríkið borgaði laun hina dagana. Þegar fiskvinnsla og sjómennska voru að stórum hluta atvinnubótavinna þar sem hagræðing var illa séð og ríkið borgaði fyrir óhagræðið. Þegar á nokkurra ára fresti ríki og sveitarfélög þurftu að bjarga gjaldþrota fiskvinnslum og öll endurnýjun var aðeins möguleg með ríkisábyrgð lána og styrkjum. Þegar fiskur var fátækrafæði, ríkið ákvað verð upp úr sjó, fiskvinnslur gátu aðeins borgað sjómönnum brot af því verði sem sjómenn fá í dag og flestir sjómenn voru á launum sem samsvara Eflingartaxta skúringarkvenna í dag.

Vagn (IP-tala skráð) 5.1.2025 kl. 18:20

4 identicon

Sælir; sem fyrr !

Ambögur; sem og alls lags útúrsnúningar nafnlausa vagnsins nanlausa eru ekki til þess fallin, að reyna að svara flóninu á neinn sjerstakan og vitrænan hátt, því miður.

Annarrs; hvað skyldi vera þess valdandi, að hann þori ekki að koma fram undir fullu nafni - hvorki hjer á síðu, fremur en á öðrum vettvangi blog punkts is ? 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.1.2025 kl. 22:07

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Óskar Helgi, væntanlega vill Vagninn draga enn meira úr veiðum til þess að ná fram enn meiri "hagræðingu".  Þessi málflutningur Vagnsins er algert bull frá A til Ö.  

Sigurjón Þórðarson, 6.1.2025 kl. 10:54

6 identicon

Hagræðing felst ekki í því að veiða meira eða minna. Hagræðing felst í því að 50 skip séu ekki að eltast við fisk sem 5 geta auðveldlega veitt. Að 30 fiskvinnslur séu ekki að slást um afla sem þrjár ráða við. Að 100 menn séu ekki að vinna tíu manna verk.

Stór hluti afla strandveiðibáta fer óunninn úr landi. Sjómennirnir fá gott verð en verðmætasköpunin fer að mestu úr landi. Þjóðarbúið tæpar.

Gaman væri ef sérfræðingarnir hér að ofan gerðu lista yfir þau ár þegar ekki var úthlutað og veitt umfram ráðgjöf hafró.

Nafnleynd er grundvallar öryggisatriði. Ég kæri mig ekkert um heimsóknir frá þeim andlega veiku einstaklingum sem sækja í blog punkt is og kvarta hástöfum þegar ekki er hægt að fara í manninn þegar rök þrýtur.

Vagn (IP-tala skráð) 6.1.2025 kl. 14:01

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Góðan daginn Vagn - Mér þykir þú reiða heldur hátt til höggs gagnvart fjölmörgum lesendum blog.is. 

"Nafnleynd er grundvallar öryggisatriði. Ég kæri mig ekkert um heimsóknir frá þeim andlega veiku einstaklingum sem sækja í blog punkt is"

--------------------

Málið er að í núverandi kerfi er talsvert sem skilið er eftir og ekki veitt sjá töflu.

Þorskafli  ósl - fiskveiðiárin 2017/2018 - 2023/2024  ( 7 ár  ) 

Fiskveiðiár

Heimildir

Færsla   milli ára

Byggða-kvótar

VS-afli, undirmál og rannsóknarafli

Heimildir alls

Afli

Umfram

Óveitt

2017-2018

255.310 Tonn

9.868 Tonn

2.624 Tonn

1.929 Tonn

269.731 Tonn

265.127 Tonn

98,3%

4.604 Tonn

2018-2019

262.000 Tonn

486 Tonn

5.964 Tonn

2.459 Tonn

270.910 Tonn

260.354 Tonn

96,1%

10.556 Tonn

2019-2020

270.019 Tonn

5.392 Tonn

7.187 Tonn

2.108 Tonn

284.706 Tonn

266.368 Tonn

93,6%

18.338 Tonn

2020-2021

258.040 Tonn

13.307 Tonn

4.283 Tonn

2.581 Tonn

278.212 Tonn

265.311 Tonn

95,4%

12.901 Tonn

2021-2022

220.417 Tonn

4.115 Tonn

7.417 Tonn

3.064 Tonn

235.013 Tonn

233.825 Tonn

99,5%

1.187 Tonn

2022-2023

206.391 Tonn

-65 Tonn

5.396 Tonn

4.511 Tonn

216.233 Tonn

215.336 Tonn

99,6%

897 Tonn

2023-2024

209.192 Tonn

-1.594 Tonn

5.302 Tonn

4.409 Tonn

217.310 Tonn

215.949 Tonn

99,4%

1.361 Tonn

 

 

 

 

 

1.772.114 Tonn

1.722.269 Tonn

 

49.845 Tonn

Sigurjón Þórðarson, 6.1.2025 kl. 17:41

8 identicon

Það má vel vera að ekki sé öll úthlutun veidd. En það sem virðist vanta í listann þinn, viljandi eða óviljandi, er hver ráðgjöf hafró var. Það er nefnilega þannig að þegar úthlutun er langt umfram ráðgjöf þá er vel hægt að veiða meira en ráðlagt er án þess að fullnýta úthlutun. Getur þú nefnt þau ár, ef einhver eru, þar sem úthlutun og veiðar voru ekki umfram ráðleggingar?

Vagn (IP-tala skráð) 6.1.2025 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og níu?
Nota HTML-ham

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband