22.9.2024 | 17:31
Réttarríkið í hættu - Stjórnvöld virða ekki dóma Hæstarétts
Hvernig sem á það er litið þá geta stjórnvöld ekki verið á réttri leið þegar þau um árabil virða að vettugi dóma Hættarétts hvað varðar stjórn fiskveiða og snúa þar að auki út úr áliti Mannréttanefndar Sameinuðu þjóðanna.
Í þessum málum er greinilegt að meirihluti þingmanna er ekki með huga við almannahagsmuni. Það er miklu frekar að bætt sé í en reynt að snúa ofan af óréttlætinu - Ætli hrókur sérhagsmunanna á þinginu sé ekki Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar sem fór fyrir því að kjötvinnslur yrðu algerlega undanþegnar samkeppnislögum og við umræðu um kvótasetningu á grásleppunni þá afhjúpaði hann algert skilningsleysi á hugtakinu almannahagsmunir.
Hér er bréf sem þingmenn þjóðarinnar fengu sent fyrir 2 árum og voru þá upplýstir um lögleysuna sem er látin viðgangast.
Íslandi, 20. apríl 2022
Ágæti alþingismaður
Við viljum vekja athygli þína á eftirfarandi málefni:
Fiskveiðiauðlindin er helsta náttúruauðlind íslensku þjóðarinnar. Skipan fiskveiða og möguleikar einstaklinga til að nýta sér þessa auðlind snerta af þeim sökum lífshagsmuni þjóðarinnar. Miklu skiptir að jafnræðis sé gætt milli borgaranna og atvinnuréttindi fólks séu ekki skert umfram það sem brýna nauðsyn ber til.
Mikil umræða hefur verið meðal almennings um þessi mál að undanförnu, en á sama tíma hefur engin umræða farið fram um þau á Alþingi Íslands. Við viljum því gera grein fyrir því, sem fram kemur í þeim tveim dómum Hæstaréttar Íslands, þar sem reynt hefur á ákvæði laga um fiskveiðar og takmarkanir á réttindum borgaranna til að stunda fiskveiðar svo og framkvæmd og réttmæti kvótakerfisins.
Þeir dómar Hæstaréttar, sem um ræðir, eru dómur Hæstaréttar í málinu nr. 145/1998 Valdimar Jóhannesson gegn íslenska ríkinu frá 3.12.1998 og dómur Hæstaréttar í máli nr. 12/2000 sem er frá 6.4.2000 í málinu ákæruvaldið gegn Birni Kristjánssyni, Svavari Rúnari Guðnasyni og Hyrnó ehf.
Í dómi Hæstaréttar frá 3.12.1998 segir m.a:
Þótt tímabundnar aðgerðir af þessu tagi til varnar hruni fiskistofna kunni að hafa verið réttlætanlegar, en um það er ekki dæmt í málinu, verður ekki séð að rökbundin nauðsyn hnígi til þess að lögbinda um ókomna tíð þá mismunun sem leiðir af reglu 5.gr.laga nr. 38/1990 um úthlutun veiðiheimilda. Stefndi hefur ekki sýnt fram á að aðrar leiðir séu ekki færar til að ná því lögmæta markmiði að vernda fiskistofna við Ísland. Með þessu lagaákvæði er lögð fyrirfarandi tálmun við því að drjúgur hluti landsmanna geti að öðrum skilyrðum uppfylltum, notið sama atvinnuréttar í sjávarútvegi eða sambærilegrar hlutdeildar í þeirri sameign sem nytjastofnar á Íslandsmiðum eru..
Dómurinn segir því að kvótakerfið sé fyrirfarandi tálmun, sem komi í veg fyrir að drjúgur hluti landsmanna geti notið eðlilegs atvinnuréttar í sjávarútvegi. Bendir Hæstiréttur á að þessar ráðstafanir geti hafa verið afsakanlegar þegar kerfið var sett á en kemst að þeirri niðurstöðu að þar sem slík skipan samræmist ekki stjórnarskrárákvæðum um jafnrétti borgaranna megi hún ekki vera ótímabundin.
Í dómi Hæstaréttar frá 6.4.2000 er vísað til þess að ríkir og augljósir almannahagsmunir séu bundnir við verndun og hagkvæma nýtingu fiskistofna á Íslandsmiðum. Þá segir í niðurstöðu meirihlutans að aflaheimildir séu þannig aðeins varanlegar í þeim skilningi að þær verða hvorki felldar niður né þeim breytt nema með lögum. Í skjóli valdheimilda sinna getur Alþingi því kveðið nánar á um réttinn til fiskveiða, bundið hann skilyrðum eða innheimt fyrir hann frekara fégjald en nú er gert vegna breyttra sjónarmiða um ráðstöfun þessarar sameignar íslensku þjóðarinnar sem nytjastofnarnir á Íslandsmiðum eru.
Hér er kveðið á um það að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar og það sé Alþingis að setja reglur sem varða ráðstöfun þessarar sameignar. Ekki er heldur með nokkru móti unnt að skilja meirihlutaatkvæðið svo að horfið hafi verið frá því sjónarmiði í dóminum í máli Valdimars Jóhannessonar gegn íslenska ríkinu frá 3.12.1998 um að núgildandi lagareglur laganna séu bráðabirgðareglur, neyðarreglur sem ekki megi vera varanleg skipan.
Í sératkvæði Hæstaréttardómaranna Guðrúnar Erlendsdóttur og Haralds Henryssonar segir m.a.:
Samkvæmt þessu er að grunni til byggt á því að úthlutunar njóti tiltekinn afmarkaður hópur á grundvelli veiðireynslu á níunda áratugnum. Þessi úthlutun er ótímabundin og felur í sér að aðrir eigi ekki kost á aðgangi að umræddum veiðum nema þeir kaupi eða leigi aflaheimildir frá þeim, sem hafa fengið þær í úthlutun. Þannig útiloka reglur um úthlutun aflaheimilda til frambúðar aðra mikilvæga hagsmuni, sem telja verður að hafi sambærilega stöðu, og taka verður tillit til í heildarmati. Í þessu felst skýlaus mismunun, sem telja verður ómálefnalega og ósamrýmanlega þeirri skírskotun til heildarhagsmuna, sem fram kemur í 1.gr. laga nr. 38/1990. Er og óhjákvæmilegt að líta svo á, að til frambúðar leiði þessi skipan til myndunar sérréttinda, þrátt fyrir það yfirlýsta markmið laganna að úthlutun veiðiheimilda myndi ekki eignarrétt og óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir þeim, sbr. 3.málslið sömu lagagreinar. Þótt aðrir eigi kost á að kaupa og leigja aflaheimildir af þeim sem úthlutun hafa hlotið , þykir það ekki geta réttlætt þá mismunun, sem felst í grundvelli kerfisins.
Að öllu þessu virtu verður að líta svo á, að ákvæði 7.gr. laga nr. 38/1990 um úthlutun aflaheimilda séu í andstöðu við jafnræðisreglu 1.mgr. 65.gr. stjórnarskrárinnar og atvinnufrelsisákvæði 1.mgr. 75.gr. hennar.
Loks segir m.a. í sératkvæði Hjartar Torfasonar Hæstaréttardómara:
Að virtu öllu þessu og öðru því, sem telja má á færi dómara, verður að líta svo á, að hin umdeilda skipan fái ekki staðist til frambúðar, sem lögmæt skipan á stjórn fiskveiða,
Við viljum að lokum draga saman, ágæti þingmaður, nokkur grundvallaratriði, sem fram koma í ofangreindum dómum Hæstaréttar, jafnt atkvæðum meiri- og minnihluta og einu dómunum sem fjallað hafa um gildi kvótakerfisins í fiskveiðum:
- Nytjastofnar við Íslandsstrendur eru sameign þjóðarinnar.
- Alþingi hefur valdheimildir til að takmarka aðgengi að fiskveiðum tímabundið til þess að vernda fiskistofna og því aðeins að þann tíma séu aðrar leiðir til þess ekki færar.
- Dómarnir gera það alveg ótvírætt að úthlutaðar veiðiheimildir njóta ekki verndar eignarréttarákvæða stjórnarskrárinnar.
Lögin um vernd fiskistofna, sem takmörkuðu hámarksafla á Íslandsmiðum voru sett árið 1983 (l. nr. 82/1983) og komu til framkvæmda við skiptingu hámarksafla árið 1984 eða fyrir 38 árum síðan. Allan tímann hefur úthlutun fiskveiðiheimilda að meginstefnu til byggt á þeim ákvæðum og viðmiðunum, sem sett voru í upphafi. Engin breyting hefur verið gerð á þessari skipan og hefur löggjafinn aldrei sýnt fram á það að, aðrar leiðir við úthlutun fiskveiðiheimilda séu ekki færar. Að því leyti er kerfið í dag andstætt niðurstöðu dóms Hæstaréttar í Hæstaréttarmálinu nr. 145/1998 frá 3.12.1998.
Takmarkað aðgengi þorra landsmanna til nýtingar sameiginlegra nytjastofna á Íslandsmiðum felur í sér brot gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar sem og atvinnufrelsisákvæði hennar.
Gera verður þá kröfu til löggjafans, að hann taki tillit til þeirra sjónarmiða sem koma fram í ofangreindum dómum Hæstaréttar og leiti annarra leiða við úthlutun fiskveiðiheimilda, sem standast ákvæði stjórnarskrár um atvinnufrelsi og jafnræði borgaranna.
Við teljum það með ólíkindum, að tregða skuli vera á Alþingi við því að setja þau ákvæði í stjórnarskrá að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign þjóðarinnar, þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi ótvírætt kveðið á um það í ofangreindum dómum.
Við vonum, ágæti þingmaður, að þú kynnir þér þessi mál og erum tilbúin til að eiga viðræður við þig og/eða þingflokk þinn til að kynna frekar þau sjónarmið, sem hér eru sett fram og þær lagalegu og hugmyndafræðilegu forsendur sem gera nauðsynlegt að þegar í stað verði fiskveiðistjórnarkerfið tekið til gagngerðrar endurskoðunar.
Vert er að geta þess síðan í lokin, að ítrekað kemur fram í skoðanakönnunum og hefur gert í hartnær fjóra áratugi, sem kerfið hefur verið við líði, að mikill meirihluti þjóðarinnar, um og yfir 75% hennar, er andsnúinn fiskveiðistjórnarkerfinu. Það skýtur því skökku við að umræður um þessi mál skuli ekki vera meiri á Alþingi og að Alþingi skuli aldrei hafa brugðist við þessu ákalli þjóðarinnar og hefur að því leyti orðið gjá á milli þings og þjóðar í þessu máli.
Virðingarfyllst,
Álfheiður Eymarsdóttir
Jón Kristjánsson
Jón Magnússon
Jónas Elíasson
Lúðvík Emil Kaaber
Páll Gústafsson
Ólafur Örn Jónsson
Pétur Guðgeirsson
Sigurjón Þórðarson
Sveinbjörn Jónsson
Tryggvi Agnarsson
Valdimar Jóhannesson
Þórður Már Jónsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 7
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 115
- Frá upphafi: 1014245
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.