Leita í fréttum mbl.is

Sumir stimplar eru dýrari en aðrir hjá Framsókn

Sum skattheimta er verri en önnur og var stimpilgjaldið lengi vel skýrt dæmi um slíkt, þar sem það var mjög hamlandi á alla samkeppni á fjármálamarkaði. Gjaldið hamlaði því að neytendur gætu endurfjármagnað óhagstæð lán með hagkvæmari lánum. Þessi skattheimta var sem betur fer að mestu lögð af en það kom ekki til af því að þingsályktunartillaga mín hafi verið samþykkt fyrir um 16 árum síðan - Nei ástæðan var að greiða þurfti úr með hraði úr því neyðarástandi sem skapaðist í kjölfar bankahrunsins.   

Andstaða Framsóknarflokksins við ágætis frumvarpi nokkurra þingmanna Sjálfstæðismanna um afnám stimpilgjalds af fasteignakaupum einstaklinga kemur kannski ekki svo á óvart þó svo að allir þingmenn Framsóknarflokksins hafi samþykkt að aflétta stimpilgjaldinu af skipakaupum stórútgerðarinnar, fyrir örfáum árum síðan. 

Það er nefnilega svo að sumir eru jafnari en aðrir hjá forystu Framsóknar.  Flokkurinn sá dýrðina eina í því að afnema samkeppnislög á kjötafurðastöðum þannig að hægt verði að koma á einokun, á meðan flokkurinn beitti sér af hörku við að koma á öngþveiti á leigubílamarkaði með alvarlegri orðsporsáhættu fyrir ferðaþjónustuna í landinu um leið og  öryggi farþega var stefnt í voða. Leigubílalögin voru samþykkt með hliðsjón af hagsmunum neytenda og frjálsrar samkeppni rétt eins og einokunarlögin sem sett voru um kjötafurðastöðvar með hagsmuni neytenda í huga.  

Sigurður Ingi skýrir andstöðuna við afnám stimpilgjaldsins fyrir einstaklinga af fasteignakaupum með því að hann sé að koma í veg fyrir þenslu og verðbólgu, en það er hæpið þar sem það er ekki eftirspurn einstaklinga sem er að keyra upp verðið á íbúðum heldur miklu frekar leigufélögin og þau þurfa efir sem áður að greiða 1,6% stimpilgjald, ef frumvarpið verður að lögum.

Hvað sem því líður þá á fjármálaráðherra sérstakt hrós skilið fyrir þá hugkvæmni að kalla það sérstakan stuðning við þá sem kaupa húsnæði í fyrsta sinn, að gefa þeim 50% afslátt af stimpilgjaldinu.

Ég minnist þess ekki að formaður Framsóknar hafi hreykt sér sérstaklega af því að veita stórútgerðinni sérstakan stuðning með 100% afslætti af stimpilgjaldi vegna skipakaupa.

 

 

  


mbl.is Aukin þensla með afnámi stimpilgjalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband