Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin talar tungum tveim í hælisleitendamálum

Formaður Samfylkingarinnar boðaði breytta hælisleitendastefnu fyrr á árinu. Kristrún Frostadóttir tók undir þau sjónarmið að núverandi kerfi væri ósjálfbært og að lokuð landamæri væru alger grunnforsenda þess að hægt væri að viðhalda velferðakerfi á Íslandi.

Engu að síður þá flytur hægri hönd formannsins Jóhann Páll Jóhannsson popúlíska ræðu á þingi í vikunni, þar sem grunnstefið er að ganga eigi þvert á þá stefnu sem Kristrún boðaði fyrr á árinu. Þegar til kastanna kemur þá styður hvorki þingflokksformaður Samfylkingarinnar né Jóhann Páll að úrskurðir lögbærra yfirvalda séu virtir m.ö.o þeir gerast talsmenn No Boarders á Íslandi.

Það er vægast sagt billegt hjá forystumönnum Samfylkingarinnar  og öðrum talsmönnum No Boarders að beina allri ábyrgð á óþarfa raunum langveiks drengs í vikunni á yfirvöld og mála dómsmálaráðherra upp sem vonda manneskju.

Hlaupið er yfir augljósa ábyrgð forráðamanna drengsins sem dvelja hér ólöglega í landinu á hremmingum langveiks sonar. Ekki síður vert að velta fyrir sér ábyrgð þeirra sem veita fjölskyldunni þau ráð að fara ekki að lögum og setja yfirvöld í þá stöðu að þurfa að beita þvingunarúrræðum.

 

 

 

 

 

 

   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband