Leita í fréttum mbl.is

Forsætisráðherrra fordæmdur af Vg

Ályktanir Vg á flokksráðsfundinum þann 17. ágúst eru furðulegar og ekki þá aðeins fyrir það sem fjallað er um en ekki síður það sem flokkurinn minnist ekki á.  Ekki er orði vikið að okurvöxtunum eða verðbólgunni, sem er að setja fjárhag íslenskra fjölskyldna í uppnám.  Nei nei þeir sem eru eftir í Vg virðast ánægðir með vaxtaokrið og fákeppnina rétt eins og núverandi kvótakerfi í sjávarútvegi.

Megin belgingurinn í stjórnmálaályktuninni fór í málefni Palestínu, en tónninn í ályktuninni var óvenju herskár þar sem m.a. verk vestrænna ríkja, Bandaríkjanna, Ísrael og Bjarna Benediktssonar voru fordæmd.  Athygli vakti að hlaupið var yfir að fordæma hryðjuverkasamtökin Hamas sem áttu upptökin að stríðinu með; fjöldamorðum,nauðgunum og mannránum á saklausu fólki.

Eflaust kippir forsætisráðherra sér ekki við að vera fordæmdur af sínum nánustu bandamönnum í ríkisstjórninni fyrir það að gera hlé á fjárstreymi til hjálparsamtaka þar sem starfsmenn samtakanna höfðu orðið uppvísir af því að taka þátt í hryðjuverkum Hamas, enda telja þeir í Vg að Bjarni haf bætt ráð sitt og aukið fjárframlög til UNRWA.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svo er bara að vona að Svandís verði næsti formaður og þá erum við endalega laus við VG.

Sigurður I B Guðmundsson, 18.8.2024 kl. 19:27

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurjón þú verður endilega að finna út úr minnimáttarkennd þinni gagnvart Bjarna Ben. Ef þetta er spurning um tippastærð veður þú að leita sérfræðings. 

Sigurður Þorsteinsson, 18.8.2024 kl. 21:28

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sigurður Í B, ég á nú ekki von á því að Svandís fari í formanninn þó svo hún sé eflaust búin að jafna sig eftir erfið veikindi. Það getur ýmislegt gerst m.a. að Vg sameinist að hlut til við Sósíalistaflokkinn, eða þá að Vg fái eitthver vítamín frá þeim sem hrekjast frá Samfylkingunni vegna þess að þeir séu settir út í kuldann af "Frostrúnu". Það er of snemmt að afskrifa þennan hræðilega flokk Vg.

Sigurður Þorsteins ég verð að hryggja þig með því að ég finn ekki til einhverrar minnimáttarkenndar gagnvart Bjarna, en þau litlu kynni sem ég hef haft af honum Bjarna gefa það til kynna að hann sé hinn  þægilegasti náungi, þó svo mið séum ekki sammála í hinum ýmsu málum eins og fram hefur komið í fyrri þáttum.

Sigurjón Þórðarson, 18.8.2024 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband