Leita í fréttum mbl.is

Ráðherra játar brot á stjórnarskrá í ræðustóli Alþingis

Laust fyrir klukkan 20 fimmtudagskvöldið 12. september 2024 gerðust þau tíðindi að matvælaráðherra játaði  óafvitandi á sig brot á stjórnarskrá íslenska lýðveldisins sem hún hefur svarið eið að. 75 grein segir: Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess.

Í svari við skýrri fyrirspurn Eyjólfs Ármannssonar þingmanns Flokks fólksins um hvort það ógnaði að einhverju leyti ef handfæraveiðar yrðu gerðar frjálsar, þá svaraði Bjarkey Olsen því hreinskilnislega að svo væri ekki, en tók það fram að það væri ekki í samræmi við KERFIÐ. Það er því ljóst að þegar hún tók upp á því að stöðva strandveiðar í júlí þá lágu engir almannahagsmunir að baki heldur voru skorður settar við atvinnufrelsið út frá annarlegum kerfislægum sjónarmiðum.

Hér er fyrirspurn Eyjólfs og játning ráðherra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Almannahagsmunir og ógn eru ekki sami hluturinn. Kerfið eru landslög og þó engin ógn felist í því að fara ekki að sumun lögum eru það almannahagsmunir að farið sé að lögum. Lög eru lög þó þú kjósir að kalla þau sem þér eru ekki að skapi annarleg kerfislæg sjónarmið.

Vagn (IP-tala skráð) 13.9.2024 kl. 00:52

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Rosaleg þvæla er þetta Vagn, það er óvart í lögum um stjórn fiskveiða að strandveiðar séu heimilar í 48 daga, ráðherra lokaði á þær á grundvelli fiskverndar til þess að koma í veg fyrir ofveiði.  Nú hefur hún viðurennt örfáum vikum síðar að þau sjónarmið sem hún lagði til grundvallar í maí áttu ekki við, þar sem ekki er nokkur lifandi leið að ástunda ofveiði með handfæraveiðum.

Sigurjón Þórðarson, 13.9.2024 kl. 06:23

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þetta líkist viðurkenningu á grímulausu arðráni - ekki satt?

Jónatan Karlsson, 13.9.2024 kl. 08:09

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jónatan Karlsson, það sem er stórundarlegt er að það virðist vera að það sé sá flokkur sem kennir sig við frelsi einstaklingsins þ.e. Sjálfstæðisflokkur Bjarna Ben sem heldur uppi þrýstingi á ráðherra Vg um að beita atvinnuhöftum sem stríða bæði gegn jafnræði og atvinnufrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar. 

Sigurjón Þórðarson, 13.9.2024 kl. 10:03

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurjón frostið bítur. Minnimáttarkenndin vex. Næst fjallar þú um þá sem vilja láta reka Ásgeir Jónsson. Það gerir þú auðvitað ekki af því að þú hefur ekki manngildi til þess. 

Sigurður Þorsteinsson, 13.9.2024 kl. 13:21

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ásgeir Jónsson sem ég kannast vel við er hinn mætasti maður þó svo ég sé honum ekki sammála hvað vextina varðar.

Sigurjón Þórðarson, 13.9.2024 kl. 16:10

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Já alveg öugglega hinn áægætasti maður. Hann hefur mikla þekkingu á efnahagsmæalum. Þess vegna notar hann þekkingu sína, en líka samstarfsmanna sinna til þess að nota þau stjórntæki m.a.  til þess að lækka verðbólgu á Íslandi. Þá koma þingmenn frá Flokki lóksins og segja að ríkisstjórnin eigi að segja Ásgeiri Jónssyni upp störfum. Ef menn hafa nennu til þess að kynna sér málin komast menn að því að Seðlabankinn er sér stofnun óháð Alþingi og ríkisstjórnin hefur engar valdheimildir til þess að segja Ásgeiri Jónssyni upp stöfum. Það gæti stjórn Seðlabanka gert en myndi ekki gera því þau vita sem er að það er teymi í Seðlabankanum sem kemur með tillögur að stýrivöxtum. Þessir þingmenn gætu hins vegar beðist lausnar á Alþingi. Svona mat á því hvaða afleiðingar hefði það að Ásgeir Jónsson segði af sér sem Seðlabanki. Mitt mat og þeirra sem hagfræðiþekkingu hafa er það myndi hækka vexti. Mun ekki skrifa inn á þína síðu. Vona að frostið verði ekki mikið fyrir norðan þannig að minnimáttarkenndin drepi þig ekki. 

Sigurður Þorsteinsson, 13.9.2024 kl. 18:34

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er gott Sigurður að sjá að við erum sammála um eitt og annað en flest bendir til þess að opnunin á Prís hafi haft mun jákvæðari áhrif á verðbólguna en okurvaxtastefna Seðlabankans sem er fyrir löngu búin að snúast upp í andhverfu sína.

Sigurjón Þórðarson, 13.9.2024 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband