Leita í fréttum mbl.is

Rörsýn Reykjavíkur- Morgunblaðsins

Staksteinar Morgunblaðsins tóku upp á því að ráðast harkalega að Jóni Inga Cæs­ars­syni fyrir þarfa grein hans í Morgunblaðið, þar sem hann bendir á að ríkisfyrirtækið Íslandspóstur hafi skert þjónustu við íbúa í hinum dreifðu byggðum landsins m.a á Siglufirði og Hvammstanga.

Það hefur Íslandspóstur gert með því að loka pósthúsum og vísa íbúum á óupphituð box. Lítið sem ekkert hefur farið fyrir því að Íslandspóstur hafi kynnt breytingarnar eða leitast við að koma á móts við athugasemdir við breytta þjónustu t.d. við íbúa Fjallabyggðar.  Óvart er ég einn af þeim sem nýtti mér reglulega þjónustu pósthússins á Siglufirði, Hvammstanga og sömuleiðis þjónustu Íslandspósts í Samkaupum í Ólafsfirði en stóð einn daginn fyrir framan einhver box sem ekki nokkur lifandi leið var að nýta. Jú jú ég gat hringt í Íslandspóst og þar var til svara símsvari og ég var númer eitthvað í röðinni og lofaði sjálfsvarinn því að hringt yrði til baka, en sú hringing hefur ekki enn borist úr höfuðstöðvum ríkisfyrirtækisins.

Þessi árás á Jón Inga fyrir það eitt að gagnrýna algeran þjónustubrest sem íbúar landsbyggðarinnar m.a. Fjallabyggðar hafa nýlega orðið fyrir koma nokkuð á óvart þar sem stjórnendur Árvakurs sem gefa út blaðið hafa sumir hverjir komið frá Siglufirði og Norðurlandi vestra m.a. aðstoðarkaupfélagsstjóri KS.

Ríkisfyrirtækið Íslandspóstur er einmitt að skerða heldur betur grunnþjónustu á Norðurlandi með ærnum tilkostnaði fyrir íbúa á meðan ríkið er að bæta verulega í útgjöld á öðrum sviðum.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband