Leita í fréttum mbl.is

Augljós misskilningur hjá Sigurgeiri Brynjari

Það er mikill misskilningur og í raun alger vitleysa í Sigurgeiri Brynjari að telja það augljóst að stækkandi hvalastofnar séu helsta skýringin á því að veiðin á loðnu hafi dregist gríðarlega saman. Það er borðleggjandi að "endurbætt" ráðgjöf Hafró hefur ítrekað leitt til aflabrests sjá hér

 

loðnuveiðar á Íslandi frá upphafi

 Ég segi það ekki til að gera   lítið  úr öðrum uppgötvunum   Sigurgeirs Brynjars á sviði   náttúruvísinda en að eigin sögn   þá fann hann upp makrílinn og   makrílveiðar.

 Málið er að það tekur langreyði     hátt í áratug að verða   kynþroska og kýrnar bera ekki nema um þriðja hvert ár eftir það. Það er því augljóst að mjög hægfara breyting á stærð hvalastofna sem vissulega eru stórtækir afræningjar getur ekki skýrt þá hörmungaveiði sem hefur verið á loðnu frá aldamótum sjá mynd.  

Nærtækara er að leita skýringa á minni veiði, í aukinni samkeppni og afráni annarra fiska. Fiskarnir sjálfir eru miklu mun stærri affallaþáttur en þáttur mannsins og það sem fer ofan í hvalinn. 

Þessi staða sem uppi hvað varðar útlit loðnuveiða ætti að verða uppspretta uppbyggilegrar umræðu um ráðgjöfina sem greinilega þarf að endurskoða.

 

 

 


mbl.is „Enginn talar um hið augljósa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Mikið er ég sammála þér að það megi heldur betur endurskoða aðferðir Hafró enda lítið gert af því síðustu 50 árin.

Fyrir utan það þá hef ég aldrei séð fréttir um að Hafró hafi nokkurn tímann fundið loðnu nema þegar fleiri skip eru fengið til aðstoðar.

Rúnar Már Bragason, 13.10.2024 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband