Leita í fréttum mbl.is

Barnaráðherra talar í hringi

Fyrir stjórnendur skiptir miklu máli að hafa góðan áttavita og sömuleiðis skýra hugmynd um í hvaða átt þeir vilja stefna.

Eftir að hafa hlustað á viðtal Stefáns Einars í Dagmálum við mennta- og barnamálaráðherra um stöðu grunnskólans þá blasti það við að ráðherrann var hvorki leiðinni eitt né neitt og virtist ekki heldur hafa nokkurn áhuga á því að hafa neinn skýran mælikvarða á stöðu grunnskólans.

Fyrir nokkrum árum sat ég í fræðslunefnd Skagafjarðar og fann þá tilfinnanlega fyrir því að þær kannanir sem voru gerðar á stöðu skólanna voru annað hvort ekki sundurgreinanlegar með skýrum hætti þannig að þær áttu við um landshluta en ekki einstaka skóla eða þá að þegar búið var að vinna þær þá voru þær orðnar svo gamlar að þær nýttust ekki.

Það sem skein í gegn í tali ráðherrans var að hann lagði traust sitt á ný drög að lagafrumvarpi, nýjan en flóknari matsferil og sömuleiðis nýjan og breiðari gagnagrunn. Allt voru þetta fuglar í skógi en ekkert fast í hendi. 

Stefna ráðherra er greinilega að ryksuga inn gríðarmikið af gögnum m.a. félagslegar breytur sem eflaust verður ekki safnað með samræmdum hætti og sagt grunnurinn eigi að nýtast dag frá degi inn í skólastofum landsins.

Þetta hljómar eflaust ágætlega í eyrum sumra en er í raun hálfgerð þvæla. 

Miklu nær væri að fækka prófunum og hafa þau markvissari t.d. að bera saman martækt úrtak barna í einstaka skólum í samanburði við úrtak úr öðrum skólum, í stað þess að láta 5 þúsund börn í hverjum árgangi þreyta mörg próf í hinum ýmsu greinum.

Áherslan ætti að vera í að fá skýr svör hratt og vel um stöðuna og marka síðan stefnuna.   

 


mbl.is Réttlætir lögbrot ráðuneytisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband