Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn staðnar og missir traust

Nú er komið á daginn að Bjarni Ben. krafðist þingrofs og nýrra kosninga án nokkur samráðs eða samtals við samstarfsflokka sem hann hefur starfað með sl. 2 kjörtímabil. Eðlilegra hefði verið fyrir ábyrgan forsætisráðherra að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt og hafa síðan samráð við þingið um framhald málsins.
 
Mögulega hefur Bjarni Ben skorað einhver stig hjá þeim eru komnir með annan fótinn í Miðflokkinn, en á móti kemur að hann rýrir verulega traustið á Sjálfstæðisflokknum sem ábyrgu og eftirsóknaverðu stjórnmálaafli til samstarfs að loknum næstu kosningum.
Með þessum tuddagangi gengur hann ekki aðeins yfir samstarfslokka sem hafa þurft að þola vandræðamál formanns Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu m.a. Bankasýslu-vinina, nætursöluna á Íslandsbanka og Lindarhvolsspillinguna, heldur setur Bjarni nýkjörinn forseta í erfiða stöðu.
 
Á hinn bóginn þá er ávinningur Bjarna af bægslaganginum sá að hann leiðir flokkinn með óbreytta forystu inn í næstu kosningar og kemst þannig hjá erfiðri umræðu á landsfundi.    
      
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Hann særði auðvitað taugar flokksformanna flokka sem eru við það að þurrkast út en allir aðrir - aðrir flokkar, almenningur - jafnvel Sjálfstæðismenn sem sjá fram á að missa þingsæti, fagna. 

Geir Ágústsson, 14.10.2024 kl. 19:49

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sæll Geir, ég er einmitt í góðu sambandi við þó nokkra sjálfstæðismenn sem sjá fram stöðnun. Margir sáu næsta landsfund fyrir sér sem tækifæri til þess að endurnýja forystuna t.d. með Eyjapeyanum í Þorlákshöfn, enda orðnir leiðir á því að svara fyrir gramsið hans Bjarna og vilja fara ræða pólitík.

Sigurjón Þórðarson, 14.10.2024 kl. 20:31

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurjón er búinn að koma einum flokki í gröfina og vill endilega fá tækifæri að koma Flokki fólksins í gröfina. Minnimáttarkenndin er að gera útaf við hann. 

Sigurður Þorsteinsson, 14.10.2024 kl. 21:05

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sigurður Þorsteinsson - Ég er farinn að halda að þér sé persónulega eitthvað í nöp við mig, en hvað sem því líður þá er Flokkur fólksins á mikilli siglingu og þá skiptir litlu máli í hvaða hlutverki ég verð í þar sem við höfum kröftugan formann og góða stefnu fyrir Íslendinga.  

Sigurjón Þórðarson, 14.10.2024 kl. 21:14

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Eftir að hafa horft á Kastljós kvöldsins þá skil ég betur að Bjarni Ben hafi einfaldlega bugast og séð það vænsta í stöðunni að rjúka út og skella á eftir sér hruðum.  Sigurður Ingi virðist algerlega veruleikafirrtur en gott ef hann talaði ekki um meiri stöðugleika - Veit maðurinn ekki að okurvextirnir hans eru að svíða heimilin ofan af fólkinu?

Svandís Svavars var í hefndarhug og kitlaði hégómagirnd Sigurðar Inga með því að lofa honum forsætisráðherrastóli fram að kosningum og það lítur út fyrir að ýmsir séu tilbúnir til þess að styðja það ráðabrugg. 

Sigurjón Þórðarson, 14.10.2024 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband