7.8.2024 | 12:51
Óli Björn ætti að líta sér nær
Óli Björn Kárason skrifar í dag ábúðarmikla grein um vanda Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðið og má lesa á milli línanna að Óli Björn telji að flokkurinn sé fórnarlamb málamiðlanna í samstarfi Vg og Framsóknar, en er það svo?
Það er áhugavert að fara yfir söguna og skerpa myndina við lítinn bæ t.d. Siglufjörð þegar Óskar Halldórsson -Íslandsbersi, mætti með sína lifrarpotta á Sigló og hóf þar framleiðslu fyrir um 100 árum síðan. Í þá daga streymdu bátarnir lestaðir að bryggju og árið 1924 var þorskaflinn a.m.k. 110 þús tonnum meiri en hann er í ár. Líklegast hefur aflinn verið mun meiri en þau 320 þús tonn sem eru skráð, þar sem þá var öldin önnur og ekki löggiltar vigtar eða drónar Fiskistofu yfir hverri löndun í þorpum landsins.
Er Sjálfstæðisflokkurinn tilbúinn til þess að taka gagnrýna umræðu um fiskveiðiráðgjöf sem skilar minni afla í öllum nytjategunum til þess að skapa svigrúm fyrir nýliðun og frelsi í útgerð? Nei svo er alls ekki, en á síðasta þingvetri studdi Óli Björn og Sjálfstæðisflokkurinn að grásleppan færi inn í kerfi árangursleysis og samþjöppunar.
Vissulega er hægt að hefja mjög takmarkaðar strandveiðar í nokkrar vikur á ári, en þá þarf viðkomandi að greiða á annan tug prósenta hærri hafnargjöld en einokunarútgerðin úr Vesmanneyjum sem heldur nú um stundir á megninu á af útræðisrétti Fjallabyggðar. Er Sjálfstæðisflokkurinn að tala fyrir auknu frelsi til handfæraveiða? Svarið er nei - hann berst gegn frelsi fyrir litla sjálfstæða manninn og fyrir fákeppni örfárra auðmanna.
Ef Óskar Halldórsson kæmi nú 100 árum síðar endurfæddur til Siglufjarðar þá kæmi hann að harðlæstum dyrum í sjávarútvegi og alls óvíst að hann gæti reynt fyrir sér jafnvel með krabbagildrur eða hvað þá annað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur búið svo um hnúta að öll nýsköpun er bönnuð í sjávarútvegi nema þá að hún sé sérstaklega leyfð.
Vandi Sjálfstæðisflokksins er að æ fleiri af þeim sem hafa stutt flokkinn geta ekki lengur lokað augunum fyrir því að flokkurinn er fyrst og fremst flokkur þröngra sérhagsmuna.
Hvorki sjálfstæði veitingamaðurinn né hagsýna húsmóðirin kaupa þá dellu Óla Björns og félaga að það sé öllum til góða að koma á einokun án nokkurs aðhalds á úrvinnslu kjötafurða á Íslandi. Vissulega eru okurvextirnir sem Sjálfstæðisflokkurinn býður upp ágætir a.m.k. til skamms tíma litið fyrir fjármagnseigendur sem ráð flokknum, en hræðilegur fyrir almenning og þá sem í nýsköpun og uppbyggingu á fyrirtækjum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:57 | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Birtir yfir stjórnmálunum: . . . . rjett í þessu; greinir frjettastofa Ríkisútvarpsins frá... 22.12.2024
- Birtir yfir stjórnmálunum: Jæja... Það á að herja á fiskeldi, bæði á landi og sjó, þó með ... 22.12.2024
- Birtir yfir stjórnmálunum: Sæll Sigurjón æfinlega; og til heilla, með kjör þitt þann 30. X... 22.12.2024
- Birtir yfir stjórnmálunum: Ja misjöfnum augum lýta menn "silfrið". Ég hefði nú haldið að ... 22.12.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 475
- Sl. sólarhring: 475
- Sl. viku: 509
- Frá upphafi: 1014878
Annað
- Innlit í dag: 416
- Innlit sl. viku: 446
- Gestir í dag: 396
- IP-tölur í dag: 388
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Held Sigurjón minn að þú ættir líka að horfa þér dálítið nær. Þeð er hreinn loddaraskapur að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn haldi uppi vaxtastigi í landinu. Reikna að sú fullyrðing þín stafi af þekkingarskorti hvernig vaxtastig þróist. Get alveg tekið undir með þér gagnrýni á þá ákvörðun að setja kvóta á veiði á grásleppu. Dylgjur þínar að minnkandi veiði á þorski sé einum flokki að kenna er bara annað form á loddaraskapnum. Kvótinn var nauðsyn, en deila má um útfærslu hans. Er nokkuð sannfærður um að í komandi framtíð verður kvóti smábáta aukinn. Þannig fæst meira líf á minni staði. Bíð spenntur eftir að sjá hvort sameining kjöliðnaðarstöðva verði til þess að hækka verð á kjötafurðum. Þá er ljóst að það þarf að bæta kjör bænda. Hef lítið heyrt frá þér þar. Sveinn Margeirsson hafði manndóm til þess að berjast fyrir heimaslátrun, eitthvað sem kerfiskarlinn þú hefur nú ekki gert. Þú ert nú í flokki sem ekki er stjórntækur. Það væri áhugavert að þú tækir þig til að gagnrýna eigin flokk, áður en það verður of seint.
Sigurður Þorsteinsson, 8.8.2024 kl. 16:13
Minnkandi veiði á þorski er vegna þess að það er bannað að veiða meira en ráðgjöf Hafró segir til um. Það er meira en lítið furðulegt að enginn annar málsmetandi stjórnmálamaður fiskveiðiþjóðar annar en Inga Sæland sé tilbúinn til að setja spurningamerki við ráðgjöf sem gefur minni afla í öllum tegundum og vel ríflega 110 þús tonna minni þorskafla en Íslandsmið gáfu þegar skipakostur var rýr fyrir 100 árum síðan. Ef það er að vera að stjórntækur að þínu mati að vilja halda uppi vaxtastigi og koma á einokun kjötafurðum, þá erum við ekki sammála um skilgreiningu á hvað sé það að vera stjórntækur.
Sigurjón Þórðarson, 8.8.2024 kl. 17:37
Já, já. Inga Snæland veit betur en sérfræðingar Hafrannsóknarstofnunar, og meira en sérfræðingar okkar varðandi Covid. Ég er enginn sérfræðingur á þessum sviðum en þegar Inga Snæland og hennar lið með Ragnari Ingólfssyni meðtöldum fer að fjalla um efnahagsmál þá eru þau að bulla. Faðir minn vann í Seðlabankanum svo ég Þ þekki allvel hvernig þar er unnið, sjálfur vann sem sérfræðingur á þessu sviði í nokkur ár. Svo vinna sérfræðingar saman bera saman bækur sínar án þess að blanda því við flokkapólitík. Skil vel af hverju Ólafur Ísleifsson fékk nóg af svona málflutningi.
Sigurður Þorsteinsson, 8.8.2024 kl. 18:57
Burt séð frá allt og öllu hvað þér finnst um mig, Ingu eða einhvern út í bæ þá sé ég það að þú er gagnrýninn og greindur. Hvað finnst þér um það að leggja það til að dregið sé úr veiði á fiski sem hefur greinilega ekki nægjanlegt æti þar sem meðalvöxtur er langt undir meðallagi?
Ertu inn á því að friða sveltandi fisk vegna þess að sérfræðingur segir að það sé rétt út frá líkani sem vel að merkja aldrei hefur gengið upp.
Sigurjón Þórðarson, 8.8.2024 kl. 22:48
Sigurjón verð að viðurkenna að ég hef ekki þá þekkingu á lífríkinu að taks afstöðu til þessa. Þetta er nær þinni sérfræðiþekkingu. Það skipti mjög miklu nú er að ná verðbólgunni niður þá skiptir mestu að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu fari að taka á sínum þætti m.a. Bjóða upp á lóðir á mun lægra verði. Verkalydhreifingin með atvinnulífinu og opinberum aðilum i að taka þátt. Flokkur fólksins þar að spila með. Þú hefðir þurft að vera í forystu fyrir næstu kosningar einn flokkur þarf að leggja áherslu á þá sem minnst mega sín það gera sósíalistar alls ekki og ég veit ekki hvort VG kæmist í grunninn frá gæluverkefnum sínum.
Sigurður Þorsteinsson, 9.8.2024 kl. 07:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.