Leita í fréttum mbl.is

"Vísindalegt" okur

Það er naumast hvað það er uppi á greiningardeildum bankana typpið að greina hvað fyrrum vinnufélagi þeirra í Seðlabankanum Ásgeir Jónsson gerir í vaxtaokrinu á næstunni.

Sérstaklega er tekið fram að nýlegur samverkamaður seðlabankastjóra í peningastefnunefnd, hafi alls ekki viljað fara í neina lækkun á okurvöxtunum. Sömuleiðis er sagt að komandi kosningar geti sett strik í reikninginn hvað varðar frekari lækkun vaxta.  

Það fer ekki á milli mála að bankarnir boða áframhaldandi vaxtaokur og grípa þá öll rök hversu vitlaus sem þau eru til þess að styðja stefnuna. 

Gildir þá einu að verið sé að setja unga fólkið og fjölda vel rekinna fyrirtækja í mjög erfiða stöðu og jafnvel í þrot. Engin umræða er um að vaxtastefnan sé þröskuldur í því að leyst verði úr framboðsskorti á húsnæði sem hefur keyrt upp verðbólguna.

Þessi staða er átakanleg þar sem ytri skilyrði eru góð - Hátt fiskverð, gott verð fyrir raforku og ferðalangar streyma til landsins.  Við þessar aðstæður er bankakerfið undir forystu Seðlabankastjóra að koma ungu fólki á kaldan klaka.

Ef eitthvað er þá ættu kosningar að leiða til vaxtalækkunar þar sem von er um að það komi til valda ábyrgari stjórnmálamenn en núverandi ríkisstjórn. 

Við höfum haft fjármálaráðherrann Bjarna Benediktsson sem hefur afneitað ábyrgð stjórnarráðsins á þróun verðlags og er í raun furðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki bjóða upp á á ábyrgari forystumann í næstu kosningum. 

Það segir ákveðna sögu um ruglið þó svo upphæðin sé ekki há í stóra samhenginu að ríkisstjórnin hafi varið hátt í 60 milljónum kr. í að flytja inn  nokkra hunda og ketti


mbl.is Stjórnarslitin geti haft áhrif á vaxtaákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sem betur fer benda viðbrögð á fjármálamörkuðum ekki til þess að markaðaðsaðilar telji stjórnarslit og boðun kosninga leiða til sérstaklega neikvæðra áhrifa. Þeir virðast vera að gera ráð fyrir hlutlausum áhrifum þannig að lækkun verðbólgu og vaxta muni halda áfram en þó í hægum skrefum á næstunni.

Svo mun koma í ljós hvað kemur upp úr kössunum á kjördag og hvaða áhrif það mun hafa. Þar eru stórir óvissuþættir í húfi og því hefur sjaldan verið mikilvægara að kjósendur hugsi sig vel um áður en þeir gera upp á milli valkosta.

Látið fyrir alla muni ekki sveiflast í vindunum eftir fráfarandi ríkisstjórn því þeir munu senn blása yfir. Það sem skiptir mestu máli núna er hvað tekur við í framhaldinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.10.2024 kl. 23:38

2 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

Af orðum seðlabankastjóra (sbr. visir 2. okt 24) má ætla að hltuverk háu vaxtanna sé ekki síst að kæla hagkerfið og draga úr og snúa við vinnuaflsstreymi til landsins.  Við það og hitt að ferðaþjónustan hafi verðlagt sig af markaði, aukist aftur framboð á íbúðarhúsum.  

Ef þetta er svo að ferðaþjónustan og öll fjárfestingaverkefnin hafi valdið slíkum ruðningsáhrifum á íbúðamarkaðinn, væri þá ekki betra að nota eitthvað annað en vaxtaokur til að leiðrétta slíkt, t.d. skatta?  Vextirnir bitna jú á öllum, líka fórnarlömbum ruðningsáhrifanna. 

Ekkert heyrist frá frambjóðendum til þings um þessa hlið mála nema þá helst Sönnu í Sósíalistaflokknum. 

Flestir telja þeir að Íslendingar geti fjárfest sig úr öllum vanda en horfa ekki til ruðningsáhrifanna af öllum fjárfestingunum. 

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 19.10.2024 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband