Leita í fréttum mbl.is

Bjarni á flótta með flækjum

Bjarni Benediktsson hefur ekki reynst ráðdeildasamur fyrir hönd almennings í stjórnarráðinu þó svo að hann hafi sannarlega komið ár sinn fyrir borð sbr. óuppgert Lindarhvolsmál, Borgun ofl. ofl. mál bera með sér. 

Í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins heldur hann því fram að umræðan um ríkisfjármálin sé villigötum og umræðan sé vandinn en ekki það að ríkissjóður sé rekinn með mun meiri halla en áætlanir gerðu ráð fyrir.  Það er ljóst að hallinn í ár verður a.m.k. 25% meiri en gert var ráð fyrir og líklega verður sú tala mun hærri þegar árið verður gert upp. 

Það er ekki traustvekjandi að hafa Bjarna Ben í brúnni, en lykill að því að taka réttar ákvarðanir er að gera sér og öðrum grein fyrir stöðunni, þannig að það sé vilji til breytinga.

Er staðan kannski sú að forysta Sjálfstæðisflokksins sé ánægð með mikinn halla á ríkissjóði og vaxandi verðbólgu? Það sem er undarlegast við stöðuna sem uppi er og afhjúpar stjórnleysið er að þrátt fyrir hallann þá gengst ríkisstjórnin við því að innviðir landsins hafi verið sveltir m.a. vegakerfið. 


mbl.is Umræða um ríkisfjármálin verið á „villigötum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurjón; æfinlega !

Það er traustvekjandi að hafa Bjarna Ben í brúnni, en lykill að því að taka réttar ákvarðanir er að gera sér og öðrum grein fyrir stöðunni, þannig að það sé vilji til breytinga.

Skemmtilega kaldhæðið; þetta innslag þitt í

ágætri samantekt þinni:: hjer að ofan.

Bjarni; er einhver allra versti fúaraftur, hver á íslenzkar fjörur hefur rekið á hinum seinni tímum, ómerkingur af 1.°.

Með beztu kveðjum; sem endranær, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.8.2024 kl. 16:15

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Óskar - ég hljóp óvart yfir það að setja þarna inn "Ekki" ég er búinn að kippa því liðinn, Bestu kveðjur Sigurjón

Sigurjón Þórðarson, 10.8.2024 kl. 16:48

3 identicon

Sæll aftur; Sigurjón !

Svo sem óþarft; af þinni hálfu að setja inn þetta orð

(ekki) til sjerstakrar leiðrjettingar / textinn var

svo sannur og myndrænn fyrir, þótt þú hefðir sleppt

því, Sigurjón minn.

Sömu kveðjur; hinum fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.8.2024 kl. 17:38

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurjón þú varst á þingi og þá varstu í flokki þar sem formaðurinn hafði ekki dómgreind til hætta. Það þurrkaði flokkinn upp. Þú vars elli slakur, en á getu þína reyndi ekki svo mikið. Nú reynir á hæfileikana og það er eins og ekkert sé eftir. Þá er bara að nota aðferð Reynis Traustasonar vera með dylgur og reyna með dylgjum að draga aðra niður. Finnst þér þingflokkurinn ekki nógu neðalega til þess að þu þurfir ekki að daga hann enn neðar. Það hlýtur einhvers staðar að vanta húsvörð, eða stöðumælavörð þegar þú hættir í heilbrigðiseftirlitinu. 

Sigurður Þorsteinsson, 10.8.2024 kl. 21:30

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Óþarfi að hafa áhyggjur af mér ég hef miklu meira en nóg að gera án þess að ég sé fyrirfram að fúlsa við nauðsynlegum störfum á borð við stöðumæla- eða húsvörvörslu, en takk samt.

Sigurjón Þórðarson, 10.8.2024 kl. 22:51

6 identicon

Sælir; á ný !

Sigurður.

Svo vel þekki jeg til Sigurjóns; í gegnum okkar frábæru

samskipti liðinna ára, að hann er ekki - hefur ekki verið nje muni verða hjeðan af nokkur tepra til nokkurrs þess starfa, sem hann kynni að taka sjer fyrir hendur, Sigurður minn.

Þjer þarf ekkert að blöskra; fremur en öðrum samlanda okkar, þó Sigurjón Þórðarson tali tæpitungulaust um hlutina / hvort sem stjórnmálin áhrærir:: hvað þá nokkuð annað, ágæti drengur.

Á mínum uppvaxtarárum á Stokkseyri; var hreinskilnin betur metin en eitthvert hjáróma Rósamál eða hvers lags fimbulfamb í daglegri orðræðu:: mikið margt lærðum við yngra fólkið af samskiptunum við það fullorðna, ekki hvað sízt það fólk, sem fætt var nokkru fyrir aldamótin 1900, svo einnig komi fram, hjer á síðu.

Ekki lakari kveðjur; hinum áður fram komnu /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.8.2024 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband