Leita í fréttum mbl.is

Fjölmenning og ómenning

Umræðan um útlendingamál er eðlilega talsverð í íslensku samfélagi, þar sem fimmti hver íbúi landsins er ekki fæddur á Íslandi. Hröð fjölgun útlendinga í landinu hefur sett þrýsting á innviði landsins og sérstaklega er staðan mikil áskorun fyrir menntakerfið. 

Engu að síður þá er umræðan á RÚV ofl. fjölmiðlum mjög skilyrt og gengur sú þula alla jafnan út á að;

a) fjölmenning sé alltaf af hinu góða,

b) innflutningur á vinnuafli skapi hagvöxt,

c) þjóðin sé skuldbundin að taka við öllum hælisleitendum.

Aldrei er góðmennsku-þulan studd með gögnum og jafnan reynt að fegra þá myndina ef einhver skuggi ber á.

Umræðan um þennan mikilvæga málaflokk er orðin bæði opnari og málefnalegri í nágrannaríkjunum. Í Danmörku vakti ráðherra jafnaðarmanna athygli á því að ómenning og glæpir fylgja innflytjendum og afkomendum þeirra í miklu meira mæli frá ákveðnum svæðum en öðrum. 

Endurskoðunin með bresku fjárlögunum OBR hefur komist að þeirri niðurstöðu að ófaglærðir innflytjendur kosta breskan ríkissjóð mun hærri upphæð en þeir greiða í sjóðinn. Um það leyti sem þeir komast á eftirlaun þá hefur breska ríkið greitt með þeim upphæð sem nemur um 27 milljónum kr á mann.

Það er rétt sem Inga Sæland segir Ísland er orðið uppselt fyrir hælisleitendum. Okkur ber ekki skylda að taka við fleirum - Ekki frekar en Pólverjar sem eru búnir að loka sínum landamærum.

 

 

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loncexter

Mörgum ferðamönnum þykir sorglegt að þessi fallaga nátturuperla, ísland sé orðin eins og ódýrt hóruhús í Harlem. 

Öllum hleypt að sem troða sér og eigi pening.

Loncexter, 16.10.2024 kl. 16:52

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir að vekja athygli á þessum staðreyndum. Ég reikna með að þú fáir bágt fyrir hjá vinstra liðinu, sem amast meira að segja við því að Samfylkingin talar um að við eigum að vera stolt þjóð. Slíkt fólk er það sem talað var um í den. "Ættjarðarlausir bjánar. 

Það er löngu kominn tími á það að við lokum landinu fyrir þessu bulli og hættum að greiða öll útgjöld og setja velferðarfarþega í forgang hvort sem það er húsnæði eða læknisaðstoð. 

Jón Magnússon, 17.10.2024 kl. 08:34

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þakka þér Jón, málið er að þetta tal bítur ekki lengur t.d. Jódísar Skúla á Samstöðinni um að ekki aðeins væri Flokkur fólksins vondur heldur mátti skilja á kellu að það ætti við um Íslendinga sem þjóð.

Sigurjón Þórðarson, 17.10.2024 kl. 10:29

4 identicon

Frábær grein. 

Bragi (IP-tala skráð) 18.10.2024 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband