Leita í fréttum mbl.is

Er varaformaður Sjálfstæðisflokksins á leiðinni í Viðreisn?

Eina frumvarpið sem Þórdís K. R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins hyggst leggja fram á þinginu í ár er bókun 35 sem felur í sér að ef að ef íslensk lög rekast á við tilskipanir Evrópusambandsins þá skulu lög Alþingis Íslendinga sjálfkrafa víkja. 

Það er stórfurðulegt að varaformaður Sjálfstæðisflokksins skuli ítrekað leggja fram frumvarp sem er eitur í beinum stórs hluta eigin flokksmanna og það í aðdraganda kosninga.  Engu líkara er að hún hafi miklu meiri metnað til þess að taka við af Þorgerði Katrínu formanni Viðreisnar en Bjarna Ben. Viðreisn heldur því á lofti að það sem miður fer í íslensku samfélagi lagist við það eitt að óska eftir inngöngu í Evrópusambandið.  Það er auðvitað barnaleg trú þar sem þjóðirnar í sambandinu góða sitja áfram uppi með sín innanmein og það á m.a. við um Belgíu sjálfa, Svíþjóð og Grikkland, þrátt fyrir að vera þjóðirnar séu búnar að vera í sambandinu um árabil.

Vandi Þórdísar utanríkisráðherra er að hún hefur ekki gert heiðarlega tilraun til þess að skýra það út fyrir kjósendum eða hvað þá flokkssystkinum sínum hver ávinningur þjóðarinnar sé af því að samþykkja umrædda bókun. 

Þau dæmi sem nefnd eru í greinargerðinni er m.a. aðfinnslur við aðgerðir íslenskra stjórnvalda til þess að vernda íslenska tungu og í lýðheilsumálum m.a. aðgerðir til þess að koma í veg fyrir óhefta markaðssetningu á tóbaki. 

Ekki bætir úr skák þegar utanríkisráðherra heldur gögnum sem snúa að bókun 35 leyndum fyrir þjóðkjörnum fulltrúum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fylgir ekki mentor hennar um flest,

Björn Bjarnason, henni í Viðreisn?

ESB sinnaða Kaldastríðskumlið?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.10.2024 kl. 23:20

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er eitthvað sem segir mér að Björn muni sitja áfram í Sjálfstæðisflokknum a.m.k. sinni þó svo að Þórdís flytji sig um set.

Sigurjón Þórðarson, 7.10.2024 kl. 23:32

3 identicon

Það væri þá ekki í fyrsta skipti, sem það gerðist, en það er greinilegt, að hún er ekki alveg á sömu línunni og forystan og flokksmenn almennt. Ég get heldur ekki séð, að hún geti orðið formaður flokksins, ef Bjarni hættir. Mér finnst hún ekki vera trausts verð né trúverðug. Ég mundi frekar treysta Guðlaugi Þór sem formanni flokksins. Mér líst mjög illa á þessa ákefð í Þórdísi að vilja endilega setja þetta plagg fyrir þingið, sem sviptir okkur Íslendinga lýðveldinu og lýðræðinu. Það verð ég að segja.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2024 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sautján?
Nota HTML-ham

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband