Leita í fréttum mbl.is

þrasað um strokleðrið á meðan ólæsið eykst

Háskólaráðherra hefur sett fram tillögu um hvernig megi auka virðingu barna fyrir skóladótinu sínu. Sú leið sem Áslaug vill fara er að auka kostnaðarvitund m.a. 9 ára gamalla barna með því að í stað þess að þau fái strokleðrið í skólanum að þá muni foreldrar þurfa að skaffa leðrið.  Ekki ætla ég að blanda mér í heitar umræður um strokleðrið að öðru leyti en því að vænlegra sé að leggja áherslu á almenna hirðusemi og reglu en kostnaðarvitund barnanna. Það uppeldi þarf ekki aðeins að fara fram í skólunum heldur ekki síður á heimilunum.

Áhersla háskólaráðherra á skóladótið er stórfurðuleg og vekur upp spurningu um kostnaðarvitund ráðamanna en kostnaður við menntun hvers grunnskólabarns er um 3 milljónir kr. á ári.  Það væri vel ásættanlegt ef þeir fjármunir væru að nýtast til þess að auka færni og menntun barna og ungmenna, en kannanir sýna að svo er ekki

Vonandi fer umræðan um menntamál að snúast í auknum mæli um þá sóun og synd að ungmenni séu ólæs eftir að hafa setið á skólabekk í heilan áratug og í minna mæli um skóladótið. 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband