Leita í fréttum mbl.is

Þétt samráð en samt vill ráðherra ekki tjá sig!

Í frétt á RÚV kom það að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafi verið í  "þéttu samráði" við dómsmálaráðuneytið áður en hún veitti Helga Magnúsi vararíkissaksóknara ólögmæta áminningu vegna ummæla hans í kjölfar dómsuppkvaðningu yfir glæpamanninum og hælisleitandanum M. Th. Jóhannessyni.

Þessar upplýsingar gefa til kynna að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra leiki jafnvel tveimur skjöldum þ.e. gefi það í skyn annars vegar að hún sé nú að kanna mál sem ráðuneytið hafi haft til meðferðar og verið í virku samráði um niðurstöðu í.

Í ofan á lagt hefur hún ekki viljað tjá sig um málið og sagst í þokkabót vera að leita að einhverri sérfræðiþekkingu utan ráðuneytisins til þess að vanda til verka.

Hér er um mikilvægt mál að ræða en það lítur út fyrir það að ráðuneytið sé að senda út þau skilaboð til lögreglumanna, blaðamanna og annarra opinberra starfsmanna um þöggun á nauðsynlegri og gagnrýnni umræðu um útlendingamál.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurjón; sem jafnan og fyrri !

Munum; hinar 2földu ásjónur Janusar, hins

Rómverska Guðs.

Þarfnast ekki frekari málalenginga, þar um.

Roman god janus hi-res stock photography and images - Alamy

Með beztu kveðjum; sem endranær, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.8.2024 kl. 23:01

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er með ólíkindum Sigurjón hvað þú átt erfitt með að fara rétt með. Þegar varasaksóknari fékk áminningu 2022 var Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ekki Guðrún hún tók við 2023. Þessi áminning hafði ekkert með þann sem hótaði Helga Magnúsi Gunnarssyni að gera. Sá fékk dvalarleyfi vegna samkynhneigðar. Það að Ríkissaksóknari hafi ekki brugðist við sem stjórnandi, að verja Vararíkissaksóknara er miklu alvarlegra mál en áminningin. Ríkissaksóknari  hefði þurft á ráðgjafa með góða sálfræðiþekkingu til þess að veita henni ráðgjöf hvernig hún hefði átt að bregðast við. Það var ekkert þétt samráð hvorki við Dómsmálaráðuneytið eða faglega ráðgjafa að ræða. Þess vegna er Ríkissaksóknari í mm0g vondum málum. Svona klemmu lenda fleiri opinberir starfsmenn í, t.d. þú sjálfur. Þegar þú færð ofsahræðslu að missa starf þitt í Heilbrigðiseftirlitinu þá slær út í fyrir þér aftur og aftur. Þú ferð ítrekað með ósannindi og þú ferð að ímynda þér hryðjuverkamenn í öllum hornum. Auðvitað ættir þú að fá sálræna aðstoð. Nú hef ég meiri trú á þér Sigurjón þrátt fyrir þetta en þú hefur sjálfur. Fyrst verður þú að þiggja ráðgjöf til þess að taka á ótta þínum. 

Sigurður Þorsteinsson, 14.8.2024 kl. 11:50

3 identicon

Sælir; á ný !

Sigurður.

Heyr á endemi; fáránlegt af þinni hálfu, að vera að gera Sigurjón síðuhafa að einhverjum skotspæni - til þess að bera blak af ENDALAUSUM ósóma og óráðssíu núverandi stjórnvalda hjerlendis:: sem er hreinræktuð hryðjuverka klíka, gagnvart íslenzkum almanna hagsmunum, ágæti drengur.

Opnaðu þú augu þín; Sigurður minn.

Þeir eru margir; Radcliffarnir og aðrir niðurrifsmennirnir, sem við erum að kljást við þessa dagana og á næstunni, innlendir sem útlendir.

Miðflokkur og Flokkur fólksins; eiga nú að snúa bökum saman gegn helvítis óværunni, sem að okkur sækir - Á ÖLLUM SVIÐUM !

Ekki lakari kveðjur; hinum fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.8.2024 kl. 12:01

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Óskar minn gott að þú sért lifandi, ég hélt sanna sagt að þú væri dauður Þetta snýst ekki um trúmál, þau verður þú að hafa fyrir þig. Komdu nú upp úr gröfunni og spjöllum saman á vitrænum nótum, en ekki í 

Sigurður Þorsteinsson, 14.8.2024 kl. 12:40

5 identicon

Sælir; sem oftar !

Sigurður.

Þótt dauður hefði verið; hefði jeg alls ekkert viljað útiloka afturgöngu mína - þó: ekki hafi komið til dauða míns enn, um stund.

Þú ert; að misskilja mig hrapallega Sigurður minn - jeg er fremur trú lítill:: er þó snortinn af helgisiða serímoníum Austurlenzku kirkjudeildanna (Orthodox kirknanna), miklu stabílli í ýmsum siðferðis málum:: miðað við sukk Páfa kirkjunnar (Rómversk- Kaþólsku), svo ekki sje nú minnst á vaxandi úrkynjun Lúthersku kirkjunnar t.d.: þjer, að segja.

Athugasemd mín; (nr.III, hjer hjá Sigurjóni) er pólitísk algjörlega, þó svo jeg hafi sett Janusar myndina upp, hjer að ofan.

Ítreka fullkomlega; Bjarna Bendiktsson og óværu liðssveitir hans VERÐUM VIÐ að losna við, eigi ekki verr að fara - Bjarni er svona ámóta illyrmis gripur, sem Madúró skratta kollur suður í Venezuela er:: landsmönnum þar um slóðir.

Sömu kveðjur; vitaskuld /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.8.2024 kl. 12:56

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

bara í léttvigt

Sigurður Þorsteinsson, 14.8.2024 kl. 13:16

7 identicon

. . . . Sigurði Þorsteinssyni; sem öðru frómu fólki,

til nokkurrar upplýsingar :

Byzantium Coat of Arms Emblem

Skjaldarmerki Austur- Býzanz (Austur- Rómverska ríisins)

395 - 1453

190 ARMENIAN COAT OF ARMS ideas | coat of arms, armenian, armenia

Skjaldarmerki Armeníu

Georgia: Coat of arms

Skjaldarmerki Georgíu (Sakartvelo)

Serbia National Flag | History & Facts | Flagmakers

og að endingu : Skjaldarmerki vina okkar, í Serbíu

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.8.2024 kl. 14:12

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það kemur á óvart hve fáir sjálfstæðismenn eru tilbúnir að ganga hreint fram í þessu máli og styðja Helga Magnús, en stuðningur við hann kemur svo sannarlega ekki frá áhrifamönnum í flokknum heldur frekar frá Flokki fólksins og Miðflokknum. Furðuleg dæmi eru um nokkra forsrkrúfaða flokksmenn sbr. Sigurð Þorsteins sem snúa út úr allt og öllu og jafnvel við málstað sem þeir eru sammála um s.s. að það sé mikilvægt að tryggja það að vararíkissaksóknari geti rætt um hlutina eins og þeir eru.

Sigurjón Þórðarson, 15.8.2024 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband