Leita í fréttum mbl.is

Stefán Einar Stefánsson í lćri hjá Grétari Mar

Stefán Einar Stefánsson er einn besti blađamađur landsins ţó svo hann sé ekki enn margverđlaunađur fyrir störf sín.  Hvađ sem ţví líđur ţá er ljóst ađ Stefán Einar undirbýr sig fyrir viđtöl, er frjór, lćvís og harđur í horn ađ taka.  Hann kemur til dyranna eins og hann er klćddur og er ekki ađ fara í grafgötur međ skođanir sínar - ekki frekar en Gunnar Smári. 

Engu ađ síđur ţá er umfjöllun Stefáns Einars um sjávarútvegsmál hálfgeld og bitlaus, en ţađ birtist m.a. í ţessu viđtali viđ Heiđrúnu Lind framkvćmdastjóra SFS ţar sem hún kvartar sáran yfir ţví ađ aukin skattlagning komi í veg fyrir ađ hćgt verđi ađ búa til meiri verđmćti í dag en í gćr. 

Sú fullyrđing kemur úr óvćntri, en hún er sett fram m.a. á grundvelli útreikninga prófessors á eftirlaunum. Viđkomandi hefur í gegnum tíđina haft rangt fyrir sér um nćr alla útreikninga tengda sjávarútveginum m.a. međ bođun og útreikningum um ađ međ ţví ađ draga úr veiđum ađ  ţá muni veiđast mun meira seinna. Kenningar kennimanns SFS ganga ţvert á viđtekna vistfrćđi og hafa aldrei gengiđ upp og munu ţví aldrei ganga eftir og međ ţví ađ SFS haldi ţessari bábilju á lofti er SFS ađ kom í veg fyrir hagsćld.

Ţađ sem Stefán Einar gćti lćrt af Grétari Mar umsjónarmanns Sjávarútvegsspjallsins í efnistökum er ađ nálgast umrćđuna um nýtingu hafsins út frá víđara sjónarhorni en einangruđum hóli SFS. 

Í síđasta ţćtti Grétars Mar var t.d. áhugaverđ umrćđa um nýtingu á ţara og sölum en ţađ eru greinilega mikil tćkifćri ţar á ferđinni. 

Grétar Mar hefur fjallađ međ gagnrýnum hćtti um algert árangursleysi núverandi fiskveiđistjórnar en ţađ er ljóst ađ hún hefur leitt til minna afla í öllum tegundum sem hafa veriđ kvótasettar. 

Grétar Mar hefur fjallađ um ţann gríđarlega samkeppnishindranir og mismunun sem sjálfstćđar fiskvinnslur eiga í gagnvart vinnslum stórútgerđarinnar, ţar sem ţćr komast ekki í hráefniđ á jafnrćđisgrunni.

Hvađ varđar uppsjávarveiđarnar ţá vćri nćr ađ fjalla um mun stćrri mál en einhverjar krónur í veiđigjöld til eđa frá m.a. veiđiráđgjöf í lođnu sem skilar engu og ekki síđur hver ástćđan sé fyrir ţví ađ mun meira fćst greitt fyrir uppsjávarafla sem landađ er í Fćreyjum en á Íslandi.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Molar hagfelldir Vinstri grćnum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband