Leita í fréttum mbl.is

Skýringar Bjarkeyjar - Kjánahrollur

Það fer um mann hálfgerður kjánahrollur að heyra af fullyrðingum Bjarkeyjar um að það sem þvældist fyrir því að hægt væri að leysa úr málum í Grímsey er að ekki mætti mismuna landsmönnum við úthlutun á byggðakvóta Byggðastofnunar vegna ótvíræðrar kröfu um vinnsluskyldu á aflanum. 

Burt séð frá því að fiskveiðikerfið  í heild sinni hefur fengið þann dóm að brjóta í bága við mannréttindi og stjórnarskrá lýðveldisins þá hefur úthlutun á byggðakvóta Byggðastofnunar hingað til einkennst af mismunun og ómálefnalegum sjónarmiðum. Vert er að virða það við núverandi ráðherra Vg þ.e. innviða- og matvælaráðherrum, til vorkunnar að þeir eru að taka við úthlutunarkerfi og reglum sem Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur hafa mótað og leitt til stórfurðulegrar niðurstöðu m.a.

1) Vinnsluskylda sem úthlutun byggði á hefur augljóslega ekki verið uppfyllt.

2) Vinnsla á gæludýrafóðri úr landbúnaðarafurðum hefur talist fullnægjandi vinnsluskylda.

3) Vinnsla á aukaafurðum á fiski sem veiddur er í öðrum landshlutum hefur talist fullnægjandi andlag vinnsluskyldu. 

4) Erlendir auðmenn fengu byggðakvóta sem höfðu tengsl inn í SFS, til þess að styðja við uppbyggingu á laxeldi.

Eins og að ofan greinir þá hefur það hingað til ekki flækst fyrir ráðamönnum að láta eitt yfir alla ganga við úthlutun á byggðakvóta Byggðastofnunar en augljóslega hefur það leitt til þeirrar niðurstöðu að gæðin hafa lent hjá þeim sem hafa betri tengsl inn í stjórnkerfið en aðrir.  

Flokkur fólksins lagði fram almennar úthlutunarreglur á byggðakvóta Byggðastofnunar, en hér eru um verðmæti sem meta má á nokkra milljarða króna árlega. Málefnalegum tillögum var vægast sagt tekið afar illa af formanni Framsóknarflokksins Sigurði Inga Jóhannssyni.

Það var mjög miður þar sem það setur sérfræðinga Byggðastofnunar áfram í erfiða stöðu og kemur óorði á stuðning við hinar dreifðu byggðir. Óbreytt úthlutun með samningum til nokkurra ára sem illmögulegt er að hafa nokkurt eftirlit með,opnar vissulega á að ráðherrar geti rétt sínum mönnum væna bita, en er hræðilega vond fyrir sjávarbyggðirnar.

Ég er enn þeirrar skoðunar að auðveldasta leiðin til þess að greiða úr stöðunni í Grímsey sé að veita eyjarskeggjum 12 mílna landhelgi til krókaveiða.  Hvers vegna má ekki gera slíka tilraun?

Svarið við því er augljóst, þegar upp er staðið þá stendur Vg með misskildum hagsmunum örfárra auðmanna í SFS en gerir ekkert með framtíð sjávarbyggðanna.  

 

 

 


mbl.is Spretthópur skoðar mál Grímseyjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurjón; sem jafnan !

Því miður; er hin annarrs þokkafulla Bjarkey Gunnarsdóttir, illa úr garði gerð:: illfyglisins og þess undirförula og falska Steingríms J. Sigfússonar, því þurfa Grímseyingar ekki fremur en annarra landsmanna að búast við neinu góððu, úr þeirri áttinni.

Vafalítið; hefði Bjarkeyju farnazt betur á sínu æfskeiði, hefði hún komizt hjá að innbyrða klásúlur og forheimskandi kennisetningar Karl´s Marx og Friedrich´s Engels, úr ranni Þistilfirðingsins illræmda, og því vinstra slekti, sem honum hefur fylgt að málum í gegnum þykkt og þunnt, í áranna rás.

Með beztu kveðjum; sem endranær, af Suðurlandi /

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.10.2024 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband