Leita í fréttum mbl.is

Meðvirknin nær út fyrir Miðflokkinn

Daginn eftir að Sigmundur Davíð hafði tekið upp á því að eyðileggja húfu Flokks fólksins og krota á bæklinga frá framboðum annarra flokka þá fær Logi Einarsson Sigmund í að krota á bækling Samfylkingarinnar - Mikil gleð og mikið gaman.
 
Mér finnst stórfurðulegt að Logi Einarsson taki þátt í þessu dæmalausa rugli með Sigmundi Davíð, en þá á ég ekki við kjánalegt krotið. Með þessu gerir hann lítið úr alvarleika þess þegar formaður Miðflokksins ber augljós ósannindi á starfsfólk og nemendur VMA.
Atburðurinn og krotið í VMA er kapituli út af fyrir sig, en það sem er öllu verra er eftirleikurinn þ.e. hvernig atburðarás er snúið á hvolf og gert beinlínis lítið úr starfsfólki og nemendum VMA sem komu að málinu.
Það að mæta nokkrum klukkustundum eftir að pallborðsumræðum lýkur í framahaldsskóla til þess að gera upp einhver óuppgerð mál segir allt sem segja þarf um þessa Bjarmalandsför. Hvað sem því líður þá fær formaður Miðflokksins enn sem komið er mikinn stuðning og hrós fyrir ferðalagið frá samflokksmönnum og minna fagnaðarlætin á köflum við eitthvað sem gæti gerst norðarlega í Kóreu.
Ég gæti trúað því nemendum og aðstandendum sé brugðið, Sigmundur Davíð hefði einfaldlega orðið maður að meiri ef hann hefði beðist afsökunar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þó það komi ekki þessu máli við þá var Björn Ingi á Rás 1 í morgun að ræða stjórnmálin vegna komandi kosningar. Hann fór mikinn um nánast alla flokka en minntist ekki einu orði á Flokk fólksins. 

Sigurður I B Guðmundsson, 22.11.2024 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband